Morgunblaðið - 03.01.1943, Side 3
Sunmtdagur 3. janúar 1943.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Blaðamenn á fundi ríkisstjórnarinnar
Herferðin gegn Öýrtíðinni hafin
Lækkað verð á eggjum, smjöri,
kindakjöti, saitkjöti og koium
Verðlagseftirlit
á allar vörur
RÍKISSTJÓRNIN kvaddi tíðindamenn blaða og
útvarps á fund sinn í gær og voru ráðherrar
þar allir viðstaddir.
Forsætisráðherra, dr. Björn Þórðarson ávarpaði blaðamenn-
ma. Hann gat þess, að ríkisstjórnin væri þannig sett, að hún
nyti ekki stuðnings neins ákveðins blaðs, en hún vildi hafa sam-
vinnu við öll blöð um þau mál, er varðaði almenning í landinu.
Myndi því sá háttur verða upptekinn, að ráðherrar kveddu blaða-
menn á sinn fund, er þeir teldu sig hafa einhvern boðskap þeim
að flytja. Ætti ríkisstjórnin það svo undir drengskap blaðamann-
anna, hvernig þeir hjeldu á málunum.
Þegar forsætisráðherra hafði
ávarpað blaðamennina, afhenti
hann þeim fyrstu tilkynningu
ríkisstj órnari nnar, svohljóð-
andi:
TilkjTining ríkisstjórnar-
innar.
Kíkisstjórnin hefir talið rjettmætt
að almenningur ætti þess kost, að
fylgjast með aðgerðum stjórnarinnar.
Stefnuskrá hennar er þegar kunn af
ræðu forsætisráðherra. er hann hjelt,
þegar stjórnin tók við fyrir hálfum
mánuði.
Meginverkefni stjórnarinnar er að
réyna að stöðva, verðbólguna og vinna
síðan bug á dýrtíðinni, svo að at-
vinnuvegir landsmanna komist á slík-
an grundvöll, að hægt sje að framleiða
vörur tij útflutnings fyrir það verð,
sem er fastmælum bundið við erlend-
ar þjóðir með samningum milli ríkja.
Alþjóð er kunnugt, hversu vel og
rösklega Alþingi brást við er það sam-
þykkti lög á einum degi, er bönnuðu
hækkun á vöruverði til febrúarloka.
Með þessi lög að bakhjalli hófst
rjkisstjórnin handa þegar í stað um
rannsókna á því, hvort hægt væri að
lækka dýrtíðina.
I því skyni er áíormað að verðlags-
eftirlitið verði látið taka til allra
vára. Skýrslum ér safnað og verður
safnað ' uni hvað eina í verslunum,
veitingastöðum o. s. frv., en málið
er svo víðtækt, að til þessa hefir ekki
verið ' unnið úr nema litlu einu, og
líður því nokkur tími uns fullur ár-
angur kemur í ljós i breyttri vísitölu.
Ætlunin er að setja alla vöru undir
verðlagseftirlit, ýmist með hámarks-
verði eða hámarksálagningu, hvort
sem, um er að ræða vísitöluvörur eða
ekki, því að fleira er vitanlega keypt
en þær.
Árangurinn í lækkunarátt, sem þeg-
ar er kunnur, er þessi:
Kgg hafa lækkað úr 25 kr. kg. í 16
kr, kg. Smjör hefir lækkað úr 21.50
kg. í 13 kr. kg. Kindakjöt (spúþukjöt)
hefir lækkað úr 7.75 kg. í 6.50 kr. kg.
Saltkjöt hefir lækkað úr 820 kr. tn.
í 690 kr. tunnan. Kol h'afa lækkað úr
200 kr. tonnið í 184 kr. tonnið.
Þá hefir verið ákveðið hámarks-
álagning á tilbúnum fatnað, karla,
kvenna, barna og unglinga, svo sem
auglýst hefir verið, en til þessa hafa
ákvæði um háinai'ksálagningu ekki
verið í gildi um þessa vöru. Á næst-
unni verða sett slík ákvæði um æ
fleiri vörur og verður einkum hraðað
aðgerðum varðandi þær vörur, er
skipta miklu máli fyrir almenning.
Þá er rjett að taka þetta fram um
lækkun verðs á einstökupi tegundum:
Kjötverðið er lækkað með framlagi
úr ríkissjóði, er nemur kr. 1.00 pr
kg. kindakjöts hverrar tegundar sem
er. Auk þess hefir fjelag kjötverslana
riðið á vaðið og gefið eftir hluta af
söluþóknun sinni, og nemur lækkun I
tekjum þeirra 25 aurum á hverju kg.
súpukjöts og enn meiru á dýrara
kjöti, t. d. hangikjöti. Smjör verður
flutt inn frá Ameríku en ágóði af
sÖlu þess verður varið til þess að
verðbæta íslenska smjörið. Vinnst þá
þetta, að meira smjör verður á boð-
stólum og verðið lækkar, en innlendir
framleiðendur tapa þó engn.
Almenningur kann að óttast, að
"eggin hverfi af markaðnum er verð-
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
Tundurdufl
landfast á
Siglunesi
Siglufirði, laugardag.
undurdufl rak á land á
Siglunesi í nótt. Er duflið
nú að velkjast í fjölunni og get-
ur valdið tjóni, ef það spryngur.
Einnig getur duflið tekið út aft-
ur og er þá hætta á, að það reki
hingað inn og gæti þá gert mik-
inn usla, því að hjer er foráttu-
brim. Er fólk úti á Siglunesi og
eins hjer kvíðafult yfir þessum
ófögnuði.
89,9°|0 af út-
svörum greidd
1942
Samkvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið hefir fengið
hjá Tómasi Jónssyni borgarrit-
ara, var 89.9% af áætluðum út-
svörum ársins, sem leið greidd
fyrir áramót. Er þetta heldur
minna, en árið 1941, því þá voru
greidd 99% áætl unarupphæðar-
innar.
Árin þar á undan voru venju-
lega ekki greidd nema" 70—80%
af áætlunarupphæðum útsvara
bæjarins fyrir áramót.
I Nýársræða
I rikisstjóra |
| |—\ æða Sveins Björnssonar |
| ríkisstjóra, sem hann |
| flutti til þjóðarinnar í útvarp- |
| ið á nýársdag er birt í heild 1
| á 4. síðu í blaðinu í dag.
,>iiiiiliiiiiliiiiiliiililllluillllimilllUHUiUHiniilliiiniiiiiiiiiiln
Manns sakn-
að í Keflavik
Igær auglýsti lögregbustjórinn
í Keflavík eftir manni, sem
horfiö haföi 23. þ. m. og ekkert
spurst til síðan.
Lögreglustjórinn í Keflavík
skýrði blaðinu svo frá í gær, að
maður þessi hafi síðast sjeðst á
Þorláksmessu milli kl. 11 og 12,
en þá var hann um borð í bát við
hafnargarðinn. Síðan hefir ekk-
ert af honum frjettst.
Þetta er ungur maður, Þórður
Helgason að nafni, til beimilis á
Brunnstíg 1 i Keflavík. Hann
var ókvæntur, en bjó hjá foreldr-
um sínum.
Stórbruni
í Hafnarfirði
» gamlárskvöld kom upp eld-
ur í húsinu nr. 19 við
Strandgötu í Hafnarf. Slökkvi-
liðsstjórinn í Hafnarfirði skýrði
blaðinu svo frá í gær, að bruna-
liðið hefði verið kvatt á vettvang
um kl. 5,30. Þá þegar voru tvær
efri hæðir hússins alelda og eld-
urinn byrjaður að læsa sig í kjall-
ara hússins.
Brunaliðinu tókst að ráða nið-
urlögum eldsins, en þá voru tvær
efri hæðirnar brunnar að mestu.
Engu var þar bjargað af inn-
anstokksmunum og tjón því afar
mikið.
Um upptök eldsins verður ekki
sagt neitt að svo stöddu.
Hús þetta var járnklætt timb-
urhús, tvílyft með kjallara. 1
kjallara húspins er verslun, en í
tveim efri hæðunum bjuggu þrjár
fjölskyldur. Eigandi hússins er
Jón Einarsson.
íslensha útvarplð
í London
Frá og með morgundeginum
breytist bylgjulengd útvarps á
íslensku frá London, og verður
eftir það útvarpað á 31,88 metra
öldulengd. Tímin verður óbreytt-
ur. eða kl. 3,45.
Lögreglan segir: „Rólegt gamlárskvold"
Mannfjölda dreift
1 með vatnsslöngum
[Ikveikjuæði unglinga í miðbænum
,.Þ
AÐ
vai1
rólegt gamlárskvöld að þessu
sinni“, sagði Erlingur Pálsson yfirlögreglu-
þjónn, er Morgunblaðið spurði hann um
starf götulögreglunnar á gamlárskvöld. Lögreglan hafði
samt nóg að starfa alt kvöldið, en slys urðu engín svo
teljandi sjeu og drykkjuskapur var með minna móti. Það
voru margir teknir úr umferð, en ekki fleiri en svo að
rúm hefði verið fyrir fleiri ef þess hefði gerst þörf.
Það var einkum tvent, sem olli vandræðum, ef svo mætti segja,
sagði Erlingur. Annað var að fólk safnaðist saman í hóp og ljet
ófriðlega og svo var það íkveikjuæði unglinga, sem farið er að
tíðkast hjer í bænum upp á síðkastið og getur verið stórhættu-
legt. Lögreglunni tókst þó að koma í veg fyrir að slyS þlytust af.
þar sem kveikt var í.
Von á nýjum
fiski i bæinn
T ítið hefir verið um nýjan
Á-4 fisk í bænum undanfarið,
en nú er von til að úr fari að ræt-
ast, eftir því, sem Steingrímur
Magnússon í Fiskhöllinni skýrði
Morgunblaðinu frá í gær.
Bátar í verstöðvunum hjer við
Faxaflóa eru að búa sig undir
vertíðina og eru þegar nokkrir
bátár tilbúnir til að róa þegar
gefur á sjó. Gerðar hafa verið
ráðstafanir til að fá fisk frá
Sandgerði, Keflavík, Grindavík
og víðar að suður með sjó, eins
og venja er. Má búast við, að
meira verði um nýja ýsu á fisk-
markaðnum í bænum en verið
hefir undanfarið.
Akranes-bátar fóru á sjó 30.
des. og öflugu sæmilega, en sama
og ekkert. kemur hingað til bæj-
arins af fiski frá Akranesi.
B.v. Geir hefir verið á veiðum
fyrir bæinn undanfarið ,en afli
hefir- verið heldur tregur hjá
honum undanfarið.
1 gær var ekki nema frosinn
fiskur til í fiskbúðum hjer í bæn-
um.
Bílslys á nýársnótt
Bifreiðarslys varð á horni
Austurstrætis og Lækjar-
götu klukkan um 12,30 á nýárs-
nótt. Erlend bifreið ók á mann
einn, sem slasaðist svo að flytja
varð hann í sjúkrahús. Ekki er
þó talið að maðurinn hafi slas-
ast alvarlega.
Maðurinn, sem fyrir bifreið-
inni varð heitir Þorsteinn Eiríks-
son og á heima á Hverfisgötu 90.
Unglingar teknir úr umferð
fyrir íkveikjur.
Þetta íkveikjuæði á gamlárs-
kvöld er falið í því, að unglingar
um fermingu fara inn í port og
húsasund og reyna að finna
kassa. jólatrje eða annað, sem
hægt er að safna saman og
kveikja úr bál.
Eitt slíkt. bál var kveikt á
Kirkjutorgi, hjá dómkirkjunni
og annað fyrir framan hár-
greiðslustofuna Edina við Póst-
hússtræti.
Þá var kveikt í legubekk, setti
stóð í undirgangi milli húsanna
nr. 6 og 8 við Lækjargötu. Var
legubekkurinn alelda er lögregl-
an kom að, hefði þetta geta, orð-
ið hættulegur leikur.
Lögreglan náði í flesta bruna-
vargana og var farið með þá á
lögreglustöðina, þar sem þeir
voru geymdir í sjerstöku herbergi
framyfir miðnætti, en þá leyft
að fara heim. Var þá af flestum
svo dregið, að lítil hætta var á
að þeir rjeðust í fleiri stórræði
það kvöldið.
„Er hann litli rninn hjer . .?“
Margir foreldrar komu á lög-
reglustöðina til að spyrja um
börn sín. Líkaði flestum vel ef
þeir fundu afkvæmi sín þar, því
þá var vitað að þau voru ekki á
glapstigum.
Ein móðir, sem kom á lög-
reglustöðina spurði „hvort ,hann
litli sinn væri hjer“ og varð dauf,
er henni var sagt að svo væri
ekki. Hann hefir nefnilega ekki
komið heim síðan um hádegi í
dag, sagði hún.
Alls mun lögreglan hafa tekið
um 20 unglinga úr umferð á
gamlárskvöld.
Þegar vatnsslöngurnar voru
notaðr.
Það er venja, að þegar lög-
reglan skerst í leikinn þar sem
eitthvað er um að vera á götun-
um, að f jöldi manns safnast sam-
an til að horfa á og oft eltir all-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.