Morgunblaðið - 20.12.1942, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.12.1942, Blaðsíða 3
SuiMiudagur 20. des. 1942. 3 MORGUNBLAÐIÐ Vjelarnar að Ljúsa- fossi fást að vestan yrir nokknx frjettist a6 vest '*■ an, að mjög myndi torveld ast öU afgreiðsla á rafmagnsvjel nm og talið, að jafnvel gæti svo farKS, að afgreiðsla á vjelunttm að lajóeafossi myndi tefjast. En nýlega barst rafmagnsstjóra brjef að vestan, þar sem sagt er, að vjelarnar til stöðvarinnar við Ljósafoss sjeu trygðar til af- greiðsiu á tilsettum tíma. Þingfundum frestað fram yfir nýár Tjlkynt var á Alþingi í gær, að þingfundum: yrði frestað fram yfir hátíð og sennilega- til 4, jan. Þó væri hugsanlégt, að fund vrði að haida miili jóla og nýárs, en ekki nauðsynlegt að all- ir þingmenn yrðu þar mættir. Fyrstu dýrtíðarlögin: Stöðvun alls verðlags til Fyrstu dýt februarloka Lögin koma þegar til framkvæmda Óður maðor særir 4 stúlkur Oður maður óð uppi á Ingólfs Cáfé í fyrradag og rjeðist að 4 stúlkum. Maðurinn rjeðist að stúlkunum með brugnum hnífi og særði þær meíra eða minna. Eina þeirra várð að flytja á sjúkrahús. Lögreglan hefir handsamað Islending, sem sakaður er um verknað þennan. Ameríski Rauði Kross- Inn efnir til iiljúmleika ð Akureyri Akureyri, laugardag. Ameríski Rauði Krossinn hjelt hljómleika á Akureyri í gær kveldi og var fjölda bæjarbúa boðið þangað. Meiri hluta skemtiskráarinn- ar annaðist lúðrasveit hersins, en lítill kór söng nokkra jólasálma. Viðfangsefnin voru öll klassisk. Þá Ijek lúðrasveitin einnig laga- syrpu eftir Björgv. Guðmunds- son, tónskáld undri stjórn höf- undarins og tókst það með á- gætum. Að lokum ljek lúðrasveitin þjóð söng íslands. Hljómleikarnir fóru í alla staði hið besta fram, en þar sem marg- ir urðu frá að hverfa verða þeir endurteknir. Hjer birtast fyrstu dýrtíðar- lögin, sem afgreidd voru á Alþingi í gær og koma nú þegar til framkvæmda: 1. gr. 5. gr. laga nr. 79/1942 orðist svo: Ríkisstjórnin getur ákveðið með aug- lýsingu, að ekki megi frá útgáfudegi auglýsingar og þar til nánar verður ákveðið, þó eigi lengur en til loka feb- rúarmánaðar 1943, selja nokkra vöru í heildsölu eða smásölu, innlenda eða er- lenda við hærra verði en lægst var á henni á hverjum stað hinn 18. des. ’42. Sams konar bann við hækkun verð- lags má og láta taka til farmgjalda og flutninga á landi, sjó og lofti, við- gerða, sniíða, saumaskapar, prentunar og annars slíks. Ef ágreinipgur eða vafi verður um það. við hvaða verð- lag skuli miða, sker dómnefnd úr. Dómnefnd skal hafa eftirlit með öllu verðlagi, og hefir hún bæði af sjálf- dáðum og að fyrirlagi ráðuneytisins vald og skyldu til að ákveða hámarks- verð á hvers konar vöru og verðmæti, sem í 1. málsgrein segir, þar á méðal hámark álagningar, umboðslauna og annarrar þóknunar, sem máli skiftir um veðlag í landinu. Svo getur dóm- nefnd og úrskurðað um aðra kostnað- arliði, sem máli skifta um verðlagningu á vöru. Þá getur dómnefnd ákveðið greiðslu fyrir flutninga, viðgerðir, smíðar, saumaskap, prentun og því um líkt. Ákvæði 1. og 2. málsgr. taka ekki til vörutegunda, sem verðlagðar eru samkvæmt sjerstökum lögum, nje til vöru, sem seld er úr landi, eða launa fyrir verk, sem ákveðin hafa verið með samningum milli rjettra aðilja. 2. gr. 1. málsliður 3. málsgr. 12. gr. orðist svo: Brot gegn öðrum ákvæðum laga þess ara, reglugerð, er sett kynni að verða samkvæmt þeinr, eða ákvæðum aug- lýsingar 1. mgr. 5. gr., varða sektum frá 100—100,000 krónum. 3. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað. ★ Lög þessi voru staðfest í rík- isráði í gærkvöldi. iKISSTJÓRNIN bar fram á Alþingi í gær fyrsta frumvarp sitt og fjallar það um dýr- tíðarmálin. Gekk írumvarpið gegn um báðar deildir þingsins og er nú orðið að lögum. Samkvæmt þessum lögum má ekki selja hjer á landi neina vöru i heildsölu eða smásöl.u við hærra verði en lægst var 18. þ. m. Gildir bann þetta tii febrúarloka. Uudanskildar eru þó innlendar fram- leiðsluvörur, en stjórnin telur sig hafa fengið tryggingu fyrir því, að þessar vörur hækki ekki á þessu tímabili. Ennfremur telur stjórn- in að treysta megi því, að grunnkaup hækki ekki á sama tíma. Útflutoingur 193 iDilljönir Innllutningur 212 milljónir Kona brannist vegna ðgætilegrar með- ferðar með eld Igaermorgun vildi það slys til, að kona skaðbrendist er hún ætlaði að kveikja upp í eldavjel. Konan, Ida Samsonardóttir, Uálkagötu 17, ætlaði að kveikja upp eld um kl. 10 í gærmorgun. Heni fannst illa lifna í eldavjel- inn og tók því olíu og hellti í glæðurnar. Við þetta blossaði eld urinn upp, en konan sem stóð mjög nærri vjelinni, skaðbrennd- ist í höndum, læri og eitthvað lítilsháttar í andliti. Hún var þegar flutt á Lands- spítalann. Frumvarp þetta var lagt fyr- ir neðri deild. Björn Ólafsson íjármála- og viðskiftamálaráðherra fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Hann sagði m. a.: Eins og forsætisráðh. tók fram í stefnuskrárræðu sinni, telur ráðuneytið höfuðverkefni sitt, að reyna að vinna bug á dýrtíðinni — og þá fyrst og fremst að stöðva dýrtíðina. — I samræmi við þessa stefnu er frumvarp þetta flutt, er felur í sjer heimild til ríkisstjórnar- innar, að stöðva verðlagið. — Stjórnin telur þessa heimild svo mikilsverða, að hún sje óhjá- kvæmilegt grundvallaratriði fyrir ráðstöfunum þeim, er síð- af koma. Þetta er aðeins byrj- unarspor til bráðabirgða og ætlað að gilda til febrúarloka. Frumvarpið tekur ekki til þeirra innlendu afurða, sem sjerstakar verðlagsnefndir á- kveða verðlag á og ekki heldur til grunnkaups. En þessir þætt- ir eru svo veigamiklir í verð- laginu, að slík lagasetning sem þessi væri einskisvirði, ef ekki gera það miklu víðtækara nú er. C amkv. skýrslu Hagstofunnar, ^ er út kom í gær, hefir út- flutningurinn á árinu numið kr. 193.951.200, en innflutningurinn tæpl. 20 miljónum meira, eða kr, ! 212.511.000. —- | Utflutniugurinn í nóvember en j var 12.4 miljónir, enn innflutning- iurinu 21.4 miljónir, og hefir versl- Að lokum mæltist ráðherr- unBrjö&mðurinn því aflagast þann ann til þess, að frumvarpið 11111 9 miljónir króna. fengi skjóta afgreiðslu á þingi, ísfiskurinn heiir þessa 11 máu þannig, að það gæti orðið að lögum strax. UNDIRTEKTIR ÞINGSINS Talsverðar umræður urðu um málið þegar við 1. umræðu, og verður þeirra hjer getið að nokkru. Stefán Jóh. Stefánsson. Frum varp þetta er virðingarverð til- raun til þess að halda niðri verðlaginu í landinu og hefir Alþýðuflokkurinn ekkert á móti að veita stjórninni þessa heim- ild, jafnvel þótt álíta megi, að ekki muni stórt af leiða,- Mjer þykir vænt um að heyra það, að stjórnin ætlar ekki að nota fje úr ríkissjóði til þess að þæta töp, sem e. t. v. kaupmenn og iðnrekendur iynnu að þíða vegna þessara ráðstafana. Al- þýðuflokkurinn telur verðlagið þegar svo hátt, að vel megi lækka-án bóta úr ríkissjóði væri trygt að breyting yrði ekki Flokkurinn telur einnig, að á hinu. En stjórnin telur sig hafa fengið þessa tryggingu. — Hún hefir í höndum yfirlýsingu frá kjötverðlagsnefnd um, að kjöt skuli ekki hækka í verði á þessu tímabili, nema með leyfi ráðherra. Mjólkurverðlags- nefndirnar þrjár hafa og gefið samskonar yfirlýsingu og einn- ig verðlagsnefnd Grænmetis- verslunar ríkisins, að því er kartöflur snertir. Stjómin hefir og fengið þann ig lagaða skýrslu og umsögn hjá stjórn Alþýðusambands Is- lands, að hún telur örugt að engin grunnkaupshækkun fari fram á þessu tímabili. St.iórnin lítur svo á, að eigi komi til þess að ráðstafanir sam kvæmt frumvarpinu baki rík- issjóði nokkurra útgjalda. En sýndi það sig, að nausynlegt þætti að grípa til slíkra úrræða, myndi það ekki gert nema í samráði og með samþykki Al- þingis. Stjórnin telur að skerpa verði mjög verðlagseftirlitið og dómnefnd beri að skipa á annan veg en nú. Lít einnig svo á, að refsiákvæðin í frumvarpinu eigi að vera þyngri. Einar Olgeirsson: Sósíalista- flokkurinn mun styðja þessa v'iðleitni. En í sambandi við þessar ráðstafanir vil jeg spyrja ráðherra: 1. Hvað ætlar stjórnin að gera, ef heildsalar líta svo á, að það sje tap fyÆr þá að selja vöruna fyrir hið fastákveðna verð? Jeg hefi t. d. heyrt, að olía hafi átt að hækka á næst- unni. Hverra ráða ætlar stjórn- in að beita við olíuhringana? 2. Er ekki hætta á, að birgðir í landinu’ kunni að minka, vegna þesá að kaupmenn kippi að sjer hendinni með innkaUiP, eftir slíkar ráðstafanir? Er ekki nauðsynlegt, að stjórnin fái sjálf heimild til þess að kaupa og flytja inn vörur? 3. Ef kaupmenn draga vör- una úr þúðunum og hjer mynd- ast .,svart,ur“ markaður, þ. e. FRAMH. Á S.TÖUNDU SÍÐU. uðí ársins numið 106 miijónum, freðfiskur 16 miljónum, en síldar- lýsi og síldarmjöl 28 miljónum. Landbúnaðarafurðir voru um 6 miljónir, þar af gærur rúml. 5 miljónir. Af útflutningnum hafa farið til Bretlands vörur fyrir 173 miljón- ir króna þessa 11 mánnði, en til Bandaríkjanna fyrir 15 miljónir. Til Portugal fyrir 2.6 milj. kr. og til Spánar fyrir 49 þúsund. Nýtt meðal við berklaveiki ihs/# I Morgunblaðinu 16. þ. m. var hirt frjett undir yfirskrift- inni: „Nýtt meðal við berkla- veiki“. Mmi þessi frjett hafa ver- ið tekin upp úr enska blaðinu The Manchester Guardian Weekly frá 27. nóv. s.l. Virðist yfirskrift blaðsins talsvert nm of fullýrð- andi í þá átt, að fnndið sje nýtt lyf við berklaveiki. . Eins og nm getur í hinu enska blaði, mnn Sir Arthur Mae Nalty hafa sagt í ræðu, „að nýjustu rannsóknir vektn frekari vonir ttm, að lyf kynni að loknm að finn ist, sem rnyndi eyðileggja, berkla- sýklana í berklaveiku fólki“. Það er því mesti misskilning- ur. að halda því fram, að slíkt lyf sje þegar fundið og varla til ann- ars en þess eins, að vekja sárar tálvonir. Hitt, er víst, að stöðugt mun unnið að því, víða um.heim, að finna slíkt lyf, er að ofan greinir og er óskandi, að þær til- raunir bei’i árangnr sem fyrst. Sigurður Sigurðsson. Vetrarhjálpin. Nú líðui' óðum að jólnm og fara að verða síðnstu forvöð að koma gjöfum til Vetr- arhjálpárinnar til glaðnings þeim, sem orðið hafa útundan í lífsbar- áttunni. Skrifstofan er í Banka- stræti 7. Sími 4966. — Einnig er tekið á rnóti peningagjöfum til Vetrarhjálparinnar á afgreiðslu Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.