Morgunblaðið - 22.11.1942, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 22.11.1942, Qupperneq 5
iSunnudagur 22. nóv. 1942. 6 Útgeí.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stJ.: Sigfds Jónsson. RltstJOrar: Jðn KJartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgOams.). Auglýsingar: Árni Óla. RitstJGrn, augiysingar og afgrelCala: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Áakriftargjalö: kr. 6,00 á mánuTSi innanlands, kr. 6,00 utanlands. í lausasölu: 30 aura eintakitS. 40 aura meö Lesbók. Reykiauíkurbrief 21. nóv. Listamannaþingið dag verður sett hið fyrsta * listamannaþing. — Svipur !J)ess verður annar en alment er um þingsamkomur. Aðalatrið- ið er þetta: Samtök listamanna beita sjer fyrir því, að kynna þjóðinni íslenska list, skáld- skap, tónlist, myndlist, leiklist í samkomuhúsum bæjarins og í útvarpi. Er hjer hafin merkileg starf- semi. Ætti að mega vona, að henni verði vel tekið af öllum almenningi, en listamenn þjóð- arinnar, er eiga frumkvæðið að ’þinginu og hafa forustu í sam "tökum þessum, telji rjett að slíkar listamannavikur verði endurteknar árlega éða með lengra, en þó ekki altof löngu millibili. Samhliða kynningarstarfinu, sem er megin þátturinn í starfi „vikunnar“, verða fundahöld listamanna innbyrðis, þar sem áhugamál þeiira verða rædd og samþyktir gerðar, er snerta aðstöðu þeirra manna í þjóð- fjelaginu, er vinna hin mikils-i verðu andlegu störf á sviði bók menta og lista. IÍ ræðu og riti er oft á það bent, að íslenska þjóðin muni •eiga erfitt með, er til lengdar lætur, að færa sönnur á rjett sinn til sjálfstæðis í heimi þeirra viðskifta, þar sem fjár magnið eitt ræður. Allt frá því barátta okkar hófst til sjálf- forræðis, liefir það verið forvíg- ismönnum þjóðarinnar hinn mestí styrkur, hve sæmilega okkur íslendingum hefir tekist að tylla okkur til jafnhæðar við aðra, þar sem þjóðgildi er hvorki metið eftir fje, mann- fjölda eða völdum í efnisheim-; inum, heldur eftir andlegu at- gerí'i einstaklinganna. Vel færi á því, að áhrifa- menn í þjóðmálum og öll al- þýða manna fyndi til þess, að aldrei hefir okkur Islendingum verið á því meiri nauðsyn en nú að varðveita hin andlegu verð-t mæti vor og sýna umheiminum viljann til þeirrar varðveislu með því, að leitast við að veita menningarlífi landsmanna sem hollust og best skilyrði. Þegar forustumenn þjóðar- innar á hinu andlega sviði, í bókmentun og listum ræða þessi áhugamál sín, koma þar ekki til greina þröng sjónarmið per- sónulegra hagsmuna, heldur er þar rætt um með hverjum hætti þjóðleg ísl. menning fær notið hins andlega frelsis, sem hjer ríkir og á að ríkja og hvernig andans menn vorir best fá neytt krafta sinna til þess að verða leiðarljós þjóðarinnar á vegurn Ihennar til aukinnar menningar «og þroska. Miðjarðarhafið. C nemma í septémber komst Smuts hershöfðingi þannig að orðí, að et' fjandmens Banda- manna yrðu ekki hraktir út úr Norður-Afríku, þá væri vafasamt hvetnig ófriðnum lyktaði. Þýð- ingarmestu átökin verða í Miðjarð arhafi, sagði hann. Bandamenn geta . ekki unnið sigur nema ná þar yfirráðum. Þegar þessi orð voru töluð þá beindust hugir manna tjl átak- anna um Stalingrad til Salómons- eyja, loftárása á Þýskaland. En vígstöðvarnar í Norður-Afríku leiddu ekki til sín mesta athygli manna. Síðan Bandaríkjamenn gerðu innrás sína þar hafa rnenn veitt því meiri eftirtekt en áður, hvaða rök Smuts hafði fyrir máli sínu. Því fer fjarri, að mótstaða ein- ræðisríkjanna sje brotin á bak aftur í Norður-Afríku, þó Alex- ander hershöfðingi sje kominn á örskömmum t.íma til þess að gera vestur að Syrtu-flóa. Þ. 18. nóv. segir hann t. d. að enn megi bú- ast. við hörðum bardögum. En með hinni alveg óvenjulega hröðu leiftursókn tókst Alexander að lama her Rommels. Á % mán. sótti her Bandamanna fram nm 800 kílómetra. Er sú framsókn lielmingi harðari en hraðasta sóknin er Rommel liinn þýski hef- ir gert. Enda kom sú sókn Romm- e] svo að óvörum, að talið er að af 500 skriðdrekum sem hanu hafði vígbúna til sóknar bafi hann mist 485. Söguleg samlíking. V holjeusku blaði er frjálsir * Hollendingar gefa út, birtist nýlega svohljóðandi samanburður á valdaferli þeirra Napoleons og Hitlers, er varpar Ijósi yfir hve líkur hann liafi verið að því er snertir tímaröð atburðanna. Viðburðaröðin byrjar viðvíkj- andi Napoleon 1789, frönsk stjórn arbylting en viðvíkjandi Hitjer 1918 þýsk stjórnarbylting. 15 árum síðar (1804—1933) Napoleon einræðisherra. Hitler ein ræðisherra 5 árum síðar (1809— 1938) Napoleon í Austurríki. — Ilitler í Austuríki. 3 árum síðar (1812—1941) Napol on í Rússlandi. Hitler í Rússlándi. 2 árum síðar (1814—1943) Napo- j leon sigraður. Hitler: Því er ó- 1 svarað enn, livað verður um hann árið 1943. Frá Alþingi. Sv.o á það að heita að þingið hafi staðið í viku. En ekki er störfum þess svo langt komið að nekkuð þingmál hafi verið rætt, eða nein nefnd kosin. Og er þessi alveg óverjandi dráttur all- nr Framsókiiarflokknum að kenna. ' Bíðan farið var að halda fundi í ! þingínu hefir Framsókn orðið sjer til minkunar á hverjum degi.. Þangað til í dag, að ekki er vitað að flokkur sá hafi bætt við sig I nokktirri hneisu í sambandi við þingið. En fundir liafa líka fallið niður. Fyrst hjelt Framsókn uppi tveggja daga umræðum um ltosn- ingar á Snæfellsnesi, er flokkurinn vildi að þingið frestaði að taka gilda. kosningu iGunnars Thorodd-j sen. Of stopi Framsóknarmanna í I umræðunum á Alþingi kom eng-j um á óvart. Þeir harma hvarf Bjarna Bjarnasonar af þingi. Þeir eru engir geðstillingarmenn, hafa lengi vanist því að geta farið fram með ofríki. En því er ekki að neita- að menn hjeldu að óreyndu að Fram- sókn myndi trauðla óvirða AI- þingi eins freklega og hún gerði í þessu máli. Tillöguna um frest- un gildistöku kosninarinnar bygði húti ekki á neinni formlegri eða lagalegri kæru, heldur á ómerki- legu slúðurbrjefi ómerkilegs manns, er enginn vissi nje veit enn hvernig er til komið, hvert var sent, en sem Skúli Guðmunds son þingmaður Vestur-Húnvetn- inga, dregur upp úr vasa sínum ]>egar kjörbrjef eru athuguð. Bærilegt fordæmi(!) Haraldur Guðmundsson benti Framsóknarmönnum á, hvaða eftirköst. það Iiefði fyrrir Al- þingi, ef þingið færi inn á þá braut, að bvggja álýktanir sínar og gerðir á slíkum einka-slúður- söguflutningi. Skyldi það ekki geta orðið nokkuð oft, sem ein- liver kjósandi gæti látið sjer detta í hug að lauma slííkum kjaftasögubrjefum í vasa þing- manna, ef fordæmi væru fyrir því, að með þeim væri hægt að tefja pólitíska andstæðinga frá þingsetu? Og hvenær gæfi þing orðið starfhæft, ef fyrst ætti að rannsaka með „krossyfirheyrsl- um“ eins og formaður Framsókn- ar talaði um, alla brjefritarana, og alla þá menn, sem slefberun- um dytti í hug að nefna í þess um brjefum sínum. F ramsóknarf lokkurinn hefir lengi lifað á Gróusögum, og bygt mikið af starfsemi sinni á þeim, bæði í ræðu og riti. En þá færðist skörin upp i bekkinn, ef Tíma- menn kæmu því til leiðar, að slík- ur rógburður, sem prýtt hefir sorpdá]ka Tímans ætti að gera Alþingi óstarfhæft eftir hverjar kosningar. Meðan á umræðunum stóð um Snæfellsnes höfðu Framsóknar- menn leiðbeiningar Haraldar Guð- mundssonar í þessu máli að engu, en þær hnigu í sömu átt og hjer er sagt, þó liann talaði um málið alment, og taldi að aðrir flokkar en Framsókn kynnu að leika sama leik síðar. Daginn eftir kaus Framsókn Harald sem forseta sameinaðs þings, og það alveg án þess að Alþýðuflokksmenn hefðu farið fram á slíkan stuðn- ing. Sagnritarinn. Iumræðunum um kosninguna á Snæfellsnesi komst Gunnar Thoroddsen m. a. að orði á þá leið, að hann livaðst oft hafa lieyrt meiin halda saknaðarræður er ástvinir liyrfu sjónum þeirra, en aldrei fyr en nú, að innanum þann sára söknuð væri blandað óhróðri og níði um andstæðinga. Eftir að Jónas Jónsson hafði haldið langa ræðu um skemtifund er Sjálfstæðismenn lije]du í sum- ar í Ólafsvík, og oft hefir í Tím- alium verið talað um sem „Ólafs-i víkurballið“, skýrði , Gunnar Thoroddsen svo frá, að alt sem þingmaðurinn hefði um það sagt í ræðu sinni og skrifað áður í Tím- ann væri heilb.er heilaspuni, þó Gunnar hefði ekki kært sig um að leiðrjetta það fyrri en nú. — Ólafsvíkurbúar máttu fá endur- tekin tækifæri fram yfir kosning- ar til þess að sjá þess dæmi, hvernig Tíminn hagræddi sann- leikanum. Drykkjulætin, sem Jón- as Jónsson hefði talað um í þing- ræðu sinni og áttu að hafa verið til hiiis mesta vansa fyrir Sjálf- stæðismenn, voru engin önnur en þau, að vinir Bjarna Bjarna- sonar heltu manngarm einn fullan og- sendu hann inn á fundinn til að gera óspektir. Hvert einasta atriði. sem J. J. tilfærði í „fund- arskýrslu“ sinni, er rangt, sagði Gunnar. Þannig eru heimildir hans, frjettamenska og sannleiks- leit. En þessi maður, Jónas Jóns- son, maður, sem öllu snýr við eftir eigin geðþótta hefir kosið sjálfan sig til að skrifa sögu Jóns Sigurðssonar. Forsetakjörið. Pegar Framsókn hafði lokið við að verða. sjer til mink unar í umræðunum um Snæfells- nes kom forsetakjörið. Ekki hefir verið talið saman live miklu rúmi hefir verið varið í Tímanum til að skýra frá því, að þiugflokk- arnir ættu að koma sjer sarnan um forsetana. Umræðum um það hefir verið haldið uppi í því blaði missirum saman. Menu hjeldu að blaðinu væri í þessu alvara. Hjer átti að koma fram samstarfsvilji þingmanna. Samkomulag hafði að þessu sinni orðið milli flokkanna, þannig að þeir skiftu með sjer forset nnum, og fengi Alþýðuflokkurinn 1. varaforseta sameinaðs þings, Sjájfstæðisflokkurinn forseta sam- einaðs þings, Framsókn neðri deildar og kommúnistar efri deildar. En rjett þegar á að ganga til kosninga, svíkuf Frámsókn þetta samkomulag, sem ‘svo mjög hefir verið rætt í Tímanum. Þykist ekki vilja kjósa Gísla Sveinsson. En iGísli Sveinsson hefir verið forseti sameinaðs þings og rækt það starf með alúð og þeirri stjórnsemi, sem honum er lagin. Hann var forsetaefni flokksins. Að neita honum um það starf var sama seiu að svíkja samkomulagið. Síðan komu ófarir Framsóknar- manna. Þeir hjeldu að A]þýðu- flokkurinn mundi leiðast til þess að kjósa með Framsókn. eft-ir að hún hafði kosið Harald Guðmunds son. En Alþýðuflokkurinn mat gerða samninga við hina flabkana og Ijet Framsókn sigla, sinn sjó. Hafa sjaldan sjest á þingi sneypu- legri menn en Framsóknar, eftir að þeir rufu sættir og gáfu óum- beðið Alþýðuflokknum atkvæði, urðu af forseta neðri deildar og fengu ekkert nema skömmina. Eftir að liafa eytt tveimur dög- um .þingsins í að reyna að tefja þingsetu eins Sjálfstæðismanns heimtar Framsókn svo að t.efja þingið í tvo daga enn vegna þess að einn af þingmönnum flokksins hefir ekki getað komist á þing S tæka tíð — og er ebki komiha enn. Kjötsaían. Kjötverðlagsnefnd hefir gefið út, skýrslu um kjötsöhma í hanst. Samkvæmt henni hefir það komið í Ijós, að spá manna um það að fólk myndi draga mjög við sig kjötkaup hefir ekki ræst. Kjötbirgðir voru i. nóv. að vísu meiri nú. en í fyrra, er nemur 650 tonnum. En kjötmagnið var líka 350 tonnum meira í ár en í t'yrra og svo er þess að gæta að slátrun var sama og engin í sumar, ekkert nýtt kjöt á markaðnum fyrri en kom fram í sláturtíð. Neysla landsmanna og kjötkaup hafa sýnilega orðið meiri í haust en í fyrra. En aftur á móti Iiefir dreg- ið úr kaupum setuliðsins, hvað sem síðar kann að verða um þan viðskifti. Annars er það um kjötsöluna að segja og verðlagið á kjötinu, eins og oft hefir verið tekið fram hjer áður. Þó kaupstaðarbúúm finnist, verðið nokkuð hátt nú, þá mega þeir vel vera minnugir þess, að þao er þeim sem við sjóinn bua mibi.ll styrkur, er frá líður, að sveitabændur matii erfiðleikum komandi kreppuára skuldlausir. Því ef bændur hefja þá bar- áttu með þungar skuldir á baki sjer, yrðn þeir allmargir, sem hyrfu skyndilega frá framleiðslu- störfum wveitauna og leituðu at- vinnn við sjóinn, þegar minni verður atvinnan í landinu en hún hefir verið nú um skeið. Alþýðu.tiambands- bingið. W ingi Alþýðusambandsins lauk *■ aðfaranótt laugardags. Áð- ur en þing þetta kom saman var mikið uni það rætt, bvor flokk- anna myndi eiga þar fleiri fult- trúa, Alþýðnflokkuriiin eða komna- únistar. Eit þinginu lauk þannig, að aldrei varð úr því skorið tit hlítar. Hið eindregna lið hvors þessara flökka var ámóta fjöt- ment, þo Alþýðuflokkurinn hafi þar haft vinniiigiiin, án þess að vera í hréinum meirihluta á þing- inu. En um 20 manns af fult- trúunum töldu sig utan flokka þessara og rjeð úrslitum í at- kvæðagreiðslum, ei' í odda skarst. TilHiigur þær, sem fram komn á þinginn, voru að litlu leyti aðr- ar en áður liafa komið fram í þeim málum, er þar voru til um- ræðu, enda lítill ágreiningur um þær. Og þegar til átti að taka að kjósa í stjórn Alþýðusaijibandsins var komið á sandíomnlag raitíi fulltrúa úr Alþýðu- og Kommúiv istaflokkunum og þeirra, sem þar voru utan flokka, þannig, að í 3' manna framkvæmdastjórn voru 4 vir Alþýðuflokknum, 4 úr Komm- únistaflokknum og Hermann Guð- raundssou, form. Hlífar í Hafnar- firði, en hanm er utan flokka. Hinn nýkjörni formaður, Guðgeir Jónsson bókbindari er Alþýðn- flokksmaður, svo og Sæmundur Ólafsson, Þorvaldur Brynjólfsson og Þórarinn Kr. Guðmundsson. E» úr flokki kommúnista eru þessir FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.