Morgunblaðið - 03.01.1943, Qupperneq 7
8mmudagur 3. janúar 1943.
MORGUNBLAÐIÐ
t
Herferðin gegn
dýrtiðinni
PEAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU
íð lækkar. En ríkisstjórnin telur sig
hafa fulla ástæðu til að ætla að svo
verði ekki, en sjálf mun hún grípa til
frekari ráðstafana ef þörf krefur.
Það má vel vera, að almenningur
vantreysti því, að verðlagseftirlitið
komi að fullum notum, en rík áhersla
verður lögð á að svo megi verða, og
raunar getur fólk sjálft gengið úr
sktrgga um, að fylgt sje ákvæðum um
hámarksverð, ef það geymir allar
auglýsingar og aðgætir, að rjett verð
sje, tekið fyrir vörurnar.
Fýrirspurnir og svör.
Blaðamenn gerðu nokkrar fyr
írspurnir til ríkisstjórnarinnar,
sem hún svaraði greiðlega.
Kjötbirgðir. — Spurt var
hversu miklar kjötbirgðir myndu
vera fyrirliggjandi í landinu nú.
Svar: Nálægt 4000 tonn og búist
við, að af því hefði þurft. að
flytja út ca. 2000 tonn og selja á
erlendum markaði. En ríkis-
stjórnin vonaði, að þessi lækkun
á kjötverðinu yrði til þess, að
apka neysluna innanlands, svo að
lítið — og helst ekkert — þyrfti
að flytja út.
Smjörið. Spurt var, hvort
vænta mætti það mikils smjörs
á markaðinn. að almenningur
gæti fengið þessa vöru. Svar:
Ríkisstjómin hefir þegar gert
ráðstafanir til þess að kaupa 1.
flokks smjör í Kanada og trygt
skipsrúm fyrir það. Ætti því
þessi vara að verða til á markað-
inum. Smjörið, sem inn verður
flutt verður selt hjer fyrir hið
auglýsta hámarksverð, en hagn-
aðurinn af þeirri sölu notaður
til þess, að bætá upp verðið til
íramleiðenda hjer heima.
I sambandi við uppbótina á
.smjörverðið til framleiðenda, er
rjett að benda á að uppbótin er
aðeins greidd smjörsamlögum,
mjólkurbúum og samvinnufjelög
um bænda, sem fá slíka viður-
kenningu, hvað þessa vöru snert-
‘ir. Nú er svo ástatt í sumum hjer
uðum landsins að smjörsala fer
eingöngu fram gegnum verslanir
(bæði kaupfjelög og aðrar). Þess
ar verslanir verða að fá viður-
kenningu valdhafanna, áður en
þær eru teknar gildar sem smjör-
verslánír. Er þetta gert til að
tryggja það, að aðeins 1. fl. vara
sje á boðstólum. Þetta þurfa þeir
smjörframleiðendul• að athuga,
sem ekki éru í samlögum eða við-
urkendum mjólkurbúum,
Engin ný heimild. Sputl var
í sambandi við lækkun kjötverðs-
íns og endurgreiðslu úr ríkis-
sjóði, hvort ríkisstjórnin þyrfti
að fá nýja heimild Alþingis til
þessa. Svar: Nei. Stjórnin hefir
næga heimild í lögum (frá 1941),
þar sem 5 milj. kr. eru til ráð-
stöfunar í þessu skyni.
. .25 miljónir? Spurt var, hvort
búið væri að reikna út, að það
kostaði ríkissjóðinn 25 milj. kr.
að bæta upp landbúnaðarafurðir
samkv. þingsályktuninni frá sum
arþinginu, en þessi upphæð hefði
verið nefnd opinberlega. Svar:
Þetta hefir als ekki verið reikn-
að út ennþá og lægju því engar
upplýsingar fyrir um þetta. —
Landbúnaðarráðuneytið væri að
reikna þetta út nú, og myndi
upplýsinga að vænta þaðan
næ$tu daga.
Sjötugur: Olatur
Einarsson Ttioroddsen
Olafur Einarsson Thorodd-
sen skipstjóri og óðals-
bóndi í Vatnsdal við Patreks-
fjörð er sjötugur í dag.
Foreldrra hans voru Sigríður
Ólafsdóttir frá Svefneyjum í
Breiðafirði, og Einar óðals-
bóndi í Vatnsdal, Jónsson hatt-
ara á Látrum, Þóroddssonar
Thoroddsen, beykis á Vatns-
eyri. Móðir Jóns hattara var
Bergljót Einarsdóttir, syst'r
Bjarna sýslumanns, föður Guð-
mundar Scheving i Flatey.
Ólafur ólst upp í Vatnsdal
en fór ungur að stunda sjó
samhliða sveitavinnunni, eins
og títt er um marga Vestfirð-
inga. Var Ólafur 1 2. árgangn-
um, sem stundaði nám í Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík,
árin 1892—’94. Árið eftir að
hann lauk þar prófi varð hann
skipstjóri á seglskipiuu ,.Þrá-
inn“ frá ísafirði og var hann
óslitið skipstjóri eftir það á
fiskiskipum frá Isafirði, Bíldu-
dal og Vatneyri í 25 ár, eða lil
ársins 1920. Var hann feng-
sæll skipstjóri, og vinsæli, og
sigldi jafnan skipi sínu lieilu
í höfn. Árið 1906 tók hann við
búinu af föður sínum og kvnnit
ist um það leyti Ólínn Andrjes
dóttur, fósturdóttur sjen Þor-
yaldar Jakobssonar. prests í
Sauðlauksdal; eignuðust þau 14
börn, sjö syni og sjö dætur,
sem nú eru flestöll uppkomin
og hið mesta myndarfólk,
Þar sem aðalstarf Ólafs var
fram eftir æfinni á sjónum,
varð hann umsvifaminni á landi
en annars hefði orðið. Þó hefir
hann einnig þar komið nokkuð
við sögu. Skömmu eftir alda-
mótin gekst hann með öðrum
fleiri fyrir því, að stofna Spari-
sjóð Rauðasandshrepps og hef-
ir verið í stjórn hans síðan
og stundum formaður. Jarða-
matsmaður og húsavirðinga-
maður hefir hann verið lengi
og mörgum ungum mönnum
hefir hann kent undir Stýri-(
mannaskólann, og þótt góður
og lipur kennari. Ólafur hefir
ávalt verið fjörmaður mikill,
hagmæltur vel og glaðlyndur,
og hrókur fagnaðar hvar sem
hann hefir komið. Við vinir
hans og kunningjar óskum hon-,
um og fjölskyldu hans allra
heilla og blessunar á þessum
merkisdegi í æfi hans. H.
Sjötug: Jónína
M. Ólafsdóttir
Sjötíu ára verður 5. þ. mán.
Jónlna M. Ólafsdóttir frá
Vesturholtum í Þykkvabæ.
Gift var hún Gísla Bjarnasyni
frá Hálfshjáleigu, þekktum
dugnaðarmanni. Þau eignuðust
tíu böm og eru átta þeirra á lífi.
Allan búskap sinn bjuggu þau í
Vesturholtúm. Fyrir sex árum
missti Jónína mann sinn, og
f jékk hún þá búið börnum sínum
í hendur.
Jónína helgaði heimili sínu
alla krafta sína, enda var það um
alla háttu í röð bestu heimila þar
um slóðir.
Fjölmargir frændur og vinir
munu senda þessari mætu konu
árnaðaróskir, og ávalt minnast
hennar með þakklátum huga.
Annáll sfríðsins
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
taka Toulon. Franska flotanum
sökkt. Sókn Rússa við Veliki
Lukie. Loftárásir Breta á Ítalíu.
Desemher: Rússar komast yfir
Don. Þjóðverjar ná Tebourba í
Tunis. Bretar taka E1 Agheila og
Syrte. Bandamenn reka Japana
frá Buna og Gona á Nýju Guineu.
Rússar saekja vestur yfir Don. —
Darlan mýrtur. Eússar taka Kotel-
nikovo.
Daqbóh
•••••••«•••• •••••••••••»
□ Edda 5943167 — H.-. & V.-.
St.-. fyrl. R.-. M.-. atkv. Listi í □
og hjá S.-. M.-. til þriðjdagskv.
□ Edda 5943175 — Jólatrje í
Oddfellovvhúsinu. Aðgöngumiða
sje vitjað sem fyrst til S.-. M.-.
Næturlæknir er í nótt Úlfar
Þórðarson, Sólvallagötu 18. Sími
4411.
Helgidagslæknir er Axel Blön-
dal, Eiríksgötu 31. Sími 3951.
Messað í Fríkirkjunni í dag kl.
2. Sr. Árni Sigurðsson.
Á aðfangadagskvöld opinber-
uðu trúlofun sína Guðlaug Matt-
híasdóttir frá Fossi, Hruna-
mannahreppi og Guðjón Guð-
brandsson, Kaldbak.
Hjónaefni. Á gamlárskvöld op-
inberuðu trulofun sína ungfrú
Guðbjörg Pjetursd. frá Reykja-
firði og Gunnar Guðjónsson frá
Eyri í Ingólfsfirði.
Á gamlárskvöld opinberuðu trú
lofun sína ungfrú Bjarney Alex-
andersdóttir, Ránargötu 13 og hr.
kennaranemi Sigvaldi Hjálmars-
son Ingólfsstræti 22, Reykjavík.
Þakkarávarp. Við sendum okk
ar bestu þakkir til bókaverslunar
Isafoldarprentsmiðju fyrir bóka-
gjöfina, Óskum gefanda gleði-
legs árs. Sjúklingarnir í Kópa-
vogi.
Þakkarávarp. Bestu þakkir til
Jóns Þorkelssonar og Jóns ís-
leifásonar fyrir heimsókn og
góða skemtun á gamlárskvöld.
Við óskum þeim allra heilla á
nýja árinu og þökkum kærlega
vináttu þeirra á liðnum árum.
Sjúklingarnir í Kópavogi.
Mentaskólinn. Kensia hefst í
Mentaskólanum á morgun kl. 10.
Unglingar •
óskast til að bera Morgunblaðið til kaupenda
Bergstaðastræti — Kaplaskjól — Höfðahverfi
á Óðinsgötu og insta hluta Laugavegar.
Talið við afgreiðsluna sem fyrst. — Sími 1600.
HÁTT KAUP. — LÍTIL HVERFI.
EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI----ÞÁ HVER?
r ■' ■ •• -
Það tilkynnist hjer með vinum og vandamönnum að
maðurinn minn,
GUÐMUNDUR JÓNSSON frá Urriðakoti,
andaðist þann 31. des. Jarðarförin ákveðin síðar.
Sigurbjörg Jónsdóttir.
Móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
andaðist á gamlársdag að heimiR okkar, Bjarmahlíð við Laug-
arásveg.
Þorbjörg Jónsdóttir, Halldór Jónsson.
Hjartkær sonur okkar,
JÓHANNES,
andaðist að Vífiilstaðahæli, 30. desember siðasaliðinn.
Þónmn og Jóhannes Reykdal,
Þórsbergi við Hafnarfjörð.
Jarðarför sonar okkar, bróður og unnusta,
FRIÐRIKS ÓLAFSSONAR, kennara,
fer fram frá dómkirkjunni, hefst að heimili hans Óðinsgötu 25,
kl. 1 e. h. Komið verður við í K. F. U. M,
Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði.
Hallfríður Bjarnadóttir, ólafur Guðmundsson,
Helga Magnúsdóttir og bræður.
Jarðarför dóttur og fósturdóttur okkar,
INDIÓNU SVÖLU ÓLAFSDÓTTUR,
fer fram frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 5. jan. og hefst
með húskveðju að Hringbraut 64, kl. 1 e. hád.
Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum.
Vilborg Þorsteinsdóttir, Ólafur Þórarinsson,
Ásta og A. Herskind.
Heilhuga þakkir færi jeg þeim, sem sýnt hafa mjer vin-
arhug við andlát og jarðarför mannsins mínl,
KRISTJÁNS HJARTARSONAR.
Fyrir hönd ættingja.
Sigriður Bjömsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og
jarðarför mannsins mins, föður okkar og tengdaföður,
GUÐJÓNS ÓLAFSSONAR kaupmanns.
Ingibjörg Sigurðardóttir. Ástdís Guðjónsdóttir.
Sigurður Guðjónsson, Camilla Sæmrmdsdóttir.
Hugheilar þakkir öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður
okkar og sonar,
SVEINS G. SVEINSSONAR, bakara.
Kristín Guðmundsdóttir og börn,
Guðrún Eiríksdóttir, Sveinn G, Gíslason.