Morgunblaðið - 20.12.1942, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.12.1942, Blaðsíða 5
Sunnudagur 20. des. 1942, » f : 'Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Pramkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, í Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarm.). Auglýsingar: Árni óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreitSsla: i Austurstræti 8. — Sími 1600. Áakriftargjald: kr. 6.00 á mánutSi innanlands, kr. 8.00 utanlands í lausasölu: 40 aura eintakitS. 50 aura metS Leabók. Fyrsta sporið RÍKISSTJÓRNIN nýja getur vissulega verið ánægð með fyrstu undirtektirnar, sem hún fær hjá Alþingi. Það er fátítt, «f ekki algert einsdæmi á Al- Þingi í seinni tíð, að ríkisstjörn leggi fram frumvarp í jafnvið- kvæmu deilumáli og dýrtíðar- málin eru og fái að heita má einróma samþykki þingsins. En það einkennilegasta við þetta fyrirbrigði er, að ríkis- stjórnin vinnur e k k i þenna fyrsta sigur sinn af því, að henni hafi tekist að finna púðr- ið — þ. e. meðalið til lækning- ar dýrtiðinnL Nei, alls ekki, Öllum þingheimi kom saman um að meinsemdin yrði kyr í þjóð-, arlíkamanum, þrátt fyrir þessi fyrstu dýrtíðarlög stjórnarinn- ar. En þingmenn eru orðnir svo "vanir að rífast innbyrðis og telja alt ómögulegt, sem kem- ar frá þessum eða hinum flokkn um, að þeir grípa fegins hendi l>etta fyrsta frumvarp ríkis-i stjórnarinnar, enda þótt þeir sjeu sannfærðir um, að það lækni ekki dýrtíðarmeinsemd- ina. En þetta út af fyrir sig, gefur vonir um, að Alþingi taki «innig vel síðari frumvörpum stjórnarinnar, þegar farið verð- ur að grafast fyrir og lækna sjálfar meinsemdimar. Hin nýju lög stjórnarinnar fyrirskipa, að til febrúarloka megi enga vöru selja hærra verði en lægst var á hverjum stað 18. þ. m. Undanskildar eru þó helstu innlendu neysluvör- umar, kjöt, mjólk og kartöfl- ur, en stjórnin telur sig hafa fengið tryggingu fyrir því, að þessar vörur hækki ekki í verði á þessu tímabili. Bannið við verðlagshækkuninni nær því fyrst og fremst til erlendu var- anna. Nú vita allir, að við íslend- ingar ráðum e n g u um verð- lag þessara vara á heimsmark-' aðinum. Hitt er og alkunna, að ýmsar brýnustu nauðsynjar (t. d. útgerðarvörur, vjelar allsk., byggingarvörur til húsa og skipa o.-fl.) hækka svo að segja daglega á heimsmarkaðinum, en þar fyrir gæti það haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir þjóðina, ef stöðvun yrði á inn- : þaupum þessara viara. Gæti ekki einmitt afíeiðingin orðið þessi með verðfestingunni hjer heima, jafnvel þótt um tak- markaðan tíma sje? En þá væri illa farið. Dýrtíðin er að langmestu leyti sjálfskaparvíti- Þjóðina skorti þegnskap til þess að taka málin föstum tökum frá byrjun. Bót verður aldrei ráðin á mein- semdinni, nema þjóðin sýni fórnarlund og þegnskap. Máske ■ er nú að rofa fyrir þessu. Reykjauíkurbrjef Nýja stjórnin. Of snemt er að spá nokkra um það, hvernig hinni nýskipuðu ríkisstjórn muni vegna. Fyrirbrigð ið er svo nýtt í stjórnmálnm okkar Stjórninni skýtur npp á Alþingi, þingmönnum að óvörunu.að kalla, að því er mannaval snertir. Ríkis- stjóri leysir hnútinn. ÍTr því þing- ið getur ekki tilnefnt þingræðis- stjorn skipar hann stjórn, sem hann treystir til að leysa vanda- mál þjóðarinnar og lætur það ráð- ast, hvort þingið álítur hæfa að fella hana. Því yrði hún feld, er skylda þingfíokkanna ennþá ríkari til að koma s.jer sainan um þingræðisstjórn og var sú skylda þó sæmilega rík áður. Síðan hip nýja stjórn kom til sögunnar hefir bólað á þeirri hugs- un hjá einstaka fólki, að nú væri næsta sporið að gefa þinginu frí. Ur því væri skorið, að þing það, sem nú situr, sje óstarfhæft, Það hafði ekki getað myndað stjórn. Það myndi ekki geta komið sjer saman um annað. Það er á þingsins valdi hvort þessar óhollu og óþjóðlegu raddir verða háværari og sterkari, ellegar þær hjaðna niður. Þær verða að hverfa. Og það er skylda þingsins að sjá um að svo verði. En hætt er við, að þær verði ekki þaggaðar niður til fulls, með neinu öðru mót.i en því, að þingið hverfi frá villu síns vegar. Flokkarnir komi sjer saman um þingræðisstjórn og stjórnarfar landsins komist aftur í eðlilegt horf. Annars er voðinn vís, og skömm þingsins meiri en orð fá lýst, Af undirtektum þeim, er dýr- tíðarfrumvarp hinnar nýskipuðg, stjórnar fjekk á þingi í dag, er bersýnilegt, að þingflokkarnir hafa horfið a.ð því ráði, að gefa stjorninni tónx til að reyna kraft- ana, enda ekki annað sæmandi, þegar litið er til þess, sem á und- an er gengið. Máske samkomulag- ið um það írumvarp sje fyrirboði frekari samstarfs innan þingsíns. Koinmúnistar. Oft heyrist þessa daga talað um ábyrgðarleysi kommún- ista í undrunar- eða vandlætingar tón. Að það hafi strandað á þeim einum að lokum, að flokkarnir kæmu sjer ekki saman u«i a. m. k. bráðabirgðastjórn. Þríta er rjett, Það voru kommúnistar einir, sem skárust úr leik, þegar á síðustu stundu átti að b.jarga þingval- inni stjórn í höfn. En það er fullkominn misskiln- ingnr að búast við nokkru öðru frá þeiin flokki. Kommúnistar vilja þingræðið feigt. Kommúnistar vilja að upplausnin og óstjórnin í þjóðfjelaginu verði sem mest. Og þeir vilja ekki taka þátt í neinni’ stjórn, nema sú stjórn taki upp ómengaða kommúnistastefnu. Því um leið og þeir taka á sig ejji legan hátt. Kommúnistaflokkur ís lands er róttækur byltingarflokk- ur, sem stefnir að því að láta hendur skifta, handaflið ráða og gera þjóðina að fótaskinni fyrir þá þjóð, er þeir telja forystuþjóð heims. Vinstra brosið. h egar Tíminn skýrði frá t.il- komu hinnar nýu ríkisstjórn- arar, sagði Þórarinn ritst.jóri frá því um leið, að nú væri byrjaðar umleitanir um myndun þriggja flokka þingræðisstjórnar, Fram- sóknar, AJþýðuflokks og Kommún- ista. Eins og þetta væri nokkur nýjung. Menn vita ekki betur en Hermann Jónasson fyrv. forsætis- ráðherra hafi fallið á knje fyrir Kommúnistum, sama daginn og kosningarúrslitin voru kunn, og hann hafi altaf síðan beðið þá og grátbeðið að gera við sig stjórnar- bandalag. Þegar þing kom saman byrjuðu um þetta meira og minna skipulegir samningar. En allt kom fyrir ekki. Við og við hefir He-r mann, hinn æfði laxveiðimaður haldið að nú liefði Brynjólfur bolsivikki bitið á krókinn, nú þýrfti ekki annað en nokkra þol- inmæði til þess að koma honum í stjórnarsængina. En Brynjólfur gengur enn laus og liðugur með sporðaköstum í undirdjúpunum, og brosír út í bæði munnvikin að hinum valdagírugu Framsóknar- hetjum, þó honum kunni að renna blóðið til skyldunnar þegar Þór- arinn litli kemur fram á bakkamx kjökrandi með skeifn og biður þá andlegu frændur sína í kommún- istaflokknum að vera nú einu sinni góðu börnin og ganga , st jórn með Hermanni Jónassyni. Fyrir verkalýðinn. Kommúnistar gera sjer, sem fyrri daginn, tíðrætt um það, að þeir vinni fyrst og fremst fyrir velferð verkalýðsins. Nú er það efst á baugi hjá þeim, að sjá svo til, að verkamenn í landinu missi ekki þær kjarabætur. sem þeir hafa fengið, Nii verði um fram alt að halda fast við það kaup, sem á' nndanförnum mánuðum hefir hj er verið greitt. Þetta eru falleg áform á pappírnum. Ekki vantar það. Tvö mestn herveldi, sem eiga í hinni ógnþrungnustu styrjöld, liafa undanfarin missiri haft ís- leuskt verkafólk í þjónustu sinni og greitt það kaup, sem farið hefir verið fraro á. Þegar þeirri vinnu sleppur eiga íslenskir atvinnuveg- ir að bei*a. uppi sama kaupið. — Þetta em áform kommúnista — eftir því sem þeir sjálfir segja. En þeir vita betur. Þeir vita sem er, að þó landið okkar sje á margan hátt kostaland, þá getur hvorki sjávarútvegur hje kvikfjár rækt borið uppi það kaup, sem skapast hefir af heriiaðarnauðsyn liverja ábyrgð í þjóðfjelaginu, |á>.; gfórveldanna. Þegar sú staðreynd geta kjósendur þeirtra farið ti® jBetðnr lýðum ennþá Ijósari en falast eftir efndum á loforðum þeirra. En kommúnistar bera ekki fram loforð til þess að halda þau s.jálfir. Þeir ætla sjer ekkert með þeim aniiað, en að blekkja kjós- endur. Þeir ætla sjer fyrst og fremst að komast hjer til valda með byltingu, en ekki á þingræði- húu er nú, þá ætla kommúnistar sjer ekki að bera ábyrgð, hvorki á stjórn landsins nje öðru — nema með því eina móti að þeir einir rjeðu, og gætu einir, með hnefans valdi, eins og í fyrirmyndarland- inu, skamtað það kaup sem þeim sýndist. Kosningatillit. Eitt. er það, sem Hermann Jónasson hefir ekki skilið enn, þó hann sje langt kominn að gatslíta hnjen á biðilsbuxum sínum gagnvart Kommúnistum, að álitlegur hópur kjósenda er greitt liefir Kommúnistum atkvæði á þessu ári, flæktist yfir í þá fylk- ingu vegna þess eins, að þeim fanst Kommúnistar vera allra flokka fjarlægastir Framsókn. •— Þetta veit Brynjólfur Bjarnason. Og hann segir: I sama augna- bliki sem við kommúnistar gerum bandalag við liinn ofbeldisflokk- inn, Framsókn, ]>á hverfa þessir kjósendur frá ökkur. Þetta er viðhorf Kommúnista í dag. Afstaða þeirra til Framsókn- arflokksins getur ekki breyst nema með því eina móti að forystumenn Framsóknar verði ekki aðeins á hnjanum eins og þeir eru nú, held ur leggist þeir alveg flatir íyrir Kommúnistunum og t.aki upp þeirra stefnuskrá. Þá kann að vera, að Kommúnistar skreppi í stjórn með Fra.msókn einhverja stuiid, í þeirri von að geta stofn- að fljótlega til kosninga. Verslunarskóii Tímans C* ramsóknarflokkurinn hefir alt *• frá byrjun, haldið uppi eins- konar verslunarskóla. Hefir rit- stjóri Tímans fengið þar undir- stöðumentun sína í þeim fræðum. Hann hefir margoft sýnt, hve vel hefir þar verið brýnt fyrir honum, að láta „bölvaða.r staðreyndirnar ekki trufla sig. Að þegar rætt er um verslun og viðskifti í blaði Framsóknarmanna, þá skuli fylgt þeirri meginreglu, a.6 segja það eitt, sem passar í hið pólitíska kram, enda þótt það sje jafn fjarskylt samileikanum eins og hyítt og svart. Nú hefir þessi verslunarlærði Tímaritstjóri fundið það upp, að skýra lesendum sínum frá því, að innflutmingurinn á þessu ári sje höfuðmein þjóðarinnar, og hamii sje Ólafi Thors að kenna. Nýlega skrifaði Þórarinn í Tímann: „Vegna ráðamensku Sjálfstæðis- flokksins hefir a. m. lt. 50—60 miljónum króna verið varið til að kaupa gagnslausan eða gagnslít inn g'lýsvarning til landsins. Vegna þessarar ráðamensku Sjálfstæðis- flokksins verður þjóðin 50—60 miljóiiuin fátækari þegar hvm þarf að endurnýja skipast.ól sinn, reisa iðjuver og kaupa landbúnaðarvjel ar eftir styrjöldina“. Tímaritstjórinn veit, að ekkert er flutt til landsins, hvorki glys- varnmgur eða annað, nema með leyffi innflutningsnefndar. Sjálf- stæðisflokkurinn á einn fulltrúa í þeirri nefnd, Framsóknarflokkur- inn þrjó og Alþýðuflokkurinn einn Þrír Framsókuarmenn skipa meiri hluta nefndariimar, formaðurinn Einvarður Ilallvarðsson og íull- trúar bankanna, sem báðir eru framsóknarmenn. Ef fluttur hefir verið óþarfavarningur til landsins á þessu ári fyrir 50—60 miljónir þá er það meirihluta innflutnings- nefndar að kenna. En Þórarinn Þórarinsson getur logið upp á fleiri menn en pólitíska andstæð- inga. Hann getur sýnilega logið 19. des. upp á flokksbræður sína líka, eins og hann hefir gert í þessu tilfeDí. Nokkrar tölur. P yrir liggur skýrsla um snnd- urliðun innflutningsins eftir vöruflokkum fyrstu 10 mánuði þessa árs. Þar nemur innflutning- urinn á þessum mánuðum 190 miljónum króna og er það, sam- anborið við innflutning fyrri ára gífurlega há ,npphæð. En þó leitað sje gaumgæfilega, eftir 50 eða 60 miljóna glysvarningi, sem Þórar- inn ber upp á flokksmenn mna, að þeir hafi veitt inn í landið, þá finnst sá Varningur ekki í skýrsl- unni. Aftur á móti sjest þar t. d. að fluttar hafa verið iim 16.400 smálestir af korhvöru, en ekki nema 7600 smál. í fyrra, og nerour það nál. 5 milj. kr„ sem ineira sú viðbót hefir kostaö.. olía hefir verið flutt inn fyrir 8 milj. króna hærri úpphæð í ár. vjelar og áhöld fýrir 10 milj. kr. rneira í ár en í fyrra, byggingarefni fyrir álíka hærri Upphæð. Og þannig mætti lengi telja. Svo hætt er við að Tímaritstjóriun eigi erf- itt með að standa við þessar á- sakanir sínar í garð flokksmanna .sinna, að hin auknu útgjiild fyrir aðkeyptar vörur stafi af því, að þeir hafi veitt glysi í landið fyr- ir 50—60 miljónir. En amiars get- ur hann átt um þetta við þá flokksbræðui* sína. Kjánalegt sport. T T alldór Kiljan Laxness skrif- aði nýlega grein í Þjóðvilj- ann um afurðasiilu og landbúnað, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðn, að verðlagið á kjöti sje „bannverð“, því það seljist ekki, verði ónýtt eða því fleygt á neyðarmarkað, en bændur fái 10 miljóna iilmusu i uþpbót, Kjöt- verðið eigi að lækka, bændur megi enga ölmusn þiggja, en „bændur sjeu ekki ofsælir af að fá hundr- að krónur eða tvö hundrvlð fvrir dilkinn, — ]>eir munu lepja. dauð- ann úr krákuskel samt, vegna þess að landbúnaðarfyrirtæki þeirra eru ekki rekin á hagfræðilegum eða verkfra*ðilegum grundvelli... Slíkur landbúnaður (eins og hann uú er rekinn) segir 11. K. L*. ekkert skylt við atviimuveg, heldur er hann aðeins lcjánalegt sport“. Bændur þurfa helmingi hærra verð fyrir dilkana en þeir fá nú, segir Halldór. Yerkamenn þnrfa að fá kjötið fyrir helmiugi lægra verð en þeir greiða. Og bændnr, sein framleiða hið dýra kjöt, er verkainenn þurfa. að fá fyrir lágt verð, mega engan styrk þiggja eða ölmusur. Einasta ráðið væri þá, á meðan búskapurinn er ekki kominn á „hagfræðilegan og verk- fræðilegan grundvöll“, að leggja hann niður, hætta með öllu við þetta „kjánalega sport“, sem haldið hefir lífinu í þjóðinni frá landnámstíð fram á síðnstu daga, að forfeðrum Halldórs Kiljan með- töldum. Manni sýnist það óþarfi fyrir Halldór Kiljan að reka þa'ð „sport“ að skrifa eins og kjáni. Fimtugur er í dag Jón Þor- steinsson bifreiðarstjóri, Baróns- stíg 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.