Morgunblaðið - 29.04.1943, Síða 5

Morgunblaðið - 29.04.1943, Síða 5
Fiintudagur 29. apríl 1943. r JldtBimNaM Útget.: H.f. Arvakur, Reykiavlk. Framkv.stJ.: Sigffls Jönsson. RttatJ&rar: Jðn KJartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrg:8ar«a.). Auglýsingar: Árni Óla. Rltstjörn, auglýsingar og afgrelttsla: Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskrif targjald: kr. 6.00 & mánutSl lnnanlands, kr. 8.00 utanlands f lausasölu: 40 aura etntakifl. 60 aura meÍS Lesbflk. Bjargráöiö besta ■j'iiimur Jónsson er bara bráð- •*- fyndinn náungi. 1 vetur, Itegar hann kom fram fyrir hönd Alþýðuflokksins við eld- húsumræður frá Alþingi, birti hann ræðu sína í Alþýðublað- Jnu undir fyrirsögninni: Góð- ærið, sem með óstjórn er búið að snna upp í hálfgert hallæri“. X>að var afkoma ríkissjóðs síð- astliðið ár, sem að dómi þessa fróma manns átti að vera svona hallærMeg. Við umræður um fjárlög næsta árs, sem nýverið :fóru fram á Alþingi, kom fram í ræðu og greinargerð Jakobs Möllers, að ríkið hefir aldrei ^afnað öðrum eins sjóðum og síðastliðið ár. Rekstrarútgjöldin ekki hækkað nema sem svarar liækkaðri dýrtíð, en raunveru- 'legur rekstrarafgangur numið um 41,5 milj. króna, sem er meira en tvöföld upphæð allra útgjalda ríkissjóðs fyrir stríð! Nú hefir Finnur aftur farið á stúfana fyrir flokk sinn í út- varpsumtæðum frá Alþingi, er l)ingi vaT frestað. Þá ræðu sína birtir hann í Alþýðublaðinu undir f yrirsögninni: „Ekkert' nema vinstri stjórn getur trygt betra þjöðfjelag“. Það er sem sje bjargráðið, þaðan er að vænta samtakanna og festunn- ar, að ,,kúpla“ saman gömlu Framsökn, kommum og kröt- um! Það vill svo til, að einmitt i sama tölublaði Alþýðublaðs- ins og Finnur festir auga á bjargráðin til þjóðfjelagsbóta og blessunar, er forustugrein, sem varpar nokkuð öðru ljósi yfir þá blessun, þá samstillingu ■ og traustu tök, sem vænta mætti af samstarfi vinstri flokk anna. Þar segir m. a.: „Hatur kommúnista á Alþýðuflokknum, flokkí íslensks verkalýðs og launafólks, er svo glóandi og • ófsafengið, að þeir geta ekki einu sinni fengið sig til að minnast á þau mál, sem hann hefir hrundið fram, þótt þau sjeu verkalýðnum til ómetan- legs gagns. Þótt um velferðar- mál verkalýðsins sje að ræða, geta þessir hatursfullu ofstopa- menn ekki litið þau mál rjettu augu, ef Alþýðuflokkurinn stendur að þeim“. 1 sömu grein segir einnig: „Margir ginntust til að kasta atkvæði sínu á kommúnista, sem töluðu fagurt, en nú er margt af því fólki farið að sjá í gegn-< um blekkingarvef Moskvaklík- annar". Svo mlörg eru þau orð! Og svo á ekkert að geta bjargað þjóðinni nema að þessir „ást- ríku'1 flokkar kæmust í eina sæng mfeð „velferðarmálin“ á r milli sin! GóO afkoma rikissjóOs: Tekjuafgangur 411 /2 miljón króna síðastliðið ár Ræða Jakobs Möllers við 1. umræðu fjárlaga r eg ætla nú ekki að gera neinn ” „eldhúsdag“ að hæstvirtri ríkisstjórn, en þarf þó að gera nokkrar athngasemdir við skýrslu hæstv. fjárnfálaráðherra um af- komu ríkissjóðs á síðasta ári. 1 sjálfu sjer skifta þær athuga- semdir ákaflega litlu, nema aðeins í sambandi við samanburð á af- komu síðustu tveggja ára. Samkvæmt yfirliti því, sem hæstv. fjármálaráðherra hefir nú gefið yfir rekstursafkomu ríkis- sjóðs á síðasta ári, hafa rekstrar- xítgjöldin numið 57576 þiis. krón- um og rekstrartekjurnar 86663 þús. kr.; og tekjuafgangur þannig orðið 29087 þús. Jeg vil nú vekja athygli á því, að með rekstrarútgjöldum erú taldar allverulegar fjárhæðir, sem tæplega geta talist eiga þar heima. Svo er t. d. um greiðslu vegna flugvallargerðar, 723 þús., sem varið var til kaupa á landi undir flugvöllinn í Reykjavík. Flugvölhir,inn verður eign ríkis- sjóðs og á því að teljast til eigna ríkisins, enda mnn það ófrávíkj- anleg regla að telja slíkar greiðsl- ur til eignaaukningar. Svipuðu máli gegnir um bygg- ingrkostnað á Bessastöðum, 358 þús., framlag til prestseturs í Reykjavík 70 þús. og tvær smá- uþphæðir, samtals 65 þús., sem varið hefir verið til eignaaukning- ar. Þess er þó rjett að geta, að til- svarandi útgjökl ern talin með rekstrarútgjöldum á ríkisreikn- ingi 1941. Stofnfjárframlag til vátrygg- ingafjelags fyrir fiskiskip (Sam- áhyrgð) átti að greiðast alt, sam- tals 500 þús., á 10 árum, en var greitt að fitllu á árunum 1941 (50 þús.) og 1942 (450 þús.), og ætti 'því upphæðin að rjettu lagi að- eins að teljast að 1/9 hlutum til- heyrandi 1942, en 400 þús. greitt fyrirfram vegna komandi ára, ef ekki má þá beinlínis telja fram- lagið til eigna ríkissjóðs. Enn gegnir svipuðu máli tim stofnkostnað hjeraðsskólanna, 575 þús. og greiðslu vegna skiftingar dómkirkjnsafnaðarins í Reykjavík 167 þús. 66.667 kr. voru færðar á rekstrarreikning 1941. Eru þannig taldar til rekstrar- útgjalda 2408 þús. kr., sem ýmist ætti að telja til eignaaukningar eða þá til fyrirframgreiðslna að langmestu leyti. Þá eru nokkrar allstórar fjár- hæðir, sem greiddar hafa verið samkvæmt. lögum og öðrum fyrir- mælum alþingis og í eðli sínu koma ríkisrekstrinum ekkert við, eins og greiðslur samkvæmt dýr- tíðarlögunum frá 1941, 1534 þús. aðallega vegna áburðarkanpa og verðniðurfærslu á smjörlíki og kolum og samkvæmt þingsálykt- unnm til verðlækkunar á fóður- mjöli og upphætur á görnum og gærum 3660 þús. Það eru þannig samtals kr. 7600 þús., sem jeg, eftir mjög lauslega athugun hefi fundið og tel að svo sje varið, að ekki sje rjett að telja til venjulegra rekstr- arútgjalda, og mætti þó vafalaust fleira til tína, sem svipað er ástatt um. Þá skal einnig vakin athygli á því, að þó að niðurstöðutalan í skýrsln ráðherra um rekstrartekj- urnar sje ekki nema 86.663 þús., þá er það að frádregnum 5428 þús., sem talið er að sje hækkun eftirstöðva, óinnheimtar tekjur, endurgreiðslur og innheimtulaun, og er það nær 4.4 miljónum meira en talið var þannig til frádrátt- ár á skýrslu næsta árs á undan. Mjer er nú kunnugt um, að mik- ill hluti þessarar upphæðar er þegar innheimtur á þessu ári og alveg ástæðulaust er að gera ráð fyrir meiri vanhöldum á tekjun- um en sem svarar 1500 þús. krón- um, en ef svo væri ekki gert„ hækkuðu rekstrartekjurnar um 3928 þús. Þá hafa verið dregnar frá tekj- um af bensínskatti 182 þús., sem er hluti brúasjóðs af þeim skatti og er að sjálfsögðu eignaaukn- ing, og svo er í rauninni einnig. um hluta fiskveiðasjóðs af út- flutningsgjaldinu, 691 þús., sem dreginn er frá iitfl.gjaldstekjum. Þannig hækka rekstrartekjurnar um samtals 4801 þús. Samkvæmt þessu verða þá rekstrartekjurnar 86663 þús. plús 4801 þús., eða 91464 þús., en eiginleg rekstrar- gjöld 57576 þúsund minus 7600 eða 49976 þúsund og raunveru- legur rekstrarafgangur 41488 þús- und. Hitt er svo annað mál, að af þessum tekjuafgangi hefir verið ráðstafað ýmist til eignaaukninga ríkisins, opinberra sjóða eða al- manna stofnana þessum 2408 þús. krónum, sem jeg gerði grein fyr- ir, og varið til verðuppbóta á af- urðir landbúnaðarins að mestn 5194 þús. krónum, en að þeim upp- hæðum frádregnum verður þó eft- ir af rekstrartekjunum 33.888 þúsund krónur. UMFRAM- GREIÐSLUR. Samkvæmt rekstraryfirliti ráð- herra hafa greiðslur umfram fjár- lagaheimildir orðið 33527 þús. Þar frá tel jeg að sjálfsögðu rjett að draga þær upphæðir, sem greidd- ar hafa verið samkvæmt öðrurn. heimildum eða fyrirmælum Al- þingis, aðallega verðuppbæturnar, eða 7550 þús., sem ekki hafa ver- ið áætlaðar í fjárlögum. Eigin legar umframgreiðslur verða þá 25977 þús., og má þó að vísu enn draga þar frá umframgreiðslur vegna verðlags- og aukauppbóta 6500 þús., sem einnig var skylt að greiða samkvæmt lögum og þings- iilyktunum og verða þá eftir 19477 þús. En af þeirri upphæð koma sem næst 5/6 hlutar á 7 útgjaldaliði: Alþingiskostnað, 1117 þúsund, en auk þess, sem þar er um að ræða kostnað af þing- haldi í um það bil 10 mánuði 4 árunum 1942 og 43 til loka auka- þingsins, sem endaði í síðustu viku, þá mun vera innifalinn í þessari upphæð kostnaður við um- fangsmiklar breytingar á Alþing- ishúsinu og húsgagnakaup. Dóm- gæsla og lögreglustjórn hefir kost- að nær 2% miljón umfram áætl- un, en af því hefir farið til land- helgisgæslunnar um 1200 þúsund. Vegamál hafa farið nálega 4(/> miljón fram úr áætlun, eða um það bil helmingi meira en á ár- inu 1941. Samgöngur á sjó hafa farið 2677 þúsund fram úr áætl- un og þar af 2445 til strandferða Skipaútgerðarinnar, auk þess sem varðskipin hafa verið mikið not- uð til þeirra ferða. En þessar um- framgreiðslur vegna strandferð- anna stafa að 'miklu leyti af því, að farmgjöld hafa ekki veriS hækkuð í samræmi við hækkun rekstrarkostnað ar út gerð arinnar. Kenslumál hafa farið 1158 þúsnnd kr. fram úr áætlun. Atvinnumál, eða útgjöld samkvæmt 16. grein fjárlaga, um 2047 þúsund, en af því kemur í hlut sauðfjársjúk- dóma um 1750 þúsund. Styrktar- starfsemi um 905 þúsund, en af því 875 þúsund til alþýðutrygg- inga, berklavarna og sjúkra- styrkja og loks eru óviss útgjöld 1405 þúsund, en þar af eru 723 þúsund til kaupa á landinu undir flugvöllinn. Um meginhluta þessara um- framgreiðslna frá og með umfram greiðslunni vegna verðlagsuppbót- arinnar, er það að segja, að höf- uðorsök þeirra er dýrtíðin eða vqrðbólgan, þ. e. a. s. síhækkandi kaupgjald og verðlag eða verðlag og kaupgjald, hvernig sem menn vilja raða því. Það er hin gífur- lega aukning framleiðslu og fram- færslukostnaðarins í landinu, sem veldur því, að allur starfrækslu- kostnaður ríkisins hefir einnig vaxið svo gífurlega. HÆKKUN ÚTGJALDA AÐEINS VEGNA DÝRTlÐAR. • Rekstrarútgjöld ríkisins á ár- inu 1941 urðu samkvæmt ríkis- reikningi 32.253.488.78. Fyrir stríð vorn útgjöldin komin upp í 20 miljónir og er hækkunin á árinu 1941 því orðin um 60%, eða svo að segja nákvæmlega sem svarar til verðlagsvísitölunnar á því ári. Ef gert er ráð fyrir því, að út gjöld ríkissjóðs hljóti að hækka sem svaraði hækkun vísitölnnnar, þá hefðu rekstrarútgjöld ríkis- sjóðs því einnig átt að hækka á árinu 1942 sem svaraði hækkun. meðal-vísitölu þess árs frá því, sem hún var 1941 og gjöldin að verða um 57 miijónir króna, eða sem næst því, stem talið er á rekstraryfirliti ríkisbókhaldsins, en um 7 miljónum meira en jeg teldi rjett vera að telja eiginleg rekstrarútgjöld. Þannig er aug- ljóst, að útgjaldahækkunin á ár- inu 1942 er ekkert umfram það, sem beinlínis má telja að leiði af aukningu dýrtíðarinnar í landinu, og þó í rauninni nokkuru eða 7 milj. krónum minni, eftir mínnm reikningi. Þannig er það þá t. d. um vegamálin, að hækkun gjald- anna til þeirra stafar vafalaust að mestu eða einvörðungu af hækk- uðu kaupgjaldi, en ekki af því, að framkvæmdir hafi orðið svo miklu meiri en árið áður. Sama máli er að gegna um strandferð- irnar og landhelgisgæsluna. Út- gjöldin til styrktarstarfseminnar hækka að sjálfsögðu í hlutfalli við verðlagið alveg eins og verðlags- uppbótin sjálf. FORSAGA DÝR- TÍÐARINNAR. Það þýðir nú lítið að vera að metast urn það, hverjum það sje að kenna, að dýrtíðin liefir auk- ist svo gífurlega. Sannleikurinn er sá, að miltið af því, sem nm það hefir verið sagt, er vafasöm speki eða stafar af misskilningi. Dýr- tíðin er ekkert sjerstakt íslenskt fyrirbrigði. 1 öllum löndum hefir verið reynt af alefli að halda henni niðri og allsstaðar með því að leggja hörnlur á kaupgjald og afurðaverð. En árangurinn hefir víðast hvar orðið miklum mun minni en vænta mátti. Þetta hefir einnig verið reynt Kjer, en það hefir algerlega mistekist. En ef til vill og þó öllu heldur alveg vafalaust, hefir aðstaðan til þess að koma við slíkum ráðstöfunum hvergi verið eins ei*fið. Það er sakast um það, að verð landbúnaðarafurðanna hafi verið hækkað á nndan öllu öðru. Kaup- gjaldið var lögbnndið til áramóta 1940—’41, en aíurðaverðið var látið laust áður og tók að hækka síðustu mánuði ársins 1940. En hins er þá að vísu ekki gætt, að þó að kauptaxti hækkaði ekki á því ári, og þó að ekki væri greidd full verðlagsuppbót á kaup fyrr en frá áramótunnm,’þá hafði vinna aukist við sjávarsíðuna og heild- artekjur verkamanna og þó eink- um sjómanna hækkað verulega af þeim ástæðum, en sú tekjuaukn- ing rnanna við sjávarsíðuna hlaut þá strax að fara að gei*a vart við sig í hærri kaupkröfum við sveita- vinnu eða fyrirsjáanlegt, að að því ræki. En eftir að hið erlenda setulið kom til landsins, tók þeg- ar að vaxa eftirspurnin eftir vinnnaflinu fyrir aðgerðir þess og erfiðleikarnir á því að afla land- búnaðinum nægilegs vinnnafls að FRAMH. 1 SJÖTTU SÍÐC.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.