Morgunblaðið - 20.07.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.07.1943, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjijdagur 20. júlí 1943. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stcfánsson (ábyrgðarm.) Auglýsingar: Ámi Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. • • Ofug kenning ÞEIRRI KENNINGU hefir verið haldið á lofti í Al- þýðublaðinu að undanförnu, að við ættum ekki að stofn- setja hjer lýðveldi á næsta ári og slíta sambandinu við Dani, þar sem að það sje vitað, að hugur Dana sje slík- ur, !að þeir mundu á engan hátt sporna við því, að við hefðum algjörlega þann hátt á því, sem okkur hentaði, er til sambandsslita kæmi, ef viðræður milli landanna gætu farið fram. Það sje því óviðkunnanlegt að draga sambandsslitin ekki þar til stríði lýkur og viðræður geti farið fram. Það væri sennilega nær að telja óviðkunnanlegt, að slíta. sambandinu nú, ef við vissum að hugur Dana væri lannar en Alþýðublaðið vill vera láta, og við, með sam- bandsslitum nú, sviftum Dani rjetti, sem þeir hefðu, til ákvarðana um úrlausn málsins. En svo er ekki. Sá tími er kominn, sem hvort ríkið fyrir sig getur ráðið því einhliða, hvort sambandslagasamningurinn skuli áfram vera í gildi. Ef við fslendingar viljum ekki áframhiald- andi gildi samn-ingsins, þurfum við eklti leyfi Dana til þess að losna undan skuldbindingum hans. Hvort við viljum breyta okkar eigin stjórnskipun í lýðveldi þurf- um við heldur ekki samþykki Dana til. Þiað er þess vegna í sjálfu sjer miklu fremur aukaatriði, hvernig hugur Dana er, þegar því er að skipta að tryggja fram. tíðarfullveldi og sjálfstæði íslands. Þar skiptir nú af- staða annara þjóða meira máli, og þá fyrst og fremst hinna stóru lýðræðisríkja, Eiandaríkjanna og Bretlands., Því að augljóst er öryggið í því, að þessi ríki virði sjálf- stæði okkar, og lofi að vinna að því að önnur-'ríki geri það líka. «" " Það er mesti misskilningur hjá Alþýðublaðinu að halda að Morgunblaðinu sje þægð í því, að hialdið sje leyndum skjölum, sem eiga að bera vott um hinn góða hug Dana til okkar. Að sjálfsögðu er farsælast, að gagn- kvæmur sje góður hugur íslendinga og Diana í hvers annars garð og öll viðsWpti þjóðanna sem vinsamlegust-. Stóra spurningin TRÚNAÐARRÁÐ Verkamannafjelagsins Dagsbrún í R,eykjavík hefir nýlega samþykt að segjia ekki upp samningum við atvinnurekendur. f skrifum Alþýðu- blaðsins um þessa smþykt kemur nokkuð greinilega fram snöggi bletturinn á samkepnis-pólitík Alþýðuflokksins og kommúnista um verkamannafylgið. Þessir flokkar hafa fyr og síðar hlaupið í kapp með kröfur og yfirboðskröfur með þeim hætti að fyrst og fremst hefir verið á það litið, hversu líklegar þær væru til þegí að ganga í augun á verkamönnum í það og það skiptið en ekkert skeytt um hitt, á hverskonar mál- efnalegum rökum og stoðum væri bygt. Nú þegar trúnaðarráð „Dagsbrúmar“, þar sem komm- únistar virðast ráða, hefir samþykt að. segja ekki upp samningum við atvinnurekendur, kemur Alþýðublaðið til skjalanna. Ekki til þess að taka ákveðna afstöðu með því eða móti, hvort rjett sje gjört .eða rangt. „Alþýðu. blaðið lætur Dagsbrún eina um þetta mál“, segir blað- ið. En það vill varpa frafn einni spurningu: „Kvað myndu kommúnistar hafa sagt, ef það hefðu verið Al- þýðuflokksmenn, sem setið hefðu í stjórn Dagsbrúnar — og samþykt að gera ekki tilraun til þess að bæta kjör Dagsbrúnarmanna?“ Þarna kemur stóra spurn- ingin! Hvað mýndu þeir segja eða gera — kommarnir eða alþýðuflokksmennirnir? Um þetta spyrja þeir sjálfa sig forsprakkar þessara tveggja flokka í kapphlaupinu um kjósendafylgið, þó að öðru leyti sje hvorki skeytt um skömm nje heiður. í Morgunblaðinu fyrir ZS árum Morgunblaðið fær brjef úr fangabúðum. 8. júlí. Belgiskur fangi, Georges Fla- meng, sem kyrsettur liefir verið í Hollandi, ritar Morgunblaðinu frá fangabúðunum í Zeist og bið- ur það að reyna að útvega sjer frímerki í skiptum fyrir brjef- spjöld með myndum frá fanga- búðunum eða minjagripi úr bernaðinum. Ef einhver vildi senda manni þessum frímerki, getur sá hinn sami snúið sjer til Morgunblaðsins til þess að fá að vita utanáskrift hans. 9 Mönnum er farið að of- bjóða bílafjöldinn, og hve mikið fje er notað í bílferða- lög. 8. júlí. „14 bílar komu nú með Gull- fossi frá Ameríku. — Eigi nú þóssir bílar að taka til starfa og keyri í þrjá næstu mánuði, þá hafa þeir kcyrt inn 1. okt. kr. 84,000,00. Setjum nú svo að áðrir 14 sjeu fyrir og að þeir keyri í 4 mánuði 2000,00. inn- keyrða peninga á mánuði og að hjer sjeu þá 28 bílar, sem að roeðaltali taki við kr. 2(K)0,00 á máuði 'af farþegum. það verður til samans kr. 196,000,00, sem farþegar leggja út. En hjer eru miklu fleiri hílar, — og 28 .bílar með 66 kr. keyrslu á dag, munu án efa vera hjer með 4 mánaða úthaldi, og það verður 56,000 krónur á mánuði eða 224 þús. krónur á mánuði. Hvað græðist á þessu kemur ekki málinu við, en þessu er snarað út af farþeg- um ti! gagns og gamans. það er rangt að segja að aur- arnir sjeu ekki í „circulation“, þrátt fyrir harðæri. — Nálega úi milj. í stutt ferðalög. • Blaðið flutti lesendum sín- um ýms hollráð. Hjer er eitt: 8. júlí. „Sjcu menn langt frá vátni, sem þeir geta baðað sig í, er iiijög hressandi að fá sjer dagg- arbað á .morgnana. Iír það gert með því að velta sjer alsnöktum á döggvotum túnblctti. Best að taka sólbað á eftir“. Sumarið 1918 var eitt mesta grasleysisár sem kom- ið hefir á þessari öid, segir svo: 9. júlí. „Um mörg ár hcfir grasspretta eigi verið eins slæm hjer eins og nú. það getur tæplega kall- ast að komnir sjeu sæmilegir liagar hjer í kringum bæinn og tún eru óvenju gróðurrýr. Spretta í matjurtagörðuin er og með lakara móti og eru horf- urnar hvergi nærri góðar“. 10. júlí. „Biflijólum fjölgar hjer í'bæn- um og með Gullfossi nú síðast komu hingað körfur til þess að festa við hjólin og má nú dag- lega sjá 2 og 3 menn þeysa um bæinn á þessum farartækjum". \Jílverji ólripar: ijr ílaqíí ciaieaci 9VVVVvV%* vvvvvvvvvvvvvvvv♦ /./. I ItPínu | Um mataræÖi. DR. CHARLfiS HILL er maður nefndur. Hann er bresk ur læknir og hefir haldið fjölda fyrirlestra í breska út varpið um mataræði. Hjer á dögunum las jeg ritdóm um bók, sem nýlega hefir verið gefin út eftir hann og nefnist „Skynsamlegt ‘niataræði á stríðstíma". Það, sem veldur því, að jeg geri'þessa bókar fregn að umræðuefni hjer. eru ummæli dr. Hills um síld ina. Hann segir, að síld sje sennilega einhver besti matur og ódýrasti, sem fáanlegur sje. Maður. sem borði sem -svari þremi síldum á dag, fái öll þau efni úr dýraríkinu, sem hann þarfnast. Ýmislegt fleira er haft eftir lækninum í þessum umrædda ritd.ómi. Hann segir til dæmis, að lítið soðið kjöt meltist auðveldar heldur en mikið soðið og að fiskur missi .til tölulega lítið eða ekki neitt af nauðsynlegum efnum þótt hann sje niðursoðinn eða reyktur. Næst besta fæðuteg und í heimi sje nýmjólk — móðurmjólkin sje heilnæmust allrar fæðu. Dr. Hill heldur því fram, að smjörlíki, eins og það er framleitt nú, sje jafngott til fæðu og smjör og meira að segja sje meira D-vitamíni í smjörlíki heldur en í smjöri. Vafalaust eru þetta alt stað reyndir, sem vísindamenn og .læknar þekkja, en almenning- ur veit Iítið um gildi fæðu- tegunda, enda gert alt of lítið að því að fræða almenning um heilnæmi og næringar- gildi helstu matartegunda, sem við borðum. © Því borðum við ekki meiri síld ? , HVERIýlG stendur á því, að við íslendingar borðum ekki meiri síld heldur en við ger- um? Nú sem stendur er erfitt að fá góðan fisk. Húsmæður þekkja það. Fyrir Norðurland inu veiðist hinsvegar á þess- um tíma árs meiri síld heldur en nokkursstaðar annarsstað- ar í heiminum. Hvernig stend ur á að ekkert er gert til að koma þsssari síld á markað hjer í Reykjavík? Sennilega getur enginn svarað þeirri j spurningu. Enginn vandi væri J að hafa hjer á bcðstólum glæ-' nýja síld svo að segja á hverj um einasta degi sumarsins. Samgöngurnar við Norður- land eru það góðar nú orðið, að sildin þyrfti ekki eð vera nema nokkurra klukkustunda gömul, og betri fisk er ekki hægt að fá um hásumarið, nema ef vera skyldi lax. Útiendingur hneykslast á „skrælingja- myndinni“. BRESKUR flugliðsforingi, sem hjer dvelur, skrifar mjer brjef út af skrípamyndinni, sem jeg birti úr ameríska blaðinu, í vikunni sem leið. Flugliðsforinginn segir m. a. í- brjefi sínu: „Hver einasti útlendingur, sem til landsins hefir komið, eða dvalið hjer, þó ekki sje nema vikutíma, og sem hefir ómakað sig til að kynnast ör- lítið íslandi og sögu þess, mun brosa að því hve mynd þessi er hlægilega einfeldnis- leg. Margir okkar þekkja til íslendinga, sem fluttst hafa búferlum til Englands, Kana>. da, eða annara staða og hafa orðið virtir borgarar. Hinsveg ar mun mögum íslendingum sárna að sjá, að land þeirra skuli vera svo lítið þekt er- lendis, að nokkur heiðarlegur ritstjóri skuli láta fá sig til að, birta jafn heimskulega skrípamynd". „Við, útlendingarnir í hern um, sem- höfum fengið tæki- færi til að heimsækja ísland og kynnast því að eigin reynd, munum nota hvert einasta tækifæri til að gefa rjetta mynd af íslandi í heimalandi okkar. Það getum við best gert með því, að skýra' frá gestrisni þeirri og vinsemd, sem fjöldi íslendinga hefir sýnt okkur“. I Sundhöllinni. NÚ ER Sundhöllinni lokað um tveggja vikna tíma, vegna sumarleyfa. Ekkert út á það að setja. Starfsfólkið þarf að fá frí, og fleiri og fleiri fyr- irtæki eru farin að taka upp þann sið, að loka alveg á með an sumaleyfi standa yfir. — Kemur vinnan þá mikið jafn- ar niöur á starfsfólkið held- ur en þegar sumarleyfi standa yfir alt sumarið og þeir menn, sem eftir eru, verða að vinna tvöfalt verk. En það var Sundhöllin og umgengnin í henni, sem jeg ætlaði að tala dálítið um. Fyr ir nokkru mintist jeg á þá hliðina, sem að starfáfólki sundhallarinnar snýr. Nokkru síðar hitti jeg mann, sem er kunnugur í Sundhöllinni. Hann sagði mjer, að starfs- fólkið hefði ekkert haft við aðfinslur mínar að athuga. Það væri gott að fá góð ráð í allri vinsemd. En hinsvegar mætti minnast á framkomu gestanna um leið, því að hún væri ekki altaf til fyrirmynd- ar. Flestir Sundhallargestir gengju þrifalega um klefana, en aftur væru sumir svo ó- þrifalegir, að það væri hrein- asta „svínarí". Dæmi væru til þess, að mað ur heíið gengið örna sinna í einum klefanum. Fleira þessu líkt mætti nefna og sannleik- urinn væri sá, að síst væri gengið þriflegar um í klef- um kvenna heldur en karla. Jeg ætla ekki að þessu sinni að skýra frá fleiri dæmurn um umgengni Sundhallargesta. En það sem ætti að gera, þegar gestir ganga illa um, er að banna þeim aðgang að Sund- höllinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.