Morgunblaðið - 24.09.1943, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.09.1943, Qupperneq 12
12 Sigurði Ein- arssyni dós- ent vikið frá störfum falið að athuga KENSLUMÁLARÁÐ- HERRA Einar Arnórsson, hefir vikið Sigurði ^ Einars- syni frá dósentsembættinu við guðfræðideild Háskól- ans um stundarsakir. Jafn framt hefir ráðherrann skip að þá síra Bjarna Jónsson vígslubiskup og Jón Ás- björnsson hæstarjettarlög- mann til þess að rannsaka sakir þær, sem á Sigurð eru bornar af samstarfsmönn- um hans við guðíræðideild- ina, prófessorunum Ás- mundi Guðmundssyni og dr. Magnúsi Jónssyni. Ekkert hefir verið látið uppi um það, hverjar þess- ar sakir eru, enda hefir á- kveðnum mönnum utan Háskólans verið falið að rannsaka þetta mál alt, og verður því ekkert látið uppi opinberlega um það, fyr en þeirri rannsókn er lokið. — Þar sem kenslumálaráð- herra hefir vikið Sigurði Einarssyni frá starfi meðan rannsóknin fer fram, má af því marka, að ráð- herrann hefir talið sakirn- ar. sem á Sigurð eru born- ar þess eðlis, að þær rjett- lættu brottvikningu frá em- bætti, ef ’sannar reyndust. Að lokinni rannsókn máls- ins tekur ráðherra ákvörð- un um, hvað gera skuli, hvort Sigurði skuli vikið frá embætti fyrir fult og alt, eða hann taki við starfi sínu á ný. Frá Quebec fundinum Fundir leiðtoga bancl|amanna vekja jafnan mikla ý.thygli. Mynd þessi er tekin, meðan ráðstefnan í Quebec stóð yfir. Á myndinni sjást Roosevelt forseti og lávarðurinn af Athlone , landstjóri í Kanada. Að baki þeim er Mackenzie King, forsætisráðherra og Churchill. Ný útgáfa á kvæð- Sigurðsm i i 33 miljónir Brela vlð hernaðarsförf. London í gærkveldi. ERNEST BEYIN verkamála ráðherra Breta hjelt ræðu í neðri málstofu þingsins í dag, og upplýsti í henni, að hvergi í heimi væru jafnmargir menn hjá einni þjóð við störx í styrj- aldarþágu. eins og Bretum, eða alls o-‘! miljónir manna. Þetta kvað Bevin þó ekki nóg, enn þyrfti að herða framleiðsluna, sjerstaklega á sijrengjuflugvjelum, og iagði til að konur, sem komnar eru yfir fimtugt, yrðu kvaddar til slíkra starfa. Þetta mætti nokkurri andúð í deildinni, og sagði éinn ])ing- maður þetta fráleitt, lienti á, að í Þýskalandi væri engin kona vfir 45 ára vinnu'skyld, og í Bandaríkjunum yfirleitt engin kona. Sagði þingmaður þessi, að stjórnin mætti gæta sín að ganga ekki of langt. Gamla Bíó: „í annað sinn" CrAMLA BÍÓ sýndi í fyrsta skifti í gærkvöldi ameríska myrtd, sem nefnist „I annað sinn“, en á ensku heitir húu „Philadelphia Story“, og er gerð eftir samnefndu leikriti, sem hlotið hefir miklar vin- sæklir í Ameríku. I myndinni segir frá auðugri stúlku, sem er að gifta sig í annað sinn. Maðurinn, sem hún er að giftast, hefir unnið sig uþp frá því að vera kola- námuverkamaður í auðugan kaupsýslumann. Segir síðan frá því, hvernig fyrri maður konunnar spilar sínum spilum þannig, að alt kemst í upp- náni. Aðalleikendur eru: Ivathe- rine Hepburn, James Stuart, Cary Grant og Rolan Young. Sjerstaklega mun leikur þeirra Ilepburn og Stuarts vekja at- hygli, en Stuart fjekk verð- laun fyrir leik sinn í þessari kvikmynd. „1 annað sinn“ er skemti- leg kvikmynd,' sem flestir munu hafa ánægju af að sjá. Franskar hersveitir fil Ifalíu London í gærkveldi. de GAULLE hershöfðingi talaði í útvarp frá Algiers í kvöld (Radio France). de Gaulle sagði, að fransk- ar hersveitir væru tilbúnar að taka þátt í bardögum á Italíu. Iíann sagði, að Giraud hers- höfðingi hefði farið til Kor- síku til að kynna sjer hvernig bardagar þar gengju og til að gefa sjálfur fyrirskipanir um hertöku eyjavinnar. -— Reuter. Sexmanna- nefndin nýja fullskipui ST-JÓRN Búnaðarfjelags íslands hefir nú tilnefnt menn til viðræðna við nefnd frá Alþýðusamband- inu til þess að ganga úr skugga um, hvort þessir að- iljar vilja lækka dýrtíðina með frjálsu samkomulagi. Þessir eru tilnefndir af Búnaðarfjelaginu: Jón Hannesson bóndi, Deildartungu, Pjetur Bjarnason bóndi, Grund og Steingrímur ' Steinþórsson, búnaðarmálast j óri. Varamenn: Bjarni Ás- geirsson alþm., Stefán Dið- ríksson bóndi, Minni-Borg, og Hafsteinn Pjetursson bóndi, Gunnsteinsstöðum. JOHANN GUNNAR SIG- URÐSSON hefir orðið þjóð inni harla hugstæður, reyndar miklu framar en vænta hefði mátt um mann, er ljest svo ungur og átti þess því ekki kost að sýna til neinnar hlítar, hvað í honum bjó. En hin eina bók, er honum auðnaðist að gefa þjóð sinni, hefir náð mikl- um vinsældum og um langa hríð verið harla torgæt. En nú hafa KVÆÐI OG SÖGUR Jóhanns Gunnars verið gefið út öðru sinni. — Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonár hefir ráðist í að senda bók þessa á mark- aðinn í prýðilega vönduð- um búningi, svo sem hæfir i minningu, vinsældum og i hæfileikum þessa óvenju- [ lega efnilega skálds. Og það er engum vafa undir- orpið, að mönnum er au- fúsa á útkomu þessarar bók- ar. Hún hefir verið gersam- lega ófáanleg um áratuga- bil og mjög eftirsótt. Hefir hún gengið kaupum og söl- um við háu verði og þó færri eignast hana en þess hafa óskað. Helgi Sæmundsson ritar formála fyrir þessari út- gáfu, þar sem rakinn er ævi ferill Jóhanns Gunnars af mikilli samúð og hlýhug. — Gefst mönnum þar kostur á nokkurn veginn tæmandi upplýsingum um ævibraut snillingsins, sem fjell í val- inn áður en títt er að menn hafi byrjað starfsdag æv- innar, en tókst eigi að síð- ur að láta æftir sig þá arf- leifð, er halda mun nafni j hans á lofti, meðan tunga vor er töluð. Kviknar í Kauphöll- inni SLÖKKVILIÐIÐ var kvatt að Kauphöllinni kl. tæplega 6 í gær. Hafði elds orðið vart í kjallara hússins. Þegar slökkviliðið kom á staðinn, var* þar orðinn tölu- verður eldur og mikill reykur. Var erfitt um allar slökkviað- gerðir, en þó tókst auðveld- lega að stemma stigu við frek- ari útbreiðslu eldsins og var hann slöktur á skammri stundu. Eldurinn kviknaði út frá miðstöð. Skemdir urðu litlar sem engar. Fyrsiu íónleikar Tóalisiaiijelags Ak- ureyrar. Frá frjettaritara vorum á Akureyri. ÁRNI KRISTJÁNSSON hjelt píanóhljómleika í fyrrakvöld í samkomuhúsi bæjarins, á veg- um Tónlistarfjelags Akureyr- ar. Tónleikarnir voru eingöngu haldnir fyrir styrktarmeðlimi fjelagsins. og gesti þeirra, og var húsið fullskipað. — Lögin, sem Árni ljek, voru þessi: Gluck Friedman: Ballet, Mo- zart: Tilbriði úr sónötu í A- dúr, Beethoven: Sonata Ap- passionata, Chopin: 114 pre- ludes. Vakti leikur Árna mikla hrifningu tilheyrenda og var listamaðurinn að síðustu kall- aður fram með miklu lófataki og ljek hann þá aukalag. Ilon- um barst fagur blómvöndur. Föstudagur 24. sept. 1943 Þjóðleikhúsið verður rýmt mjöy hráðlega Upplýsingar dómsmálaráðherra EINAR ARNÓRSSON dómsmálaráðherra kvaddi sjer hljóðs utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær, og skýrði frá því, að nú væru góðar horfur á, að takast myndi að fá Þjóðleikhúsið rýmt, og ætti þá brátt að mega hefjast handa um að fullgera húsið og gera það hæft til þeirrar notkunar, sem því er ætlað. Ráðherrann mælti á þessa leið: „Alþingi skoraði 22.*mars þessa árs á stjórnina að hún beitti sjer fyrir því, að Þjóð leikhúsið yrði rýmt. Dóms- málaráðuneytið sendi utan- ríkismálaráðherra þessa á- skorun Alþingis þann 29. apríl þessa árs, og sneri ut- anríkismálaráðuneytið sjer þegar til hins aðiljans og er nú loforð hans fengið um það, að Þjóðleikhúsinu verði skilað aftur þegar er það hefir verið rýmt af vörum þeim, er þar eru nú gevmd- ar og ný vörugeymsluhús bygð, en því muni hraðað, eins og kostur er á. Er smíði nýrrar vörugeymslu þegar hafin samkvæmt munnleg- um upplýsingum flotafor- ingja Breta“. GRAZIANI ORÐINN RÁÐHERRA. MUSSOLINI hefir nú birt ráðherralista sinn, og er l»nn sjálfur forseti hins fascistiska ítalska iýðveldis, ög ennfrem- ur forsætisráðherra. Af hinum meðlimum stjórnarinnar er enginn kunnur maður, nema Graziani marskálkur, er stjórnaði herjum bæði í Abyssiníustyrjöldinni og nú- verandi styrjöld. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.