Morgunblaðið - 12.08.1943, Page 12
12
Fimmtudag'ur 12. ágúst 1943.
Myndin er tekin úr fljúgandi virki, meðan slíkar flugvjelar eru að gera loft-
árás á kafbátastöðina í L Orient í Frakklandi. Sprengjur sjást springa á
hafnarmannvirkjum.
Háspennutaug bilar
í hitaveituskurði
Óhagræði og slysahætta
lýr tennisvöllur
T. B. R. tekinn
í notkun
Morgunblaðið hefir átt
tal við formann Tennis- og
badmintonfjelags Reykja-
víkur, Jón Jóhannesson, og
spurt hann um hinn nýja
tennisvöil fjelagsins, sem að
undanförnu hefir verið unn
ið að að fullgera. Sagðist
Jóni svo frá, að völlurinn
væri nú fullgerður og hefði
verið tekinn í notkun.
Sagði Jón völlinn revnast
mjög vel, væri hann mjúk-
ur undir fæti og auk þess
þeim kosti búinn, að vatn
sest ekki á hann. Völlurinn
er gerður úr blöndu af
rauðamöl, mold og deiglu-
mó, og er þessu blandað eft-
ir sjerstökum hlutföllum.
Sagði formaður T. B. R., að
Benedikt Jakobsson íþrótta
fulltrúi bæjarins hefði ver-
ið með í ráðum um gerð
vallarins og aðstoðað við
það með ráðum og dáð.
Völlur þessi er hinn
fyrsti af slíkri gerð, sem tek
inn er í notkun hjer á landi,
en erlendis er mikið leikið
á völlum af svipaðri gerð.
Var það eigi lítið afrek af
jafn fámennu fjelagi og T.
B. R., að koma upp jafn-
myndarlegum velli, en hann
mun hafa kostað um 11,000
krónur. Formaður fjelags-
ins skýrði svo frá, að bær-
inn hefði sýnt fjelaginu þá
rausn, að veita því 4000 kr.
styrk til vallargerðarinnar,
og kann fjelagið bæjarstjórn
bestu þakkir fyrir.
Vellir slíkir, sem þessi,
eru venjulega merktir með
þar til gerðum listum, en
þareð fjelaginu hefir enn
ekki auðnast að fá þá, verð-
ur völlurinn krítaður til
bráðabirgða.
Vegna þess, hve áliðið er
sumars, er völlurinn er til-
búinn, hefir stjórn T. B. R.
ákveðið; að fjelagsmenn
hafi ókeypis aðgang að hon
um það sem eftir er sum-
arsins.
T. B. R. kaus nefnd til
þess að annast byggingu
vallarins, og áttu sæti í
henni þessir m enn: For-
maður nefndarinnar var
Gísli Sigurbjörnsson, en
auk hans voru í nefndinni
þeir Friðrik Sigurbjörns-
son, varaform. T. B. R., og
Jón Jóhannesson formaður
fjelagsins.
Full ástæða er til þess,
að óska fjelaginu til ham-
ingju með hinn ágæta völl
sem áreiðanlega verður
lyftistöng undir frekari þró
un tennisíþróttarinnar hjer
í bænum. J. Bn.
Hæsti vinningur happdrætt
isins kom á hálfmiða, sem'
seldir voru í umboði Versl.
Þorvaldar Bjarnasonar, Ilafn
atfirði.
Um klukkan eitt miðdegis í
gær varð rafmagnslaust í Mið-
bænum og í fleiri hverfum.
Stafaði það af því, að taka
þurfti rafmagnsstrauminn af í
nokkrum spennistöðvum meðan
verið var að lagfæra háspennu-
taug, sem bilað hafði í Hafn-
arstræti.
Um kl. 4 e. h. fjekst rafmagn
í flest þau hverfi, er rafmagns-
laus urðu.
Kl. 10V2 í gær fengu starfs-
menn á skrifstofu Rafveitunnar
vitneskju um að háspennutaug-
in hefði bilað. En vegna þess
hve bagalegt það er fyrir fjölda
bæjarbúa að missa rafmagnið
um hádegið, var viðgerð frest-
að fram til kl. 1.
Bilunin mun hafa viljað
þannig til, að maður sem var
að vinnu í hitaveituskurði, hefir
höggvið með skóflu eða haka í
jarðstrenginn, svo einangrun
hans skemdist. Getur slíkt orð-
ið hættulegt verkamönnum,
enda er brýnt fyrir þeim að
gæta varúðar. Þegar einangrun
háspennutauga rofnar, getur
hlotist stórslys af, ef rafmagn
t. d. fer í jarðveginn, en menn,
sem þar eru, vita ekki hvernig
komið er.
Blaðið frjetti í gær á skot-
spón, að háspennutaugin hafi
bilað á þriðjudag, en starlsmenn
Rafveitunnar ekki hirt um að
lagfæra þetta fyr en í gær.
Er Jakob Guðjohnsen, raf-
magnsverkfræðingur, var að því
spurður, sagði hann sem var, að
strax hefði verið brugðið við á
skrifstofu Rafveitunnar, er
frjettist um bilunina. Svo þessi
saga væri á misskilningi bygð.
En síðar frjetti hann, og ljet
blaðið vita, að verkstjóri sá, er
hefir umsjón með vinnunni í
Hafnarstræti, hafi sagt að hann
hafi á þriðjudag tilkynt lögregl-
unni um skemdina á háspennu-
tauginni. En er lögreglan var
spurð hvers vegna hún hefði
ekki látið boðin ganga til Raf-
veitunnar, þá kannaðist enginn
við, að neitt hefði um þetta
heyrst á þriðjudag þar.
Þannig virðist mál þetta vera
vaxið. Að skemdin hafi orðið á
þriðjudag, háspennutaugin leg-
ið „opin“ fram á miðvikudag og
þá komu hvað eftir annað raf-
magnsblossar út úr strengnum,
þar sem einangrunin var biluð.
Jakob Guðjohnsen sagði blað-
inu, að Rafveitan hefði sjer-
stakan eftirlitsmann til þess að
gæta þess að raflagnir yrðu ekki
fyrir skemdum, og til þess að
brýna það fyrir verkamönnum
Hitaveitunnar að fara varlega
þar sem raflagnir liggja um
skurðina.
Síðan farið var að grafa í
göturnar í ár, hafa ekki komið
fyrir skemdir á háspennukerf-
inu, fyrri en í þetta sinn. En
í fyrra skifti sem unnið var í
götunum, truflaðist háspennu-
kerfið 11 sinnum.
Stalin fær heimsóknir
London í gærkveldi.
Stalin tók í dag á móti breska
sendiherranum í Moskva, Clark
Kerr og ræddust þeir við um
hríð. Nokkru síðar um daginn
átti Stalin tal við sendiherra
Bandaríkjanna, Standley flota-
foringja, og ræddust þeir einnig
við drjúga stund. — Reuter.
Rjörn L Jónsson
hreppstjóri
á Stóru-Seilu
dáinn
Þ. 10. ágúst andaðist að heim-
ili sínu, Stóru-Seilu í Skaga-
firði, Björn L. Jónsson hrepp-
stjóri.
Banamein hans var krabba-
mein.
Hann var um langt skeið
meðal fremstu bænda í Skaga-
firði. Verður æfiatriða hans
nánar getið síðar.
Fimtarþrautin
Úrslit urðu þessi:
Langstökk:
1. Oddur Helgason .... 6.11 m.
2. Jón Hjartar ....... 5.96 —
3. Sig. Norðdahl ..... 5.88 —
4. Einar Guðjohnsen .. 5.24 —
Spjótkast:
1. Jón Hjartar ....... 52.32 m.
2. Sig. Norðdahl ..... 43.33 —
3. Einar Guðjohnsen .. 39.68 —
4. Oddur Helgason .. 37.75 —
200 m. hlaup:
1. Jón Hjartar .......26,0 sek.
2. Sig. Norðdahl...... 26,3 —
3. Oddur Helgason . . 26,4 —
4. Einar Guðjohnsen .. 27,0 —
Kringlukast:
1. Sig. Norðdahl...... 31.78 m.
2. Einar Guðjohnsen .. 29.74 —
3. Jón Hjartar ....... 25.94 —
4. Oddur Helgason .. 24.30 —
1500 m. hlaup:
1. Jón Hjartar .... 4:57,8 min.
2. Einar Guðjohnsen 4:58,8 —
3. Sig. Norðdahl .. 5:26,2 —
Besta einstaklingsafrekið var
spjótkast Jóns — 52.32 m., er
gaf 631 stig. í fyrra var meist-
ari Anton Björnsson (KR) með
2466 stig, en metið á Sig. Finns-
son (KR), 2834 stig.
Meistaramótið
K. R. meistari í 4x100 m.
boðhlaupi4 en Ármann
4x400 m.
Meistaramótið hjelt áfram
í gærkvöldi og var þá kept
í báðum boðhlaupunum. —
Úrslit urðu þessi
4x100 m boðhlaup:
Meistari: A-sveit K. R.
47,4 sek.
2. A-sveit Ármanns 47,9
sek.
3. A-sveit í. R. 48,5 sek.
4. B-sveit K. R. 48,8 sek.
F. H. sveitin varð fyrir
þeiri einstöku óheppni, að
1. maður þeirra „glevmdi
að taka með sjer keflið“ og
hætti á miðri leið.
K. R. náði góðu forskoti
á fyrsta sprettinum og hjelt
því nokkurn veginn, þar til
við síðustu skiftingu, að Sig
urður og Brynjólfur rákust
hvor á annan svo hastar-
lega, að báðir hlutu af
nokkur meiðsli, þó ekki al-
varleg. Tafði það eitthvað,
svo munurinn í markinu
var ekki nema 4—5 metrar.
Meistarar eru þessir (í sömu
röð og þeir hlupu): Jóhann
Bernhard, Hjálmar Kjart-
ansson, Sig. Finnsson og
Brynj. Ingólfsson.
4x400 m boðhlaup:
Meistari: Ármann 3:44,0
mín.
2. KR 3:46,6 mín.
3. ÍR 3:48,6 mín.
Þetta var mjög spenn-
andi hlaup á köflum. Ár-
mann vann mjög mikið inn
á fyrsta sprettinum. Á þeim
næsta hjelst bilið að mestu
leyti, en á þriðja sprettinum
vann KR dálítið inn. Þann
sprett hljóp Brynj. fyrir K
R, þrátt fyrir meiðslin.
Þá fjekk Sigurgeir kefl-
ið, svo langt á undan Jó-
hanni og Finnbirni (ÍR.)
að úrslitin voru fyrirsjáan-
leg. Jóhann fór mjög geyst
af stað og hafði næstum
unnið upp forskotið, þegar
hlaupið var hálfnað, en eft-
ir það fór að draga af hon-
um og Sigurgeir vann örugg
lega. Finnbjörn, sem hafði
dregist dálítið afturúr, vang.
mikið á þá báða í endanum
Meistarar Ármanns voru
þessir: Árni Kjartansson,
Baldur Möller, Hörður
Hafliðason og Sigurgeir
Ársælsson.
Tími ÍR. í þessu boðhlaupi
er nýtt drengjamet.
Meistaramótinu lýkur 24.
og 25. ágúst með keppni í
10 km. hlaupi og tugþraut.
Washington í gærkv.
BANDARÍKJAMENN
sækja fram á Nýju-Georg-
íu, og hörfa Japanar til
meginstöðva sinna við fjörð
einn norðan til á eynni. —•
Eru Bandaríkjamenn nú um
5 km. frá þessum síðustu
varnarstöðvum Japana á
eynni. < —Reuter