Morgunblaðið - 20.12.1942, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.12.1942, Blaðsíða 7
Suimudagur 20. des. 1942. MORGUNBLAÐIÐ I Dýrtíðarmálin rædd á þingi FKAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU sala bak við lögin — hvað ætl- ar stjórnin að gera til þess að hindra slíkt? 4. Er ekki hætta á, að fraín- leiðsla á innlendri iðnaðarvöru stöðvist? Eysteinn Jónsson: í þessu frumvarpi er eitt verulegt ný- inæli, það, að stjórnin fái heim- ild til að hindra verðbreyting- ar — þ. e. stöðva verðlagið eins og það er í dag. Framsóknar- flokkurinn telur þetta spor í rjetta átt og styður frumvarp- ið. Ólafur Thors: Innan Sjálf- stæðisfl. er almenn sú skoðun, að þetta frumvarp muni reyn- ast mjög lítilvirkt til úrbóta á því böli, sem því er ætlað að ráða bót á. Auk þess eru í frv. ákvæði, sem erfitt er að sætta sig við. Eins og öllum er kunnugt, ræður verð á innlendum afurð- um og kaupgjald muestu um vísitöluna. Samkv. frumvarpinu er leyfilegt að þessar vörur hækki í verði, enda þótt engar sannanir liggi fyrir um ’það, að þetta sje nauðsynlegt. Hins- vegar er svo fyrir mælt í frumv. að erlendar vörur, sem miklu minna ráða um vísitöluna megi ekki hækka í verði, enda þótt sannað sje rjettmæti hækkun- arinnar. Þetta er órökrjett hugs un. Bn nú upplýsir stjórnin, áð hún telji sig geta ábyrgst, að innlenda varan hækki ekki, og að til sjeu í landinu nægar vörubirgðir, keyptar með því verðlagi, er nú liggur til grund- vallar fyrir útsöluverði var- anna svo að örugt megi telja að enginn verulegur skaði hljót ist af banni við verðhækkun. — Hvorttveggja þetta styrkir mjög fyrirmæli frumvarpsins. Stjórnin telur sig að sönnu ekki geta trygt, að kaupgjald haldist óbreytt, en telur að því megi treysta. Með alt þetta í huga og því viðbættu, að stjórnin sjálf tel- ur mjög þýðingarmikið að þetta fyrsta spor hennar á hinni örð- ugu göngu, sem framundan er, takist vel, hefi jeg innan Sjálf- stæðisflokksins lagt til, að flokkurinn sýni samúð sína með frumvarpinu og greiði atkvæði með því, þó að sjálfsögðu ein- staka þingmenn hafi þar ó- bundnar hendur. RÁÐHERRA SVARAR Björn Ólafsson fjármálaráð- herra svaraði nú ýmsu, er fram kom í ræðum talsmanna flokk-c anna. Fyrirspurnum E. O. svaraði ráðherrann þannig, að ^tjórnin teldi enga hættu á verðhækk- un nauðsynja fyrst um sinn. í landinu væru nú 4—6 mánaða birgðir nauðsynja og væri ljóst að þær hækkuðu ekki í verði þó verðinu væri haldið föstu í tvo mánuði. Væri því útilokað að kaupmenn neituðu að selja vörur. Hvað olíuna snerti, væri stjórnin að athuga það mál sjerstaklega, og líkur til að úr rættist,. — Sá ótti, að vörur yrðu ekki pantaðar, væri á-. stæðulaus. Skipakostur væri þannig, að ekki hefði verið hægt að flytja til landsins nema helming af þeim vörum, sem leyfðar hefðu verið og lægjif í New York 15—20 þús. tonn. Væri því ástæðulaust fyr- ir kaupmenn að hætta að kaupa inn. — Eigi væri til fulls rann- sökuð sú hliðin, er.sneri að inn- lenda iðnaðinum, en skoðun mín er, að hann þurfi ekki að stöðvast þessa tvo mánuði, þótt verðlagið sje sett fast. Ýmsir fleiri tóku til máls við þessa 1. umr. og síðar við með- ferð málsins, en rúmsins vegna verður að bíða að skýra fra sjónarmiðum þeirra. AFGREIÐSLAN í Nd. Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu með 26 atkvæðum samhljóða og til allsherjar- nefndar. Klukkan 5 síðdegis . hófst fundur á ný og var þá frv. til 2. umræðu. Allsherjarnefnd mælti með frumvarpinu, með þeirri breytingu, að sett var inn fyrirmæli um, að verðfestingin skyldi gilda til loka febrúar- mánaðar næstkomandi. Enn- fremur, að óbreytt verðlag skuli haldast þenna tíma bæði í heildsölu og smásölu. Voru þessar breytingar samþyktar í einu hljóði. Sigurður Kristjánsson- flutti breytingartillögp þess-efnis, að verðfestingarákvæði frúmvarps- ins skyldu einnig ná til inn- lfendra neysluvara. í sambandi við þessa brtt. spurði Garðar Þorsteinsson landbúnaðrráðh. (Vilhjálm Þór) hvort hann myndi leyfa verðhækkun þess-. ara vara á umræddu tímabiíi. Það dróst hjá ráðherra að svara og endurtók þá Emil Jónsson fyrirsípurnina. Gaf þá landbúnaðarráðherra Vilhjálmur Þór svohljóðandi yf irlýsinguu: Jeg mun ekki sam- þykkja hækkun á núverandi verði á nýmjólk og kjöti til loka febrúarmánaðar, ef þann tíma verður í gildi auglýsing sú, um verðlag, er ríkisstjórnin mun gefa út eftir gildistöku þessara laga, og ef ekki verða gerðar grunnkaupshækkanir á þessum tíma. Var brtt. S. Kr. feld með 27 gegn 4 atkv. — Frumvarpið síðan samþykt til 3. umræðu með sarnhljóða 29. átkv., og einnig út úr deildinni strax á eftir. Að lokinni afgreiðslu máls- ins í Nd. kvaddi forsætisráðh. Björn ÞórSarson sjer hljóðs og mælti: Jeg leyfi mjer f. h. rík- isstjórnarinnar að þakka deild- inni fyrir vinsamlega og skjóta afgreiðslu þessa fyrsta frum- varps, er stjórnin hefir borið fram. í EFRI DEILD Frumvarpið kom' til efri deildar í gærkvöldi, og var lok- ið umræðum og það afgreitt sem lög frá Alþingi nokkru fyr- ir miðnætti. Nokkrir þingmenn tóku til ! máls við 1 umræðu þess, þeir Gísli Jónsson, Hermann Jónas- son, Haraldur Guðmundsson, Magnús Jónsson og Bjami Bene diktsson. Fjármálaráðh. Björn Ólafsson svaraði nokkrum fyr- irspurnum þingmanna. En all- ir ræðumenn tjáðu sig lögunum fylgjandi, enda voru þau sam- þykt með 15 samhljóða atkvæð- um. Sjötug: Sigrún Halldórsdóttir Amorgim .verður sjötug Sig- rún Halldórsdóttir, Berg- staðastræti 29. Hún er fædd að Vestri-Reynir í Innri Akranes- þreppi þann 21. des. 1872. Sigrún er góð kona í þess orðs bestu merkingU, það sýnir hið ó- eigingjarna lífsstarf hennar'. er allir, sem hana þekk.ja, kannast við. Hún hefir alt sitt líf verið reiðubúin að Ijetta byrði með- bræðra sinna. bæði skyldra og vandalausra og hefir gert það í svo ríkum mæli, að margur má henni muna. Það er gamalt máltæki, að „Sá er vinur, sem í raun reynist“. Það máltæki á vel við Sigrúnu, því æfinlega, ef hún veit um veikindi eða einhverskonar örðugleika hjá viiium sínum, þá ber hún þar æf- inlega að dyrum, til að reyna að bæta úr á einhvern hátt, ef mögu- legt er. Slíkir einstaklingar eru hverju þjóðfjelagi til sóma, og væri gott að eiga sem flesta slíka. Sigrún er nú farin að heilsu, enda bííin að standa við hlið margra á erfiðum stundum um dagana. En jeg vona, að eins og hún hefir verið mörgum styrkur, þegar mest lá á, eins muni sá, sem alla huggar, styrkja hana á ólif- uðum árum. Það munu margir minnast Sig- rúnar Halldórsdóttur á þessum degi, því kontt sem hana er gott að muna. Frændkona. „Jeo er ekki and- vlguíBretym" — WiIIkle New York í gærkv. Wendell Willkie sagði i viðtali við breskan út varpsfrjettamann, að hann væri ekki á móti Bretum, og sagði, að það væri hlægilegt, að halda slíku fram. Willkie sagði að sjer þætti vænt um Breta og hann dáðist að þeim, og kvaðst geta gagn- rýnt stefnu þeirra í nýlendu- málum, einmitt þess vegna. — Reuter. Hjónaband. í dag verða gefin saman í kapellu Háskólans af sr, Jóni Thorarensen Olafía. G. Jóns- dóttir (Jóns heitins Olafssonar bankastjóra) og Thor G. Hall- grímsson (Guðmundar T. Hall- grímssonar fyrv. læknis á Siglu- firði). Heimili ungu hjónanna verður í Miðtúni 7. Dagbók •MHMnuM ••■••uurai □ Edda 594212227 — Jólahl. I. O. O. F. 3 = 12412218 = 81/* 0. Morgunblaðið er 12 síður í dag. Næturvörður er í Iðunnar Apó- teki. LaugarnesprestakalL Baruaguðs þjónusta og messa falla niður í dag vegna þess að salurinn verð- ur notaður í þarfir barnaskólans. Trúlofun. S.l. laugardag opin- béruðu trúlofun sína ungfrú Jóna Árnadóttir, Njarðarg. 49 og Hin- rik Ragnarsson bílstjóri, Ingólfsí stræti 16. Síra Árni Sigurðsson kemur á fund baruastúkunnar Svövu í dag og flytur þar jólakveðju. Díönu- fjelagar og börn úr öðrum stúk- um eru boðin á fundinn. Útvarpið í dag: 10.00 Morguntónleikar (plötur)* „Pláneturnar“, lagaflokkur eftn ir Holst. 11.00 Ungmennaguðsþjónusta f dómkirkjunni (síra Bjami Jóns- son). 18.40 Barnatími. 19.25 Hljómplötur; Valsar eftir Chopin. 19.35 Ávarp frá Vetrarhjálpinni í Reykjavík (Stefán A. Pálsson). 20.35 Erindi: Wilfred Grenfell, I (Pjetur Sigurðsson erindreki). 20.55 Hljómplötur; SÖnglög. 21.00 Upplestur: „Söguþættir land póstanna", kafli úr nýrri bók (Jón Sigurðsson skrifstofustj.). 21.20 Danshljómsveit Bjarna Böðv- arssonar ..leikur og syngur. Best að auglýsa s Morgunbl&ðimu KRISTINN KARLSSON skósmiður frá Vopnafirði andaðist á Vífilsstöðum, 18. des. 1942. Aðstandendur. Bróðir okkar elskulegur GUÐMUNDUR JÓNASSON, fyrrum kaupmaður í Skarðstöð, andaðist hjer í bænum í fyrrakvöld, 18. des. Fyrir okkar hönd og annara f jarstaddra aðstandenda Ingibjörg Jónasdóttir. Margrjet Jónasdóttir. Jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður okkar DAVÍÐS KRISTJÁNSSONAR umboðsmanns, fer fram frá heimili hins látna, Austurgötu 47, HafnarfirðL mánudaginn 21. þ. m. Athöfninni verður útvarpað. Una Vagnsdóttir. Valgerður Guðnadóttir. Jens Davíðsson. Gunnar Davíðsson. Maðurinn minn og faðir okkar SVEINN G. SVEINS^ON bakari, Kjartansgötu 1, ljest 17. þ. mán. Kristín Guðmundsdóttir og börn. Móðir okkar og tengdamóðir GUÐNÝ GÍSLADÓTTIR LÍNDAL verður jarðsungin 22. des. Húskveðja hefst kl. 1 frá Þórs- götu 26 A. Vandamenn. Jarðarför konunnar minnar og móður okkar STEINUNNAR BJARNASON fer fram mánudaginn 21. þ. m. og hefst kL 1 e. h. að heim-j ili hinnar látnu, Freyjugötu 16. Jarðáð verður í Fossvogs- kirkjugarði. Þorst. Bjarnason og böm. Jarðarför móður okkar *! VILBORGAR JÓNSDÓTTUR fer fram frá dómkirkjunni mánudag 21. des. Hefst með hús- kveðju frá Elliheimilinu Grund kl. 10 árd. Einar Pjetursson. Sigurjón Pjetursson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarð- arför ÓLAFS K. ÞORVARÐSSONAR. Sjerstaklega flytjum við alúðar þakkir starfsfólki Sundhall- arinnar og íþróttaf jelögum, bæjarins. Sigríður Klemenzdóttir. Gróa Bjamadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.