Morgunblaðið - 03.07.1943, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 3. júlí 1943.
i Skipaútgerð ríkisins.
Þór
Tekið á móti flutningi til
Vestmannaeyja á mánudag.
„Sverrir“
til Amarstapa, Sands, -Ólafs-
víkur, GrundarfjarSar, Stykk
ishólms og Flateyjar í næstu
viku. Flutningi veitt mót-
taka á mánudag.
Skrifstofur vorar
og vörugeymsluhús verða
lokuð allan daginn í dag
(laugardag).
Akranesferðirnar
í dag (laugardag):
Frá Ákranesi kl. 9,30 árdegis.
Frá Reykjavík kl. 3 síðdegis.
Frá Akranesi kl. 5 síðdegis.
Frá Reykjavík kl. 6,30 síðd.
Á morgun (sunnudag):
Frá Reykjavík kl. 9 árdegis.
Frá Akranesi kk 7,30 síðd.
Frá Reykjavík kl. 9 síðdegis.
Frá Akranesi kl. 10,30 síðd.
Á mánudögum fyrst um
sinn, fer báturinn frá Akra-
nesi þegar eftir að áætlunar-
bifreiðarnar koma að norðan,
venjulega milli kl. 7 og 8,
síðdegis.
Fjelagslíf
V A L U R
Farið verður í
byggingu
skíðaskálans
í dag kl. 3 frá
Hafnarstræti
11. — Upplýsingar í síma
3834. — Valsmenn! Bet-
ur má; ef duga skal!
Fjölmennið.
Ármenningar!
Farið verður í Jó_
sefsdal í dag kl.
3 frá íþróttahúsinu
Tilkynnið þáttöku í síma
3339 milli 12 og 1,
Fjblmennið! Skíðanefndin.
W
Skemtifund j
heldur fje-
lagið í Sjálf
stæðishúsinu í
kvöld kl. 10.
Fjelagar, fjöl
mennið og1
takið með ykkur gesti. —
Húsinu lokað kl. 11.
Skemtinefndin.
*HHt**X**HMHMH**XMX**WMX**XMW**'
Kaup-Sala
NOTUÐ HÚSGÖGN
keypt ávalt hæsta verði. —
Sótt heim. Staðgreiðsla. —
Sími 5691. Fornverslunin
Grettisgötu 45.
SUMARKJÓLAEFNI
Fram^ Klapparstíg.
— Cyril Falls
Framh. af bls. 7.
okkar á meginlandinu geta
heldur ekki altaf þolað þær
þjáningar, sem þeir eiga nú
við að búa, og hafa lengi orð-
ið að þola, lengur en Rússar.
Það er því Þjóðverjum í hag,
ef slakað er á sókninni, og
jeg er þess fullviss, að ekki
er lengur til nokkur mentaður
hernaðarfræðingur.. sem trú-
ir því, að hægt sje að brjóta
Þjóðver.ja á bak aftur með
loftárásum einum saman. En
hvernig sem við förum að því,
verðum við að komast í högg-
færi við Þjóðverja hið allra
fyrsta.
— Herkislijón
Frh. af 8. síðu.
febr. síðastl. og var jarðsett
19. saina mánaðar, að við-
stöddu iniklu fjölmenni og
hluttekningu nær og f.jær.
Börn þeirra Jóns Pálsson-
ar og Símoníu Kristjánsdótt,-
ur eru: Sigríður á ísafirði,
gift Jóhanni J. Eyfirðing og
Kristján Ilannes, forst.jóri
verksm. Hektor og hafnsögu-
maður á Isafirði, kvæntur
Onnu Sigfúsdóttur. Eiga þau
2 börn: Margr.jeti og Jón.
Minning merkishjónanna,
Jóns Pálssonar og Símoníu
Kristjánsdóttur munu lengi
lifa í huga og hjörtum barna
þeirra, ástvina og ættingja.
og allra þeirra, sem þeim
kyntust, því allt starf þeirra
hlaut að vekja ást, aðdáun
og virðingu.
Amgr.
Hjónaefni. Nýlega hafa op-
inberað trúlofun sína ungfrú
Kristíne Eide, Ilans Eide
kaupmanns, og Árni Krist-
jánsson, Einarssonar, fram-
kvæmdarst.jóra.
■í**:**:**:-:**:-:**:-:**:**:-:**:^:**:**:-:**:**:-:**:**:**:^
Tilkynning
SUMARSTARF
K.F.U.K.
hefir að þessu sinni ákveð.
ið að hafa starf sitt að
Skálafelli við Akrafjall. —
Flokkur fyrir telpur á
aldrinum 10—13 ára verð-
ur dagana 12.—16. júlí, ef
næg þáttaka fæst. Flokk.
ur fyrir stúlkur 14 ára og
eldri verður frá 16.—23.
.júlí. Upplýsingar á mánu.
dags og miðvikudagskvöld
í næstu viku frá kl. 8—10
í húsi fjelagsins. — Sími
3437.
:-:*•:*•:•
Vinna
HREINGERNINGAR
Birgir og Bachmann.
Sími 3249
I ' Tl
HREINGERNINGAR
Sími 5474.
ATVINNU og HÚSNÆÐI
fá þeir^ er ráðast til kaupa
vinnu hjá bændum í sum-
ar. Ur miklu er að velja.
Komið, skoðið og veljið. •—
Ráðningarstofa landbún-
aðarins. Lækjargötu 14 B.
Sími 2151. Opin daglega
kl. 9—12 og 1—7.
184. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 6,50.
Síðdegisflæði kl. 19,08.
Næturiæknir er í Lækna-
varðstöðinni í Austurbæjar-
skófanum. Sími 5030.
Messur á morgun:
Dómkirkian. Kl. 11 f. h. sr.
Sveinn Víkingur.
Laugamesprestakall. Kl. 2
e. h. sr. Þorgrímur Sigurðs-
son.
Hallgrímssókn Kl. 2 í Aust-
urbæjarskóla, sr. Sigurbjörn
Einai-sson.
Fríkirkjan í Reykjavík.
Kl. 2. e. h. sr. Árni Sigurðs-
son.
Frjálslyndi söfnuðurinn. Ivl.
5 e. h. sr. Jón Auðuns.
Kaþólska kirkjan. Kl. 10 í
Reykjavík og kl. 9 í Plafn-
afirði.
Fríkirkjan í Hafnarfirði.
Kl. 2 e. h. sr. Jón Auðuns.
Bessastaðir. Kl. 2 e. h. sr.
JTálfdán Ilelgason.
Símanúmer sr. Jóns Auðuns
er 1406. 1
Fimtugur er í dag Jóhann'
Jónsson sjómaður frá Suður-'
garði í Vestmannaeyjum, nú
til heimilis á Vesturbraut 4, _
Hafnarfirði. Ilinir fjölmörgu
vinir þessa góða drengs munu
í dag óska honum blessunar-
ríkrar framtíðar og þakka
samstarfið á liðnum árum.
Hjúskapur. I dag verða
gefin saman í hjónaband ung
frú Unnur S. Benediktsson og
Hjörtur Haildórsson. Heimili
ungu hjónanna verður á Grett
isgötu 46.
Hjúskapur. I dag verða
gefin saman í hjónaband af
hr. vígslubiskupi Bjarna Jóns
syni þau ungfru Áslaug Haf-
borg og Árni Elíasson.
Hjúskapur. ,í dag verða
gefin saman í hjónaband af
sjera Jóni JAuðuns ungfrú
Sesselía Jónasdóttir frá Efra-
Hvoli í Rangárvallasýslu og
Árni Daníels.^pn, verkfræðing-
ur. >
Hjúskapur. 1 dag verða
gefin saman í h.jónaband ung
frú Margrjet Sívertsen ^Þor-
leifs Sívertsen úrsmiðs) og
Jón Sveinbjörnsson. Heimili
ungu hjónanna verður á Loka
stíg 21.
Hjónaband. í dag verða
gefin saman í hjónaband ung
frú Kristín Eiríksdóttir og
B.jarni Vilhjálmsson cand.
mag. Stefán Snævarr að Völl-
um í Svarfaðardal gefur
briiðhjónin saman.
Hjónaband. í dag verða
gefin saman í hjónaband af
sr. Bjarna Jónssyni, ungfrú
Málfríður Þorleifsdóttir, Ás-
vallagötu 14 og Guðmundur
Samúelsson verslunarmaður,
Ásvallagötu 4.
Hjónaefni. Nýlega hafa op-
inberað trúlofun sína ungfrú
Ilalldóra Jónsdóttir, Suður-
götu 39 og Steinn Krist.jáns-
son, verslm., Kópavogi.
Hermann Jónsson, sem beið
bana, í árásinni á Súðina fyr
ir skemstu, var jarðsunginn
frá Dóipkjirkjunni í fyrra-
dag, og var jarðarförin mjög
fjölmenn og athöfnin öll hin
hátíðlegasta. Sjera Árni Sig-
urðsson flutti húskveðju, en
s.jera Garðar Svavarsson
h.jelt ræðu í kirkju. I kirk.ju
var líkið borið ’af stjórn
Sjómannafjelagsins, en úr
kirk.ju af yfirmönnum Súð-
arinnar. jarðsett var í Foss-
vogskirk.jugarði.
BifreiSaskoðun fer fram
hjer í bænum þessa dagana.
Hefir hún þegar staðið í tvo
daga. 100 bílar eru skoðaðir
daglega og er byrjað á nr.
1 og síðan haldið áfram. —
Skoðun fer ekki fram á laug-
ardögum og sunnudögum.
Bílaeigendur verða að gæta
þess, að koma með bíla sína
á tilteknum tíma, því að öðr-
um kosti verða þeir látnir
sæta sektum.
Útvarpið í dag:
12.10—13.00 Hádegisútvarp.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
19.25 Hljómplötur: Samsöng-
20.00 Frjettir.
20.30 Erindi: Saga frá Napóle
onstímum (Knútur Arngríms
son kennari).
20.55 Hljómpíötur: Vínar-
valsar.
21.05 Upplestur: Smásaga 1
(Sigurður Skúlason mag.).
21.55 Útvarpshljómsveitin:
Gömul danslög.
Maðurinn minn,
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON,
andaðist að heimili sínu, Grettisgötu 70, fimtudag-
inn 1. júlí.
Margrjet Sigurðardóttir.
Jarðarför elsku litlu dóttur okkar,
ERNU,
fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 5. júlí og
hefst með húskveðju á heimili okkar, Bergstaðastr. 9,
kl. 1 eftir hádegi.
Kristín Steinsdóttir, Sverrir Svendsen.
Jarðarför mannsins míns,
RAGNARS H. BLÖNDAL,
jfer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 5. júlí og
hefst með húskveðju á heimili okkar, Túngötu 51,
kl. 4 eftir hádegi.
Ilse Blöndal.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu mjer
samúð og vináttu við fráfall og jarðarför mannsins
míns,
HERMANNS JÓNSSONAR.
Fyrir mína hönd og annara vandamanna.
Kristín Bjarnadóttir.
Hjartanlegustu þakkir fyrir okkur auðsýnda
samúð og vináttu við fráfall og jarðarför móður
minnar og ömmu okkar,
ÞÓRUNNAR EINARSDÓTTUR.
Guðrún Jóhannsdóttir og börn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við ífráfall og
jarðarför mannsins míns og föður okkar,
ÞÓRARINS KRISTJÁNSSONAR,
hafnarstjóra.
Ástríður Hannesdóttir og börn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin-
áttu við andlát og jarðarför mannsins míns,
ÓLA KR. OLSEN.
Fyrir mína hönd og annara aðstandenda.
Ólafía Sigurðardóttir.
Innilega þökkum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðar-
för okkar hjartkæra sonar,
BJARNA KRISTINS.
Sjerstaklega þökkum við hjónum úr Hafnarfirði
fyrir þá miklu hlýju og samúð er þau sýndu honum
í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll.
Fyrir okkar hönd og annara aðstandenda.
Jóhanna Bjarnadóttir, Vilhjálmur Jónsson,
Miðhúsi, Grindavík.