Morgunblaðið - 02.10.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.10.1943, Blaðsíða 7
Laugardagur 2. okt. 1943. MORGUNBLAÐIÐ ;■!;»»i • -v: j : f- 7 Þ I N G T í Ð I INi D I: - F RIÐ U M FAXAFLÓA - PJETUR OTTESEN flyt- ur í Sþ. svohljóðandi þings- ályktunartillögu: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gera hin- ar ýtrustu tilraunir til þess að fá viðurkenningu fyrir því, að Faxaflói verði tal- inn innan íslenskrar land- helgi, enda verði hann þá friðaður fyrir botnvörpu og dragnótaveiðum“. Fylgir svohljóðandi grein argerð: íslendingum hefir verið það ljóst frá öndverðu, hve þröngur stakkur þeim var skorinn með samningum þeim, er Danir gerðu við Englendinga um síðustu aldamót, þegar ákveðin var þriggja sjómílna land- helgi við strendur íslands. Áður, eða frá því er fyrst voru settar reglur um þetta efni, höfðu gilt þau ákvæði hjer, að öllum öðrum en ís- lendingum og þegnum sam- bandslands þeirra, Dan- merkur, voru bannaðar fisk veiðar fjórar sjómílur frá landi. Þessi samdráttur landhelginnar, minkun hins friðaða svæðis, var því háskalegri fyrir íslendinga og aðra, er eiga hagsmuna að gæta í sambandi við fiskveiðar hjer við land, að þá voru botnvörpuveiðar að komast í algleyming hjer. Þess varð ekki langt að bíða, eftir að botnvörpu- veiðar hófust hjer, að fiski- mönnum væri bygt út af fiskimiðum þeim inni á fjörðum og flóum, sem þeir höfðu sótt aflafeng sinn á. Sjómennirnir höfðu um aldaraðir sótt á þessi mið og haft lífsframfæri sitt af því, eins og bóndinn bygði afkomu sína á hagnýtingu á gróðri landsins. — Það hefði því verið í alla staði eðlilegt, að hagnýting ís- lendinga á þessum innfjarða miðum um margar aldir hefði skapað þeim rjett til þess að sitja einir framveg- is að þeim gæðum, er þau höfðu að bjóða- Hefði hin- um fornu ákvæðum land- helginnar ekki verið breytt, hefði líka sú orðið raunin á. En því var nú ekki að heilsa. ★ Þegar svona var komið, var ekki nema um tvent að gera fyrir íslendinga, ann- að hvort að hætta fiskveið- um eða gerhreyta öllum háttum útgerðarinnar. Og það gerðu þeir, eins og raun ber vitni um. En þessi ger- breyting á útgerðinni var vitanlega hin mesta þrek- raun, og áttu margir um sárt að binda, meðan á því stóð. Ennþá hefir ekki gró- ið um heilt af þessum sök- um, og gerir það aldrei, fyr en óskoraður rjettur lands- manna einna til hagnýting- ar á þessum miðum verður endurheimtur. Þótt íslend- ingar hafi beðið mikið fjár- hagslegt tjón við það, að botnvörpuveiðarnar eyði- lögðu gersámlega fyrir þeim alla nytjafiskaöflun á þessum tryggu og hand- hægu innfjarðarmiðum, er þó önnur miklu stærri og geigvænlegri hætta, sem af þessari veiðiaðferð stafar. — Það er hið gegndarlausa dráp ungviðisins, eyðing við komunnar. Til þess að bæta upp fiskiveiðatapið inni á fjörðum og flóum hafa ís- lendingar sótt æ lengra og lengra á haf út. En hinni skefjalausu tortimingu á viðkomu nytjafiskanna verður með engu móti öðru afstýrt en því, að annað hvort verði stórum dregið úr öllum botnvörpuveiðum eða alfriðaðar verði fyrir þeim veiðiháttum bestu klakstöðvarnar og þau svæði, sem ungviðið heldur sig mest á á fyrstu stigum uppvaxtarins. ★ Með þessa staðreynd fyr- ir augum hafa um langt skeið verið uppi um það há- værar raddir hjer á landi, að allrar orku yrði að nevta til þess að landhelgin við sírendur íslands yrði færð út og friðuð fengjust bestu hrygningarsvæðin og mikil vægustu uppeldisstöðvar fisksins. Á síðastliðnum tveimur áratugum hefir mál þetta verið tekið upp á Alþingi, nokkrum sinnum. Sjávar- útvegsnefnd neðri deildar flutti þingsályktunartillögu á þinginu 1919 um rýmkun landhelginnar. Á þingunum 1924, 1926, 1929 og 1930 flutti flm. þessarar þáltill. tillögur um málið, scm gengu í sömu átt, og var auk þess í tillögunni, sem flutt var 1926, skorað á rík- isstjórnina að senda nefnd manna til samninga við bresku stjórnina um rýmk- un landhelginnar. — Loks flutti Ólafur Thors, þm. G.- K., ásamt mjer á þinginu 1936 tillögu til þál. um frið- un Faxaflóa. Allar þessar tiilögur hafa hlotið ein- róma samþykki á Alþingi, og hafa ríkisstjórnir Islands notað hvert tækifæri, sern gefist hefir, til þess að koma málinu á framfæri við stjórnir íiskiveiðaþjóða á Norðurlöndum. ★ Síðan farið var að hreýfa þessum málum hjer, hafa nokkrir alþjóðafundir verið haldnir um þessi mál. Ár- ið 1930 var haldinn alþjóða- fundur í Haag, og átíu ís- lendingar þar fulltrúa. — Tóku fulltrúar 17 af 33 þjóð um, er fundinn sátu, vel á því, að landhelgi allra landa yrði víkkur frá því sem nú er. En það, sem gerði gæfu- muninn og olli því hve mál- inu þokaði skamt áleiðis á þeim fundi, var, að fulltrú- ar þeirra þjóða, er mest áttu undir sjer, þar á meðal fulltrúar Englendinga, lögð ust gegn þessari tillögu. Árið 1937 var og haldinn fundur um þessi mál í Lon- don. Mættu þar af Islands hálfu þáverandi sendiherra, Sveinn Björnsson og Árni Friðriksson fiskifræðingur. Á þessum fundi bundust 11 þjóðir samtökum um möskvastærð í vörpum og lágmarksstærð á fiski, er flvtja mætti í land og selja. Fulltrúum Islands tókst að koma till. um friðun Faxa- flóa inn á fundinn, og var málinu vísað til hafrann- sóknarráðsins, en það kaus nefnd í málið, sem var skip- uð 8 mönnum, sínum frá hverju landi helstu fisk- veiðaþjóðanna, og er Árni Friðriksson fulltrúi Islands í nefndinni. Nefnd þessi hef ur starfað mikið og sumir nefndarmanna komið til ís- lands í þeim erindum, þar á meðal fulltrúi Norðmanna, próf. Johan Hjort, sem er heimskunnur vísindamaður. Fór hann og. þeir fjelagar rannsóknarferðir um Faxa- flóa, og hefir fyrv. atvinnu- málaráðherra, Ólafur Thors tjáð mjer, að próf. Hjort hafi haft mjög mikinn áhuga á þessu máli og því mjög vel viljaður, og er álit og tillög- ur slíkra manna ómetanleg- ur og styrkur fyrir fram- gang málsins. Merkir vís- indamenn í Bretlandi hafa og látið falla orð á sömu lund. ★ Á árunum 1935 og 1936, stóðu yfir harðar deilur milli Norðmanna og Eng- lendinga út af því, að Norð- menn hjeldu fram og vörðu 4 mílna landhelgi fyrir Norður Noregi án þess að hafa fengið til þess sam- þykki annara þjóða, í deilu þessari kom það fram hjá Englendingum, þrátt fvrir það að þeir vildu ekki við- urkenna 4 mílna landhelg- ina, viðurkenning á því, að nauðsynlegt gæti verið að friða viss svæði utan land- helgislínunnar gegn botn- vörpuvei'ðum. enda höfðu Englendingar sýnt í vei’k- inu heima fyrir, að þeir teldu þörf á slíkri ráðstöf- un, með ffiðun Moravfló- ans fyrir botnvörpuveiðum breskra þegna. Það, sem auk þess, er að framan getur, hefir vakið fiskveiðaþjóðir á Norður- ■löndum til umhugsunar um þessi mál, er, hversu fisk- veiðar hafa stöugt farið minkandi í Norðursjónum. Þá hafa Færeyingar goldið mikið afhroð af þessurri sök um. Fvrir heimsstyrjöld þá er nú geisar, var svo komið, að botnvörpuveiðar voru gersamlega búnar að eyði- leggja fiskimikin við strend ur Færeyja og Færevingar urðu að flýja þaðan með fiskiflota sinn. Með allar þessar staðreyndir fyrir aug um stofnuðu nokkrar fisk- veiðaþjóðir á Norðurlönd- um fyrir alllöngu fjelags- skap með sjer, er hrinda skyldi í framkvæmd og bera kostnað af vísindaleg- um rannsóknum á fiskveið- um í norðurhöfum og eink- um og sjer í lagi áhrifum botnvörpuveiðana á fisk- stofninn. Er Faxaflóanefnd- in einn þáttur þessarar starf semi. Hefir þessum rann- sóknum mjög verið beint að ströndum íslands. Rann- sóknarskipið „Dana“ var hjer mörg ár í röð við slíkar rannsóknir. Var Faxaflói sjerstaklega valinn til þess- ara rannsókna með tilliti til þess, að fræðimönnum á þessu sviði, sem fengist hafa við rannsóknir hjer, kemur saman um það, að við Faxa- flóa og í sjálfum flóanum sjeu einhver bestu hrvgn- ingarsvæði heimsins fvrir þorsk og' ýmsa aðra nvtja- fiska, auk þess sem Faxa- flói er hin ákjósanlegasta uppeldisstöð. ★ Islendingar hafa frá bvrj- un tekið þátt í þessum rann sóknum. Dr. Bjarni Sæ- mundsson, hinn stórmerki vísindamaður, var þátttak- andi í þessum rannsóknum á „Dönu“ og á feiri rann- sóknarskipum erlendum, er hingað voru send í þessu skyni. Eftir að rannsóknir á þessum erlendu skipum höfðu farið hjer fram í nokkur ár, varð það að sam komulagi milli þeirra, sem fyrir þessum rannsóknum stóðu, annarsvegar og ís- lenskra stjórnarvalda og fræðimanna okkar á þessu sviði hinsvegar,, að íslend- ingar hjeldu rannsóknun- um áfram á eigin spýtur. — Voru þessar rannsóknir framkvæmdar á varðskip- inu Þór, fvrst undir forustu dr. Bjarna Sæmundssonar og síðar undir forustu Árna Friðrikssonar fiskifræðings, sem eins _ og fvriri’ennari hans hefir getið sjer hið besta orð sem íhugull og glöggur vísindamaður í sinni grein. Var Þór útbú- inn öllum þeim tækjum, er slíkar rannsóknir útheimta, og í engu til sparað, eins og sjálfsagt var. Er það mikill sómi fyrir Islendinga að hafa haft á að skipa við þessi störf slíkum mönnum sem þeim dr. Bjarna Sæ- mundssyni og Árna Friðriks syni. Hafa þeir unnið þjóð sinni mikið gágn með störf- um sínum, og á Árni Frið- riksson, sem enn er maður á besta aldri, vafalaust eft- ir að inna af hendi mörg a’f- rek í sinni fræðigrein. Rannsóknir á Þór fjellu niður, þegar styrjöldin skall á, og var þá að vísu ekki að fullu lokið. Niðurstöður þessara rannsókna eru hin- ar merkilegustu. Faxaflóa- rannsóknirnar sýna það m. a., hvað dýualífið er miklu fjölskrúðugra innan land- helgislínunnar en utan. — Hafa þessar rannsóknir varpað skýru ljósi yfir það, hver háski fiskistofninum er búinn af völdurn botn- vörpu\reiðanna, ef engar ráðstafanir eru gerðar til þess að skakka þann leik. ★ íslendingum hefir verið það ljóst, að staðreyndir, er reistar væru á vísindaleg- um niðurstöðum, væru það eina, sem þeir gætu bvgt á kröfur sínar um aukna frið- un á fiskimiðum hjer við land. Þessar staðreyndir liggja nú fyrir og eru svo órækar, að þess er fullkom- lega að vænta, að þær fisk- veiðaþjóðir á Norðurlönd- um, sem stunda fiskveiðar við ísland, viðurkenni, að það sje sameiginlegt nauð- synjamál þeirra og íslend inga, að hjer verði friðuð fyrir botnvörpuveiðum bestu hrygningarsvæði fisksins og uppeldisstöðvar og að það sje beinlínis hættulegt, að það sje dregið á langinn úr þessu að koma slíkri friðun á. Krafan um friðun Faxa- flóa á nú að vera svo rök- studd, eins og framan grein ir, að sjálfsagt er að koma henni af nýju á framfæri, strax og kostur er. Nú vill svo til, að þetta tækifæri er einmitt fyrir hendi. — I næsta mánuði hefir verið boðað til alþjóðafundar, er halda á í Englandi, til þess að ræða mál, sem varða m. a. verndun fiskistofnsins. — íslendingum hefir verið boðin þátttaka í þessum fundi, og verða fulltrúar sendir þangað. Tillaga þessi um friðun Faxaflóa er flutt í því skyni að samþvkt hennar verði til áhersl'u því, að fulltrúum okkur verði falið að koma málinu á framfæ.ri. Það má gera ráð fyrir, að fundur þessi verði skipáður fræði- og vísindamönuum á sviði fiski- og hafrannsókna og að álits þeirra gæti mik- ils á slíkri samkomu. •— Er það því mikill styrkur fvrir Framh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.