Morgunblaðið - 02.09.1943, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.09.1943, Qupperneq 1
 SKÆRUR OG HANDTÖKUR UM ALLA DANMÖRKU :t Nýr ítalskur sendiherra í Berlín • London í gær. BADOGLIOSTJÓRNIN hefir sent nýjan sendiherra til Berlínar. Er það Alberto Pariani hershöfðingi, sem varð fyrir valinu. Hann var áður yfirmaður herforingja ráðsins ítalska. Sendiherra Mussolinis í Berlín hjet Dino Alfieri og var hátt- settur fastistaleiðtogi. Þykja þessi sendiherra- skifti ekki benda til þess, að Badogliostjórnin hugsi sjer að semja sjerfrið í bráð Nýr ítalskur sendiherra hefir verið sendur til Ank- ara í Tyrklandi til að taka við embættinu. sem laust varð er fyrrverandi sendi- herra ítala þar tók við emb- ætti utanríkismálaráðherra x stjórn Badoglios. Þjóðverjar hóta Svíum London í gærkveldi. Þýska blaðið Berliner Abendausgabe skrifar í dag harðorða grein í garð Svía og segir, að sá tími muni koma, er þeir verði látnir gjalda alvarlega fyrir fram- komu sína í garð Þjóðverja. Hermaður dæmd ur fyrir árás á íslenska konu Frá utanríkisráðuneytinu hefir blaðinu borist eftir- farandi tilkynning: ITinn 15. f. m. rjeðst amer- ískur hermaður á íslenska konu, sem á heima að Úlfarsá í Mosfellssveit, er hún var á leið heim til sín frá Lambhaga, og misþyfmdi hann henni nokkuð, áður en maður henn- ar, er sá að henni var veitt eftirför, kom henni til hjálp- ar. Síðar um kvöldið náðist her maðurirm og var hann hinn 24. ágúst leiddur fyrir her- rjett hjer og dæmdur. Dómur- inn var á þá leið, að hermann- inum var vikið úr hernum með skömm og hánn dæmdur til strangrar refsivistar í fimm ár. 4 ára stríð Fjögur ár voru í gær lið- in frá J)ví Þjóðverjar gerðu innrásina í Pólland. en það var upphaf núverandi heims styr jaldar. í tilefni. af þessu afmæli sendu þeir George VI. Breta konungur og Roosvelt for- seti skeyti til forseta Pól- lands. Pius páfi. Páfi hvet- # ur til friðar PÍUS PÁFI XII. hjelt út- varpsræðu í gær og beindi orðum sínum til alls mann- kynsins. Páfi hóf mál sitt með því að minnast hins „hræðilega dags er ófriður- inn hófst fyrir rjettum fjórum árum“ (innrás Þjóð- verja í Pólland). Hann minti á, að hann hefði þá reynt að gera það sem í hans valdi stóð til að halda friði. Hann minti og á orðin sem hann viðhafði þá: „Ekkert, ekkert mun tap- ast með því að friður verði haldinn — en það getur ver ið að alt tapist með styrj- öld“. Nú væri ekkert annað en sorg í heiminum eftir fjög- urra ára stríð og nú væri svo komið, að það væri meira vafamál en nokkru sinni fyr, að það væri í þágu þjóðanna, að þessu stríði yrði haldið lengur áfram. Páfi kvaðst vona, að þetta yrði síðasta ár ófriðarins og að næsta ár gæti byrjað sem ár friðar. Að lokum hvatti páfi allar þjóðir til að vinna að því að koma á varanleg- um friði. NÝR YFIRMAÐUR BRESKA ÚTYARPS- INS. NYR yfirmaður hefir verið settur yfir breska útvarpið. Ileitir hann Robert Foot. 35 þúsund Þjóðver jar fjellu við Taganrog London í gær. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. RÚSSAR segja, að 35,000 þýskir hermenn hafi fallið við Taganrog og þar í grend. Segjast Rússar nú hafa lokið við’að uppræta leifar þýska hersins, sem innikróaður var á þessum slóðum. Rúmlega 5000 þýskir fang ar voru teknir og mikið her- fang. Meðal hergagna, sem Rússar eyðilögðu fyrir Þjóð- verjum við Taganrog, voru 500 skriðdrekar og 500 fall- byssur. Alls gereyddu Rúss ar 4 þýskum herfylkjum og voru það 17., 111. og 294. fót gönguliðsherfylkin og 15. fallhlífarhermannaherfylk- ið. Á Brianskvígstöðvunum hefir Rússum orðið allvel ágengt- ennþá og hafa þeir náð mörgum bæjum og þorp um á sitt vald. Danski herinn leyst- ur upp. 1000 liðsfor- ingjar handteknir London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. SKÆRUR, OG HANDTÖKUR eiga sjer enn stað um alla Danmörku. Fjölda margir prestar hafa verið hand teknir og ennfremur tveir prófessorar í gáxðfræði. Danski herinn hefir verið leystur upp og um 1000 danskir liðsforingjar teknir höndum. Engin kennsla fer fram í háskólunum í Kaupmannahöfn eða Aarhus., Allsherjarverkfall stendur enn yfir í mörgum dönskum bæjum. Miðhluti Kaupmanahafnar er enn lokað svæði. Fær enginn borgari að fai'a um bannsvæðið. Orustuskip skjóta á megin- land Ítalíu BRESKU ORUSTUSKIP- IN (og systurskipin) Nelson og Rodney, sem eru 32,000 smálestir að stærð og hafa margar þrefaldar 16 þuml- unga fallbyssur, hófu skot- hríð á meginland Ítalíu hjá borginni Reggio við Mess- inasund, í fyrradag. Er þetta í fyrsta sinn, sem bresk orustuskip skjóta á meginland Ítalíu, en beiti- skip Bi’eta hafa við og við að undanförnu skotið á strandvirki á ströndum Italíu. Með orustuskipunum var beitiskipið Oran og 9 tund- urspillar, en flugvjelar Breta sveimuðu í lofti, skip- unum til verndar. En flug- vjelar ítala og Þjóðverja ljetu ekki sjá sig. Tvær ó- vinaflugvjelar sáust í fjarska á meðan á skothríð- inni stóð, en þær hypjuðu sig brátt á brott. Strandvirki ítala gátu ekki haldið uppi neinni vörn, sem nokkru næmi og ítalski flotinn sást hvergi. Orustuskipin skutu á skotmörk sín úr 10 mílna fjarlægð. Skotdrunurnar heyrðust í 75 kílómetra fjarlægð. SlÐASTA FYRIR- SKIPUN FLOTA- FORINGJANS, Það var Vedel flotaforingi, sem gaf skipun um að sökkva skyldi danska flotanum. Það síðasta, sem heyrðist frá Víd- el, var skipun til flotans: „Siglið til Svíþjóðar eða sökkvið skipunum“. Er hann hafði gefið jiessa fyrirskipun, voru þýskir her- menn komnir til að handtáka hann. YFIRSTJÓRN ÖLL HJÁ ÞYSKA HERS- HÖFÐINGJANUM. HINGAÐTIL hefir það ver- ið óljóst, hvernig stjórn Dan- merkur væri komið fyrir. En samkv. skeyti til norska blaða fxxlltrúans hjer í gær hefir yf- irhershöfðingi Þjóðverja, von Ilaneken, alla stjórn landsins í sinni hendi. En skrifstofu- stjórar ráðuneytanna annast stjórnarstörf, undir stjórn hans, hver í sinni deild. Yfirhershöfðinginn hefir hótað því, að hann tæki npp þann hátt nazista, að hand- taka gisla, ef óeirðum linti ekki eða mótþróa. M. a. hefir því verið hótað í Helsingja- eyri. En þar hafa menn hald- ið uppi allsherjarverkfalli. Hinum nýju ráðstöfunum og aðgerðum Þjóðverja hefir almenningur svarað með því að taka upp einkunnarorð Norðmanna og segja: Þeir kúga okkur aldrei! SPRENGINGARNAR HEYRÐUST TIL DANMERKUR. Sprengingarnar í Kaup- mannahöfn s. 1. sunnudags- nótt voru svo stórfeldar, að Framhald á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.