Morgunblaðið - 20.12.1942, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.1942, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunitudagiir 20. des. 1942. Tímarif frumkvœðanna Hafið þjer veitt því eftirtekt, að meðal tímaritanna íslensku er eitt, er borið gæti uppi heitið „tímarit frumkvæðanna“, — sem sje tímaritið J Ö R Ð? Varla hefir nokkurt hefti komið svo út af því tímariti, að það hafi ekki flutt eitthvað verulegt, sem að eðli sínu var nýtt og óvænt. í þeim tveimur heftum, sem út hafa komið í haust, birtist þessi eigin- leiki á sviði þjóðmálaumræðunnar. Greinin Andvarp í septemberheftinu er nýr tónn í ís- Ienskri þjóðmálaumræðu — tónninn, sem vantaði, en ekki má vanta í lýðfrjálsu landi, eigi lýðfrelsi að haldast: horfst í augu við staðreyndir án ótta við sannleikann — í trausti til hans — án tillits til stjórnmálaflokka (og án áhrifa frá klíkum). 1 grein þessari er sýnt fram á, að eins og stendur, er tillit til flokka hið eina, er stendur gegn því, að hagur þjóð- arinnar blómgist. Ritgerðin Sjálfstæðið og flokkarnir í nóvemberheftinu er stærsta og gleggsta greinargerð, sem enn hefir lögð verið fram fyrir þjóðina um ótrúmensku stjórn- málaflokkanna gagnvart hag og heill hins íslenska þjóðfjelags. Ritgerð þessi, sem flokkslega skoðað er öldungis hlutlaus, er svo víð- tæk og ítarleg, að hún mun veita flestum, er hana lesa, alveg nýtt yfirlit yfir ástand stjórnmálalífsins í landinu. — Auk merkra greina, sem ýmsar hverjar hafa verið braut- ryðjandi, flytur JÖRÐ valdar þjóðlegar frásögur („I gamla daga“) og þýddar smásögur, sem eru nákvæmlega valdar með það fyrir auga, að þær hafi allt í senn: bókmentagildi, þýðingu fyrir nútímann og sjeu bráðskemtilegar. — Sem myndarit ber JÖRÐ af. Desember-hefti kemur út um áramótin. —Árgangurinn 1942 kostar 20 krónur. Sendið auglýsingaskrifstofunni E. K- (Austurstræti 12, sími 4878) áskrift eða leitið þar nánari upplýsinga. Tímaritsáskrift getur verið hin skemtilegasta jólagjöf. Athugið, að tímarit eru yfir- leitt ódýrari en aðrar bækur — og nær lífinu. Óháð, áhugasamt tímarit er ómetanlegt.. Alt í jólabaksturinn Nýlenduvöruverslun Jes Zimsen Góðar — Hentugar — Odýrar Lítstvkk jabúðin Hafnarstræti 11 Jólin nálgast Allir hraða sjer að fá bestu og vönd- uðustu vörurnar og koma því í Asparges — gr. Baunir — bl. grænmeti— Súpur — Baked Beans — Spaghetti í dós- um — Sultutauu — Marmelade útl. — Sósur fl. teg. — Schweizer-osturinn góði Mjólkur-ostur 30—45% — Kia—Ora — Grape Fruit — Lemon — O.T.-Likör — Salt Möndlur — Hnetur —- Iskökur — Sveskjur — Rúsínur — Fíkjur — Citronur Gulrætur — Laukur. Þessi viðnrkendu úr verða tftl fyrir konur og karla seftntnfparlftnn á mánudag RENMISMIÐI VJELSMIÐl og BIFVJELAVIRKJA VANTAR OSS NÚ ÞEGAR. Talið við oss sem fyrst í síma 5761 eða '4477. — Þagmælsku heitið. j4 Jölium Tnrr<Tmmnnict m srn jmmrfvin 'mrfnnnnbWd• h f ENGINEERS AND CONTRXCTMWSS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.