Morgunblaðið - 06.01.1943, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 6. janúar 1942
Viðskiftamálin rædd á Alþingi
j FEAMH. AF ÞRIÐJU 8ÍÐU
fyrst og fremst ætlað að bæta
ör þeirri þörf, söm skapast hef-<
ir; um breyttar ráðstafanir á
iimfiutningsverslun landsins,
végna styrjaldarinnar. Núgild-
andi lög um innflutning og
gjaldeyrisverslun hefðu verið
*ett vegna skorts á gjaldeyri.
En nú væri á þessu gerbreyt-
ing, þar sem bankamir ættu
erlendis meiri gjaldeyri en
þjóðin þyrfti til kaupa á árs-
forða, án nokkurar viðbótar.
En styrjöldin hefði skapað ný
viðhorf og mörg vandasöm við-
fangsefni. —
Bráðabirgðaskýrslur sýndu,
að verslunarjöfnuður hefði í
iok nóv. verði óhagstæður um
ca. 18 Y2 milj. kr. Þar við
myndu bætast um 10 milj. í
desember mánuði. Þetta væri
einkenni sjúkdóms, er væri að
búa um sig.
Þá gat ráðherra þess, að
nefnd sú, er í fyrra hafði á
hendi samninga við Banda-
ríkin hafi áætlað að landsmenn
myndu þurfa að flytja að vest-
an um 120 þús. tonn af vör-
um, ef gengið væri út frá venju
iegum óhindruðum innflutningi.
En nú væri svo komið, að lands
xnenn hefðu skipakost, sem að
eins gæti flutt helming þess
vörumagns, sem gert var ráð
fyrir að þyrfti að flytja frá
Ameríku. Við yrðum því, að
sníða stakk eftir vexti.
Mintist svo ráðherrann á
hinn hentuga viðskiptasamn-
ing, er Bandaríkin gerðu við
okkur í fyrra. — Bandaríkin
hefðu í öllu haldið þann samn-
ing og sýnt okkur hjálpfýsi og
vinarhug. En þessi mikli vin-
veitti nábúi berðist nú íyrir
lifi sínu. Þessvegna yrðu kröf-
ur okkar, þrátt fyrir samninga
að vera sniðnar og mótaðar
af sanngimi.
Að síðustu rakti ráðherra
efni frumvarpsins. 1 sambandi
við 5. lið 2. gr. gat ráðherrá
þess, að hjer væri alls ekki
stefnt að landsverslun, heldur
aðeins heimild til að grípa inn
í, ef bresta skyldi framkvæmd
þeirra, sem annast innflutning
nauðsynja. „Engin ríksstofnun
kaupir matvörur í Vesturheimi
hagkvæmara verði en þeir
tveir aðilar, sem nú annast
þessi innkaup“, sagði ráðherr-
ann. Kvaðst ráðherra því ekki
nota heimild þessa, néma því
aðeins, að þjóðinni verði ekki
á annan hátt sjeð fyrir lífs-
nauðsynjum.
Að lokum boðaði ráðherr-
ann nýtt frumvarp næstu daga,
varðandi verðlagseftirlitið.
UNDIRTEKTIR
ÞINGSINS.
Er fjármálaráðherra hafði
lokið framsöguræðu sinni hóf-
ust umræður og Ijetu forsvars-
menn flokkanna fyrst til sín
heyra.
Stefán Jóh. Stefánsson kvað
alt myndi velta á framkvæmd
þess mikla valds, sem hjer
væri lagt í hendur fárra manna.
Væri mikið í húfi, að fela fá-
um mönnum slíkt vald. Ræðu-
maður kvaðst andvígur þeirri
breyting á gjaldeyrisverslun-
inni, sem frv. ráðgerði.
Eysteinn Jónsson: Með frv.
er að því stefnt, að sameina í
einni stofnun það, sem nú væri
í höndum fleiri aðilja, þ. e. 1)
skipan innflutningsverslunar-
innar, 2) skömtun nauðsynja
og 3) verðlagseftirlitið. Auk
þess væri tveim nýmælum bætt
við, þ. e. 1) heimild til að
flytja inn nauðsynjar og 2)
ráðstöfun á skiprúmi. — Frv.
stefndi í rjetta átt. En þegar
búið er að draga öll þessi miklu
verkefni á einn stað og fela
það 5 mönnum, hlyti svo að
fara, að þeir yrðu aðeins eins-
konar yfirstjórn og þyrftu
marga undirmenn. En aldrei
hefir verið sett á fót stofnun
á [slandi með neinu svipuðu
valdi og þessi. Hjer veltur því
mikið á mönnunum, sem þetta
mikla vald er fengið í hendur.
Einar Olgeirsson: Eðlilegt
að sameina verkefnin. En jeg
tel óeðlilegt, að ríkisstjórninni
sje falið að skipa Viðskipta-
ráðið, stjórn, sem þannig er
skipuð, að hún hefir ekki fylgi
þingsins. Vil reyna að fá sam-
komulag við stjórnina um skip-
un ráðsins.
ólafur Thors: Jeg er sam-
mála ýmsu, sem fram hefir
komið af hálfu talsmanna
flokkanna. Vissulega er hætta
á, að þegar þessir fáu menn
fá svona mikið vald, telji þeir
sjer nauðsynlegt áð hafa mikið
starfslið sjer við hlið. Að því
er það atriði snerti, hvemig
og hver skipaöi Viðskiptaráðið,
væri vissulega ástæða fyrir Al-
þingi að athuga, hvar það væri
á vegi statt. Ríkisstjórnin hefði
verið skipuð án atbeina Alþing-
is. Þessi ríkisstjórn ætti að fá
heimild til þess að skipa nefnd,
án tilnefningar Alþingis, sem
samkv. umsögn sumra þing
Tilkynning
Stjóm f jelagsins ákvað á fundi jþann 4. þ. m. að lækka,
frá þeim degi, verð á öUura fraraleiðsluvörum verksmiðj-
unnar um 10%.
manna ætti að fá meira vald
í hendur en nokkurri annari
stofnun hafi nokkru sinni verið
í tje látið. Vissulega væri þetta
alvarlegt íhugunarefni fyrir
þingið.
Þá gat Ólafur Thors þess,
að Sjálfstæðisflokkurinn Ihefði
engin afskifti haft af skipun
rí kisst j órnarinnar. Hinsvegar
myndi flokkurinn styðja öll góð
mál, sem stjórnin bæri fram.
tJt af þeim ummælum fjár-
málaráðherra, að haga yrði
innflutningi til landsins þannig
að nægði skipakosti er svaraði
til helmings venjulegs ársforða;
landsmanna, sagði Ólafur, að
hann liti svo á, að ef þessu
er þannig varið, þá sje þettá
ekki í samræmi við gefin
loforð Bandaríkjastjórnar
um flutning nauðsynja til
landsins, 9em gefin voru, þeg-
ar Bandaríkin tóku að sjer her-
vemd landsins.
NÝJAR
UPPLÝSINGAR.
Fjármálaráðherrann talaðl
nú aftur og gaf upplýsingar
um skipakostinn. Sagði ráð-
herra, að við hefðum nú 3 leigu
skip frá Bandaríkjastjórn. ,—
Þau, ásamt Kötlu gætu flutt
40 þús. tonn yfir árið. Skiþ
Eimskips gætu flutt 26 þús.
tonn. Samtals væri þetta 66
þús. tonn. Svona væri ástandið
og út frá því kvaðst ráðherra
marka sína afstöðu.
Síðan sagði ráðherra: I
New York liggja nú 23 þús.1
tonn af vörum, sem búið er
að kaupa inn og greiða. 1 ann-
afi amerískri höfn liggja einn-
ig 2000 tonn af timbri og í
Halifax 15.500 tonn af ýms-
um vörum. Þetta eru samtals
40.500 tonn, í þann 66 þús.
tonna skipakost, sem við höfum
yfir að ráða. — Til þess að
fylla ársforða okkar af korn-
vöru, sykri og kaffi þarf 17.
500 tonn í viðbót við það, sem
inn er keypt. Þa® verða því
samtals 58 þús. tonn, sem þeg-
ar er búið að binda af skipa-
kostinum og eftir eru aðeins
8 þús. tonn.
Ef til vill mætti eitthvað af
þessum vörum bíða, en nær
alt væru brýnar nauðsynja-
vörur. Og vörurnar væru keypt
ar samkvæmt leyfi (eða svo
yrði að ganga út frá) og greidd
ar og stöðugt hlæðust á þær
kostnaður.
ólafur Thors: Eftir þessar
síðustu upplýsingar ráðherra
horfir málið alt öðruvísi við.
Ráðherra segir, að við verðum
að gera ráð fyrir 66 þús. tonna
innflutningi. Jeg taldi þetta
ekki í samræmi víð þau fyrir-
heit, sem okkur voru gefin. —
En sje gengið út frá, að upp-
lýsingar ráðherra sjeu rjettar,
horfir málið þannig við: Það
er þegar búið að ráðstafa 58
þús. tonnum af þeim 66 þús.
tonna skipakosti, er við ráðum
yfir og því aðeins 8 þús. tonn,
sem óráðstafað er. Þá spyr jeg:
Hvað er þá orðið eftir af þvi
mikla verkefni, sem Viðskifta-
ráði er ætlað? Jeg sje það ekki,
því að varla getur það verið
óvaxið ríkisstjórninni að ráð-
stafa þessum 8 þús. tonnum.
VERÐLAGS-
EFTIRLITIÐ.
Pjetur Ottesen spurðist fyrir
um verðlagsákvæði frumvarps-
ins, hvort ætlast væri til, að
Viðskiftaráð heföi eftirlit með
verðlagi og ákvörðun um verð-
lag. Einnig hvort þetta tæki
til landbúnaðarvara.
Þessu svaraði fjármálaráð-
herra þannig, að von væri á
öðru frv varðandi verðlagið.
Væri ráðgert að skipa verðlags-
stjóra, er gerði tillögur til Við-
skiftarác5s. Á sama hátt væri
ráðgert að skipa skömtunar-
stjóra, er kæmi f stað skömtun-1
arnefndar.
Eysteinn Jónsson: Ef það
eru ein 66 þús. tonn sem við get
um flutt inn, lit jeg svo á, að
ekki sje fullnægt af hálfu
Bandaríkjastjórnar gefnum lof-
orðum. Og slíkur niðurskurður
á innflutningi myndi gerbreyta
svo öllu í landinu, að jeg er
efins í, að unt yrði að halda
uppi eðlilegum atvinnurekstri.
— Vegna nýrra upplýsinga ráð
herra varðandi verðlagseftir-
litið, tel jeg nauðsynlegt að
þetta mál bíði, uns þingið fær
að sjá þau önnur frv., sem boð-
uð hafa verið.
Var frv. þvínæst vísað til
2. umr. og fjárhagsnefndar.
75 ára: Sigríður
Sigurgeirsdóttir
Hxísfrú Sigríður Sigurgeirs-
dóttir, Vatnsstíg 9, Keflavík
er 75 ára í dag. Ilún og maður
hennar, Jón II. Ásgeirssou bjuggu
lengst af x Ilattardal í Álftafirði
vestra, uns þau brugðu búi og
fluttust suður til Reykjavílcur, en
síðar til Keflavíkur, þar sem þau
bafa dvabð um nokkurt skeið, en
eru nú til heimilis hjá yngsta syni
sínum, Helga S. Jónssyni.
Þrátt fyrir langvarandi van-
heilsu, er húsfrú Sigríður hefir bor
ið með sjerstakri stillingu, er húu
andlega ern, les mikið og fylgist
með því, sem ber til tíðinda bæði
í bygðarlaginu og eins í umheim-
inum. Það verða ugglaust margir
af vinum og kunníngjum þessar-
ar merku konu, sem senda henui
og þeim hjónurn báðum hlýjar
kveðjur í dag, því að húsfrú Sig-
ríður kom alstaðar fram til góðs,
bver sem átti hlut að máli.
Vinur.
Verslunarleyfi
Qísli Sveinsson flytur frum-
varp uin breyting á 1. 52,
1935, um verslunaratvinnu. ViII
hann bæta nýrri málsgrein við 2.
málsgrein 10. gr., svohljóðandi:
„Leyfi til þess að reka útbú frá
áðalverslun má veita með sömu
skilyrðum og almenn verslunar-
leyfi, þótt eigi sje það stofnsett í
löggiltum verslunarstað“.
I greinargerð segir:
Með þróun samgöngumálanna á
landi hjer, og í þeim hjeruðum þar
sem breytingar hafa orðið með-
þeim hætti að sjóferðir til aðdrátta
hafa lagst niður, en allir flutning-
ar fara nú fram eftir veguín land-
leiðina, hefur það sýnt sig, að á-
kvæði verslunaratvinnulaganna.
eru orðin ófullnægjandi, er þau
setja það skilyrði fyrir leyfi tií
almennrar verslunar, að hún sje.
rekin í „löggiltum verslunarstað“.
Er það ekki síst, þegar áðalverslun
þarf, vegna viðskipta sinna og til
hægðarauka almenningi, að setja
á stofn útibú á hentugum stað með-
tilliti til samgangna og annars, að
ekki verður nú kleift að hlíta við
sama og áður: að reka verslanir
alls staðar við sjó fram, enda slíkt
aftekið fyrir löngu í öðrum lönd-
um. Ilafa og allvíða verið löggiltir
„verslunarstaðir" hjer við land,
þar sem hreinar eyðimerkur eru,
langt frá mannabyggðum, sem
aldrei hafa verið nema nafnið tómt
og nú mega teljast úr sögunni, svc-
að eigi er hjer miklu fyrir að fara.
— X einu hjeraði er nú t. d. svo
komið, að verslun (kaupfjelag)
sem áður hafði fengið verslunar-
leyfi til útibúsrekstrar við „lög-
giltan“ lendingarstað, hefir nú orð
ið að flytja þennan útsölustað upp
í sveitina og reist þar hús tii
þessa. Gæti að því rekið, að taka
yrði af versluninni þetta leyfý
því að „skilyrðin“ fyrir því að lög
um eru brostin (útibúið meira að
segja komið í annan hrepp en upp
haflega); en slíkt er vitanlega full
komið óyndisúrræði, sem ekki má
koma til. — Leiðin til þess að
bæta úr þessu yfirleitt, er því
breyting sú, er frv. þetta: fér frant:
á.
MJOLKUR-
BRÚSAR
(úr sláli>
J/ v p rp a a í
UppboSS
Opinbert uppboð verður haldið
í skrifstofu lögmanns í Arnarhvoli
föstudaginn 8. jan. n. k., kl. 2 e.
h. og verður þar seldur víxill að
upphæð kr. 14.700.00 trygður með
3. veðrjetti i eigninni Sjónarhól
í Laxneslandi í Mosfellssveit.
Greiðsla fari fram við hamars
högg.
Lögmaðurinn
í Reykjavík
|