Morgunblaðið - 20.07.1943, Blaðsíða 1
BRETAR BRJÓTAST í GEGNUM VARNIR
ÞJÓÐVERJA HJÁ CATA NIA
FRÁ rómaborg
Amerískar flugvjclar gerða fyrsfcu loftárás sem gerð hefir
V. / ó:a’ iig í gærni> ;-gun. — Hjer á myndinni sjest
ein í: ■ 'gata lif.mabox-gar, V.'a dell’ Impero. Ljet Mussolini
gera þessa götu skömmu áour en Hitler koni í hefmsókn til
Eóm 1933. Colosscum sjost á myndinni og Forum Eomanum
íil hægri.
350 smálestum af
sprengjum varpað
á Róm
London í gær. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
AMERÍSKAR sprengjuflugvjelar gerðu í gærdag fyrstu
loftárás, sem gerð hefir verið, á Rómaborg. Var varpað
samtals 350 smálestum af sprengjum á járnbrautar-
stöðvar og flugvelli í og við borgina. Árásin var gerð
í björtu.
Ameríkumerm taka
Enna á Mih-Slkiley
London í gærkv. Einkask. til Morgunbl. frá Reuter.
BANDAMÖNNUM miðar stöðugt áfram í sókn
sinni á Sikiley og hafa um helgina náð á sitt vald
nokkrum mikilvægum borgum, þar á meðal eru tvær
borgir inni á miðri eyjunni. Caltanisetta og Enna,
en þar koma saman járnbrautir og vegir frá allri
Sikiley. Fyr hafði verið tilkynt, að Bandaríkjamenn
hefðu náð aðalborginni á suðurströndinni, Agri-
gento (Girgenti á sumum kortum).
IVl(^ta mótspyrna, sem bandamenn enn ’ hafa mætt á
Sikiley cr mótstaða Þjóðverja á Cataniasljettunni. Síðustu
opinberar frjettir í kvöld um þessa sókn áttunda hersins er,
að ]>eir sjeu innan við 5 km. frá sjálfri borginni, en í kvöld
berast þær frjettir frá Vichy-útvarpinu, sem Þjóðverjar hafa
eftirlit nieð, að I’.retum hafi tekist að brjótast í gegnum
vnvnarlínur Þjóðverja fyrir sunnan Catania.
Þrír menn
slasctsi í
bílslysi
UM KL. 1 aðfaranótt
mánudagsins vildi það slys
til á Suðurlandsbraut. rjett
fyrir innan Múla, að lítil
fólksbifreið, R. 2G88, sem
var á leið til bæjarins, ók á
ameríska bifreið. Þrír af
fjórum farþegum, sem í bif-.
reiðinni voru, slösuðust all-
mikið, en sá fjórði slapp til-
tölulega lítið meiddur. Bíll-
inn gereyðilagðist.
Lögreglan hefir ekki enn
getað aflað sjer rækilegra
skýrslna um málið, en slysið
mun hafa viljað til með þess-
um hætti: Þegar fólksbifreið-
in var á leiðinni eftir Suður-
landsbrautinni, kom amerísk
herbifreið á móti henni og
beygir skyndiiega út af veg-
inum og inn á afleggjara, en
fólksbifreiðin ók þá á hana
með fyrgreindum afleiðing-
um.
í bifreiðinni voru tvær
stúlkur, og ók önnur þeirra,
og tveir karlmenp, annar
þeirra eigandi bifreiðarinn-
ar. Stúlkan, sem ók, slasaðist
á höfði og hlaut önnur
meiðsli, en hin stúlkan lær-
brotnaði, skaddaðist á höfði
og fjekk heilahristing. Eig-
andi bifreiðarinnar fótbrotn-
aði og meiddist annars stað-
ar, en hinn karlmaðurinn
slapp lítið meiddur.
Ameríska bifreiðin nam
staðar þegar áreksturinn
varð, en rjett á eftir bar
þarna að ameríska sjúkra-
bifreið, og flutti .hún hina
meiddu í Helgafellsspítal-
ann, þar sem gert var að
sárum þeirra. Eru þrjú
þeirra þar enn, en sá fjórði
fjekk að fara heim til sín.
ÁFALL TTJNDUR
SPILLIS í ÍSLANDS-
FERÐ
Upplýsingaskrifstofa Banda
ríkjanna skýrir frá því, að
einn af gönilu tundurspillun-
um, sem Bretar fengu frá
BandaríkjiVnnn 1940 hafi aö
jafnaði fylgt skipum, sem
fluttu matvæli til Islands.
Tundurspillir ]>essir heitir nú
II. M. S. Mary. Hefir tund-
•ui'spillir ]>essi oft átt í höggi
við kafbáta.
1 einni ferð tnndurspillis-
ins rakst hann á flutninga-
skip í ofsaveðri og á meðan
á kafbátfiárás stóð. Tundur-
spillirinn laskaðist töluvert,
en lijelt samt áfram djúp-
sprengjuárásum og komst til
hafnar.
Bílar teppast
við Dalsá
FÓLKSFLUTNINGABÍL-
AR teptust við Dalsá í
Blönduhlíð á sunnudaginn
var, vegna þess hve mikill
vöxtur v ar í ánni, og
höfðu þar orðið vegarspjöll
við brúna.
En fyrir harðfylgi bíl-
stjóra, tókst >að koma bíl-
unum yfir, er leið á kvöld-
ið, og voru áætlunarbílar,
sem voru. á leið til Akur-
eyrar, komnir þangað kl.
3 um nóttina.
í gærmorgun, áður en
loftárásin var gerð, var
varpað niður flugmiðum
yfir borgina, þar sem al-
menníngi var sagt, a]ð
bandamenn myndu gera
loftárás á hernaðarl. staði
í borginni, en ekki myndi
verða varpað sprengjum á
Vatikan.borginia og reynt
að komast hjá því að
sprengjur lentu á menning
arlegum verðmætum borg
arinnar. Ennfremur voru
íbúarnir varaðir við því, að
fasistastjórnin myndi revna
að notfæra sjer :>Asir á
Róm til að ásaka banda-
menn um að þeir gerðu af
ásettu ráði árásir á sögu.
Frarnh. á 2. síðu.
Dreng bjargað
frá druknnn
Frá frjettaritara vor-
um á Akureyri.
FYRIR NOKKRUM DÖG-
UM fjell fimm ára drengur,
Óskar Jóhannson, út af
bryggju að Straumnesi við
Eyjafjörð. Enginn var stadd
ur á bryggjunni, þegar þetta
gerðist. En þriggja ára dreng
hnokki, Trausti Jóhannes-
son, var inni í stýrishúsi á
mótorbát, sem lá við bryggj-
una. Faðir hans, Jóhannes
Reykjalín vjelstjóri var niðri
í vjelarúminu við starf sitt.
Trausti litli segir við föður
sinn, að Óskar hafi stungið
sjer í sjóinn. Brá þá Jóhann-
es við skjótt og fór ;upp á þil-
far.
Var drengurinn þá 6—8
faðma frá skipinu og mjög
í kafi. Skildi hann nú við son
sinn í bátnum, stakk sjer í
sjóinn og náði drengnum.
Þótti þetta vel gert, því
að Jóhannes var mikið
klæddur og varð að yfirgefa
son sinn og skilja hann eftir
í bátnum á meðan.
NÝR AMERÍSKUR
FLUGVÖLLUR í BRET
LANDI
UONDON í gær: — Ált-
undi flugher Bandaríkjanna,
sem hefir stöðvar í Bretlandi
hefir látið bygg.ja ný.jan flug
völl á Mettíma. Fltrgvöllur
bessi var bygður á tveimur
mánuðum — Reuter.
SKIPULEG UPPGJÖF
ÍTALA.
Erjettaritarar segja, að
bandámenn mæti hvergi
neinni mótspyrnu, sem vert
sje um að tala nema þar sem
Þjóðver.jar eru fyrif til varn-
ar. Sumstaðar eru hersveitir
úr Ilerman Göringa herfylk-
inu, einkum á austurströnd-
inni. Eru hersveitir ftala
blandaðar Þjóðverjum, ,sem
stappa í Ttali stálinu, en ]>að
gengur ckki allsstaðar jafn-
vel. Á einum stað vildi heil
hersveit Itala gefast upp fyr-
ir bandamönnum, en ]>ýskur
foringi. sem var með herdeild
inni vildi ekki heyra það
nefnt. ltalir gerðu sjer þá
lítið fyrir og skutu Þjóðverj-
ann og gengu síðan fylktu
liði til uppgjafar fyrir banda
mönnum.
RÚMLEGA 35.000
FANGAR.
Það er talið að fangatalan
á Sikiley sje nú komin upp í
að minsta kosti 35.000. Alls
hafa bandamenn tekið þrjá
ítalska herforingja höndum í
bardögunum.
Cordell TIull utanríkismála
ráðherra Bandaríkjanna gerði
[ dag að umræðúefni vilja
ítala til að gefast upp heldur’
en að berjast á Sikíley. Haun
sagði, að þessi uppgjafarvilji
ítölsku hermannanna sýndi
ríögglega hvert stefndi og að
ítalska b.ióðin vildi augsvni-
lega binda endi á' stvrjöldina
og ítölsku hermennirnir væri
oi'ðnir þreyttir á að berjast
fvrir Ilitler.
ÞJÓÐVER.JAR YFIR-
GEFA ÍTALI SEM FYR.
Erjettaritari, sem er með
Kanadamönnum símar, að
herSveitir frá Kanada hafi í
fyrsta sinni á Sikilev mætt
Framh. á 2. síðn.