Morgunblaðið - 24.09.1943, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 24.09.1943, Qupperneq 5
Föstudagur 24. sept. 1943 i i ■ ! : i ; ií / M ORGUNBLAÐIÐ HÚSAVÍKIJRHÖFIM ÞARF AÐ FUFLGERAST Það er einkum tvent, sem mönnum þeim verður tíð- rætt um, sem heim koma til höfuðstaðarins úr annað hvort skemtiferðum eða ferðum til fjár, um Norð- urland í sumar, en það er ótíðin og síldin. Hvorttveggja var með einsdæmum, að jeg ekki segi ódæmum. Sumarið nyrðra var ó- venju vott og kalt, en þrátt fyrir kuldann óð síldin svo uppi, að veiðin varð gífur- leg. En síldin var ekki um all- 'an sjó, hún óð nú sem fyrr aðallega á svæðinu frá Tjör- nesi að Skaga, en einmitt þarna er aðal síldveiðisvæð- ið fyrir Norðurlandi, og hef- ir ætíð verið í venjulegum síldarárum. Það var upp- burðurinn á þessu svæði sumarið 193ý, sem olli því, að síldarverksmiðjurnar, sem þá voru, entust ekki til þess að taka við aflanum. Þarna var ,,kraftsíldin“, þ. e. aðal síldarmagnið sumur- in 1936 og 1937. í viðtali við Snæbjörn Ólafsson, skip- stjóra á Tryggva gamla, sem birtist 7. sept. 1938 í Morg- unblaðinu, en sumarið 1938. var hann aflakóngur síld- veiðiflotans, kemst hann m. a. þannig að orði um veiði- svæðið: „Mesta síldarmagn ið virtist vera á Skjálfanda- flóa og við Tjörnes“. Geri jeg ráð fyrir að þessa árs „aflakóngur“ hafi sömu söguna að segja um göngu síldarinnar, en til fróðleiks skal jeg leyfa mjer að taka nokkrar glefsur upp úr dagbók minni. 21. júlí: — „Skjálfandi fullur af síld og sjást stórar torfur úr gluggum mínum rjett fram an við Húsavíkurhöfn, enda mörg skip að fylla sig. Verk- smiðjuþróin full“. — 24. júlí: — „Síld hefir verið þessa viku um allan Skjálf- anda og hefði stór síldar- verksmiðja í Húsavík haft ærið nóg úr að vinna“. 4. ágúst: — „Skjálfandi svartur af síld. Mörg skip leitað til verksmiðjunnar í Húsavík, en hún altof lítil. Þau öll gerð afturreka“. Svona gæti jeg haldið á- fram að heita má dag eftir dag til 7. sept. síðastl., en þá var hætt að taka við síld í Húsavíkurverksmiðju. Skipin, sem vísað var þrirtu sökum rúmleysis þró íiýinnar og smæðar verk- smiðjurmar skiptu tugum og þarf jeg ekki að rökstyðja hvílíkt tjón það var og er fyrir síldveiðiflotann, fvrir ríkisverksmiðjurnar og sjálf an ríkissjóðinn, að ekki skuli þgar fyrir löngu vera komin upp í Húsavík síld- arverksmiðja með 5 til 10 þúsund mála sólarhrings af- köstum. Nú eru tíu ár liðin frá því Framtíðarstaður síldar- útvegs og fiskveiða Eftir Júlíus Havsteen að Alþingi veitti ríkisstjórn inni heimild til þess að reisa síldarverksmiðju á Norðurlandi. Einmitt vorið 1933 var byrjað á hinni þörfu hafn- argerð í Húsavík, hafnar- gerð, sem hefir reynst svo tímabær og svo vel gerð það sem hún nær, að þær fáu raddir þeirra manna, sem ekki skildu þörfina og hvert stefnt var, eru löngu hljóðn aðar. Benti jeg á það í blaða- greinum 1933 að tilvalið væri, að láta þessi tvö mann virki, síldarverksmiðju, fvr- ir Norðurland og hafnar- garð í Húsavík, haldast í hendur og styðja hvort ann að, en þeir sém þá rjeðu, skildu ekki vitjunartíma þessara mála og heldur ekki þeir sem síðar gengu á ný framhjá Húsavík og reistu báknið í Raufarhöfn, sem ekki mun bræða gull í rík- issjóðinn í sumar. Þýðir ekki að fást um orð inn hlut og skal það játað, að Raufa.rhöfn hefir ýms góð skilyrði til þess að þar sje hæfileg síldarverk- smiðja, þó hún komist ekki til jafns við Húsavík, eins og jeg rökstuddi í greinum mínum um síldarverk- smiðjumálið á Norðurlanai í Morgunblaðinu 1936 og í Vísi 1938. Þetta hefir og nú verið játað af hlutaðeigandi stjórn arvöldum, þar sem Alþingi hefir samþykt í fyrra, eftir tillögum stjórnar Síldar- verksmiðja ríkisins, að reist skuli síldarverksmiðja á Húsavíkurhöfða með alt að 10 þúsund mála sólarhrings afköstum strax og fært þvki vegna dýrtíðarinnar að full gera Húsavíkurhöfn. Hreppsnefnd Húsavíkur hefir látið landið tafarlaust og óspart undir væntanlega verksmiðju og ekki hefir staðið á stuðningi sýslu- nefndar Suður-Þingeyjar- sýslu. Málin horfa þá þannig við eins og fyrir tíu árum, að verksmiðjan bíður eftir full gerðri höfn og höfnin eftir verksmiðjunni og sjávarút- vegur okkar íslendinga eft- ir hvorttveggja. Og mjer er spurn. Hversu lengi á að bíða? Á að bíða eftir hruninu, sem altaf er verið að hræða pkkur á að hljóti að koma og halda menn að þá sje betra að ráð- ast í fyrirtækin, en þegar Júlíus Havsteen, sýslumað- ur og Finnbogi R. Þorvalds- son, verkfræðingur, er rjeði gerð hafnarbryggjunnar. — (Hafnarbryggjan í smíðum) allir hafa fullar hendur fjár og ríkissjóðurinn er út troðinn eins og nú af gjöld- um skattgreiðenda og þá einkum þeirra er sjóinn stunda. Að vísu er flas sjald an til fjár, en vonlaus biðin, dáðlaus biðin, bítur bak- fiskinn úr hverri fram- kvæmd. Svo heppilega vill nú til, að á Alþingi því, sem nú situr að störfum. hafa a. m. k. þrír fulltrúar þjóðarinn- ar heyrt „tímans lúður kalla“ og lagt fram frum- varp til laga um hafnar- bótasjóð, en tilgangur sjóðs ins er að stuðla að bættum hafnar- og lendingarskil- yrðum í kauptúnum og sjáv arþorpum, þar sem aðstaða er góð til sjósóknar og fram leiðslu sjávarafurða. I greinargerðinni segir: „Frv. það, sem hjer er flutt, miðar að því að skapa stöð- um, sem sjerstaklega vel liggja við fiskimiðum, en lítið fjárhagslegt bolmagn hafa til þess, að hefjast handa um hafnarbætur á grundvelli hafnarlaga eða laga um lendingarbætur, aukna möguleika. Með því er lagt til, að stofnaður verði sjerstakur hafnarbóta sjóður með allmiklu fje til þess að fullnægja þeirri þjóðfjelagslegu nauðsyn, sem á því er, að bæta að- stöðu ýmissa sjávarþorpa til þess að hagnýta sjer að- stöðu sína og auka þar með útflutningsverðmæti þjóð- OOOOOO<OO<O<OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Verkfærastál a 11 fyrirliggjandi. Birgðir talsverðar. tÞðlSIEINSSBNtJÍINSONI -OÖOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO< Hús til sölu i l Laus íbúð og verkstæði. Uppl. gefur Pláss í kjallar. GUNNAR ÞORSTEINSSON hrm. Sími 1535. Rafmagnsmótorar ýmsar stærðir fyrirliggjandi. V|eismið|an Jötunn (verslunin) sími 5761. *****^***«*'***«**»%**i**«*4t'* *:* ‘t**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:**:* •** *:• x*4:*4:**:*4^^:**:**:**:**:**:**:**:* *#*****i**i**t**i4 AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI arinnar. Meginútflutnings- verðmæti þjóðarinnar koma frá sjávarútveginum“. Sjálfsagt má treysta því, að Alþingi sje skipað þeim fulltrúum í öllum flokkum, að frumvarp sem þetta nái þegar fram að ganga sem lög frá þessu Alþingi og þykist jeg hafa rökstutt það með því sem hjer að framan er sagt og með greinum þeim, sem jeg áður hefi ritað um afstöðu Húsavíkurkauptúns til síldar og fiskimiða Norð- urlands. að ekkert kauptún getur frekar og fyrr komið til greina við framkvæmd laga um hafnarbótasjóð en Húsavík. Það er nú viðurkent, að austan Eyjafjarðar liggur engin höfn betur við síldar- miðin en Húsavík og í því sambandi þykir rjett að taka það sjerstaklega fram, að góð og fullkomin höfn í Húsavík er fyrir síldveiði- flotann tengiliður milli Siglufjarðar og Raufarhafn- ar, því ósjaldan leita skipin til Húsavíkur í von um af- greiðslu, þegar þau sökum vjelbilunar eða leka kom- ast ekki með síldarfarm sinn alla leið austur eða vestur til stóru verksmiðjanna. Þá er það og vitað, að hvergi í verstöðvum norðan lands er þorskafhnn meiri en í Húsavík og róðurinn þaðan stuttur á hin fiski- sælu mið hjá Mánarevjum, Rauðaunúpum og kringum Grímsey. Á þessu vori hófu menn „spánýja veiðiaðferð“ á nefndum miðum, en auð- vitað utan landhelgi; með því að nota botnvörpur á vjelskip og gafst sú veiði ágætlega. Má nærri geta hvílíkt ör- vggi það er fvrir slíkan flota að geta horfið til ör- uggrar hafnar í Húsavík, ef skyndilega skellur á veður. Þá má ekki gleyma því, að sjómennirnir þurfa vatn og vistir þegar að landi kemur, en þetta hvoru- tveggja lætur Húsavík og sveitir þær, sem að kaup- túninu liggja, af mörkum rakni úr gnægtarhorni, að vísu ekki gjöfulu, því nú er ekki lengur til siðs að gefa nema í guðsþakkarskyni, en vissulega ekki dýrar en annarsstaðar hjer á landi. Því segi jeg við þá sem yfir fjársjóðunum sitja og ’i völdin hafa; 11. Grípið síldina þegar húh 'gefst, látið ekki'gull sjáv- arins ykkur úr greipum ganga ár eftir ár. Hefjist þegar handa um að fullgera Húsavíkurhöfn á næsta sumri eða sumrum og stillið um leið svo til, að ekki standi á verksmiðjunni strax og upp er kominn hafnargarðurinn við Höfð- an.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.