Morgunblaðið - 06.11.1942, Page 7
Föstudagur 6. nóv. 1942.
7
Pjetur Hjaltested úr-
smíðameistari 75 ára
T71INN af elstu og merkustu
^ borgurum Reykjavíkur,
Pjetur Hjaltested á Sunnuhvoli
á 75 ára afmæli 1 dag.
Pjetur er borinn og barn-
fæddur Reykvíkingur, sonur
Einars Hjaltested söðlasmiðs
og konu hans Önnu Kristjönu
Guðmundsdóttur. Faðir hans
dó þegar Pjetur var ungur, en
Pjetur var elstur systkina sinna.
Þurfti hann snemma að sjá fyr-
ir sjer sjálfur og vera um leið
stoð og stytta móður sinnar og
systkina. Kom það brátt í ljós
að kjarkur Pjeturs og fyrir-
hyggja var meiri en alment ger
ist meðal unglinga.
Komungur varð Pjetur fyrir
því slysi að meiða sig í hnje.
Fekk hann' upp úr því berkla í
hnejð og varð að liggja rúm-
fastUr lengi. En svo mikill dug-
ur og sinna var í drengnum, að
hann fekkst lengi við smíðar
rúmliggjandi og vann með því
að nokkru leyti fyrir heimilinu.
Pjetur var fyrsti lærisveinn
Mag'núsar Benjamínssonar,
hins þjóðkunna hagleiksmanns
og siyllings. Áð afloknu úrsmíða
námi setti hann upp úrsmíða-
stofu á Laugavegi 19, en fekk
síðar stærri og betri húsa-
kynni á Laugavegi 20. Er kom
fram um aldamót hafði Pjetur
komið sjer vel fyrir efnalega.
Iðn hans og verslun stóð með
miklum blóma.
En undir eins og hann hafði
tök á því. að leggja fram.fje í
annað eri verslun sína, tók hann
að leggja stund á jarðrækt,
Varð túnrækt og búskapur að-
al áhugamál hans. — Byrjaði
hann fyrst á túnbletti inn við
EF LOFTUR GETUR ÞAÐ
EKKI-----ÞÁ HVER?
öskjuhlíð. En síðar tók hann á
erfðafestu hið gamla mógrafa
land Reykvíkinga, reisti þar fyr
irmyndarbú er hann nefndi
Sunnuhvol. Varð túnrækt hans,
er hann ræktaði úr mestu ó-
ræktarjörð um 100 dagsláttur.
Var hann um skeið með mestu
og fremstu jarðræktarmönnum
hjer um slóðir, og þó víðar væri
leitað.
Fyrir 20 árum hætti Pjetur
verslun og gaf sig eingöngu að
búskap á Sunnuhvoli. En nú hef
vr bærinn fyrir skömmu keypt
úr erfðafestu öll tún hans og er
hann hættur búskap.
Pjetur er við góða heilsu og
unir vel hag sínum, Getur hann
litið yfir langa og stranga starfs
æfi, og glaðst yfir þeim miklu
verklegu framförum sem orðið
hafa síðan hann lagði út í lífið
bláfátækur af öllu öðru en inni-
legri starfslöngun og trú á að
jhonum mætti takast að ryðja
j sjer braut og almenningi mætti
jtakast að bæta hag sinn og
kjör.
Pjetur er maður glaður og
reifur í viðmóti og hinn skemi-
legasti fjelagi. Enda hefir hann
eignast marga vini um æfina, er
þakka honum ánægjulega sam-
vinnu- og samverustundir.
Frá Haustmarkaði KRON
Seljum nú tryppa og folalda-
kjöt í smástykkjum.
Verðið óbreytt.
Haustmarkaður KRON
Aifvörun
Fólk, sem dvelur hjer í Reykjavík nú, og telur sig
hjer heimilisfast, en hefir hvergi verið talið í manntali,
,er alvarlega ámint um að tilkynna manntalsskrifstofunni,
Pósthússtræti 7, heimilisfang sitt nú þegar.
Sömuleiðis eru húseigendur og húsráðendur áminntir
um að tilkynna þegar í stað, ef láðst hefir að skrá fólk
við manntalið, sem búsett er í húsum þeirra.
Sektarákvæðum verður beitt ef út af þessu er brugðið.
Borgariljórinn
MORGUNBLAÐIÐ
-. i * ■■■ .....-.—l
Astralfumenn
nálgast Buna
C regnir í gærkvöldi hermdu
*• að Ástralíumenn hjeldu
enn áfram sókn sinni á hendur
Japönum fyrir norðan Kokoda,
og segir að hersveitir þeirra sjeu
nú aðeins 15 mílur frá Buna,
aðalbækistöð Japana þarna.
Ástralíumenn eiga þó örðug-,
an þröskuld að yfirstíga, þar
sem Yarobifljótið er. Yfir fljót
þetta er aðeins ein brú, og hefir
hún verið eyðilögð í loftárás-
um. Bendir margt til þess, að
Japanar munu hyggja á vöm
handan árinnar.
Þá er sagt frá því í frjettum,
að Ástralíumen sjeu þegar farn
ir að nota sjer flugvöll þann í
nánd við Koköda, er þeir tóku
af Japönum fyrir skemstu.
Dagbóh
«MMOMIM«
I. O. 0. F. I = 1241168V2 = 9.1II
Unglingar óskast til að bera
Morgunblaðið til kaupenda. —
Hækkað kaup. *
Næturlæknir er i nótt Kjartan
Guðmundsson, Sólvallagötu 3. Sími
5351.
Næturvörður í Ingólfs apóteki
f dag eru 100 ár liðin frá fæð-
ingu frú Bjargar sál. Jónsdóttur,
konu Márkúsar Bjarnasonar,
fyrsta skólastjóra Sjómannaskól-
ans. ftrein nm þessa merku konu
birtist hjl*r í blaðinu síðar.
Hjónaefni. Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína, frk. Margrjet
Einarsdóttir, Linnetsstíg 12, Hafn
arfirði og Olafur Björnsson sjó-
maður, Keflavík.
Við kosninguna í Kirkjuráð
hinnar íslensku Þjóðkirkju, sem
getið vár í blaðinu í gær, fjellu
atkvæði þannig á hina kjörnn (en
kosningin gildir til 5 ára): Við
atkvæðagreiðslu á hjeraðsfundum
í prófastsdæmum landsins (þar
kjósa safnaðarfulltrúar og prest-
ar) hlutu Oísli Sveinsson sýslu-
maður 132 atkv., Matthías Þórðar-
son þjóðminjavörður 71 atkv.
(aðrir fengu miklu færri atkv.).
Við atkvæðagreiðslu meðal klerk-
dómsins hlutu Asniumhu- Guð-
mundsson prófessor 49 atkv., Þor-
stéinn Briem prðfástur 40 atkv.
Ymsir aðrir fengu fá atk’væði.
Noregssöfnunin, afhent Morgun
bláðinu : Þórdís Arngrímsdóttir 20
kr. Y. J. 20 kr. Skipshöfnin á Ægi
500 kr.
Útvarpið í dag:
12.10—13.00 Hádegisutvarp.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
18.30 íslenskukensla, 2. flokkur.
19.00 Þýskukensla, 1. flokkur.
19.25 Hljómplötur: Harmóniku-
lög.
20.00 Frjettir.
20.30 Útvarpssa'gan :
21.00 Strokkvartett útvarpsins:
kvartett í Es-dnr eftir Sehu-
bert.
21.15 íþróttaþáttur (Benedikt G.
W aage).
21.30 Hljóm])lötur: íslenskir
söngvarar syngja.
21.50 Frjettir.
1 AUGLtSING er gulls ícrildi
Stór íbtíð
í skíftum fyrír mínní
Hálft nýtísku steinhús á góðum stað í Vesturbæn-
um, með lausri 4 hebergja íbúð, til sölu í skiftum
fyrir 2—-3 herbergja nýtísku íbúð, helst í Austur-
bænum. Tilboð með greinilegum upplýsingum legg-
ist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 8. þ.‘ mán., merkt
„St'feinhús — 666“.
Vnglingar óskast 2
tftl aO bera blaOlO tll kaupenda
í nokkur hverfi í Austurbænnm.
Hœkkað kaup!
orðmthlaéið
<^^M**<*4«*»«**^4«»MV*M*M*M*M*M*M*M*H*«»*«**»»*«4*0*M*H*M*«»*M*««*»«*MV*»«V*M**«*H*MtM*M*»»*M*M*M*»«?««?M.*M**«?*«*»^^^|
V
V
I
I
Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem með gjöfum,, heim-
sóknum og heillaskeytum, sýndu mjer vináttu á átttugasta
afmælisdegi minum. Sjerstaklega þakka jeg Bakarameistara-
og Bakarasveinafjelagi íslands fyrir höfðinglegar gjafir.
Grímur Ólafsson bakari, Hávallagötu 35.
Skrifstofum vorum
verður lokað allan dagftnn
i dag vegna farðarffarar.
Striðstryggingarfjelag fsienskra skipshafna
dóttir okkar and^Sist í dag, 5. nóvember 1942.
Kristín Þorvarðsdóttir, Ólafur Helgason.
Garðastræti 33.
Jarðarför mannsins mins, föður og téngdaföður,
JÓHANNS HELGASONAR,
fer fram frá Fríkirkjunni laugardaginn 7. nóvember kl. 1 e. h.
Valgerður Þorsteinsdóttir.
Helgi Jóhannsson. Margrjet Pjetursdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát
og jarðarför
KARÍTASAR TORFADÓTTUR.
Sigríður Pjetursdóttir.
Sigþrúður Pjetursdóttir. Gissur Pálsson.
Sigurður Pjetursson. Berta Árnadóttir.
Jeg þakka af hjarta öllum þeim er við fráfall mannsins
míns,
SIGURJÓNS SUMARLIÐASONAR,
sýndu mjer samúð og vináttu. — Sjerstaklega þakka jeg alla
þá fjárhagslegu aðstoð, er Keflvíkingar, starfsfjelagar manns-
ins míns og aðrir, hafa veitt mjer með gjöfum sínum.
Guð blessi ykkur öll.
Keflavík, 31. október 1942.
Margrjet Guðleifsdóttir.