Morgunblaðið - 29.11.1942, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.1942, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 29. nóv. 1942. Samband milli Alexanders og Elsenhowers Gagnáhlaupum Þjóð- verja I Tunis hrundið LONDON í gærkveldi. SAMBAND er nú komið á milli Ale-anders hers- höfðingja í Libyu og Eisen-i howers yfirhershöfðingja í vesturhluta Norður-Afríku, og yar þetta tilkynt í Cairo í gær. Amerískar flugvjelar flugu með bershöfðingja aið austan yfir landssvæði mönduiveldanna. Voru þar á meðal Tedder flug-í marskálkur, yfirmaður flug- hers bandamanna í nálægari Austurlöndum, og Brereton flugforingi, sem stjórnar flug- sveitum Bandaríkjamanna þar. Þeir flugu í ,,Fljúgandi virki“. Muð þessutn mönnum voru fleiri herforingjar, og áttu þeir viðræðufundi við Eisenhower og foringja hans, þegar til Al- giers kom. Er talið, að þessu sambandi milli herjanna, sem að austan og vestan sækja, verði haldið við. Fundir stóðu í tvo daga, og var árangur góð ur. BARDAGARNIR í TUNÍS. Eftirfarandi tilkynning var birt í aðalbækistöð banda-i mánna í Norður-Afríku í kvöld: ,.Margir franskir flugmenn, bhdir franskri yfirstjórn, berj- aát nú með bandamönnum í Nórður-Afríku. Amerískur her, studdur frönskum hersveitum, heldur áfram sókn sinni í Tunis og hefir tekið þýðingarmikinn stað fimtán mílum fyrir suð- vestan höfuðborgina. Miklu gagnáhlaupi Þjóð- verja við Terbouba, 15 mílum fýrir Suðvestah Tunis, varj hrundið, og hörfuðu Þjóðverj- ar til varnarstöðva sinna. Ef sigraðar væru sveitir, möndulveldanna þárna, myndu bandamenn komast í mjög, sterka aðstöðu. Flugherinn veit ir mikinn stuðning þrátt fyrir versta veður. Mótspyrna mönd- ulveldanna í lofti er hörð, og eru þeir að reyna að ná yfir- ráðum í lofti yfir Tunis. Tólfti flugher Bandaríkja- ihánna gerði mikið gagn fyrstu daga sóknarinnar yfir ógreið- færar hlíðar Atlasfjallanna, en einnig notuðu Bretar fall-t hlífahermenn með góðum á- rangri. — REUTER. jNKMtlffNflllKIIIIIIIUKIlllllilllllllllllllll 11111111111111111111111111111111111111(1 iiiniiiiiitiitliiniiiiiiiiiiiijiiiiiimniiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiinir iiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiuiuiuiiiiáliUliM'UlttlU.i I * X Þýsk mynd frá Stalingrad * S Siðaifn frfettlr é: • : • ; :• J' Rússartaka verk smlðjuhvertiO i Stalingrad MOSKVA í gærkveldi RÚSSAR gáfu út aukatil- kynningu þess efnis. a'ð þeim hefði nú tekist að ná aftur á sitt vald öllu verksmSðju- hverfinu í Stalingrad, þrátt fyr ir hörð gagnáhlaup. - REUTER i Þjóðverjar tóku þessa mynd í Stalingrad og eru hermennirnir, sem á myndinni sjást þýskir. | Rússar brjólast i gegn hjá Veliki Lukie Hafa sótl fram 19 km. á 40 km. breiðu svæði Sðkn við Stalingrad heldur áfram Moskva í gærkveldi. Binkaskeyti t.il Mbl. frá Reuter, AUKATILKYNNING var gefin út um það í kvöld, að Rússneskir herir hefðu brotist gegn um víglínu Þjóðverja við Veliki Luki. Segir í tilkynningunni, að sókn þessi hafi byrjað fyrir nokkrum dögum fyrir austan Veliki Lukie og fyrir vestan Rezhev. Var víglína Þjóðverja rofin þarna á svæði, sem er um 40 km. á breidd. Víglínan var rofin á þrem stöðum, og hafa Rússar sótt fram frá 9 km. og upp í 19 km. Þetta mun vera sókn sú, sem Þjóðverjar hafa minnst á í fregnum sínum undanfarna daga. _________________ Bretar bertaka fronsku eyna Reunion ÞAÐ var tilkynt í London í gærkveldi, að Bretar hefðu sett her á land á frönsku eynni Reunion, sem er nálægt Madagaskar. Rússar segjast hafa felt í þess- ari sókn sinni um [)rjátíu þúsund- ir af óviimnum. Ennfremur segj- ast þeir hafa rofið járnþrautarlín- urnar milli Veliki lukie og Nevel og ennfremur milli Nlovovosokol- niki og Reshev og Vyasma. Fjór- um herfylkjum möndulveklanna var stökkt á flótta. Á Stalingradvígstöðvunum segj ast Rússar halda áfram sókn sinni, og segja að þeim verði vel á- geugt, einkum að , uorð.vestan, Lundúnafregnir herma, að vel megi vera, að þegar hafi tekist að króa inni heri, sem eru um 120 þús. manns að tölu, sumir segja jafnvel 300 þúsund. Það er þó tek- ið fram í þessum fregnum, að her- ir þessir muni ef tii vill geta brot ist út úr herkvínni, þar sem þeir eru svo fjölmennir, og segir enn- fremur, að Rússar geri sjer l.jóst, að orrustunni þarna sje hvergi næi’ri lokið. Þjóðverjar segjust verjast fast. á Htaiirigradvígstöðvunurn og hafa hrundið mörgum áhlaupum. Rúss- ar segjast hafa sótt fram nm nokk ur hundruð metra í Stalingrad, en á Kalmúkagresjunum sunnar segj ast Þjóðverjar hafa hrakið ridd- aralið Rússa á flótta. f Kákasus geta Russar ekki um bardaga í tiikynninguip sín- uin. en þýskar fregnir segja að Rússar sjeu ]>ar í sókn. Gagnáhlaup Jap- ana við Buna D REGNIR frá London í gær- *■ kveldi skýra frá hinum grimmilegustu orustum í nánd við Buna á Nýju-Guineu. Gera Japanar þar hörð gagnáhlaup, en ástralíumenn segjast hrinda þeim jafnharð- an. Japönum tókst fyrir nokkru að koma nokkrum liðsauka til hers síns í Buna. en við það mistu þeir beitiskip og tvo tund urspilla. Fregnir herma ennfremur, að flugvjelar Bandaríkjamanna hafi gert mjög harða árás á bækistöðvar Japana á Nýju- Georgíu, Hlje á bardögum í Libýu T Lundúnafregnum í gærkv. * var sagt, að hlje væri nú á bardögum í Libyu, og hefði aðeins verið um smávægi legan lofthernað í gær. Lítur því út fyrir, að verði úr við- námi Rommels við E1 Agheila og mun áttundi herinn vera að búa sig undir áhlaup á þær. Loftherinn gerði árásir á stöðvar Þjóðverja víða við Mið jarðarhaf, og segir að skemdir hafi orðið miklar. Skotnar voru niður 2 af flugvjelum Þjóð- verja, — Fjögurra flugvjela breskra er saknað. Þá tilkynti flugmálaráðuneyt ið í London, að kafbátar Breta hefðu að undanförnu sökt 9 skipum möndulveldanna, þar af enu stóru. Voru þessi skip í flutningum til Norður-Afríku. Þjóðverjar segjast gera loft-i árásir á stöðvar Breta fyrir vest an Agedabia, og hafi unnið þar spell. Frakkar harma llotann REUTER-fregn frá Vichy í gærkveldi hermir, að til- kynning hafi verið birt í útvarp inu þar, og var þar sagt m. a,: „27. nóvember er nú nýr sorg- ardagur í Frakklandi. — Nú syrgjum vjer flota vorn. Vjer vorum stoltír af þessum há-« reistu skipum, og hetjuskáp a~ hafna þeirra, sem allir vófú sammála um. Nú hefir hogg Ör- laganna dunið á flotanum, og er það enn sárara fyrir Frakka vegna þess að það var því að kenna, að vissir leiðtogar voru óhæfir til þess að gegna hlut- verki sínu, og hafa bæði svikið föðurland sitt og rofið hátíð- lega eiða. Barátta norsku kirkjunnar Kirkja Noregs hefir altaf staðið í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir sannleika og rjettlæti. Leiðtogar hennar hafa aldrei sýnt nokkurn ótta, en hafa opinberlega tekið afstöðu gegn öllum miðaldalegum of- beldisaðferðum“, ritar sænska blaðið „Nya Dagligt Alle- handa. ,Norska kirkjan er Ijós- bjarmi í því myrkri, sem nú grúfir yfir Evrópu“, segir blað- ið ennfremur. ÞAbk fyrlr leiðrfelllngn OREIN Sigurðar Nordals, prófessors, í Mbl. í dag (21. 11.), sýnir mjer að jeg hefi óvarlega farið í því sem jeg skrifaði um orðið „að skygna“. Þó þykir mjer betur farið en heima setið, þar sem jeg er nú ftóðari orðinn og laus við ranga ímyndun, sem jeg hafði gengið með nokkuð lengi. Nokkur bót í máli er það. að til forna hefir „að skygna“ ekki þýtt >,að fægja ‘, eða gera gljáandi. Munu þess vera ekki allfá dæmi, að það sem í upphafi var málvilla, hefir með tímanum orðið mál- venja, og talið rjett. Mun að slíku vera meiri brögð í öðrum málum en íslensku. Þó rek jeg mig stundum, í því sem jeg les, á villur sem mjög er ósk- andi að ekki hlotnist sá heiður að verða málvenja. Eins og t. d. þegar „að stytta einhverj- um stundir“ (skemta) er látið þýða sama og „að stytta sjer aldur“ (drepa), eða „hafa of- an af“ notað þar sem bersýni- lega er um það að ræða, að hafa af fyrir einhverjum. Helgi Pjeturs. Hjónaefni. Nýíega iiai'a op.inber- að trúlofun sína, (iuðrún Íláll- dórsdóttir hárgreiðslimiær og Gísli Þ. Stefánssón veitingaþjónn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.