Morgunblaðið - 11.09.1943, Side 2
MORGUNBLAÐIB
Laugardagur 11. sept. 1943
o
Cj
- RÆÐA HITLERS
Framh. af 1. síðn.
inn, að Ítalía færi í styrj-
öldina með Þjóðverjum ár-
ið 1939.
Hitler sagðist þá hafa skil
ið erfiðleika Mussolinis. —
Síðan rakti Hitler þátttöku
ítala í stríðinu. Það hefðu
ávalt verið Þjóðverjar, sem
urðu að bera hita og þunga
bardaganna, bæði í Norður-
Afríku og á Sikiley. — Hin
sviksamlegu öfl hefðu verið
að verki og tekist að stevpa
foringja ítölsku þjóðarinnar
af stóli með brögðum. Þessi
sömu öfl hefðu ekki aðeins
ætlað að steypa Ítalíu í glöt
un heldur og Þýskalandi,
en það myndi ekki takast.
Bjóst við þessu.
Eftir fall Mussolini, sagði
Hitler, sá jeg strax hvert
stefndi og varð því að gefa
fyrirskipanir um að gerðar
yrðu yáðstafanir til að
foi >a þýska ríkinu frá sömu
örlögum og Badoglio og
menn hans hafa búið Italíu.
Aðeins sigurvegarar
skulu lifa.
Hagsmunir Þýskalands
eru oss jafnheilagir eins og
guðieg skipun. í þessari
miskunarlausu baráttu er
það stefna vor að fyrirlíta
hina sigruðu og leyfa ein-
ungis sigurvegurunum að
lifa. Við erum þess vegna
reiðubúnir að gera hverj-
ar þær ráðstafanir, sem við
orkum til að hefna okkar
á óvinunum. En það eru
hinsvegar til þeir Italir, er
eru það heiðarlegir, að þeir
vilja láta örlögin ganga
jafnt yfir sig og okkur.
Hitler rjeðist heiftarlega
á Viktor Emanuel Ítalíukon-
ung og Badoglio fyrir það,
er hann nefndi svik þeirra
við Þjóðverja.
Engin hernaðarleg
þýðing.
Uppgjöf Ítalíu hefir litla
hernaðarlega þýðingu, sagði
Hitler, því sannleikurinn er
sá', að Italir hafa verið okk-
ur byrði í marga mánuði.
Við munum því halda bar-
áttunni áfram án byrði. Al-
þjóðaauðvaldið vonar að
geta fundið svikara innan
Þýskalands eins og það fann
í Italíu. En slík von sýnir
aðeins fáfræði þeirra og
vöntun á skilningi á ríki
þj óðernis j af naðarmanna.
Von þeirra um, að geta
stofnað til annars 25. júlí
(þegar Mussolini fjell) hjer,
er bygð á misskilningi á per
sónulegri stöðu minni og
afstöðu pólitískra vina
minna til mín og afstöðu
herforingja og flotaforingja
minna til foringja síns.
Erfiðleikarnir munu að-
eins knýja oss fastar saman
um ákvörðun okkar. Mitt
persónulega líf er ekki
lengur mitt eigið. Jeg er vel
meðvitandi þess hlutverks,
Þetta sagði Hitler
í fyrra:
I ræðu, senx Adolf Hitl-
er hjelt í september í
fyrra sagði hann, að það
væri hlægileg bábilja af
bandamönnnm að láta sjer
detta í hug, að þeir gætu
nokkru sinni skilið Þjóð-
verja og ítali að.
sem mjer hefír verið falið
að \ inna og mjer er ljóst að
með því að leggja fram
minn skerf, get jeg trygt líf
þjóðar minnar um marga
ókomna ættliði.
„Mesíi maður ítala“.
Um Mussolini sagði Hitl-
er, eins og að framan er get-
ið, að hann væri mesti son-
ur Ítalíu, sem uppi hefði
verið frá því rómverska
keisaradæmið leið undir
lok. „Mjer er heiður að því,
að kalla þenna mann vin
minn“, sagði Hitler. Síðan
ræddi Hitler um erfiðleika
Mussolinis, og „svik þeirra,
sem steyptu honum af stóli“
LOFTÁRÁS-
'IRNAR.
Ilitler ræddi lítið um hern-
aðarafstöðuna, en sagði aðeins,
að Þjóðverjar hefðu rekið ó-
vinina 600 mílur frá Þýska-
landi. Það væri aðeins úr
lofti, sem óvinirnir gætu ógn-
að þýsku þjóðinni, en það væri
verið að skipuleggja loftvarn-
ir til að brjóta á bak aftur
loftárásir bandamairna, og
einnig sje verið að gera ráð-
stafanir til að hefna fyrir loft-
árásirnar.
„Það getur verið“, sagði
Hitler, „að við verðum að láta
af hendi landskika við og ,við
af hernaðarlegum ástæðum og
til að koma í veg fyrir að
stofna her vorum í ónauðsyn-
lega hættu. En það mun aldrei
leiða til þess, að stálhringur
sá, sem er um Þýskaland, verði
rof'inn og sem varinn er af
hetjudáð og með blóði her-
inanna okkar“.
HVATNINGARORÐ.
„Jeg vænti þess“, hjelt Hitl-
er áfram, „að þjóðin standi
saman sem einn maður í vörn-
inni. Flokkurinn verður að
ganga á undan með góðu eft-
irdæmi í hvívetna. Þjóðin
heima getur vel verið hreykin
af hermönnum sínum. Á hinn
bóginn geta hermennirnir einn
ig minst heimalandsins, sem
nú hefir verið gert að orustii-
velli“.
„Það er þessvegna heilög
skylda sjerhvers hermanns,
íremur en nokkru sinni fyr,
að sýna stöðuglyndi. Allar til-
raunir til að undiroka Þjóð-
verja munu reynast árangurs-
lausar. Sjerhver Þjóðverji
verður að sýna vilja t-il að
fórna öllu fyrir fósturjörðina“
„Jeg sjálfur er sjerstaklega
hreykinn yfir að hafa fengið
það hlutverk að vera foringi
þessarar þjóðar og jeg er
þakklátur guði almáttugum
fyrir hverja stund, sem hann
veitir mjer til að vinna hið
mikla hlutverk, að leiða þetta
inesta stríð í sögu okkar til
sigursælla lykta“.
NIÐURLAGSORÐ.
Að lokum skýrði Ilitler frá
því, að allar ráðstafanir hefðu
verið gerðar til að vernda
hagsmuni Þýskalands, og.hvað
snerti atburðina í Italíu, þá
gengju allar ráðstafanir, sem
gerðar hefðu verið jiar, sam-
kvæmt áætlun.
„Svik Júgóslavíu“, sagði
Ilitler að lokum, „kendu okk-
ui' að vera á verði. Vonandi
munu atburðirnir í Italíu
kenna okkur að hvika aldrei
frá því, sem þjóðarheiðurinn
býður okkur á vandastund og
að standa staðfastir með
bandamönnum vorum á hætt-
unnar og erfiðleikanna stund“
„Þjóð, sem stenst þessar
raunir, sem forlögiu hafa fært
henni, mun hinn almáttugi
launa raeð lárviðargreinum
sigursins. Þjóðverjar efu og
munu verða sú þjóð“.
Guðm. Jónsson
syngur á
Akureyri
Frá frjettaritara Mbl.
á Akureyri.
GUÐMUNDUR JÓNSSON
hjelt söngskemtun í samkomu-
hiísi bæjarins s.l. miðvikudag
við ágæta aðsókn.
Hafði mörgum leikið hugur
á að heyra þennan unga og
efnilega söngvara, sem svo
mikið orð hefir farið af, syngja
Vakti söngur hans mikla hrifn
ingú tilheyrenda.
Á söngskrá voru af íslensk-
■um viðfangsefnum: Bikarinn
eftir Markús Kristjánsson,
Dauðsmannssundið eftir Björg
vin Guðmundsson, Sverrir
konungur eftir Sveinbj. Svein-
björnsson og Rósin eftir Árna
Thorsteinsson. Átta lög voru
eftir erlenda höfunda. M. a.
má nefna: Lofsöngur eftir
Beethoven, Siste Reis eftir E.
Alnes, Last Chord eftir Sidli-
van, Aufenthall eftir Sehubert,
Áría úr óp. Töfraflautan eft-
ir Mozart o. fl.
Sönvarinn varð að endur-
taka mörg laganna og söng
þrjú aukalög. Undirleik annað-
ist Einar Markússon af mikilli
prýði. — Söngskemtunin var
endurtekin í gærkvöldi.
Æfifjelagar í. S. í.:
Þessir menn hafa gerst
æfifjelagar í. S. í.: Hérmann
Haraldsson, skrifstofustj.,
Reykjavík, Sigurjón Guð-
jónsson, prestur, Saurbæ,
Bjarni Bjarnason, löggild-
ingarmaður, Kristján Er-
lendsson, trjesmíðameistari,
Marteinn Davíðsson, múr-
ari, Reykjavík, Gísli Ólafs-
son, bakarameistara, Frið-
björn Aðalsteinsson, skrif-
stofustj., Reykjavík, Guðm.
Sölvason, verslm., Rvík, og
eru þá æfifjelagar sambands
ins 269 að tölu.
verja og Itala.
Framh. af 1. síðu.
staði og borgir Þjóðverjar
hafa á valdi sínu, en talið
er, að þeir hafi Genua og
Spezia á sínu valdi. Enn-
fremur er talið að þeir hafi
lokið við að hreinsa til hjá
borgunum Bologna, Verona
og Cremona. ítala útvarpið
sagði í kvöld, að Trieste
væri á valdi Þjóðverja.
Á Balkan.
í Balkanlöndum hefir
víða komið til átaka milli
Þjóðverja og ítala. Þýskar
fregnir herma, að öll mót-
spyrna ítala í Balkanlönd-
um hafi verið brotin á bak
aftur, nema í Albaníu, Jú-
góslafíu og í Grikklandi,
þar sem á nokkrum stöðum
sjeu ítalskar hersveitir, er
hafa neitað að láta af hendi
vopn sín.
Æsingar gegn Þjóðverjum
í ítölskum borgum.
í ítölskum borgum hefir
víða komið til æsingafunda
gegn Þjóðverjum og t. d. í
Milano voru farnar miklar
hópgöngur og fundir haldn-
ir til að krefjast þess, að alt
yrði gert til að hjálpa banda
mönnum við að reka Þjóð-
verja úr Ítalíu. Milano er
á valdi ítala ennþá, en borg
in er sennilega umkringd á
alla vegu af þýsku liði.
Alls staðar þar, sem
bandamenn koma, er þeim
vel tekið af ítölum og
skemdarverk eru framin
þar sem Þjóðverjar ráða.
Sókn bandamanna.
Framh. af 1. síðu.
sökt einu orustuskipi og lask-
að beitiskip.
EYJARNAR Á VALDI
BANDAMANNA.
Eyjarnar Sardinia og Kor-
sika eru á valdi bandamanna.
I þýskum fregnum er skýrt
frá því, að setulið Þjóðverja,
sem var á þessum eyjum, hafi
ekki svarað loftskeytum, sem
send hafa verið til þeirra.
Þá hafa bandamenn náð á
sitt vald eyjunum d’Ischia,
sem er um 20' mílur vestur af
Napoli,og ennfremur hafa þeir
aðrar smáeyjar á sínu valdi.
SÓKN BANDA-
MANNA.
I fregnum frjettaritara, sem
eru með hersveitum banda-
juanna á Italíu, ’gir, að sókn
áttunda hersiu; gangi vel.
ITefir hann nú svo að segja
alla „tána“ á sínu valdi. d’il-
kvnt hefir verið, að áttundi her
inn hafi tekið Piazzo við Eu-
fenda-flóa.
Hjá Napoli hefir slegið í
harða bardaga mill 5. hersins
og Þjóðverja, en bandamenn
gera meira en halda velli, því
þeir hafa aukið yfirráðasvæði
sitt við Napoli og Salerno að
mun. Þjoðverjar gerðu fimm
gagnárásir í gær, en 5. herinn
hratt þeim öllum. Er talið, að
bandamenn hafi sigrast á
mestu erfiðleikunum með því
að koma sjer örugglega fyrir
á þessum slóðum.
Framhald af bls. 1.
en Italir hafi varið borgina. I
dag hafi svo hershöfðinginn
ítalski í Rómaborg gefist upp.
I lershöfðinginn heitir Calvi
di Bergoli og er tengdasoniu*
Italíukonungs.
Fregnir hafa borist um, að
Viktor Emanuel liafi lagt nið-
ur völd og að Umberto krón-
prins hafi tekið við af honum,
en þær fregnir hafa ekki ver-
ið staðfestar.
BADOGLIO FLÝR
FRÁ RÓM.
Forsætisráðherra ítölskui
stjórnarinnar, Badoglio hers-
höfðingi, er flúinn frá Róm.
Það er talið, að hann hafi far-
ið suður í land.
HVAR ER
MUSSOLINI?
Ekkert hefir verið látið
uppi um það, hvar Mussolini
er hafður í fangelsi. Frjettir
hárust um það í gærmorgun,
að ítalska stjórnin hefði fram-
selt hann í hendur bandamönn
um, og að hann væri kominn
til N.-Afríku, en þær fregn-
ir eru opinberlega bornar til
baka í London í dag.
Ákveðið ú
bjóða út bruna-
tryggingarnar
Á BÆJARRÁÐSFUNDI í
gær var samþykt að leggja til
við bæjarstjórn, að bjóða
skyldi út brunatryggingarnar
á húsum í bænum frá 1. apríl
1941, svo framarlega sem Sjó-
vátryggingarfjelag' * Islands
sæi sjer ekki fært aö endur-
nýja samninginn við bæinn ó-
breyttan frá því sem hann er
mi.
Sjóvátryggingarfjelagið
hefir viljað endurnýja samn-
inginn með nokkrum breyting-
um, og hefir hagfræðingur
bæjarins, dr. Björn Björnsson
haft það mál til athugunar, en
engin ákvörðun verið tekin,
fyr en nú.
Almenna tryggingarfjelagið
hefir óskað eftir að fá tæki-
færi til að þjóða í tryggingar,
þessar.
•mDiitiiinm. iönssoh. ununtí