Morgunblaðið - 12.08.1943, Qupperneq 8
8
-
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudag'ur 12. ágúst 1943.
DRAUMUR UM ATLANTROPU
Pramh. af 5. síðu.
flóðgarð á milli Gibraltar
og Ceuta. Síðan átti að reisa
aflstöð þá, sem minst var á
hjer að framan, og átti hún
að geta framleitt 17,5 milj.
hestafla. Síðan átti að grafa
stóra skurði, sem veita
skyldu vatni úr Atlantshafi
til aflvaka orkuversins, er
vera áttu neðanjarðar.
Eftir skoðun Atlantrópu-
mannanna myndi yfirborð
Miðjarðarhafsins lækka af
sjálfu sjer, þegar eigi rynni
lengur í það úr Atlantshaf-
inu, þareð uppgufunin er
svo mikil. Á þennan hátt
myndi skapast nýtt þur-
lendi við Miðjarðarhaf. —
Auðvitað yrði nauðsynlegt
að byggja skipastiga við
Gibraltar, svo að skip gætu
komist milli Atlantshafs til
Miðjarðarhafs.
Enn eitt vandamálið var
vökvun eyðimarkanna í Af-
ríku, sem í rauninni er mjög
gömul hugmynd. Á síðast-
liðinni öld hafa komið fram
margar hugmyndir um að
veita vatni á Sahara.
Hugmyndin um Atlant-
rópu var að nokkru leyti
bygð á kenningum, er áður
höfðu komið fram um þetta
atriði. Hugmyndin var að
grafa skurði inn í Sahara
frá orkuverunum í Tunis,
frá þeim átti síðan að grafa
minni hliðarskurði. Einnig
átti að reisa margar salt-
hreinsunarstöðvar í því
skyni að gera vatnið hæft
til áveitu. Sörgel áætlaði
að uppskera sú, er unt væri
að fá af þessu landi, myndi
verða yfir tíu miljarða doll
ara virði. Hann áætlaði
einnig, að á þessu landrými
gætu lifað 75 miljónir
manna.
Allar þessar framkvæmd
ir áttu að taka tvö hundruð
ár og vera í átta stigum. —
Fyrstu sjö stigin áttu að
standa yfir í tuttugu ár
hvert, en áttunda stigið í 60
ár.
Eftir fyrstu tuttugu árin
var gert ráð fyrir að lokið
hefði verið við byggingu
aflstöðvarinnar við Gibralt-
ar.
Að liðnum fyrstu hundr-
að árunum áttu að vera fyr
ir hendi þrjár miljónir fer-
kílómetra af nýju landi.
Eftir 2 hundruð ár áttu
að vera til umráða 3,580,000
ferkílómetrar af nýju landi
um það bil 3 milj. ferkíló-
metrar fengust með áveitu
á Afríku og 580 þús. ferkm.
vegna lækkunár þeirrar, er
orðið hafði á yfirborði Mið-
jarðarhafsins. Lækkun yfir-
borðsins nemur þá um það
bil 1,1 meter á ári.
Reisa skyldi geysistórar
nýjar borgir, og áttu þær
allar að vera í nánd við hin
nýju orkuver. — „Hjarta
heimsins“, höfuðborg Atl-
rópu var Tunis. íbúar henn
ar áttu að vera þrjár milj.
Tangiers var valin til þess
að vera stærsta og mikils-
verðasta verslunarborgin.
Hún átti að hafa 5 eða 6
miljónir íbúa. — Gibraltar,
Messina og Genúa áttu einn
ig að verða stórborgir. Enn
eina borg átti að reisa við
mynni Rhonefljótsins, átti
hún að verða mjög mikil-
væg, en Marseille að hverfa
í skuggann. Nákvæm kort
voru gerð af öllum þessum
borgum.
Fjárhagsvandræði áttu
ekki að þurfa að vera Atl-
antropu til baga. Það við-
fangsefni skyldi leyst með
hmum nýja ríkis-kapítal-
isma Dr. Schachts, eða ef
þjer viljið heldur kalla það
ríkis-sócialisma.
Við venjulegar aðstæður
myndi verða ógerlegt að
hrinda hugmyndinni um
Atlantrópu í framkvæmd,
þareð hún myndi verða alt
of fjárfrek. Það var einung
is hægt að framkvæma
hana á sama hátt og egypsku
faróarnir reistu pýrmidana
— með þrælavinnu. Enginn
vafi er heldur á því, að það
er einmitt aðferðin, sem nas
istarnir hugðust beita til
þess að* hrinda þessu hug-
sjónamáli sínu í fram-
kvæmd.
Ef þjer skoðið málið frá
þessu sjónarmiði, þá er
þessi heimstyrjöld fyrsta
rökrjetta skrefið til þess að
gera Atlantrópu að raun-
veruleika. Ef Hitler gæti
haldið þj’óðum Evrópu und
ir járnhæl sínum í nokkurn
tíma, gæti hann knúið þær
til þess að byggja Atlant-
rópu. Ef Atlantrópu yrði
komið á fót, gætu Þjóðverj-
ar um aldur og æfi drotnað
yfir Evrópu, eða rjettara
sagt, öllum heiminum.
Því að stjórnmálalegir og
hernaðarlegir yfirburðir
þeirra, sem stæðu við stjórn
völ vjelanna, sem veita
skyldu Atlantrópu orku,
myndu verða geysilegir. —
Sörgel sagði mjer, að á
þennan átt yrði friður ,,ó-
hjákvæmilegur“. Þetta er
augljóst mál. Úr því að öll
lönd Atlantrópu myndu
verða að nota orku frá þess
um aflstöðvum, til þess að
geta rekið verksmiðjur sín-
ar, og járnbrautarlestir
fengið ljós og hita í hýbýli
sín, þá myndi ekkert ríki
geta veitt Þjóðverjum mót-
spyrnu, þar sem þeir hefðu
orkuverin á sínu valdi.
En enda þótt Þjóðverjar
gætu þanníg læst greipifjn
sínum um Atlantrópu,
myndi það ekki hafa skap-
að neinn frið. Það myndi
hafa haft í för með sjer að
minsta kosti eina ægilega
styrjöld um yfirráð hins
hluta heimsins, þess hlut-
ans, sem Haushofer kallaði
„Hringlandið“. Það er áreið
anlega ekkert vafamál, að
þetta var hugmynd þeirra,
sem ætluðu að skapa Atlant
rópu. Því í hvaða skyni
öðru voru gerðar hinar
miklu áætlanir, víggirðing-
ar, sem voru stórkostlegri
en mannkynssagan hefir
nokkru sinni þekt
Ef vjer tökum Gibraltar
til dæmis, þá var áætlunin
um víggirðingarnar þar út
í ystu æsar gerð af Peter
Behrens, vjelfræðingi frá
Vínarborg. Meðal annars
átti að vera þar stálturn
mikill, fjögur hundruð
metra hár, til varnar gegn
loftárásum. Einnig áttu að
vera þar margskonar önnur
virki, öll smíðuð úr stáli,
og flest neðanjarðar.
Innrásin í Afríku hefir
gert hugmyndina um Atl-
antrópu óframkvæmanlega.
En nasistar hafa ekki
gleymt henni, og þeir munu
ekki gleyma henni fyri en
þeir hafa verið gersigraðir.
- Sameinuðu
þjóðirnar
Framhald af bls. 7
land, Columbía, Ecuador,
Egyptaland, Iran, Síbería,
Paraquay, Uruguay, og
Venezuela, ásamt fulltrú-
um frá frjálsum Frökkum
og Dönum.
Hinar upphaflegu Sam-
einuðu þjóðir, sem undir-
skrifuðu janúar yfirlýsing-
una 1942 eru: Bandaríkin,
Bretland, Sovjet Rússland,
Kína, Ástralía, Belgía, Can-
ada, Costa Rica, Cuba,
Tjekkóslóvakía, Dominican
Republic, E1 Salvador,
Grikkland, Guatemala, Ha-
iti, Handuras, Indland, Lux
emburg, Holland, Nýja Sjá
land, Nicaragua, Noregur,
Pólland, Suður Afríka og
Júgóslafía.
Síðar hafa bæst við Sam-
einuðu þjóðirnar, Mexico 5.
júní 1942, Filippseyjar 10.
júní 1942, Iraq 22. janúar
1943,- Bolivia 5. maí 1943,
(en Bolivia sagði Möndul-
veldunum stríð á hendur 7.
apríl 1943).
Sameinuðu þjóðirnar hafa
engan sameiginlegan fána.
Þó var fáni, sem annars hef
ir ekki öðlast viðurkenningu
dreginn að hún í fvrsta
skifti á Fánadaginn 14. júní.
Sá var með fjórum rauðum
röndum á hvítum grunni,
og skyldi tákna hin Fjögur
fjálsræði, að því er Roose-
velt forseti sagði.
i! s! m í(O.W.I.i)! •: í
5 skipum sökt.
London í gærkveldi.
Whirwind sprengjuflugvjelar,
varðar Spitfireflugvjelum, söktu
í dag 5 skipum þýskum undan
Bretagneströndum, en kveiktu í
einu í viðbót. Líklegt er talið,
að 4 skipanna hafi verið hrað-
bátar, en hitt vopnaðir togarar.
Reuter.
Virkjun Fljótuúr er
merkilegt munnvirki
ÁÆTLUNINA um aflstöð-
ina við Skeiðfoss í Fljótaá,
sem unnið er eftir, hefir firm-
að Ilöjgaard & Schultz gert,
og hefir firma þetta tekið að
sjer framkvæmd verksins.
bæði bygffingar og rafvirkj-
unina. Ráðunautar firmans
að því er rafvirkjunina snert-
ir, eru þeir Jakob Gíslason
forstjóri Rafmagnseftirlitsins
og Grettir Eggertsson í New
York.
Ráðunautar bæjarstjórnar
Siglufjarðar er Steingrímur
Jónsson rafmagnsstjóri. En
auk þess hefir bæjarstjórnin
notið aðstoðai1 J_akobs Gísla-
sonar.
SAGA MÁLSINS.
Áætlunin um virkjunina er
bygð á mælingum og rann-
sóknirm, er gerðar voru 1938.
Unnu þeir Geir Zoega vega-
málastjóri og -Takob Gíslason
það verk, fyrir hlutafjelagið
„Skeiðfoss“, er þá átti raf-
stöð Siglufjarðar. Yar fjelag
þetta skyldugt til að gera á-
ætlun unj, virkjun Fljótaár.
Áætlun þessi var að nokkra
leyti bygð á áætlun, sem
llöjgaard & Schultz gerði
1935, og að nokkru leyti á
eldri áætlun, er Steingrímur
Jónsson og Ásgeir Bjarnason
höfðu gert.
í allmörg ár hafa verið
gerðar vatnsstöðumælingar í
Fljótaá, sem hafa komið að
mjög miklu gagni við ákvörð
un um tilhögun orkuversins.
Sumarið 1941 keypti l)æj-
arstjórn Siglufjarðar rafstöð-
ina þar af hlutafjelaginu
„Skeiðfoss" og var Langvad
verkfræðingur fvdltrúi hluta-
fielagsins við þau kaup. Við
söluna f.jell úr gildi skuld-
binding fjelagsins, undir viss-
um kringumstæðum að reisa
orkuverið í Fljótum.
Langvad verkfræðingur
bauð þá, f. h. ITöjgaard &
Schultz, að gera nýja áætlun,
þar sem hanp bygði á hug-
mynd, er hann hafði fengið,
er hann kom að Skeiðfoss-
um árið 1937, og semja regl-
ur fyrir útboði á vjelum og
efni í Bandaríkjunum. Bæj-
arstjórri Siglufjarðar tók
þessu tilboði, og var áætlun-
in gerð haustið 1941. Eftir
þessum útboðsreglum leitaði
Steingrímur Jónsson tilboða-
í Bandaríkjunum vorið 1942.
1 maí og júní ræddi bæjar-
stjórn Sigluf.jarðar um það,
hvort hún ætti að leggja út
í verkið, og var það samþykt
einróma í iúlí, með því skil-
vrði, að ríkisábyrgð fengist
fyrir nauðsynlegu láni.
f ágúst var byrjað á voi-k-
inu. En ekki var hægt að
hraða því, vegna þess hve
drógst að fá lánsskilyrðin í
lag, og fá fje til þess. að
greiða vinnulaun og bygghig-
arefni.
: iNlú) Kjftill I öiit i áí,í tft-ill iþví
verkið var haýið, er , fypst
komið nauðsynlegt timbur til
byggingarinnar, þó það væri
i"'vnt í ágúst og tilbúið til
afhendingar í llalifax í októ-
ber. Vegna þessara tafa verð-
ur orkuverið ekki fullgert
fvr eji næsta ár,
LÝSING Á ORKU-
VERINU.
Stífluhólar liggja sem kunn
ugt er yfir þveran Fljótadal-
inn, og er flatlendi með tjörn
um ofan við hólana, en frarn-
rásin úr tjörnum þessum er
vestast í liólunum* Þar fellur
Fljótaáin niður og myndar
fossa og flúðir, svo fallhæð-
in er þar 30 metrar á kílómet
ers vegalengd. Fyrir neðan
hólana er áitx 35 .metra yfir
sjávarmál, en vegalengdin
haðan að mynni hennar, þar
sem hún rennur í Miklavatn,
er 6 km.
1 fyrstu áætlunum, sem
gerðar voru um verk þetta,
var ætlað að gera stíflu við
útrás árinnar úr vatninu ofan
við hólana, og skyldi vatns-
borð Stífluvatns hækkað uni
6 metra. Þaðan átti að leggja
fallvatnspípu niður fyrir fyr-
ir Stífluhóla, -1000 metra
vegalengd, og yrði fallhæðin
bá 36 metrar. Ætlað var, að
stíflan yrði síðar hækkuð unl
7 metra, svo fallhæðin gæti
orðið 43 metrar.
Þeir Steingrímur Jónsson
og Jakob Gíslason gerðu
rekstursáætlun fyrir væntan-
lega stöð sumarið 1942 og
komust þá að þeirri niður-
stöðu, að strax yrði að
bygg.ja stífluna í fullri hæð.
Áætlun sú, sem bygt er eft-
ir, gerir þó ráð fyrir, að
stíflugarðurinn verði bygður
350 metrum frá iitrensli ár-
innar úr Stífluvatni, en f.yrir
ofan s.jálfan Skeiðfossinn.
Þar rennur áin í þrengslum
framhjá klettasnös, og er ár-
farvegurinn þa\na að vísu 10'
metrum lægri en vatnsborð
Stífluvatnsins. Stíflugarður-
inn verður þarna ekki nema
85 metrar á lengd, eða helm-
ingi styttri en hann yrði, ef
hann yrði þygður upp við
vatnið. Auk þess sparast 350
metra lengd af fallvatnspíp-
upni. Mesta hæð stíflunnar
verður 25 metrar, sem að
vísu er óven.juleg stífluhæð
h.jer á landi.
Við stíflugerðina myndast
’uxistaða sem verður 4 fer-
kílómetrar, þegar uppistöðu-
hólfið verður fult, en þá stífl-
ast líka þarna vatnsmagn of-
an við núverandi vatnsborð
Stíflutjarna, sem nemur 30
miljónum teningsmetra. Næg-
ir það vatnsmagn til þess að
framleiða 4500 hesta.fla .orku-
í stöðinni nótt og dag í D/2
mánuð. Þ. e. a. s. með núver-
andi rafmagnsþörf, þar eð
þörfin er minni um nætur en
daga, verður hægt að í'eka
orkuverið í 3 mánuði, án þess
nokkuð vatn bætist í uppi-
stöðulónið.
Frá stíflunni verður lögð
650 metra löng fallvatnspípa,
sem er 2.10 metrar í þvermál.
Vegna þess hve erfitt er að
fá trjepípur og járnpípur,
verður að gera pípurnar iir
járnbentri steinsteypu. Mesta
fallhæð vatnsins verður 44
metrar og sú minsta 30 metr-
I^H» 1 : l i i . i l x í 4 i 1 i 4 i u ! i i
í íalflstöðíitia verður seft liii
vjelasamstæða, sem framleið-
ir 2375 hestöfl. En hægt verð-
ur að setja aðra eins v.jela-
mmstæðu í samband við sömu
fallvatnspípu. Og enn verð-
ur gert pípuop í stífluna fyr-
ir aöra pípu í viðbót.
Stöðvarhúsið verður bygt
fyrir eina v.jelasamstæöu, en
frá því gengið með tilliti til
bess, að auðvelt verði að
Framhald á bls. 10.