Morgunblaðið - 22.09.1942, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.09.1942, Blaðsíða 6
c M0R6UNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. sept. 1942. Sjötug: Elín Páisdóttir Elín er fædd 22. sept. 1872. Hún er af gúðu bergi brotin, dóttir hjónanna Geir- laugar Eiríksdóttir og Páls, Andrjessonar, formans í Nýja- bæ á Eyrarbakka, Magnús- sonar alþingismanns frá Lang- holti, og er það alkunn ætt. EHn hefir alið allan sinn aldur á Eyrarbakka. Hún ólst upp hjá for- eldrum sínnm í Nýjabæ og giftist þaöan rúmlega tvítug, Björgólfi Ól- afssyní af Eyrarbakka, prýðilega gefnum atorku og ágætismanni, en misti hann 25 ára gömul frá tveim komungum dætrum. J>á reyndi á þrek ungu konunnar, en brátt sást hvað í henni bjó. Hún tók að stunda sauma- skap og vann með þeirri vinnu fyrir heimili sínn í 7 ár — þar til að hún giftist aftur, — og tókst það með prýði, og er það vel gert með þeim aðstæðum, sem þá voru til að bjarga sjer fyrir efnalausar einstæðingskon- ur. Enda var henni viðbrugðið fyrir myndarskap og þótti hver maður vel klæddur, sem hún hafði saumað fatn- að á. Árið 1905 giftist hún Þorbimi Hjartarsyni frá Ausholtshjáleigu í Ölfusi og hafa þau búið saman í far- sælu hjónabandi síðan, þó að þar hafi skiftst á skin og skúrir. L'im hafa orðið fyrir miklum ástvinamissi og oft hafa verið langvarandi veikindi á heimili þeirra. En sárásta sorgin var sú er þau mistu eldri son sinn, Hjört 27 ára gamlan af slysförum. En EHn hefir vaxið við hverja raun og hefir hún þar verið sjálfri sjer samkvæm frá fjrrstu tíð. EHn er vel gefin og bókhneigð, fylg ist vel með öllu og lætur engar annir aftra sjer frá að lesa blöð og góðar bækur. Hún er mjög vinsæl kona, gestrisin og glöð í viðmóti. Enn er hún ljett í spori, upplitið bjart og svipurinn hreinn. — Hálægt henni er alltaf gott að vera. Saga hennar er sága hverrar ágætr- ar alþýðukonu, sem gerir fyrst og fremst kröfur til sín, en ekki annara, er sístarfandi og vakandi yfir velferð heimilisins. — Jeg óska henní 'hjartan lega til hamingju með afmælið og bið guð að blessa ókomnu árim GAMALL KUNNINGI. Hugsunarhðttur Framsóknar- manna Kosningadaginn 5. júlí s. 1. var feitletruð fyrirsögn á fremstu síðu Tímans á þessa leið: „Það væri þjóðarsmán að láta Ólafs Thors undirrita lýð- veldisstjórnarskrá fslands“. — „Það skal aldrei verða“. Þessi orð skýra þetur en margt annað að framkoma,1 Framsóknarmanna í sjálfstæð- ismáli íslands á þessu sumri. — Þeir gerðu ráð fyrir því, eins og allir aðrir landsmenn, að lýð- veldis stjórnarskrá Islands yrði undirskrifuð fyrir áramótin næstu. Þeir óttast það ekki og þeir fagna því ekki. En það er annað sem þeir óttast. Þeir ótt- ast að Ólafur Thors undirriti stjórnarskrána og þeir strengja heit: ,,Það skal aldrei verða.“ Þetta er sami hugsunarháttur- inn sem svo ákaflega oft hefir speglast í orðum og framferði Framsóknarmanna á undan- förnum árum. Að koma í veg fyrir það, að andstæðingum þeirra í flokkabaráttunni geti tekist að vinria verk sem allir landsmenn hljóta að viður- kenna sem nytjaverk. Á það hafa þeir margsinnis lagt allt kapp. Þeir kjósa mörgum sinn- um heldur að verkin sjeu óunn- in þó almenningur bíði við það stórtjón. Þessi hugsunarháttur er sá spiltasti sem unt er að finna í fjelagslífi og stjórnmálum. — Það er ekki hugsunarháttur heiðarlegra íýðræðis og þing- ræðismanna. Það er hugsunar-i háttur ofbeldismanna og ein- veldissinna. Það munu margir landsmenn hafa vonað að þessi hugsunarháttur kæmi ekki fram í verki, þegar um er að ræða sjálfstæði þjóðar og lands, en nú hefir reynslan sýnt annað. Hún hefir sýnt að hlut- aðeigandi flokkur hefir sýnt alla viðleitni til að standa við heitið sem opinberlega var gef- ið á kosningadaginn síðasta. Eftir er svo að vita hvort kjósendur og fylgismenn þess-i ara fórustumanna fylgja þeim eftir sem áður. Akri 15. sept. 1942. Jón Pálmason. Hjóriaband. í dag verða gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Sigríður Jafets- dóttir (Jafets Sigurðssonar skip- stjóra) og Ólafur Magnússon hús- gagnasmiður frá Stykkishólmi. — Heimili ungu hjónanna verður á Bræðraborgarstíg 29. Húseignin Tunga við Laugaveg ásamt meðfylgjandi eignarlóð og erfða- festulandi, er til sölu. Með eigninni fylgja stór útihús, sem nota má til hvers konar iðnaðar eða verksmiðjureksturs. 3—5 herbergi og eldhús laus til íbúðar 1. okt. n.k. Semja ber við Sigurgeir Sigurjónsson Hrm., Aðalstræti 8. Samningsrjetíur verklýðsfjelaganna Undanfarið hefir Alþýðubl. og Þjóðviljinn rætt mikið um svonefndan samningsrjett verkamanná. Hafa þau haldið því fram, að núgildandi vinnu- löggjöf veiti verkamönnum ein hver sjerstæð rjettindi í þessu efni. Telja þau þessi rjettindi svo víðtæk, að það sje brot á ís- lenskum lögum, ef vinnuveit- endur neita að ganga að þeim kjörum, sem verkalýðsfjelögin setja sem skilyrði fyrir samn- ingum við vinnuveitendur og ef vinnuveitendur síðan aug- lýsa með hvaða kjörum þeir vilji taka verkamann í vinnu. Hefir þetta sjerstaklega kom ið fram í sambandi við það, að setuliðið hefir neitað að ganga að kröfum Verkamannafjelags ins Dagsbrúnar hjer í bænum, en tilkynti taxta, sem það myndi fara eftir um greiðslu vinnulauna. Hinsvegar hefir því ávallt verið haldið fram af hendi verkalýðsins, enda ekki mót- mælt af v^nriuveitendum. að það sje fullkomlega löglegt að verkalýðsfjelögin auglýsi taxta um kjör þau, sem verkamenn setja að því er vinnulaun snert- ir. Afstaðan af hendi verkalýðs ins í þessum málum er því sú, að verkamenn hafi fullkominn rjett til þess að auglýsa taxta, en hinsvegar sje það lögbrot ef vinnuveitendur auglýsa taxta. Þetta er hrein fjarstæða og má ekki vera ómótmælt af hendi vinnuveitenda. Þegar fyrgreind blöð. eru að tala um löghelgan samnings- rjett verkalýðsfjelagánna í þessu sambandi, munu þau eiga við 5. gr. laga nr. 80, 11. júní 1938, um stjettakfjelög og vinnudeilur, en þar stendur m. a.: „stjettarfjelög eru lögform-1 legur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna“. Með þessu er í raun og veru engin frekari rjettindi veitt en stjettarfjelögin geta veitt sjer sjálf með samþyktum sínum, að þau hafi umboð til þess að semja fyrir fjelagsmenn sína. Hinn mjög rómaði lögtrygði „samningsrjettur“ verkalýðs- fjelaganna er nú ekki merki- legri en þetta. Hvorki í tjeðum lögum nje í annari löggjöf landsins. eru nokkur orð í þá átt að banna vinnuveitendum að auglýsa taxta. Þeir hafa auðvitað fullt frelsi til þess að neita að gera samninga við verkalýðsfjelögin og fullt frelsi til þess að ákveða sjálfir og auglýsa með hvaða kjörum þeir vilja kaupa vinnu verkamanna. Þetta virðist svo sjálfsagt að ekki ætti að þurfa að taka það fram. Að til þessa skuli vera til efni sýnir best ofstopa verka- lýðsleiðtoganna í þessum mál- um. Reykjavík, 21. sept. 1942. Eggert Claessen. | Brjef | ^nmiiiiiimmiiiiiiimiiii Tónííst tít- varpsíns Páll ísólfsson gat þess ein- hverntíma í skemtilegu og fyndnu erindi um brjef til útvarpsins að einhver brjefrit- ari hefði látið í Ijós þá skoðun, að aldrei mundi nokkur maður hafa haft nokkra ánægju af að hlusta á nokkurt það tónverk, sem hjeti symfónía. Hefir mjer virst svo sem viðhorf margra, eða jafnvel flestra hlustenda gagnvart flutningi útvarpsins á æðri tónlist, muni vera nokk-i uð svipað því, sem lýsir sjer í þessum orðum. Flestir munu telja sjálfsagt, að hlusta ekki þegar þeir heyra1 að þeir eigi von á einhverju: sem heitir symfóní, sónata o. s. frv. — Tel jeg þetta illi farið, slík hugsvölun sem er að góðri tónlist. Og jeg hygg að það væri lafhægt að kenna íslensk um almenningi að meta hana, ef aðeins rjett aðferð væri höfð. En það er að láta ekki heyra annað en það sem er verulega gott, og lofa mönnum að heyra það nógu oft. — Það væri t. d. auðvelt að kenna íuhlustendum að meta 5. sym-( fóníu Tsjaikowskys; 6. hljóm- kviða sama tónskálds er ennþá betri, en líklega þarf að heyra hana oftar áður en menn; hafa hennar full not. Þá eru hnotu^ brjótsdansar þessa mikla snill- ings með því allra besta sem til er, (en plöturnar með svana vatnslögunum er óhætt að láta hvíla sig). — Útvarpið á plöt- ur eftir Haydn, Mendelssohn, Schumann og fleiri ágæt tón- skáld, sem altof lítið eru not- aðar. Norræn tónlist verður nokkuð útundan og þá ekki síst Johan Svensen, sem mjer virð- ist hafa verið jafnvel ennþá meiri snillingur en Grieg. — Jeg hefi verið að gæta að því, hvort jeg mundi síður tillögm fær í þessum efnum af því að jeg hefði e. t. v. mætur á því, sem öðrum þætti lítilsvert, Mjer hefir virst þetta vera á hinn veginn. Það sem mjer er mest hugsvölun að heyra, reyn- ist vanalega vera hin frægustu verk hinna ágætustu tón- skálda. Helgi Pjeturss. Spren^fum varpað ék Tobiuk CAIRO í gærkveldi. Tobruk, aðalhirgðastöð Romm- els, varð fyrir mikilli loft- árás í fyrrinótt. Var það í sjö- unda skifti á átta nóttum, sem flugvjelar Bandamanna rjeðust á borgina. Árásin í fyrrinótt var gerð af breskum sprengjuflugvjelum, og var skvgni ekki gott og erfitt að sjá árangur. Ljettar sprengjuflugvjelar Suð- ur-Afríkumanna gerðu árásir á flugvelli Möndulveldanna, og eyði- lögðu þar flugvjelar. Kviknuðu eldar og sáust sprengingar. Einn- ig var ráðist á Sollumsvæðið og Mersa Matrult. — REUTER. Gunnar Hallgrlmsson golfmeistari Akureyrar Frá frjettaritara vorum á Akureyri. Undanfarna daga hefir far- ið fram á Akureyri golf- 4 keppi í meistaraflokki og 1. flokki. I meistaraflokki kepptu til úrslita þeir Gunnar Hallgrims- son tannlæknir og Sigtryggur Júlíusson rakarameistari og foru leikar svo, að Gunnar vann, og er hann nú golfmeist ari Akureyrar í annað sinn, því hann vann einnig meistaratit- ilinn í fyrra. I 1. flokki kepptu til úrslita þeir Stefáp Árnason káupmað-* ur, sem varð meistari 1 fyrsta ílokki í fyrra, og Pjetur Jóns- son læknir. Fóru leik^r þannig, að Pjet- ur vann.. Straudhogg Rðssa á Fiskimaonaskaga BERLÍN í gærkveldi. Þýska herstjómin segir frá því, að aðfaranótt 17. sept. hafi öflugar rússneskar hersveit- ir lent við Motovska, bækistöðina á Murmanskvígstöðvunum (Fiski mannaskaga) suður af Rybaki, og ráðist þar á Þjóðverja. Sagt er að áhlaupi Rússa hafi verið hrundið með gagnáhlaupi og hafi þeir beðið mikið mann- tjón. Þeir, sem eftir lifðu af land gönguliðinu fóru aftur á skip sín um morguninn, og var það endi. þessa strandhöggs. Herstjómin bætir því við, að vopnaðir vjelbátar Rússa hafi nálgast Liza flóa, til þess að setja iið á land, en þeim var stökkt á flótta með fallbyssuskothríð. — REUTER. Á stjórnin að sitja eða ekki? Iumræfiuimm um sjálfstæðis- málið taldi Skúli Guðmunds- son það firn mikil, að stjórnin skyldi dirfast að sitja að völdum áfram. Forsætisráðherra hefði lýst því yfir, að Sjálfstæðisflokk- urinn myndi beita sjer fyrir stofn- un lýðveldis á þessu hausti. Nú hefðu þau atvik gerst, er gerðu þetta óvíst, og hefði það verið bein skvlda stjórnarinnar að segja þegar í stað af sjer þegar hún komst að því, að þetta mál myndi ekki ná fram að ganga. En hvað á þá að segja uin Framsóknarmenn ? Þeir horfa á alt þetta sama, og lýsa því síðan yfir, að stjórnin verði að‘ sitja fram yfir næstu kosningar. Egg'erl Claessen Einar Asnmndsson h»«tarj ettarmálaflntningfmenn Ikrifstcfa í Oddfellcwhisiim. (Inngangur nm anaturdyr), Sími 1171.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.