Morgunblaðið - 06.01.1943, Side 3

Morgunblaðið - 06.01.1943, Side 3
Miðvikudagur 6. janúar 1943 MORGUNBLAÐIÐ 3 Kona brennist á Daivik að slys vildi til á Dalvík í r* gær, að kona brendist, er hnn var að kveikja npp eld. Hafði hún vætt móköggul í olíu, og er hún stakk honum inn í elda- vjelina, myndaðist gas í vjelinni og varð af sprenging. Brendist konan nokkuð, en ekki hættulega. Para nú slys af þessu tagi að gerast tíð, eins og mönnnm mun í mynni, þar sem þrjú slík hafa orð 18 með skömmu millibili hjer í hænum að undanfömu, og urðu fcrö þeirra dauðaslys. Frjettir frá t. S. í, Stjórn í. S. h. hefir borist hrjef frá Jóni IGuðmundssyni gest- gjafa á Þingvöllum, þar sem hann býðst til að lána gistihúsið Val- höll á Þingvöllum á yfirstandandi vetri fyrir skíðaheimili handa í- þróttamönnum innan vjebanda í. a t Stjóm í. S. í. hefir þakkað þetta ágæta boð og mun gefa aambandsfjelögum sínum kost á að nota það. ★ Æfifjelagar í í. S. í. hafa þessir menn gerst í desemher síðastliðn- om: Ásgeir Einarsson, dýralæknir, Reykjavík. Kristín Lára Sigur- bjömsdóttir frú Reykjavík. Helgi Hiríksson, bankafulltrúi, Iteykja- vík. Páll Kr. Árnason, verslunar- fulltrúi, Reykjavík. Benedikt Ja- kobsson, íþróttaráðunautur, Rvílc. Sveinbjörn Árnason, verslunarm., Reykjavík. Sigmundur Sigmundá •on skipstj., Reykjavík. Eru nú mfif jelagar í. S. í. 165 að tölu. ★ Sendikennarar í. S. f. Axel Andrjesson hefir lokið mánaðar námskeiði í knattspyrnu á Hvann- eyri. Þátttakendur voru 65; enn fremur hefir hann lokið hálfs mán- aðar námskeiði í knattspyrnu og handknattleik í Reykholti, þátttak endur voru 77. Kensla var munn- leg og verkleg úti og inni. Kjartan Bergmann Guðjónssou glímukennari hefir lokið glímu- námskeiði á Akureyri, en þar var hann á vegum í. S. í. og íþrótta- fulltriia ríkisins og var kenslan sameiginleg fyrir íþróttafjelög staðarins og skóla, þátttakendur voru 148. Námskeiðinu lauk með glímusýningu 10. des. í samkomu- sal bæjarins. Með glímunámskeiðum Kjartans hefir færst nýtt fjör í glímuna, svo væntanlega mun hún bráðum fullskipa sitt virðulega sess, sem þjóðaríþrótt í íþróttastarfi þjóð- arinnar. ★ Pyrír áhrif Axels Andrjessonar var nýlega stofnað íþróttafjelag í Reykholtsskóla, sem nefnist Skóla fjelagið Reykhyltingur, fjelagar eru. 85. Formaður Sigmar Hró- bjartsson. Pjelagið liefir gengið í í. S. í. og eru þá sambandsfjelög 115 með um 17000 meðlimi. ★ Stjóm í. S. í. óskar öllum sam- bandsfjelögum sínum gleðilegt nýtt ár og þakkar þeim ágæt störf í þágu íþróttamálanna á liðna ár- inu. Nýll sljórnarfrumvarp: Innflutnings- og gjaldeyris- mál, verðlagseftirlit og skömtun undir einn hatt Efni til símalagna ogtalstöðva Sigurður Bjarnason, Ingólfur Jónsson og Gunnar Thor- oddsen flytja svohljóðandi þings- ályktunartillögu í Sþ.: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um það, svo sem verða má, að greitt verði fyrir innflutningi efnis til símalagninga. Enn fremur, að greitt verði eftir fremsta megni fyrir innflutningi efnis til tal- stöðva, þannig að ávallt verði fyr- ir hendi nægilegt af talstöðvum í báta- og skipaflota landsmanna og til afnota á afskektum stöðum, sem ekki eru enn þá komnar í símasamband“. í greinagerð segir: Miklir örðugleikar eru nú á inn flutningi efnis til símalagninga. Hefur það leitt til þess, að ný- byggingar símalína liafa nær al- gerlega Stöðvast. Útlit er fyrir, að á næsta ári muni enn þrengjast að í þessum efnum. Svipuðu máli gegnir um inn- flutning efnis til talstöðva í báta- og skipaflota landsmanna. Orðug- leikarnir á að ná slíku efni til landsins fara stöðugt vaxaudi, Mestalt það efni, sem hjer um ræðir, er nú flutt inn frá Ame- ríku. Byggjast örðugleikarnir á innflutningnum þaðan, bæði á því, að erfitt er um vik að festa kaup á þessum vörum, og eins hinu, að að skiprúm er af skornum skamti til flutninganna. En efni til sím- lagninga, svo sem staurar,,er rúm- frekt og verður naumast flútt með almennum nauðsynjavarningi, svo sem matvöru. Það er því auðsætt, að sjerstak- ar ráðstafanir verður að gera af hálfu hins opinbera til þess að tryggja þennan innflútning. — Fjöldi símalína bíður lagningar, og til viðhalds og endurbóta er einnig mikils efnis þörf. Ríka nauð syn ber einnig til þess, að hægt yerði að tryggja bátaflota lands- manna talstöðvar. Enn fremur verður að hafa í huga, að á mörg- um afskektum stöðum, sem litla von hafa um síma í bili, er mikil hafa skapað vjelbátaflota lands- bót að talstöðvum. Talstöðvarnar manna stóraukið öryggi. Verður því að leggja á það allt kapp, að t.il þess komi ekki, að nýir bátar, sem bætast í flotann, þurfi að vera án þessa öryggistækis vegna þess að innflutningur efnis til þeirra stöðvist. Störfeld takmörkun á innflutningi boðuð RÍKISSTJÓRNIN lagði fyrir Alþingi í gær frum- varp „um innflutning og gjaldeyrismeðferð“. Samkvæmt þessu frumvarpi er farið fram á, að Alþingi veiti 5 manna nefnd (Viðskiftaráði), sem ríkis- stjórnin ein skipar að heita má ótakmarkað vald yfir viðskiftamálum landsmanna. „Aldrei hefir verið sett stofn- un á íslandi með neinu svipuðu valdi og hjer er að stefnt“, sagði einn þingmanna í umræðunum um málið. Við umræðurnar um þetta mál á Alþingi komu fram mikils- varðandi upplýsingar, er m. a. verða þess valdandi, að nokkr- ir þingmenn ljetu í ljós þá skoðun, að Bandaríkin hjeldu ekki að öllu þau fyrirheit, varðandi siglingar til landsins , sem for- seti Bandaríkjanna gaf, þegar Bandaríkin tóku að sjer hervemd landsins. Næturvörður er Apóteki. Laugavegs Samkvæmt frumvarpi því, er stjórnin lagði fyrir þingið er svo fyrir mælt í 1. gr., að ríkis- stjórnin skipi 5 manna nefnd, er nefnist Viðskiftaráð, og jafn marga varamenn í 2. grein seg- ir svo: Viðskiftaráðið hefir þessi verk- efni með höndum: 1- Ákveður hvaða vörur akuli flytja til landsins. 2. Ráðstafar farmrými í skipum, er annast eiga vöruflutninga til landsins og em eign islenskra aðila eða á vegum þeirra. 3. Ráðstafar gjaldeyri til vöru- kaúpa erlendis og annara nauðsynja. 4. Úthlutar innflutningi á vörum til innflytjenda og setur þau skilyrði um hann, sem nauðsynleg kunna að vera eða verða vegna ófriðarástands eða ófriðarskilyrða. 5. Annast innflutning brýnna nauð- sýnja ef sýnilegt þykir að ir.nClytj- endur sjái ekki þörfum þjóðarinnar horgið. 6. Fer með verðlagseftirlit og vöru- skömtun lögum samkvæmt, svo og öun- ■uSr þau mál, er ríkisvaldið kanu að fela því. Ráðherra getur sett Viðskiftaráði starfsreglur. í 3. gr. eru ákvæði um gjald- eyrisverslunina. Segir þar, að Landsbankinn hafi einn kaup- rjett á erl. gjaldeyri og þeir bankar sem hann gefur um- boð og skal Útvegsbankanum veitt slíkt umboð. Skal Útvegs- bankinn fá 3ja hluta alls gjald- eyris fyrir innkaupsverð, mán- aðarlega, ef hann óskar þess. Þetta eru aðalákvæði frum- varpsins. FRAMSAGA FJÁRMÁLA- RÁÐHERRA. Fjármála- og viðskiftamála- ráðherra, Bjöm ólafsson fylgdi frumvarpinu úr hlaði með ræðu -— Hann gat þess, að frv. væri FRAMH. Á SJÖTTU 8ÍÐU Frá Islendingum i Danmörku Setuliðsmenn ráðast að tiúsi ofl brjðta rúður UM kl. 7,30 í fyrrakvöld var beðið um lögregluað- stoð að Álfheimum við Teiga- veg í Lauganeshverfi. Ástæðan til þess var sú, að hermenn höfðu ráðist þar að húsinu og brotið rúður. íslensk og amerísk lögregla fór þegar á vettvang. Á leiðinni á staðinn frjetti lögreglan að skemdar-i vargarnir væru við Laugarnes- skólann. Þegar þangað kom 1 yoru hermennirnir þar fyrir og hjeldu nokkrir kennarar við j skólann þeim og afhentu þá lögreglunni. Ameríska lögregú! an tók þá í sína vörslu og flutti þá á amerísku lögreglustöðina. Eftir því sem lögreglunni var skýrt frá höfðu hermenn þessir komið að Álfheimum nokkru áður og beðið um kaffi og kven fólk, en er þeim var synjað um hvorttveggja rjeðust þeir að gluggum hússins og brutu rúð- ur. Það var þegar leitað aðstoð- ar í Laugarnesskólann og komu nokkrir kennarar þaðan og tóku þeir hermennina höndum og gættu þeirra þar til lögregl- an kom eins og fyr segir. Um meiðsli á hermönnunum er ekki vitað með vissu, en einn þeirra var mjög blóðugur á hægri hönd og föt kennar- anna urðu nokkuð blóðug í við- ureigninni. 8 rúður voru brotn- ar í húsinu auk annara lítils- háttar skemda. Frá gendiráði íslands 1 Kaupmannahöfn hafa ut- anríkisráðuneytinu borist eftirfarandi upplýsingar í brjefi, dags. 29. okt. 1942« I slendingafjelagið tók til * starfa á ný laugardag- inn 12. september. Jón Leifs tónskáld, sem þá var staddur hjer í borginni, flutti erindi um íslensk þjóðlög, Haraldur Sigurðsson og kona hans, Dóra, skemtu með söng og hljóðfæra- slætti og ennfremur sungu stúdentar nokkur lög. Stúdentaf jelagið hjelt fyrstu kvöldvökuna þriðjudaginn 6. október. Las Jón prófessor Helgason þætti úr æfiminning- um íslenskra alþýðumanna. —- Húsfyllir er í hvert sinn á kvöldvökunum tvisvar á mán- uði, og auk flutnings fræðandi efna eru sungnir íslenskir söngvar. Sigurjóni Ólafssyni mynd- höggvara hefir verið falið að skreyta ráðhústorgið í Vejle með tveimur miklum högg- myndum, er Sigurjón heggur sjálfur í granit. Tákna mynd- irnar landbúnað, handiðn, versl un og iðnað. Tekur verkið tvö ár. Kona Sigurjóns, sem er dönsk og myndhöggvari eins og maðurinn, seldi nýlega höggmynd Carlsbergssjóði. Jón Stefánsson málari hefir haldið sýningu hjer í borginni undanfarna daga, selt sæmi- lega og hlotið góða dóma. Júlíana Sveinsdóttir sýnir listvefnað á listiðnaðarsýningu danskri, sem nú er haldin í Stokkhólmi. Bók Gunnars Gunnarssonar: „Heiðaharmur", er á dönsku heitir: Brandur paa Bjarg‘% er komin út í öðru upplagi og hlýtur lof ritskoðenda. Komin er út skáldsaga eftir Jón Björnsson frá Holti á Síðu og heitir á dönsku: „Jordens Magt“. Cblcl er«x allar ferðlr lil ffAr Setuliðsmaður reyndi í fyrra- dag að stela bifreið í Hafn- arfirði. Þetta mistókst með þeim bætti að bifreiðin lenti á vegg er hún hafði farið tæplega lengd sína. Lögreglan befir baft Upp á þeim er þennan verknað framdi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.