Morgunblaðið - 20.12.1942, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.1942, Blaðsíða 2
2 MOBGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. des. 1042. Rússar brjótast í gegn við Don 4 Tilkynna töku borgarinnar Boguchar Hörð áhlaup Þjóðverja fyrir suðvestan Stalingrad London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. RÚSSAR gáfu út aukatilkynningu í kvöld þess efnis, að þeir hefðu brotist í gegn á vígstöðv- unum við Don, um 225 km. suðvestur af Yor- onezh og um 290 km. norðvestur af Stalingrad. Segjast Rússar hafa brotist þarna í gegn á 80 km. breiðu svæði á einum stað, en nokkru sunnar á mjórra svæði. Þá segir tilkynningunni, að þarna hafi verið tekin yfir 200 bygð svæði, þar á meðal borgin Boguchar, sem er á vesturbakka Don, um 300 km. beint austur af Kharkov. í tilkynningunni segir ennfremur, að teknir hafi ver- ið 10 þúS. fangar, en um 20 þús. menn hafi fallið af liði andstæðinganna. Þá segir í tilkynningunni, að þegar hafi verið sótt fram um 90 km. og haldi sóknin áfram. Báðir aðilar skýra í tilkynningum sínum frá hörðum áhlaupum Þjóðverja fyrir suðvestan Stalingrad. J tilkynningunni segir meðal Eftir morgunverðinn 1 § Bretar rðð ast inn i Burma Bretar hafa ráðist inn í Burma og náð þar á sitt vald all- miklu lándsvæði um 60 km. frá Akyab. Hafa hersveitir þeirra tek- ið þama tvo bæi, Maundar og Buthidaung, og tengir jámbraut þá saman. Lítið virðist hafa verið um varn ir þarna af Japana hálfu, enda veittu breskar flugsveitir iand- hernum mikinn stuðning, meðal ahhars með loftárásum á helstu stöðvar Japana þarna, þar á með- al Akyab. Þá gerðu orrustuflug- vjelar Breta skæðar árásir á ýmis þorp, þar sem Japanar höfðu bæki stöðvar. Júlakveðjur frá Islond- iQQum í Þýskalanúi *1 ólakveðjum frá íslendingum í J Þýskalandi til ættingja og vina b jer verður útvarpað frá Ber- lín daglega frá því á mánudag þar til á Þorláksmessu. Verður út- varpað á stuttbylgjum 41 metrum, frá klukkan 17.45 til klukkan 18 (5.45—6). Annars: Fyrir nokkrum dögum síðan hófu herir vorir sókn á Donsvæðinu, og var sótt bæði í norvestur og suðaustur. — Þá segir frá töku hinna tvö hundr- uð bygðu svæða, og manntjóni andstæðinganna, en síðan er vikið að herfanginu, og segir svo um það: Teknir voru 84 skriðdrekar, 1102 fallbyssur af mcrgum gerðum, 608 skotgrafa fallbyssur, 1029, vjelbyssur og mikið af allskonar flutninga- tækjum. VIÐ STALINGRAD Fyrir suðvestan Stalingrad segja Rússar Þjóðverja halda uppi hörðum, áhlaupum, en segjast jafnframt hrinda þeim öllum. Þjóðverjar segjast hins- vegar hafa sótt þarna nokkuð fram þrátt fyrir harða vörn Rússa. 1 Stalingrad er ekki mikið um bardaga, og segja Rússar að verkfræðingar þeirra vinni að því að s;prengja upp stöðvar Þjóðverja. — Segja Rússar að Þjóðverjar hafi mikið af stór- skotaliði þarna. — Þá segjast Rússar hafa náð þýðingarmik-i illi hæð nærri Tuapse. Á myndinni sjást Montgomery hershöfðingi og Ritter | von Thoma, þýski hershöfðinginn, sem tekinn var til fanga við E1 Alamain. Þeir eru hjer að koma út úr . | tjaldi Montgomery, en þar snæddu þeir morgunverð og ræddu um horfurnar í hernaðinum. Sagt er, að þeir hafi teiknað vígstöðuna á borðdúkinn. 1 IIIIIIIHUIHIIIIIUIIIIHIHUHIHIHIHillHIIIIUHIUÉlHHIHUIHMIIUIIIIIIUIUUUUlUJIUIIlllllllllllHUIUIUIIUUIUIIIUUIUUUtUlllllllUIH Bretar elta Rommel enn Hafa tekið Nofilia. Meirihluti inni króuðu Þjóðverjanna slapp LUNDÚNAFREGNIR í gærkvöldi hermdu, að áttundi herinn breski hjeldi áfram að elta heri Rommels vestur eftir Libyuströndum, og hefði tekið "Nofilia, en þá borg yfirgáfu Þjóðverjarnir án bar- daga. Þá segja frjettaritarar, að sá hluti hersveita Romm- els, sem skilinn var frá meginhemum, muni hafa sloppið ;r herkvínni, að minsta kosti nokkuð af honum, en hafi beðið mikið tjón. Jordana í Portugal. P regnir herma, að Jordana hers 1 ' höfðingi utanríkismálaráð- herra Spánar hafi að nndanförmi verið í heimsókn í Portúgal, og hafi átt þar viðræður við Carmona ríkisforseta. Dansinn í Hrwia verður ekki leikiim í kvöld, eins og fyrirætl- a.ð var, sökum veikinda Ævars Kvaran. Næsta leiksýning verður á annan í jólum. Flugher bandamanna er mikil- virkur yfir Libyu, óg er mót- spyrna möndulherjanna í lofti sögð lítil. Veita flugvjelar banda- manna hersveitum Rommels litla hvíld. Frjettaritarar herma, að Romm- el láti eyðileggja alt sem hægt er á undanhaldinu, og bendir það til þess, að hanu ætli sjer ekki að reyna að sækja aftur aust.ur á bóg inn. Sífelt er jafnmikið um sprengj- ur, sem áttundi herinn verður að ryð.ja úr vegi, og eru þær faldar á hinum ólíklegustu stöðum, að því er frjettaritarar skýra frá. Flugvjelar bandamanna hafa skotið niður eina af fjórum her- flutningaflugvjelum Þjóðverja, sem voru á ferð yfir Miðjarðar- hafi. Eunfremur hafa þær gert loftárásir á flugvelli á Sikiley og eyðilagt þar flugvjelar á flugvöll- nm. Enn eru uppi bollaleggingar urn það, hvar Rommel muni freista að veita viðnám, og er nú helst getið upp á stað, sem nefnist Wadi Kabir og er nm 320 km. íyrir vestan E1 Agheila, en um 100 km. fyrir vestan Nofilia. Hershöfðiogi ferst Pretoria í gærkvöldi. Suður Afríkuhershöfðinginn Dan Pietnaar fórst í flug- slysi, er hann var á leið til Suð- ur Afríku frá Egyptalandi. — Reuter. Mikill lotthern- aður vfir Tunis 17 regnir frá Tunis í gmrkv. M bera með sjer, að á landi er aðeins um framvarðaviður- eignir að ræða, og ekki hefir komið til meiriháttar viðnr- eigna. Aftur á móti virðist svo, sem mjög harðar viðureignir eigi sjer stað í lofti á þesstun slóðum og greina báðir aðilar frá slíku- Reuterfregn frá Algiers í gærkvöldi hermir, að sprengju- flugvjelar bandamanna hafi í gær gert miklar árásir á Biz- erta, einkum á höfnina. Komu margar sprengjur niður þar sem til var ætíast, þar á meðal hitti ein sprengja herskip. Þá segir að sprengjum hafi verið varpað á Soussa, og komu þær niður á járnbrautarlest með al annars. — Einnig var varpað sprengjum á flugvöll ÞjÓðverja nærri Mateur. Tvær þýskar orustuflugvjel- ar og ein ítölsk sþrengjuflug- vjel voru skotnar niður. Fjórar flugvjelar bandamanna komu ekki aftur. Þjóðverjar segja frá því, að flugvjelar þeirra hafi einnig gert mikiar árásir á heri banda manna umhverfis Mejez el Bab og fleiri stöðvar þeirra. Segjast Þjóðverjar hafa skotið niður 18 flugvjelar bandamanna, en mist sjálfir 3. Reuterfregn frá aðalbæki- stöðvum bandamanna í Norður Afríku í gærkvöldi skýrir frá því, að þýskir og ítalskir menn sem búsettir eru í Algiers, hafi fengið fyrirskipanir um það að láta af hendi við hernaðaryfir- völdin öll útvarpsviðtæki, sem þeir hafa, fyrir 24. þ. m. Eru þungar refsingar lagðar við, ef út af þessu er brugðið. Loftðrðsir Ja- paaa á Indland T7T regnir frá London herma, að Japanar hafi að undan- förnu gert allmargar loftárásír á borgina Chittagong x Ind- landi, og einnig aðra staði. — Hafa Japanar þarna bæði beitt sprengju- og orustuflugvjelum. Ekki er getið um tjón í fregnum þessum, en fregnir komnar frá Japönum segja, að einu skipi hafi verið sökkt í höfninni í Cittagong, og kveikt hafi verið í birgðaskemmum. Bretar segj- ast hafa skotið þarna niður all- margar flugvjelar Japana. Næturlæknir er í nótt Jónas Kristjánsson, Grettisgötu 81. — Hélgidagslæknir er ITalldór Stef- ánsson, Ránargötu 12. Sírai 2234.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.