Morgunblaðið - 24.09.1943, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.09.1943, Qupperneq 8
MOEGUNBLAÐIÐ ■ • 1 ' . » . I í i j r r i I : i Föstudagur 24. sept. 1943 <Sigfús Baldvinsson útgerðarmaður fimtugur STGFÚS BALDVINSSON er fæddur á Grund í Svarfaðar- dal 24. september árið 1893. Foreldrar hans eru þau hjónin Bahlvin Jóhannsson og Gpð- iaug Sigfúsdóttir. Fram að 10 ára aldri ólst Sigfús upp hjá foreldrum sínum, en fluttist þá að Tjörn í Svarfaðardal til sjera Kristjáns Eldjárns Þór- arinssonar og konu hans frú Petrínu Hjörleifsdóttur. Dvald ist Sigtus þar til 14 ára aldurs, en tók þá að stunda sjó- mennsku á þilskipum, og var háseti á þeim í nokkur ár. 22 ára garnall tók hann hið r.iinna fiskimannapróf. Varð þegar stýrimaður næstu 2 ár og }>ar næst skipstjóri, og var það til ársins 1929 er hann hætti skipstjórn. Var hann öll þessi ár skipstjóri á útveg Ás- geirs heitins Pjeturssonar að einu ári undanteknu. Eftir árið 1929 hefst nýtt tímabil í æfistarfi Sigfúsar Sigfúsar Baldvinssonar. ITann byrjar þá að reka síldarverk- un og sildarverslun og nokkru síðar útgerð skipa, og hefir haldið þessari starfsemi áfram til þessa tíma, og heldur sjálf- sagt lengi enn áfram, ef líf og heilsa endist vel, og' aðrar kringumstæður leifa, sem þessu starfi heyra til. , Með árunum óx þessi at- vinnu Sigfúsar svo vcl, að á síðustu árum, áður en núver- andi heimsstyrjöld braust út, var hann orðinn með stærstu útflytjendum síldar. Til dæm- is nam útflutningur hans á ár- inu 1937: 10000 tunnum, 1938: 15000 og 1939: 18000 tunnum. Sýnir þetta að Sigfús hefir ver- ið býsna athafnamikill í „Síld- arbransanum", og að mikið fje hefir gengið gegnum hendur hans, öll þau ár er hann hefir fengist við síldarverslun. Ilef- ir þetta komið þjóðinni til mikils gagns, þar sem á þessu tímabili krefti mest að henni fjárhagslega, og gjaldeyris- skorturin n tilfinnanlegastur. Alt útflutningsverðmæti skap- aði gjaldeyri. Auk þessa hafði fjöldi fólks mikla atvinnu í sambandi við þessa starfsemi Sigfúsar, og hefir það að sjálf- sögðu komið fólki vel, þar sem kreppuástandið olli gífurlegu atvinnuleysi, eins og kunnugt er. Eru slíkir athafnamenn mik ils virði frá þjóðhagslegu sjón- armiði. sjeð. Sigfús hefir tekið mikinn þátt í fjelagsmálum manna., lijer á Akureyri og verið trún- aðarmaður ýmsra fjelaga, ým- ist verið formaður eða stjórn- arstarfsmaður þeirra. Við síð- ustu bæjarstjórnarkosningar, var hann kjörinn bæjarfulltrúi fyrir Akureyrarkaupstað. Gef- ur þetta allt glöggt til kynna hve mikið traust er til hans borið. Sigfús er vel meðalmaður að vexti, vel vaxinn og fríður sýnum. Dökkhærður og dökk- brýndur, augun dökkblá, greindarleg og um leið mild. Svipurinn hreinn og drengi- legur. Festu og ró er þar í senn að sjá. Hreifingar og látbragð allt látlaust. Hógværð og at- hygli virðist einkenna mann- inn bæði í sjón og reynd. Má því með sanni seg.ja að maður- inn beri með sjer hver hann er. Enda hefir traust það er til hans hefir verið borið sannað þetta allt. Fyrir 26 árum síðan kvænt- ist Sigfús hinni ágætustu konu Ölöfu Guðmundsdóttur, einni af þeim konum, sem er svo ljúf og mild, að hún má ekkert aumt sjá, án þess úr að bæta ef unnt er. Hjónaband þeirra hefir verið hið ástúðlegasta, eins og að líkum lætur, þar sem saman hafa valist hjón með slíka ágæta skapgerð, sem þeirn er báðunf gefin. Þau eiga 3 uppkomin börn, 1 son og 2 dætur, er sonurinn Snorri að nafni, giftur og búsettur á Ak- ureyri, en dæturnar Guðlaug og Guðrún, dvelja ungar og ógiftar enn í föðurgarði. Eins og að framan er getið, er Sigfús hversdagslega hóg- vær og prúður maður í fram- komu allri. í vinahóp er hann glaður og reyfur, og skemtir sjer og öðrum þá vel. Oft er gestagangur mikill á heimili hans o.g þykir þar mörgum gott að koma, sem eðlilegt, er, þar sem viðmótið er bæði hlýtt og alúðlegt, af hendi þeirra hjóna við hvern sem að gerði ber. Sjálfsagt minnast margir Sigfúsar Baldvinssonar á fimt- ugasta afmælisdegi hans, því að hann er þektur víða umi land, og hans er ætíð að góðu getið. Sigurjón Ólafsson. RÆÐA GUNNARS THORODDSEN. Framh. af bls. 7. kvæmur skilningur og sann girni. Það er meginstefnu- mál og aðalsmark sjáifstað- isstefnunnar, að leysa á- greiningsmál og hagsmuna- árekstur stjettanna með skilningi og samstarfi, en ekki með hnefarjetti stjetta baráttunnar. í þeim skiln- ingi er Sjálfstæðisflokkur- inn hinn sanni sameining- arflokkur alþýðu og einlæg- asti samvinnuflokkur þessa lands. Hallgrímskirkja í Reykjavík „Hin almenna fjársöfn- unarnefnd“ biður þess get- ið, að gjöfum til kirkjunn- ar sje veitt móttaka diag- lega frá kl. 2—6 e. h. á skrifstofu Hýartar Hans- sonar Bankastr. 11 (mnð- hæð). Sjötugir: Tveir bændur í Rangárþingi HNN 17. sept. s. 1. var ■ Guðmundur Guðmundsson, bóndi í Fíflholti, 70 ára. Guðm. ólst upp að Uxa- hrygg á Rangárvöllum og var stoð móður sinnar með- an hún lifði. Guðmundur keypti Fífl- holtið árið 1907 og hefir búið þar rausnar og mynd- arbúi síðan. Jón Þorsteinsson, bóndi í Holtsmúla var 70 ára 18. ágúst s. 1. Hann hefir búið á eignarjörð sinni, Holtsmúla, um 40 ára skeið. Búskapinn hefir hann rekið með hag- sýni og ráðdeild, enda ber heimilið þess vott. Þessir öldruðu bændur, sem hjer eru nefndir, eiga það sameiginlegt, að hafa int af hendi mikið lífsstarf. Báðir hafa þeir alla tíð unn- ið að sínum áhugamálum með þeirri orku, sem þeir áttu. Báðir hafa þeir skapað góð og myndarleg heimili, sem eru í mörgu til fyrir- myndar. Báðir hafa þeir komið börnum sínum vel til manns, svo líklegt má telja að þau verði nýtir borgar- ar í þjóðfjelaginu. — Báðir hafa þeir eytt kröftum sín- um í þágu þjóðfjelagsins og unnið að því að gera landið' betra og byggilegra en áður var, með jarðabótum og öðrum framkvæmdum. Það má því segja, að þeir hafi í alla staði uppfylt skyldur sínar við þjóðfjelag ið, enda ættu þeir skilið, nú þegar ellin rekur þá heim, að hafa góða og rólega daga. En bóndinn fær ekki eft- irlaun, þótt hann hafi unn- ið trúlega starf sitt. Því verður hann oft að vinna sjer brauð lengur en sann- gjarnt er, með tilliti til heilsufars og aldurs. . Bóndinn þarf því að eiga varasjóð, sem hann getur gripið til í ellinni. Slíkan sjóð vona jeg að öldungarn- irð sem hjer er um rætt eigi, og geti þeir þessvegna áhyggjulitlir horft til ell- innar. Það er ósk mín, að þeir megi enn lengi lifa með góðri heilsu og starfsþreki. Vinur. ooooooooooo<c>oooooooooooooooooooo I STIJLBCA | 6 • Stúlka vön afgreiðslu í búð, getur feng- s> X ið atvinnu í einni stærstu sjerverslun bæjar- ð Y ins nú þegar. Tilboð ásamt mynd leggist $ ó inn á afgr. blaðsins, merkt „Vön 1943“. § oooooooooooooooooooooooooooooooo ! Húsnæði til iðnnðnr i eða vörugeymslu, er til leigu í nýju húsi. Gólfflötur um 200 ferm. Upplýsingar í Trjesmiðjunni h. f., Hverfisgötu 30. X - 9 >000000000000000000000000000 >0000000000000000000000000000000000000000/ -!- Eftir Robert Storm ooooooooooooooooooooooooooo) I —-------------------------v"7------v yoi' FOOL9/ Tt-IE AMBO/CAMOf VCCj DtPN'T VANtCH /NTO TH/N / SBNOZA At/Z yVHBN HEr JUMPED i PAO. THPOUGH IHE lA/lNDOIAfl /\ / — Asnarnir ykkar, það kemur ekki til að Ameríkan- inn hafi horfið er hann fór út um gluggan. Farið út í garð og leitið hans. — Já, senora Pao. — Ekki að kalla, senora. Það verður síðar tími til þess fyrir yður. Þjer skuluð fara í þessa kápu, við ætlum saman í smá göngutúr. — Leiðið mig. Verið brosandi og gleymið ekki, að jeg er með byssu í vasanum. — Senora Pao: Doni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.