Morgunblaðið - 12.08.1943, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagmr 12. ágúst 1943.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkv.stj Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Auglýsingar: Ámi Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði
innanlands, kr. 10.00 utanlands.
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Málning h úsa í hæn um
BÆJARBÚAR hafa án efa veitt því eftirtekt, að
viðhaldi húsa að utan hjer í bænum er nú mjög ábóta-
vant, enda er það sjaldgæft seinustu árin, að hús sjeu
málað að utan. Liggja og mörg hús nú undir stórskemd-
um vegna málningarskorts.
Vafal-aust á dýrtíðin sinn þátt í þessu, en hún er þó
engan veginn höfuðástæðan. Aðalorsök þess, að hús
hafa ekki verið máluð að utan er blátt áfram sú, að
mlálarar hafa ekki fengist til að sinna því verki. Þeir,
eins og margir aðrir, hafa verið önnum kafnir hjá
setuliðinu.
En nú er ekki lengur verkefni handa málurum hjá
setuliðinu. Kom þá brátt í ljós, að verkefnin biðu þeirra
hjá bæjarbúum. Fjöldi húseigenda hafa beðið lengi
eftir því, að fá hús sín m|áluð, og sjá málarar ekki
nokkrar líkur til, að þeir geti annast öll þau verkefni
á þessu sumri, sem þeir hafa verið beðnir fyrir.
★
En það er líka annað, sem torveldar mjög afköstin
í þessari iðn. Samkomulag m-un á sínum tíma hafa verið
milli meistara og sveina í málaraiðn, að einungis f jelagar
í fagfjelagi sveina mættu vinna að iðninni. Fjelag
sveina mun þó hafa veitt undanþágu frá þessu, þegar
unnið var hjá setuliðinu. En þegar farið er að vinna
hjá húseigendum, bæjarins, vilja sveinar að sögn enga
undanþágu gefa, og banna meisturunum að hafa utan-
fjelagsmenn í vinnu, þ. e. menn sem ekki hafa sveina-
rjettindi.
Við þessu væri ekkert að segja, ef nóg væri til af
sveinum, til þess að vinna verkið. En þegar svo er,
eins og nú á sjer stað, að meistarar fá ekki nándar nærri
nógan mannafla til vinnunnar, verður afleiðingin vitan-
lega sú, að mörg hús, sem þurftu nauðsynlega að mál-
ast á þessu sumri, fást ekki máluð.
★
Menn fá heldur ekki skilið, hvernig á þvi stendur,
að fjelag sveina hefir ekkert við .það að athuga, að
ófaglærðir m(enn starfi með meisturum, þegar málað
er hjá setuliðinu, en leggja blátt bann við þessu, þegar
farið er að mála hjá húseigendum bæjarins. Hvernig
skýra sveinar þetta?
Húseigendum er það vitanlega mjög bagalegt, ef
þeir fá ekki húsin máluð, þegar þess er brýn þörf, enda
getur dráttur á þessu bakað þeim stórtjón. Vinnan hjá
setuliðinu hefir orðið orsök þess, að vanræksla hefir
orðið á eðlilegu og nauðsynlegu viðhaldi húsa. Sýnist
því öll sanngirni mæla með því, að fjelag sveina sýni
sömu liðlegheit til þess að koma þessu í eðlilegt horf
aftur, eins og þeir sýndu þegar unnið var hjá setuliðinu.
Eiturb yrlunin í Eyjum
ÓGN OG SKELFING hafa gripið gervalla þjóðina
yfir þeim hörm,ulegu tíðindum, sem borist hafa síðustu
d-agana úr Vestmannaeyjum. Það er ekki lítið áfallið
sem þetta litla bæjarfjelag hefir orðið fyrir við missi
níu m(anns á þenna vofeilega hátt. Þarna fóru fimm
heimilisfeður, frá konu og börnum. Og þarna fór ein
móðir frá fjórum( börnum, einu kornungu.
Ekki er enn upplýst, úr hverra höndum ólyfjan sú
er komin, sem varð þessu fólki að bana, og flutti þján-
ingar og sorg inn á mörg heimili. En sjeu þeir menn
lífs, sem) hjer h-afa að verki verið, fer vart hjá því, að
samviskubitið hafi heimsótt þá, vitandi það, að þeir
hafa svona mörg morð á samviskunni. Því að vissulega
hafa þessir mþnn framið morð, svo oft sem það hefir
verið brýnt fyrir fólki, að neyta ekki vökva, sem finst
rekinn á fjörum eða sjó úti. Þeir, sem settu eitraða
vökvan í Vestmannaeyjum í umýerð, hafa því enga af-
sökun.
I Morgunblaðinu
fyrir 25 árum
Selafár mikið var á
Ströndum og segir um það
svo:
25. ágúst.
„í Bitru í Kollafirði og í Stein
grímsfirði og norður á Strönd-
um hefir í sumar verið að reka
dauða seli, mest gamla seli,
vetrunga, fáa kópa. Á einni
viku rak 20 í Ófeigsfirði, og þar
sem mest hefir rekið á einum
bæ er 20, en á öllum bæjum
eitthvað, víða milli 10 og 20.
Selirnir eru ákaflega margir.
Halda menn helst að lungna-
bólga drepi þá, því að lungun
eru upp blásin og geta dýrin
alls ekki sokkið þótt drepist á
sundi. Síra Jón Brandsson sá
einn drepast, komandi syndandi
frá skeri og inn að Kollafjarð-
arnesi. Hóstaði hann ákaft og
þunglega á sundinu, þar til hann
drapst. — Slik tíðindi sem þessi
hafa ekki borið við í manna
minnum, og sennilega aldrei svo
langt sögur ná“.
'k
Mjólkurekla var í Reykja
vík og segir svo um hana:
25. ágúst.
„Mjólkurekla í bænum er
orðin svo megn, að nú hefir
verið ákveðið að gefa út seðla
á mjólk, til þess að tryggja það,
að ungbörn og sjúklingar geti
fengið næga mjólk“.
★
í fregn frá Siglufirði, er
einnig getið um veika seli,
og segir þar svo:
28. ágúst.
„Hjer hafa menn einnig orðið
varir við veika seli. í gær sást
einn rjett fyrir utan höfnina.
Komst hann ekki í kaf, en synti
um í sífellu".
★
E(inar) H(elgason) hvatti
menn til þess að fara á sölva
fjöru og tína söl til mat-
drýginda og heilsubóta. —
Hann skrifar m. a.:
28. ágúst.
„Fróðir menn og góðir segja,
að það sjeu engin neyðarkjör
að borða söl með öðru góðu, með
því megi spara mikinn mjölmat.
Þetta vita flestir og viðurkenna,
en framkvæmdirnar hafa ekki
orðið miklar ennþá. Nú er tæki-
færið, að safna sölvum, bæði til
þess að drýgja rúgmjölið í blóð-
mörinn og til annars vetrar-
forða. — Þegar háfjara er, þá
er best að ná í sölin. Förum
allir út á Granda í dag kl. 4, út
á Nes eða suður í Skerjafjörð,
þangað sem sölin eru“.
Hver er sá, sem nú á dög-
um gengur á sölvafjöru?
★
Landsbókasafnið átti 100
ára afmæli. Um það segir:
28. ágúst.
„100 ára afmæli Landsbóka-
safns íslands verður hátíðlegt
haldið í dag með athöfn, sem
fram fer í lestrarsal safnsins kl.
1 e. h. Mun landsbókavörður,
Jón Jakobson, flytja þar aðal-
ræðuna“.
Hörmungarnar
í Eyjum.
Hið hörmulega slys í Vest-
mannaeyjum er eðlilega það
sem mönnum verður tíðrædd-
ast um þessa daga. Og er ill-
fært að rifja það upp. Svo sorg-
legt er þegar slík tíðindi koma
fyrir.
En einmitt vegna þess, að
þetta er ekki eins dæmi hjer á
landi, vaknar hjá manni sú
spurning, hvað sje hægt að
gera, til þess að slíkt endurtaki
sig ekki. Ekki virðast önnur ráð
en þau, að menn gæti allrar var
úðar um það, hvaða vökva þeir
neyta. Því mjög er það oft erf-
itt að greina trjespíritus frá
öðrum vínanda, og verður stund
um ekki greint nema með ítar-
legri rannsókn, eimingu o. s.
frv.
Jeg spurði einn af læknum
bæjarins að því í gær, hvaða
læknisfáð væru notuð, þegar
vart yrði slíkrar eitrunar.
Sagði hann að engin viðurkend
læknisráð væru fyrir hendi, og
yrði yfirleitt að skeika að sköp-
uðu með það, hvort menn liíðu
eitrunina af eða ekki. Nema'
hvað sjúklingum væri gefin inn
hjartastyrkjandi meðul, til þess
að örfa hjartað meðan mest
reynir á það.
andi fólk ganga vinstra megin
á götunni.
Þetta ákvæði er mjög ein-
kennilegt, svo ekki sje meira
sagt, vegna þess að með því
móti koma bifreiðar, sem fara
um götuna, aftan að fólki. Þó
er það ennþá viðsjárverðara, að
í umferðalögunum, sem ná til
umferðar á vegum landsins yfir-
leitt, þar er ekkert ákvæði um
þetta atriði. Þar er aðeins sagt,
að fótgangandi fólk eigi að
ganga nálægt vegarbrún, og
víkja fyrir farartækjum alveg
út á götu brún, eða jafnvel út
af veginum, ef þess gerist þörf.
Augljóst er, að þar sem um
enga lýsing á vegum er að
ræða, en menn eru fótgangandi
á bílvegum í myrkri, þar ætti
sú regla að gilda, að menn
gengju altaf hægra megin á veg
inum, svo þeir yrðu varir við
ljósin framan á bílum. En bíl-
stjórar eiga oft erfitt með að sjá
gangandi fólk sem er framund-
an þeim á vegunum þegar dimt
er. Hafa slys einmitt orsakast af
þessu.
Rjettu lagi ætti sem sagt regl-
an að vera sú, sýnist manni, að
fótgangandi fólk á gangstjetta-
lausum akvegum gengi altaf
hægra megin á veginum.
Umferðareglur.
Guðmundur Guðmundsson
skrifar Víkverja og biður um
nokkrar upplýsingar viðvíkj-
andi umferðareglum. Hann seg-
ir m. a.:
Getur þú frætt mig á því:
1. Hvorri bifreiðinni ber að
nema staðar, ef nauðsyn krefur,
þeirri, er fer upp brekku, eða
hinni, er fer niður í móti og
2. Hvort gangandi fólki, á
vegi, þar sem engar eru gang-
stjettir, ber að ganga vinstra
megin eða hægra megin.
Fyrirspyrjandinn segir um hið
fyrra atriðið, að þegar hann tók
bifreiðastjórapróf á fyrsta fjórð
ung aldarinnar, hafi sjer verið
kent að sá ætti rjettinn meiri,
er færi upp brekkuna, en bif-
reiðalögin gefi hið gagnstæða í
skyn.
Einar Arnalds, fulltrúi lög-
reglustjóra, leysir þannig úr
þessu vafamáli:
Samkv. bifreiðalögunum verð
ur ekki annað skilið en bifreið
sem fer upp í móti eigi að víkja
t. d. fara til baka ef bifreiðar
mætast í brekku, þar sem þær
geta ekki komist framhjá hvor
annari. Þá á sú, sem er á upp-
eftir leið að fara til baka, á þann
stað, þar sem hin kemst fram
hjá.
En eðlilegt er, segir hann, að
menn sjeu í vafa um þetta at-
riði, vegna þess að í reglugerð
frá 1937, sem bygð er á eldri
lögum, er alveg öfugt ákvæði.
Þar er það bifreiðin, sem er á leið
niður brekkuna, sem á að víkja
fyrir þeirri, sem kemur upp í
móti. Þessi reglugerð er ekki
lengur í gildi, hvað þetta snertir,
því hún fer í bága við nýju bif-
reiðalögin.
Leiðarvísir
nauðsynlegur.
Guðm. Guðmundsson kvartar
rjettilega yfir því, að umferða-
reglur skuli ekki vera á boð-
stólum sjerprentaðar í bókabúð-
um, til þess að almenningi gef-
ist kostur á að fá þær og kynn-
ast þeim.
Lögreglusamþyktin fæst hjá
lögreglunni, og umferðalögin í
Stjórnarráðinu. Á þessari miklu
bákaútgáfuöld ætti einhver út-
gefandinn að gefa út þær regl-
ur, sem fólk þarf að kunna til
þess að fara rjett að, þegar það
ferðast um landið, hvort heldur
er í bæ eða bygð.
•
Dýrar veiíingar.
„Austfirðingur“ kvartar yfir
því, að þeir sem önnuðust veit-
ingar á skemtun sem haldin var
í Hallormsstaðaskógi á dögun-
um, hafi verið nokkuð dýrseldir.
5 manna fjölskylda, sem þang-
að kom og keypti ekki nema
það sem nauðsynlegt var til
viðurværis, eyddi þar, að sögn
hans, 600 krónum. Þykir brjef-
ritara það vera að vanvirða svo
fagran stað sem Hallormsstaða-
skóg, að halda þar uppi slíku
verð,lagi á nauðsynjum.
Nefnir hann nokkur dæmi,
svo sem að eitt mjólkurglás
hafi kostað 4 krónur, og yröi
það 15 krónur fyrir lítra mjólk-
ur með fáeinum litlum kökuni,
kaffibolli 5 krónur, skyrdiskur
kr. 5 o. s. frv.
Telur hann að hjer hafi ver-
ið sett met í verðlagi, a. m. k. á
Austfjörðum.
RÁÐIST Á
MIÐ-ENGLAND.
MATVÆLASKÖMT-
UN í INDLANDI.
Newdehli í gærkveldi.
Indlandsstjórn hefir ákveð-
ið að fyrirskipa og undirhúa
skömtun á kornvörum í öll-
um borgum landsins nú [>eg-
ar. — Ileuter.
Fótgangandi
fólk.
En viðvíkjandi ákvæðum um
fótgangandi fólk á gangstjetta-
lausum vegum upplýsti Einar
Arnalds:
í lögreglusamþyktinni er svo
ákveðið að á slíkum vegum eða
götum, þar sem engar gang-
stjettir eru, þar skuli fótgang-
London í gærkveldi.
1 nótt gem leið rjeðúst
býskar flugvjelár á nokkra
staði í Bretlandi. Þýska
frjettastofan segir betta hafa
verið F Mið-Englandi. Bretar
segja tjón lítið, og geta ekki
um, að neinni flugvjelinni
hafi verið grandað.
•— Reuter.