Morgunblaðið - 29.11.1942, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.11.1942, Blaðsíða 5
Sunnudagur 29. nóv. 1942. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: SigfQs Jónsson. RltstjOrar: JOn Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgtJarm.). Auglýsing’ar: Árni óla. RitstJOrn, auglýsingar og afgreitJsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áakriftargjald: kr. 5,00 á mánutJi innanlands, kr. 6,00 utanlands. f lausasölu: 30 aura eintakitJ. 40 aura með Lesbók. Reykjauíkurbrief i.ötuöverkefíiið * SAMBANDI við viðræður * þær, sem nú fara fram milli þingflokkanna um mynd- un ríkisstjórnar, er allir flokk- ar stæðu að, hefir Morgunblað ið leyft sjer að benda á, að frumskilyrði þess að slík sam- vinna geti hafist sje vitanlegaj það, að flokkarnir leggi sjer-> mál sín og ágreiningsmál á hilluna, en beini öllum kröfÞi um að höfuðverkefninu — þ. e. lausn dýrtíðarmálanna og við- reisn atvinnuveganna. Þetta er svo augljóst mál, að í raun og veru ætti ekki að þurfa um það að ræða. Spurn- ingin er aðeins sú, hvort þing- flokkarnir telja dýrtíðarmálin svo þýðingarmikil fyrir þjóð- fjelagið, að þeirra vegna sje rjett að taka höndum saman og leggja öll ágreiningsmál til hliðar. Engum blandast hug- ur um það, að með sameigin- legu átaki allra flokka og þar með allrar þjóðarinnar, er hægt að vinna bug á dýrtíðinni. —— Hitt er jafnaugljóst, að veik ríkisstjórn, með sterkri and- stöðu innan þings og utan, get ur litlu áorkað í þessu efni. Þetta er öllum þingflokkum ljóst. — Og einmitt þessvegna tóku allir vel í málaleitan ríkis-i stjra. Þegar svo farið er að ræða möguleikana til slíkrar stjórn-' arsamvinnu, draga sumir flokk ar fram sjermál sín og segja: Það er skilyrði af okkar hálfu fyrir þátttöku í stjórn, að geng- ið verði inn á þessi flokksmál ■okkar. Allir sjá, að þetta er ckki leiðin til samkomulags. Auðvitað er hver flokkur sjálfráður um, hvort hann geng ur inn í samstarf eða ekki. En ef flokkarnir telja æskilegt eða jafnvel þjóðarnáuðsyn að samstarf takist, verða þeir vitan ’lega að haga sjer í samræmi við það og leggja ágreiningsmálin á hilluna. Málgagn Sósíalistaflokksins tekur það stint upp, að Morg^ unblaðið skyldi koma með þess ra.r bendingar. Satt að segja hafði Morgunblaðið litið svo á, að Sósíalistaflokkurinn vildi taka ábyrga afstöðu til máÞ anna og starfa í samræmi við það. Ef þetta er misskilningur^ er gott að það komi fram strax. En ráðamenn Sósíalistaflokks- ins geta verið þess fullvissir, að það er ekki vilji þeirra 11 þúsund kjósenda, sem greiddu ílokknum atkvæði, að þing- flokkurinn vinni að því að skapa upplausnarástand í þing- inu. En það er líka nauðsyn-i legt, að kjósendurnir fái um } þetta að vita. Frjettir að heiman.l Ung kenslukona, sem nýkom-1 in er heim frá Svíþjóð, sagði frá því hjer í blaðinu, að landar, sem dvelja þar ytra, kynnu því ekki vel, hve lítið þeir frjettu hjeðan að heiman. Og eins mun það vera um alla Islendinga, sem dvelja erlendis á þessum styr j aldartímum. Frjettir þær, sem útvarpið flyt- ur, heyrast víst sjaldan til út- landa, og' þá ekki nema til allra ]iæstu landa. En þegar getið er viðburða hjer á landi í útvarps-^ fregnum þeim, er Þjóðverjar senda frá sjer eða frá stöðvum hernumdra þjóða, þá eru þær oft mjög úr lagi færðar. Það ætti ekki að vera ókleift að koma því í kring, að sendar yrðu þó ekki væri nema einu sinni á viku frjettayfirlit lijeðan að heiman, er stílað væri til Is- lendinga erlendis. Meðan Ferðaskrifstofan starf- aði hjer og Ragnar heitinn Kvar- an veitti henni forstöðu, voru sendar frjettir hjeðan um stutt- bylgjustöðina, bæði á íslensku og ensku, er hejuðust, oft- a. m. k.j til fjarlægustu landa. Slíkt frjetta útvarp hefir nú legið altof leng'i niðri. Fyrir íslendinga erlendis yrði ]>að mikill fengur, ef þeir gætu vikulega fengið að vita það lielsta, sem hjer gerist í lífi þjóð- arinnar. Sjerstaða íslendinga. W að vissu landar í Svíþjóð, að *■ við lifðum þjóða áhyggjulaus ustu lífi að því er snerti öfluxi daglegrar fæðu. Hvergi í heimin- uin væri matarforði jafn ríkulegur og hjer. Þó við þurfum að fá flutta alla kornvöru og fleira matarkyns um langar sjóleiðir, þá munu fáar þjóðir hafa minni áhyggjur eu við íslendingar í þessum efnum, enda höfnm við loforð Bandaríkja- stjórnar um aðflutninga nauð- synja vorra. En sambúðin við þær þjóðir, sein hjer hafa hervöld til sjós og lands, er með þeim sjerstaka hættí, að óskir okkar beinast í þá átt, að þær khupi af okkur sem mest af matvöru. Hjer hafa t. d. heyrst áhyggjufullar raddir um það, að herstjórnin myndi ekki vera fáanleg til að kaupa það kjiit, sem afgangs er í landinu frá neyshi landsmanna sjálfra. Sting- j ur þetta mjög í stúf við matar- ^ viðskifti herstjórna á meginland- inu, þar sem hernumdar þjóðir ^ verða að horfa upp á, að meiraj er tekið af matföngum þeirra en g'óðu liófi gegnir, svo landsfólkið sjálft sveltur, eða býr við skorinn skamt. Innanlands- vandræðin. Vegna þess, hve miklu fjár- magni hefir verið dembt inn í landið, hefir kaupmáttur krón-! unnar minkað í innanlandsvið- skiftum. ITafa menn áhyggjur af því lággengi krónunnar, sem veld- ur því, að framleiðsla sú, sem miðast við útflutning, verður of dýr til þess að hún fái stáðist til lengdar. En þó svo sje, er hjer ekki um að ræða beint lággengi ísl. krón- unnar út á við, því gengi hennar gagnvart erl. mynt hefir haldist óbreytt síðan fyrir styrjöld. Oagn- vart útlöndum stöndum við í dag fjárhagslega sterkari en nokkru sinni áður. Skuldirnar, sem ein- stakir menn og fyrirtæki höfðu safnað ytra á kreppuárunum, eru nú greiddar og inneignir banka komnar hátt á 3. hundrað miljóna. Ríkissjóðui' skuldar enn nokkuð ytra í samningsbundnum lánum, en ekki nema lága upphæð, sam- anborið við inneignir bankanna ])ar. Segja má að vísu, að krón- an okkar verði fljótt lítilsvirði, ef engin framleiðsla er rekin í land- inu, sem hægt er að nota til út- flutnings. Því altaf þurfum við á miklum innflutníngi að halda. Ef framleiðslan stöðvast, þá yrð- um við ekki lengi að jeta upp hinar erlendu inneignir. En það er þetta, sem má ekki koma fýr- ir. Og það er um þetta, sem hug- ur stjórnmálamanna okkar verður að snúast, þegar rætt er um stjórnarmyndun og stjórnarfar. Sameina þarf kraftana til þess að sjá framleiðslunni boi'gið. og þar með efnahag landsmanna og á- framhaldandi framförum. R Fyrstu sólarmerkin. ekstur hraðfrystihúsanna hef- ir stöðvast, Framleiðsla þeirra orðin of dýr, til þess að hún geti staðist. Þar kreppir skór- inn fyrst að. Frá verstöðvum heyrast aðvar- anir -til utanhjeráðsmanna, að sæk.ja ekki þangað, því þar sje ekki von á. arðvænlegri atvinnu eins og stendur. í Ilafnarfirði hafa komið til- mæli frá verkalýðsf jelagi um fjölgun í bæjarvinnu. Og verka- mannafjelagið Dagsbrún hjer í bæ hefir ,,að gefnu tilefni“, sent. borgarstjóra. brjef, þar sem mint er á, að fjelagsmenn Dagsbrúnar hafi forgangsrjett að vinnu hjer í bænum. Ekki er blaðinu kunn- ugt um, hvað hið gefna tilefni er. En brjefið er órækirr vottur þess, að Dagsbrúnarstjórnin lítur svo á, að fjelagsmenn þurfi á því að lialda, að halda fram þessum for-! gangsrjetti sínum. Alt ber að sama brunni. Kippa þarf hjer í taumana, til þess að atvinnuleys- ið skelli ekki yfir að nýju. Átökin í því máli miðast að því, að hækka kaupmátt krón- unnar á liinum innlenda mark- aði, að því skapi, sem færri krón- ur kynnu að fást fyrir fram- leiðslustörfin. En áður en gengið verður á þær inneignir, sem við höfum er- lendis, til þess að eyða þeim í daglegar þarfir, þá verðum við heldur, í fyrsta sinn í þessari styrjöld, að muna eftir því, að heimsþjóðir allar hafa orðið að spara og leggja að sjer, og erum við ekki of góðir tiljþess líka. Hinar erlendu inneignir verða að vera liandbærar til þess að endurnýja framleiðslutækin, og koma fótum undir aukinn iðnað og aðrar framkvæmdir að stríð- inu loknu. Toulon. Dá er loksins á enda kljáð það vafamál, hvað yrði um franska flotann, ,er legið hefir við landfestar í flotahöfninni Toulon síðan Frakkar biðu ósigur fyrir nál. 21/2 ári síðan. Þýska herstjórnin tilkynti á föstudag, a,ð Hitler hefði fundið sig til þess neyddan að ganga á gefin grið og taka flotann. Það er ekki í fyrsta sinn, sem „neyð- in“ hefir rekið hann út í það að ganga á gefin loforð. Sagan geym- ir inarga vitnisburði um það. Hann fjekk flotann á hafsbotni. Er herskipin sprungu og sukku í Toulonhöfn þ. 27. þ. m., sökk um leið á hafsbotn síðasta von Þjóðverja um að nokkur samvinna tækist milli þeirra og' frönsku þjóðarinnar. Yfirstjórn og áhöfn herskip- anna í Toulon hikaði ekki andar- tak í svari sínu, er þýska her- stjórnin heimtaði af þeim upp- gjiif. I fullri vitund um hefni girni Þjóðverja og aljar þær æð- isgengnu hefndir, sem Nazistar nota gagnvart andstæðingum sín- uni, þó varnarlausir sjeu,. svöruðu hinir frönsku sjóliðar með því að eyðileggja flotann, svo hann fjelli ekki í hendur Þjóðverja. Þar kom í ljós á hinn eftir- tektarverðasta hátt, hvaða hug franska þjóðin ber til Nazistanna. Samningar. F'v rír stjórnmálaflokkar hafa ný- * lega gefið út stefnuskrár- atriði viðvíkjandi ýmsuin þjóð- málum, Framsóknarflokkur, A1 þýðuflokkur og kommúnistar. Hafa tveir þeir síðartöldu liaft flokksfundi, þar sem stefnuskrár- tillögur þessar hafa verið til um- ræðu. Blöð flokka þessara hafa látið það í veðri vaka, að með yfirlýs- ingum þessum hefðu flokkarnir márkað afstöðu sína til sainstarfs um stjórn landsins. Iljer ræður það mestu, hvort forráðamenn flokkanna. hafa vilja til samstarfs eða eigi og hvort þeim finst ástæða til að leggja áherslu á að leysa vandamál þjóð- arinnar. Mest er það aðkallandi, að, leysa dýrtíðarmálin, sem eigi j verða leyst, nema með öruggu' samstarfi flokka. En aulc þess mega menn ekki gleyma því, að í Iierteknu landi bera altaf miírg vandamál að höndum, er leysa þarf viðstöðulaust. Það getur verið álitamál, hvort leiðin til að greiða fyrir nauð- synlegu samstarfi sje sú, að flokk- arnir keppist við að binda sig yið stefnur sínar í þjóðmálum. Því trauðla leiðir það til samstarfs, ef liver leggur mest kapp á að sundra flokkunum *með róttækum stefnuskrám. Flokkarnir. Skilyrði þau, sem kommúiiistar hafa sett um samviunu við aðra flokka bendir til þess, að þeir ætli sjer ekki að takh þátt i sain starfi, nema hinir flokkarnir fall- ist á flokksstefnu þeirra, að miklu leyti. En um starfsskrár Framsóknar og Alþýðuflokksins er það að segja, að þar er víða tekið svo til orða, að skilja má það á mis- munandi hátt hvað við er átt. Enda hefir það t. d. komið í Ijós, að þingmenn Framsóknarflokksins 28. nóv. ■iiHiiimnmiinnininiiiininihiiiA gefa mismunandi skýringar ú sömu atriðunum. Innan Framsóknarflokksins eru skoðanir manna nokkuð skiftar í þjóðmálum, sem kunnugt er. Rit- stjóri blaðsins mjög nálægt því að hafa sjónarmið kommúnista 'á mörgum málum, eins og víðu kemur fram í greinum hans. Oft fær hann ekki að gefa þeirn rót- tækustu og byltingakendustu skoðunum sínum lausan taum. En undanfarna mánuði hefir hann fengið ráðrúm til þess að setja á blað sitt þann haturs- og mein- fýsisblæ, sem einkennir kommún- ista. Jarðhitinn. Leiðrjetta þarf þann misskiln- ing, sem komist liefir á kreik um það, að hæg't kynni að vera, að hita upp Reykjavík með jarðhita, sem fengist hjer innan- bæjar. Stafar umtal þetta ai því, að inn við Raúðará hefir verið horuð hola nálægt volgr.i sem þar var og fengist 2x/z sekúndu- lítrar af 90 gráðu heitti vat.ni. — Vatnsuppspretta litil var ]ia,i 16° heitt. Hefir aldrei áður verið bor- að þar sem *vo lítill jarðhiti var sýnilegur fyrir. En vegna þess bve óvæntur þessi vatns- og j-arðhitafúndur var liefir því verið fleygt að Reyk- víkingar kymiu að hafa leitað langt yfir skamt, með því að sækja heita vatnið upp að Reykj- um í Mosfellssveit. En þó svopa tækist ti! við Rauðará, má búast við. samkvæmt fyrri reyuslu að það hefðði orðið seinn matarafli, ef menn hefðu ætlað að ná hjer í næsta nágrenni bæjarins öllu ]>ví heita vatni, sem t.il upphitunarinuar þarf. Vat.nið í Þvottalaugúnum óx ekki nema um rúmlega 50% úr 9—'10 sek- úndulítrum í 15—16 sekúndulítra, eftir þriggja ára borun þar. , En boranir á Reykjum, sem nú hafa staðið yfir í 8—9 ár, hafa aukið vatnsmagnið þar úr 100 lítrum á sekúmkt í 260 lítra, er næg.ja vel t i 1 að hita bæinn. En kostnaðurinu við að leiða vatnið til bæjarins er ekki nema um þriðjungur af It itaveitu- kostnaðinum og endurgreiðist sá köstnaður að fullu á fáuin árum, eftir að Hitaveitan tekur til starfa. Gnðsorð áróður Stockholms Tidningen frá 21. þ. m. skýrir frá því, að biþlíufjelagið norska hafi engan pappír fengið til prent- unar helgra rita, en þó sje hverju fermingarbarni norsku, gefin áróðursbók frá Quisling í fermingargj öf, og eru bækur þessar áletraðar af Quisling. Blaðið bætir því við, að ekki fáist nú lengur band á sálma- bækur, vegna þess að alt bók- bandsefni sje notað til þess að binda inn áróðursrit. Magdalena Sæmundssen frá Blönduósi hefir 3. þ. m. verið skipuð skrifari í Stjórnarráðinu, sjúkramálad eild og örkumla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.