Morgunblaðið - 03.07.1943, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 3. júlí 1943.
Frá kennaraþinginu:
Kafli úr þingslitaræðu
Jóns Þ. Bjömssonar
Hinning frú
Magneu Magn-
úsdóttur
— — Aðalmál þingsins
hafa þó fengið æskilegri
afgreiðslu en útlit var fyrir
um hríð. Deilt var nokkuð
á um það, að sjálfstæðis-
málið' skyldi vera lagt fyrir
slíkt þing sem þetta, og þá
sjerstaklega til verulegrá
umræðna. Það skal játað,
að það var frá byrjun var_
hugavert og gat orðið ó_
þægilegt í afleiðingum sín_
um, sakir hins ríkjandi á-
stands í íslenskri flokka.
pólitík. — Á þingnefndin
og þingið alt þökk skilið
fyrir það( hverrar varúðar
var gætt og velsæmis, þótt
hiti ólgaði sumjstaðar und-
ir. Enda tókst að sigla
framhjá skerjum sundrung
ar og missættis, og ^ar það
eitt þinginu verðugt. En
þótt þetta sje játað, þá
verður hinu ekki neitað, að
málið sjálft í eðli sínu er
rjettmætt mál þess þings,
sem hefir að aðalmáli ís_
lenska tungu og íslenskt
þjóðerni. því að stjórnar-
farslegt sjálfstæði skapar
nauðsynlegt skilyrði fyrir
verndun og þroskun þjóð-
ernis og tungu og yfir höf-
uð skilyrði fyrir -verndun
og vexti allra andlegra og
efnislegra þjóðfjelags verð
mæta. Það er eitt frum_
skilyrði frelsisins sjálfs. En
heldur ekki meira. Það eitt
út af fyrir sig hefir ekki
þann mátt og vald er gefur
oss frelsið. Sá máttur og
það vald er hið innra með
oss. eins og frelsari vor
segir um Guðsríkið sjálft.
Hugleiðum þétta ofurlítið.
Oss gagnar ekki að eiga
stjórnarfarslegt sjálfstæði
hvílandi á stjórnskipunar-
lögum og viðurkent af vold
ugum þjóðum, ef vjer lát_
um bindast af blindum
flokksaga eða öfgafullum
einræðisstefnum, svo vjer
megum hvorki tala, hugsa
nje vilja.
Oss nægir ekkert minna
en fult andlegt frelsi í því
efni. Þá er oss ekki heldur
til lengdar neitt lið í því
að eiga stjórnarfarslegt,
fjárforræði, ef vjer eigi
hver og einn stöndum á
eigin fótum í því efni. held
ur skríðum á hnjám að
fótum þeirra. er ráða fjár
hirslum kaupmanns. kaup-
fjelags, sveitarsjóðs eða
banka, innlends eða er_’
lends. Hinsvegar dugar
oss eigi heldur aJð eiga
nægtir fjár og verða þræll
þeirra..—- Qreigaskríll og
auðskríll er hvort tveggja
illindi bg vandsjíeð hvort
verra er. Vjer þurfum að
eiga andlegt frelsi gagn-
vart fjármunum veraldar
þessarar.
Þá má enn segja: Það
gagnar lítt ungum manni,
þótt lifi í stjórnfrjálsu
landi, að vera í fyrstu svo
sterkur og vaskur, að í á_
tökum við aðra leggi hann
hvern af öðrum að fótum
sjer og beri ægishjálm yfir
fjöldanum, ef hann svo ligg
ur flatur fyrir fyrstu
freistingunni, er mætir hon
úm, hvort heldur sem sú
freisting er í mynd eitur-
nautnanna, holdsfýsninnar,
hefnigirninnar, ruddamensk
unnar í orðum eða athöfn-
um eða einhverju öðru. —
Vjer þurfum að vera frjáls
ir gagnvart utan að og inn-
anað komandi freistingu,
,,Jeg má ekki láta nokk_
urn hlut fá vald yfir mjer“,
sagði hinn mikli postuli.
Segjum það líka — sjálf
um oss og nemendum vor_
um. En umfram alt sýnum
það og gjörum það.
Og loks getur oss að
höndum borið margt það,
sem ekkert stjórnarfarslegt
fyrirkomulag getur fyrir
bygt nje frelsað frá: marg-
víslegir erfiðleikar hins
innra lífs og þrautir, harm-
ar, vonsvik og hörmungar,
sem ógna oss með andlegu
hruni, örvæntingunni. ísbr.
. það sem vjer vorum mintir á
svo átakanlega við þingsetn
inguna á laugardaginn í‘
háskólasalnum, um kjör og
hörmungar norskra starfs.
bræðra vorra). Þá gildir
það eitt að eiga bjarta lífs_
skoðun, sterkan vilja og
hugsjónamátt alt grund-
vallað á heilagri trú. Ann-
ars getum vjer vissulega
átt á hættu að alt það, sem
vjer höfum bygt upp í lífi
og starfi hrynji saman og
þess hrun verði mikið.
Niðurlagsorð mín skulu
því verða þessi, orð skálds-
ins íslenska:
Lær sanna tign þín sjálfs,
ver sjálfur hreinn og frjáls
þá skapast frelsið fyrst
og fyrir Jesúm Krist
skal dauðans fjötur falla.
Því betur sem oss tekst
þessi lærdómur. og að
kenna hann og innræta nem
endum vorum, því færari
verðum vjer og þeir til að
vinna fyrir ættjörðina, fyr_
ir þjóðerni vort og tungu
og alt sem oss er dýrmætt,
og þá gæti sú gæfa fallið
í skaut þessari þjóð.í allri
hennar smæ'ð að verða
fyrirmynd. — Þjóðlíf henn
ar yrði andlega voldugt,
sterkt og fagurt,
Við óskum hvort öðru
til hamingju með það, að
við þrátt fyrir alt stöndum
í blessunarríku starfi, og
segjum þinginu slitið.
Sumarstarf1 K. F; U.' K.
verður áð: þesfeú: sinWi aö!
Skálafelli 'við Akrafjáll. ■—
Telpnaflokkur á aldrinum
10—13 ára dvelur þar dag-
ana 1A—1(5. júlí og flokkur
stúlkna frá 14 ára aldri vik-
una 16—23. júH. Dvalnrkostn-
aður yngri stúlknanna er 30
kr., en þeirrít eldri kr. 4Í4.00.
Nokkrar stúlkur geta enn
komist í flokkana oa: eru upn
Ivsingar gefnar í húsi KFUM|
og K á mánudags og mið-i
vikudagskvöld kl. 8—10.
Dauðinn er ætíð bitur, ekki
síst, þegar hann ber brátt að
og fólk á besta aldri hnígur
til foldar. Við andlátsfregn
frú Magneu Magnúsdóttur
brá vinum og kunningjum
þeirra hjóna, hennar og Ein-
ars Sveinssonar skósmíða-
meistara, mjög í brún. Frú
Magnea var kona á besta
aldri, fædd 19. sept. 1904 í
Steinadal í Strandasýslu.
Hún hafði aldrei kent sjer
meins fyrr en hún tók sótt
þá, er leiddi hana til dauða.
Allir kunningjar og vinir
höfðu litið til hennar sem
ihinnar tápmiklu húsmóður,
sem stjórnaði heimili sínu af
fyrirhyggju og miklum dugn-
aði. Enginn vænti þess, að
dauðinn væri þar á ferð, er
hún sýktist í vor, en sjúk-
dómurinn reyndist vera ó-
að mikil sorg ríki á heimil-
læknandi krabbamein. Von er
inu, þar sem tvö börn syrgja
ástríka móður, en verða auk
þess að sjá á bak föður sín-
um um stundarsakir vegna
vistar á Vífilsstaðahæli. —
Allir, sem til þekkja, munu í
dag, er frú Magnea verður
til moldar borin, senda eftir-
lifandi manni hennar og
börnum hugheilar samúðar-
kveðjur, en minnast. þess, að
ofar öllum döprum skýjum,
ríkir heiðríkja guðs sólar.
L. S.
BRESKIR KAFBÁTAR
SÖKKVA FJÓRUM
SKIPUM.
LONDON í gær:— Bresk-
ir kafbátar í Miðjarðarhafi
hafa nýlega sökt fjórum ó-
vinaskipum. Einu stóru flutn-
ingaskipi, 1 stóru birgða-
skipi, 1 meðalstóru birgða-
skipi og einu litlu birgða-
skipi. —Reuter.
Grasaferð. Náttúrulækninga
fjelag Islands gengst fyrir
grasaferð nú urn helgina.
Lagt verður af stað kl. 4 í
dag frá Tjarnargötu 10, og
haldið upp undir Skjaldbreið.
Þátttakendur leggi sjálfir til
tjöld ög hvílupoka, ennfrensi-
ur nesti, og varlegra mun að
hafa drykkjarföng á hita-
brúsurn, því lítið er um vatn
þar efra, en grasaland gott.
Samtíðin, júlíheftið, er ný-
komin út geysifjölbreytt að
efni. Þar er þetta m. a.: Við-
horf dagsins frá sjónacmiði
ráðherra vorra. Island og
Noregur, bráðsnjöll ritgerð
feftir, sjpra Arna, Sigurðsson.!
Ljísjng Island s, mjög, pthygl-
isvér’ð grein eftir Steind'ói-
Steindórsson mentaskólakenn
ara á Akureyri. Brjótum
rangar venjur eftir Iíjöru
Sigfússon kennara (2. grein
hans í greinaflokki nm ísþ
tungu), Iivað er Ijóð? , eftir
Grjetar Fells. Lækurinu,
kvæði eftir Jón halta. Þá er
ritstj'órnargrein urn bók lfá-
konar í Borgum: Saga smá-'
býlis. Smásaga, bókafregnir|
o. m. fl.
Myndafrjettir
DE GAULLÉ Á HERSÝNINGU
De Gaulle skoðar herskip frjálsra Frakka.
ISÖKT MEÐ TUNDURSKEYTI
Breska kafbátamóðurskipið „Med'vay1 ‘ sökk í Miðjarðarhafi
fyrir nokkru, eftir að þýskur kafbátur hafði hæft það
tundurskeyti.
NOTADRJÚG FLUGVJEL
Þessa flugvjel nota Bagdaríkjamenn í það sem við myndum
kalla snúninga, hún getur lent á smáum völlum og er yfir-
leitt mjögnotadrjúg.
SPRENGJUR Á JAPANA
Þes3Í mynd var tckin þegar amerískar sprengjuflrgvjelar vörp-
uSu sprengjuiri á bprg I Incío-China, sem er á valdi Japana.