Morgunblaðið - 02.10.1943, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.10.1943, Blaðsíða 11
Laugardagur 2. okt. 1943. MORGUNBLAÐIÐ 11 ífrrg víoa Muin hanu tók undir sykurrækt. Þaimig stóð á því, að hlóð æv- intýramanna og innfæddra blandaðist saman við blóð guðhræddra og siðavandra forfeðra Franks í föðurætt og skildi hann frá öðrum venju- legum hundrað prósent Amer- íkumönnum. Frank vissi ekkert um hneykslið og upjmámið, sem Verið hafði undanfari skilnað- av foreldra hans. llann aússí ekki, að faðir hans hafði fyr- ii'gefið móður lians hvað eftir anuað og sagði ekki skilið við hana, fyrr en hann kom að henni í faðmlögum við ungan aðstoðarmann á tilraunastöð plantekrunnar; að faðir lians fjekk því öll rjettindi til að hafa barnið og yfirgaf eyjuna, fullur viðbjóðs á lauslæti og siðleysi íbúanna og spillandi andrúmslofti. Frank var því upprættur úr hitabeltisjarð- yeginuni áður en hann náði rótfestu í honum. I fyrstu kryddaði hann málfar sitt með hawaiiskum orðum, og amma hans, kona trúboðans, skildi hann, því að hún var s.júlf Arön þeim. En undireins og hann fór að fara í skólann og varð að athlægi fyrir þau, hætti hann að nota þau. Hann laiigaði til að verða eins og allir hinir, og draga ekki að sjer athygli þeirra. Endurminningar hans frá HaWai hurfu brátt í djúp gleymskunnar. Loks varð eklf- ert eftir af þeim nema björt en óskýr mynd af snjóhvítum kóralsandi og svörtu hraun- grýti, hvítfyssandi brimi, geysi stórum tr.jám og húsi, sem stóð í hlíð, með svölum alt í kring. Fong, kínverski mat- sveinninn, sem kom Mamo til að veltast um af hlátri, því að hann sat oft og orti kínversk l'jóð frammi í eldhúsinu. Lang- ir reiðtúrar á Puolani, litla hestinum sínum, meðfram hin- um geysistóru sykurekrum. Kókospálmar í golunni, söngur og hl.jóðfærasláttur í garðinum á kvöldin, þegar Frank átti að vera sofnaður. Illátur móður hans, sem hann gat greint gegnum allan glauminn. Ilmvötn móður sinn- ar, hvítan hörundslit, hvernig hún sat á hestinum og hvern- ig hún synti, hvernig hún beit hann í hálsinn og eyrun, þeg- ar þau voru að leika „litla hesta“, gælunöfnin, sem hún kallaði hann: hunangsdropa, litla fiskinn, laipala lúlú — alt þetta fyrntist yfir smátt og smátt. Amma hans hafði á rjettu áð standa. Að nokkrum tíma Hðnum var hann farinn að kunna vel við sig, það var gaman í skólanum, hann eign- aðist kunningja og var í há- vegum hafður vegna krafta sinna og sólbrenda, þeldökka hörunds, liæði meðal stúlkn- anna og drengjanna. Skömmn eftir lát ömmu hans kvæntist faðir hans þunnleitri og' hor- aðri konu, sem hafði horkuleg- an og einbeittan hökusvip, sem Frank geðjaðist ekki að. Ilún h.jet íi'ú Ilenley, var ekk.ja og átti eina áttaára gamla dóttur. „Kallaðu mig möinmu", sagöi frú Henley við hann. ,,Já, frú Henley“, sagði Frank. „Ertu búinn að l)ursta ATel í þjer tennurnar, væni? .... Þvoðirðu þjer bak við eyrun ? .... Hvaða blettur er þarna á buxunum þínum? .... Ef þú segir „skitinn" einu sinni enn, neyðist jeg til að taka frá þ.jer búðinginn......Þegar þú férð að horfa á knattleik, væri ekk- ert á móti því, að þú værir sá herra að taka l)ot litlu með þjer“. „Sjálfsagt, frú Henley — jeg meina mamma“. Borgin stækkaði og teygði úr sjer á allar hliðar, og þau flúttust til Áttunda strætis, sem var skamt frá Vesturtjörn- inni, þar sem menn gátu stundað róður s.jer til ánæg.ju um helgar. Frank lærði það í skólanum, að Ameríka ATæri besta land í heimi, Californía besta ríki Ameríku og skólinn hans, L. A. L. H. I., besti skóli í Los An- gelos. Alt þetta ásamt fullviss- unni um, að knattspyrnuflokk ur hans, S. M. F. 11. væri besti knattspyrnuflokkur heimsins, gerði hann talsvert hreykinn og umburðarlyndan gagnvart öðru fólki, sem ekki átti sama láni að fagna í lífinu. Þegar Frank var ellefu ára að aldri, Aæiktist hann hættu- lega af lungnabólgu. Það var í fyrsta skifti, sem alvarleg óveðursský vofðu yf-ir hinu formfasta og rólega seinna hjónabandi ITenry Taylors. „•Teg eet ekki tekið á mig þá ábyrgð — setjuin nú svo, að drengurinn dæi — hún er, þeg- ar á alt er litið, móðir hans — mig. myndi iðra þess alla ævi“, hvíslaði Henry áhyggjufullur, og loks ljet frú Henley undan, þó aðeins með því skilyrði, að hann yrði ekki heima — helst ekki í borginni, daginn sem fyrri kona hans kæmi að heimsækja son sinn. Hann sam- þykti það; e.f til vill óttaðist hann sjálfur, að ást sín á Mamó, sem hann hafði fyrir löngu bælt niður, blossaði upp á ný. Mamó kom með fyrstu ferð og brátt stóð hún í dyrum húss Henry Taylors og f.jekk þjónustustúlkunni nafnspjald sitt. Hún hjet nú frú Lester Ingram. Ilún fór ekki úr káp- unni, því að veturinn er mjög kaldur í Californíu. Henni Arnrð starsýnt á þann samsetn- ing þrifnaðar og miðstjetta virðuleika, sem kallaðist setu- stofa frú Henley. Bónlyktina lagði af gólfunum, stór blórnst urvasi — tómur stóð á borð- inu, slagharpan leit út eins og hún væt'i aldrei opnuð. Frú Henley var með hárnet yfir hárinu. Hún var nýkomin af hárgreiðslustofu og lokkarnir máttu ekki fara úr skorðum. Stefnumót kvennanna tvegg.ja fór frain með ýktri og óeðli- legri kurteisi á báða bóga. Frú Ilenley hringdi á spítalann og tiikynti, að frú Ingram væri á leiðinni þangað. Um leið og Mamó var komin af stað, hringdi frú ITenley í eigin- mann sinn og varaði hann skjálfrödduð við að kðnta í nálægð spítalans, síðan fór hún að pakka niður farangri hans. Ilún reif alla glugga upp á gátt, til þess að lofta lit hinni sterku ilmvatnslykt, sem hin fyrri frú Taylor hafði skilið eftir í stofunni, svo að eiginmaður hennar fyndi hana ekki. Iljúkrunarkonan, sem sat með prjónana sína við rúm Franks, læddist á tánum út um leið og Mamó laut yfir drenginn. Hann var meðvit- undarlaus og varir hans voru skrælnaðar og þurrar af hita- sóttinni. Hann bylti sjer eirð arlaus-til og. frá í rúminu. Tár Mamó hrundu hvert á fætur öðru ofan á hann; hún laug- aði hann/í þeim, eins og þeg- ar hún kvaddi hann á Hawai. Á næturnar sat hún við rúmið hans og horfði á hann. Hann er orðinn stór drengur, hugs- aði hún og hló og grjet í senn. Tárin streymdu án afláts nið- ur í munn hennar; hún hafði ekki undan að þurka þau. Einu sinni opnaði Frank augun og kveinkaði sjer sáran. „Liaþala Liilú, litli, bleiki fiskurinn minn“, hvíslaði hún innilega. Ilún grúfði andlitið niður að höndum hans, en í stað þess að kyssa þær, beit hún laust í fingurgóma hans, eins og í leiknum um „litlu hestana“. Jlarnið loka.ði augunum aftur, en jiað vottaði fyrir brosi á vörum þess. Mamó dvaldi á hóteli, en hún heimsótti son sinn dag- lega. Hún sendi frá Henley blóm og keypti brúðu handa litlu dóttur hennar, en ekkert dugði til að brjóta niður þann múrvegg kuldalegrar kurteisi, sem frú ilenley umgirti sig með. Þegar Frank var úr allri hættu, flóði hún í tárum enn einu sinni, en í þetta skifti ekki við rúmiö hans, heldur í herberg'inu sínu á gistihúsinu. Skarfarnir frá Utröst Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. 4. mjalla, aldrei datt þeim í hug að lækka segl, og þegar bátinn hálffylti, skásigldu þeir bárurnar, svo að báturinn tæmdist aftur og vatnið stóð eins og foss út á hljeborða. Nokkru síðar lægði storminn og þeir tóku til færanna. Það var svo krökt af fiski, að sökkurnar komust ekki í botn fyrir mergðinni. Bræðurnir þrír drógu hvern þorskinn af öðrum, ísak fjekk líka margan vænan, en hann hafði sitt eigið færi, og þessvegna sluppu þeir alltaf frá hon- um, þegar þeir voru komnir upp undir borðstokkinn, og hann náði ekki einum einasta fiski. Þegar báturinn var hlaðinn, sigldu þeir heim að Útröst, og bræðurnir gerðu að aflanum, og hengdu hann í hjall, en ísak fór til karls- ins og kvartaði yfir því, að hann hefði ekkert veitt- Karl lofaði að það skyldi rætast úr því næst, og fjekk ísak nokkra öngla, og í næsta róðri veiddi ísak líka jafnmikið og hinir, og þegar þeir komu að, reyndist afli hans fylla þrjá hjalla. En svo fór ísak að langa heim, og þegar hann lagði af stað, gaf karlinn honum nýjan og góðan bát, hlaðinn korni, fataefnum og öðrum nytsömum hlutum. ísak þakk- aði fyrir sig, sem best hann kunni, en karlinn sagði hon- um, að hann skyldi koma í þann mund er þeir feðgar settu skútu sína á flot, og fara þá með fisk sinn til mark- aðar í Björgvin og selja hann sjálfur. Jú, þetta vildi ísak gjarna, og spurði svo hvaða stefnu hann ætti að stýra, þegar hann færi aftur að finna þá feðga í Útröst. „Beint eftir skörfunum, þegar þeir flúga til hafs, þá er stefnan rjett“, sagði karlinn, „og far nú vel og heill“! En þegar ísak hafði lagt frá landi og dregið segl að hún, leit hann aftur, en sá þá ekkert annað en hafið svo langt sem augað eygði. Þegar þar að kom, fór ísak til þess að hjálpa feðgunum í Útröst og setja skútuna á flot, hann stýrði eftir skörf- unurp, og komst leiðar sinnar á skömmum tíma. En hann hafði aldrei sjeð eins stórt skip og skútu feðganna, svo löng var hún, að þótt stafnbúinn kallaði til stýrimanns, þá heyrði hann það ekki, og varð að setja einn mann í viðbót miðskipa, til þess að koma boðunum. Fiskinn hans ísaks settu þeir í framlestina, og hann vann sjálfur að því að flytja hann í skútuna, en hann skildi ekki hvernig á því stóð, að stöðugt kom fiskur í hjallana í stað þeirra sem hann tók, og þegar ’þeir ljetu í haf á skútunni voru hjallarnir jafn fullir og þegar hann kom. í Björgvin seldi hann allan fiskinn og fjekk svo mikið fyrir hann, að hann keypti sjer skútu með öllum útbún- aði, en það ráðlagði karlinn honum. Og seint um kvöldið, — Tvær ungar stúlkur hafa mist vitið af ást til mín, en nú segið þjer, að þjer elskið mig ekki. — Já, það segi jeg. — Þá eru það þrjár, sem hafa mist vitið. ★ Sir Josiah Stamp, hagfræð- fræðingurinn, haf'ði mjög gam- an af sögu, sem hann heyrði um frambjóðanda til þings, sem var á yfirreið um kjör- dæmi sitt. Frambjóðandinn kom að hrörlegum kofa. og sá tvo litla drengi standa fyrir utan kofadyrnar. Hann gekk til þeirra og spurði þá, hvort þeir væru tvíburar. „Nei, herra“, svöruðu þeir. „Þið eruð ]>ó altaf bræð- ur?“ spurði hann þá. „Já“, svöruðu þeir. „Jæja, en hvað eruð þið gamlir ?“ „Við erum báðir fimm ára“. „Nú, jæja, ef þið eruð báð- ir fiimn ára og bræður að auki, eruð þið þá ekki tvíbur- ar ?“ „Nei, herra“, sagði annar þeirra, „A'ið erum, þríburar. Billi stendur þarna í dyrun- um“. ★ Hún: Um hvað eruð þjer að hugsa Hann: Það sama og þjer. Hún: Að ])jer skulið ekki skammast yðar. ★ Hann: Manstu ekki eftir því, að þegar við giftumst, þá lofaðir þii Jiaú að vera mjer undirgefin ? Ilún: Það gerði jeg aðeins til þess að forðast rifrildi með an presturinn var ATið. ★ Kona (gröm) : Sá er munur- inn á kú og mjólkursala, að hjá kúnni fær maður óbland- aða mjólk. Mjólkursalinn: Satt er það að vísu, en kýrin lánar ekk- ert. Mamrna: Viltu ekki fá eina köku ennþá, Eiríkur? — Nei. Mamma: María, í guðs bæn- um símaðu til læknisins og )iddu hann að koma undir eins. ★ Bifreiðarstjóri hafði ekið yfir sendisvein slátrara. „Meiddirðu þig nokkuð ?“ spurði hann drenginn. Drengurinn lítur í kringum sig og segir síðan: „Bíðum Arið, þama er trog- ið mitt og þarna er lifrin, en hATar eru nýruii mín?“ Húsbóndinn (með gagn- rýni) : „Því í ósköpunum hef- irðu nýja kjólinn þinn eins og sítrónu á litinn?“ „Konan: „Ja, eiginlega \reit jeg það ekki, nenla ef það skyldi vera vegna þess, að það tók mig svo langan tíma að kreista út lir þjer pening- ana“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.