Morgunblaðið - 02.09.1943, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 2. i sept. 1943
- FRANCO
Framhald af bls. 7
því að þessi maður reki rýt-
inginn í bak okkar?
Eigum við að halda áfram
að friða Franco með því að
byrgja hann upp með mat-
vælum og eldsneyti, án þess
að hirða um það, hvað hann
tekur til bragðs á örlaga-
stundinni? Það eru nokkur
atriði, sem mæla með því,
því að meðal annars myndi
uppreisn gegn Franco hafa
það för með sjer að þýskur
her rjeðist inn á Spán og við
myndum þá missa Gibralt-
ar.
Eða ættum við að ráðast
á Spán við fyrsta tækifæri
til þesð að útrýma hættunni
er steðjar að okkui: úr þeirri
átt?
Mörg rök mæla einnig á
móti þessari lausn. í fyrsta,
lagi myndu slíkar fram-
kvæmdir krefjast mikils
liðsafla, hergagna og skipa.
Hitler getur gert innrás á
Spán frá Frakklandi, en við
þyrftum aftur á móti að
sækja vfir sjóinn. í öðru
lagi, ef Franco yrði steypt
af stóli, myndi hann pólit-
íski fjandskapur brjótast út
með nýjum ofsa. Hverskon-
ar stjórn myndum við veita
spönsku þjóðinni, ef við
næðum Spáni á okkar vald?
Hverskonar stjórnarfyrir-
komulagi myndi spanska
þjóðin óska eftir? — Lausa-
fregnir sem hafa síast gegn
um ritskoðunina, virðast
staðfesta ótta íhaldsmanna
okkar um að hinum rót-
tæku öflum hafi aukist mik
ið fylgi undir harðstjórn
fasistanna og að mikill
meirihluti þjóðarinnar
myndi ekki sætta sig við
annað en fullkomna sósíal-
istastjórn.
Og þá er það þriðja mót-
báran. Að því er snertir hin
endanlegu úrslit Evrópu-
styrjaldarinnar myndu bar
dagar á Spáni aðeins vera
útúrdúr, sem myndi dreifa
styrkleika okkar.
Spánn er vissulega ljeleg
bækistöð til árásar á Ev-
rópu.
Tveir þröngir vegir, sem
liggja meðfram hinum
bröttu hlíðum austan og
vestan Pyreneafjalla, tengja
Spán við Frakkland. Hinar
snæviþöktu auðnir Pyrenea
fjailanna eru óvinnandi
varnarveggur gegn meiri-
háttar sókn frá Spáni. Járn-
brautirnar á Spáni eru af
breiðari gerðinni. Þegar við
höfum komið á land nægi-
legum her, til þess að gera
árásina, gæti Hitler hafa
látið sprengja upp og loka
hlitunum við Trun og Port-
Bon og haldið okkur þannig
í skefjum með tiltölulega
litlum liðsafla.
Við skulum gera okkur
glöggva grein fyrir því,
hvernig málunum er hátt-
að á Spáni.
Franco er andstæðingur
okkar. Hann lætur ekkert
tækifæri ónotað til þess að
sannfæra okkur um það. —
Stjórn hans var fyrsta
stjórnin í Evrópu, sem -af
frjálsum vilja gekk í lið
með möndulveldunum. —
Franco mun þegar veita
Hitler vopnaða aðstoð gegn
okkur, þegar honum býður
svo við að horfa.
Á hinn bóginn myndi
landsetning liðs okkar á
spánska grund hafa í för
með sjer hernaðarleg og
stjórnmálaleg vandamál, er
við erum ekki enn færir um
að leysa.
Eina skynsamlega leiðin
væri því að bíða, þrátt fyrir
hættu á skyndiárás. Dálítil
festa í framkomu okkar við
Franco myndi ekki spilla
neinu. Bretarnir voru var-
kárari í viðskiftum sínum
við hann en við vorum. —
Fyrir hverja ívilnun, sem
þeir veittu spönsku fasist-
unum, tóku þeir ríkulega
borgun. Á hinn bóginn höf-
um við ekki fengið neitt
endurgjald fyrir marga
skipsfarma af mat, olíu eða
lán, sem við höfum veitt
þeim.
Að minsta kosti verðum
við að vera reiðubúnir við
því að reiða til höggs og
hershöfðinginn ætlar að
fylgja því vel eftir, þegar
grípa til vopna.
Udet
flugkappi
Sjálfsæfisaga. Hersteinn
Pálsson þýddi. ísafold-
arprentsmiðja h.f. gaf
út.
Það er viðurkent, að
styrjaldir geti haft áhrif til
góðs, að því leyti, sem þær
þroska tæknina venjulega
mikið, eins og raun varð á
í heimsstyrjöldinni fyrri, og
þegar er farið að sjást í
þessari. Á þetta ekki síst við
flugtæknina og er fylgst
með þeim málum af miklum
áhuga.
Einn af þeim mönnum,
sem mikið verk vann að
fullkomnun flugtækni eft-
ir heimsstyrjöldina og í
byrjun þessa stríðs, er sá,
sem þessar endurminning-
ar ritar, sem nú koma út á
íslensku, Ernest Udet, hinn
mikli listflugmaður og or-
ustuflugmaður Þjóðverja,
sem altaf reyndi að koma
fluginu á hærra og hærra
stig, og ljet loks lífið við þær
tilraunir, eftir að hafa slopp
ið óskaddaður úr ótal loft-
bardögum. Udet var næst
sigursælasti flugkappi Þjóð
verja í fyrri heimsstyrjöld,
skaut niður 62 flugvjelar
samtals, en Richthofen 80.
Udet var alllengi í sveit
Richthofens, og lýsir honum
að nokkru. Einnig lenti Ud-
et í bardögum við frægasta
flugmann Frakka, Guyne-
mer, og er sú lýsing gott
dæmi riddaralegs hernaðar.
Það er víst og satt, að
flugmál, flugvjelar og alt
sem að þeim lýtur, eiga sí-
felt meiri vinsældum að
fagna hjer á landi, einkum
meðal æskulýðsins. Hann
mun því vissulega grípa
þessa bók tveim höndum,
bók sem segir frá flugafrek-
um í stríði og friði, lýsir
lífi sem eytt var í þjónustu
þess mikla framtíðarmáls.
Hersteinn Pálsson hefir
leyst þýðinguna mjog þokka
lega af hendi, og útgáfan er
snotur. B.
Sjötug Guðlaug
GUÐLAUG er fædd í
Auðsholti í Biskupstung-
um 2. september 1873. For-
eldrar hennar voru Hró-
bjartur Jónsson og kona
hans Elín Jónsdóttir, sem
lengst bjuggu í Austurkoti
í Hraungerðishreppi og síð-
ast í Oddgeirshólum í sömu
sveit. Hófu þau búskapinn
efnalaus og ómegðin hlóðst
á þau ár frá ári og alls urðu
börnin 13. Má því nærri
geta, að oft hefir verið
þröngt í búi hjá þeim, með
sinn stóra barnahóp, á slík-
um harðindaárum, er þá
gengu yfir landið. En fyrir
dugnað og hagsýni komst þó
alt vel af og þau komu börn
unum vel til manns. En er
börnin fóru að stálpast og
komast upp, batnaði hagur-
inn óðum, svo að síðast
komust þau úr kotinu á höf-
uðbólið og ráku þar stórt bú,
unz þau hættu búskap árið
1906.
Guðlaug ólst upp hjá for-
eldrum sínum og þar sem
hún var elst systkinanna,
má nærri geta, að snemma
hefir hún farið að hjálpa til
við heimilisstörfin. Og með
því henni var gefið þrek og
kjarkur foreldranna, varð
þeim brátt mikill styrkur
að henni, enda vann hún
hjá þeim fram undir þrí-
tugsaldur, en þá varð hún
vinnukona á Kiðjabergi í
Grímnesi og hefir nú verið
þar í rúm 40 ár.
Öll störf sín, frá því
fyrsta, hefir hún stundað
með framúrskarandi dugn-
aði og alúð og trúmenskan
og áhuginn hefði ekki getað
verið meiri, þó hún hefði
verið að vinna fyrir sjálfa
sig. Hún var ung kölluð til
starfs og hún lætur enn lítt
á sjá og tekur altaf daginn
snemma, hún kann ekki
öðru, meðan heisa og fjör
endist. Og þó að störfin hafi
verið ærin heima fyrir, þá
hefir hún þó með glöðu
geði komið til hjálpar á
margan bæinn, þegar veik
indi eða aðrir erfiðleikar
hafa drepið þar á dyr, og
Hróbjartsdóttir
mannfátt hefir verið heima
j fvrir eins og nú er víðast í
. sveitum landsins. Hún hef-
I ir ekki talið þetta eftir sjer,
þó aldurinn sje orðinn hár,
hennar lífsspeki hefir ver-
ið að lifa til að vinna og láta
gott af sjer leiða.
Þeir eru því áreiðanlega
margir í dag, sem hugsa
með hlýjum og þakklátum
huga til afmælisbarnsins og
óska því heilla og blessun-
ar.
Af þakklátum huga óska
jeg þjer til hamingju og að
æfikvöldið verði bjart og
, fagurt.
Nýtt met í 60 m.
hlaupi
Á Innanfjelagsmóti K.R.
í fyrrakvöld setti Jóhann
Bernhard nýtt met í 60
metra hlaupi. Rann hann
skeiðið á 7,1 sek. og er
það 0.1 sek. betra en met
Olivers Steins frá því fyr
í sumar.
Úrslit hlaupsins urðu
annars þessi:
60 metrar:
1. Jóh. Bernhard 7,1 sek.
2. Brynj. Ingólfss. 7,2 —
3. Þór Þormar . . 7,4 —
4. Hj. Kjartanss. 7,4 —
í undanrásunum setti
Bragi Friðriksson nýtt
drengjamet — 7,4 sek. —
Það gamla var 7,6 sek. sett
af Gunnari Huseby 1941.
yOOOOOOOOOOOOOOOOOOÓOÓOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÓOOOOOOOOOÓOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÓ/
X - 9
)ooooooooooo<x>oooooooo<c>ooooo
Eftir Robert Storm
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO /
TAKE ME ro THE
OSEESING-KOOM
WHE/2E 7HE &OPV
'AS FOUND.I
Alt er í uppnámi í leikhúsinu, þegar upp kemst um X-9: -*■ Augnablik! Segið stúlkunum að halda æí- mig sjá, hvar herbergið er.
morðið. Leikkonurnar hrópa hver í kapp við aðra. ingunni áfram. Enginn má fara úr leikhúsinu. Látið Leikhússtjórinn: — Hver eruð þjer? Ó, já.