Morgunblaðið - 26.10.1943, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 26. okt# 1943,
/
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Hinn illi andi j
„VIÐ EIGUM EKKI að vera að rífast um sjálfstæðis-
málið, full sambandsslit við Dani og stofnun lýðveldis, —
um það er allir sammála“.
Eitthvað þessu líkt heyrist ekki allsjaldan í umræð-
um um þetta mál. Ýmsir mæla eitthvað þessu líkt af
fullri einlægni. Engir áhugamenn um sambandsslit og
stofnun lýðveldis ljetu sjer hins vegar til hugar koma,
að ekki eigi að tala um sjálfstæðismálið. En svo eru
loks einstaka menn, sem leggja alla áherslu á, að ekki
eigi að tala um sjálfstæðismálið vegna þess hve menn
sjeu einhuga um það, af því að einhugur þeirra nær ekki
út yfir þögnina.
Höfuðkempa undanhaldsmanna í sjálfstæðismálinu,
Jón Blöndal, hagfræðingur, endar sína endemislegu máls-
vörn í Alþýðublaðinu fyrir rjettleysi okkar íslendinga
til sambandsslita. með þessum ísmeygilegu orðum: „ís-
lendingar eru í dag meira samhuga en nokkru sinni áður
um aðalatriðið í afstöðunni til Dana, að stofna óháð og
fullvalda íslenskt lýðveldi, engin hjáróma rödd hefir
heyrst um þetta um langan tíma. Þurfum við að rjúfa
hina þjóðlegu einingu um málið þegar svo er ...?“ Já,
þurfum við að rjúfa hina þjóðlegu einingu? Hvað er það
sem hagfræðingurinn skilur til af sinni hálfu, til þess að
heltast ekki úr lestinni? Hvað annað en þögn, — þögn um
málið, aðgerðarleysi, — bið!
Jón Blöndal og hans líkar eru öllum sammála um sjálf-
stæðismálið, meðan þagað er um málið. Þeir eru meira
en sammála á þeim vettvangi, — þeir eru sjálfstæðishetj-
ur þagnarinnar!
Jón Blöndal kvartar undan því, að síðan farið var að
tala um sjálfstæðismálið nú í seinni tíð með það áform
einarðlega framundan, að stofna lýðveldi á næsta ári,
sje „eins og illur andi hafi hvílt yfir málinu“. Svo undar-
lega vill til, að þegar íslenskir stúdentar tóku þátt í nor-
rænu stúdentamóti 1935, og fulltrúi þeirra lýsti þeirri af-
stöðu íslendinga í sjálfstæðismálinu, að vilja skilnað eða
sambandsslit, þá kom fram á sjónarsviðið í dönsku tíma-
riti Jón nokkur Blöndal til þess að mótmæla þeim boðskap
Skyldi það vera tilviljun ein, að þegar talað er opið
um hug þjóðarinnar í sjálfstæðismálinu, og þegar ein-
dregin áform liggja fyrir, þá er það hinn sami „illi andi“,
sem gerir vart við sig? Andinn, sem segir: Verum öll
sammála------en þegjum!
Mikilvægt hlutverk
*
I Morgunblaðinu
fyrir 25 árum
Eftirfarandi klausa var um
krankleíka Spánarkonungs:
5. okt.
„Madrid, 3. okt: Alfons kon-
ungur hefir fengið spönsku veik-
ina og liggur með hitasótt“.
★
Boris Búlgaríukonungur,
sem nú er nýlátinn, hafði ver-
ið konungur í nálægt aldar-
fjórðung.
6. okt.
„Sofia 4. okt.: Ferdinand kon-
ungur lagði niður kohungsvöld
í gær í hendur Boris syni sínum.
Hefir Boris konungur tekið við
ríkisstjórn".
★
Um verslunarjöfnuðinn 1915
segir:
7. okt.
„í nýlega útkomnum Hagtíð-
indum er skýrt frá því, að verð
aðfluttrar vöru. hafi numið
26.260.000 krónum árið 1915, en
verð útfluttrar vöru 33.633.000
krónum“.
★
Stjórnarskipti urðu í Þýska-
landi í fyrri heimsstyrjöld. —
ílinn nýi ríkiskanslari, Prins
Max von Baden hjelt ræðu í
ríkisþinginu, þar sem liann
skýrði frá að hann hefði sent
Bandaríkjaforseta *friðartil-
boð. Sagði hann m. a.:
7. okt.
„Vegna hins óviðjafnanlega
hraustleika hers vors, er herlína
vor að vestan órofin ennþá. Get-
um vjer því vongóðir horft fram
í tímann, en hitt má oss eigi
gleymast, að það er skylda vor,
að stríðið standi eigi einum degi
lengur en þörf er á og að vorum
dómi er hægt að semja frið, án
þess að heiður vor sje skertur.
Með samþykki allra, sem þar
til hafa verið kvaddir í ríkinu og
í samráði við bandamenn vora,
hefði jeg því að kvöldi hins 5.
október sent forseta Bandaríkj-
anna ávarp í gegnum svissnesku
stjórnina og beðið hann að gang-
ast fyrir friðarsamningum og
setja sig í samband við allar ó-
friðarþjóðirnar í því tilefni“.
★
Austurríki vildi einnig fá
frið.
FÁTT ER ÞAÐ, sem valdið hefir harðari átökum í
þjóðfjelaginu, og þannig, að farið hefir harðnandi í seinni
tíð, en hagsmunaátök milli stjettanna. Að sjálfsögðu verða
menn að gera sjer ljóst, að slík hagsmunaátök eru í sjálfu
sjer eðlileg og að ekki verður komið 1 veg fyrir þau.
Kommúnistar tala að vísu um „stjettlaust þjóðfjelag" í
hugarórum sínum og „alræði öreiganna“, en bæði hug-
tökin gefa til kynna, að í friðarins ríki sósíalismans væri
ekki til að dreifa mismunandi hagsmunum stjetta. En við
lifum enn á jörðinni, þar sem lífsbarátta er ákaflega
raunveruleg og mismunandi hagsmunir einstaklinga og
stjetta minna áþreifanlega á sig.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir markað sjer þá stöðu að
vilja og þurfa að sjá til allra átta. Stjórnmálaflokkar, sem
ætla sjer lífsviðurværi af því að boða og berjast fyrir
kröfum einstakra stjetta, eiga erfitt með að skilja hlut-
verk Sjálfstæðisflokksins á þessu sviði og vilja það ekki.
En eitt er víst, að sundrungu vantar ekki í okkar þjóðfje-I
lag. Og meginorsök þess, að ekki tekst að forðast meiðsli
óeiningarinnar, er sú, að hin Víðsýnu sjónarmið Sjálf-
stæðisflokksins hafa ekki nægjanleg áhrif, enda þótt
flokkurinn sje lang stærsti sjórnmálaflokkurinn í land-
inu. Það bíður því flokksins hið mikilvæga hlutverk að
vinna hinum víðsýnu sjónarmiðum sínum meiri hluta
fylgis með þjóðinni.
7. okt.
„Frá Berlín er símað að Aust-
urríki hafi farið fram á það við
Holland, að það kæmi á friðar-
ráðstefnu og hafi Holland þegar
snúið sjer til ófriðarþjóðanna í
því efni“.
★
Illviðri var þá svo mikið
fyrir austao að menn urðu jafn
vel úti.. —— 1 frjettaskeyti frá
Seyðisfirði sigir:
10. okt.
„Hjer hafa verið látlausar stór
rigningar síðan 5. þ. mán., en hríð
á fjöllum. Er ákaflega erfitt að
koma sláturfje til kaupstaðanna
og gengur afar illa. Hefir það
oft komið fyrir, að rekstrarmenn
hafa orðið að yfirgefa fje á Fjarð
arheiði, en hafa sjálfir komist til
byggða við illan leik, þrekaðir
og nær dauða en lífi. Einn mað-
ur varð úti á heiðinni, Sigurður
Runólfsson frá Viðastöðum. Var
komið með lík hans hingað í
gærkvöldi".
X
1Jílwerji óhrijo
% <L
aaíeg,a
Líjinu
♦***•*♦**♦**♦**♦**♦**•**♦**♦**♦**♦*♦♦♦•
„ísland er ekki
svo kalt“.
TVEIR BRESKIR MENN hafa
tekið upp hanskann fyrir íslend-
inga í sambandi við greinina,
sem birtist í „Edinburgh Even-
ing News“ og sem jeg birti hjer
í blaðinu s.l. sunnudag. Mjer var
ekki kunnugt um þessar svar-
greinar fyr en í gær, en sjálfsagt
er, að þær komi fram, því þær
sýna, að það líta ekki allir sömu
augum á okkur og afstöðu okkar
til setuliðanna og ástandsins yfir-
leitt. Frá blaðinu sjálfu fylgir
eftirfarandi formáli.
„Sjómaður frá Edinburgh, sem
skrifaði blaðinu á dögunum,
gagnrýndi ísland og Islendinga.
Hann skýrði frá því, að íslend-
ingar sýndu breska hernum
kaldlyndi og hann ásakaði eyjar-
skeggja um gróðabrall.
Tveir aðrir sjómenn — annar
í kaupskipaflotanum og hinn í
hinum konunglega flota — hafa
tekið sjer penna í hönd fyrir ís-
bréska heimsveldinu heldur en
nokkurri annari erleádri þjóð,
og er Danmörk þar ekki undan-
skilin, en ísland hefir verið und-
ir vernd Dana í aldaraðir. Þetta
kom fram í hinum góðu móttök-
um, sem forsætisráðherra okkar
fjekk, er hann kom til landsins.
Hver einasti maður með ein-
hverja reynslu af Norður-Atlants
hafinu síðustu þrjú árin ætti að
þakka guði fyrir, að til er ísland,
þar sem flugvjelar okkar og floti
hafa bækistöðvar í hinu dásam-
lega verkefni sínu, að verja
skipalestir okkar, bæði sem koma
til þessa lands og sem fara til
Rússlands“.
„Vingjamlegir og
hjálpsamir“.
SJÓMAÐURINN í breska flot-
anum skrifar:
„Jeg dvaldi í höfuðstaðnum þ.
17. júní (sjálfstæðisdag íslands),
en þá hefði þjóðernistilfinning-
in og hatur í garð „innrásar-
land og vjer birtum nokkuð af mannanna" átt að hafa náð há-
því sem þeir hafa skrifað.
Fyrst sjómaðurinn í kaupskipa
flotanum:
„Þó jeg sje sammála ýmsu, sem
sagt er frá í greininni, þá finst
mjer hún gefa ranga hugmynd
um ástandið á íslandi. Hvað því
viðvíkur, að hermenn okkar
mæti andúð þar, má ekki gleyma
því, að íslendingar höfðu um
margra ára skeið verið að berj-
ast fyrir sjálfstæði sínu og voru
að því komnir að ná því marki,
þegar landið var hernumið.
Hver einasti maður með ör-
litla virðingartilfinningu myndi
hafa á móti því, að land hans
væri hernumið af erlendu valdi,
hversu góðri meðferð sem þeir
sættu, og þó íslendingar geri sjer
fyllilega Ijóst, að þeim myndi
hafa vegnað ver, ef Þjóðverjar
hefðu hernumið landið, þá hefðu
þeir vitanlega kosið að vera án
fjelagsskapar Breta, Ameríku-
manna eða Þjóðverja“.
Hjónabönd.
„ÞETTA KALDLYNDISHJAL
er ekki ávalt eins kalt og það
kann að virðast, því jeg þekki
mörg dæmi þess, að breskir her-
menn hafa gifst íslenskum stúlk-
um, sem dvelja nú hjer í landi
sem breskir borgarar og leggja
fram sinn skerf í hergagnafram-
leiðslunni.
Hvað við kemur verðlaginu,
þá verða menn að skilja, að land-
ið á við verðb.ólgu að stríða. Árs-
kaup hafnarverkamanna er t. d.
kringum 600 sterlingspund (um
16.000 krónur) og búðarstúlka
fær 5—6 pund á viku (130—160
krónur). Þegar á þetta er litið,
er ekki ósanngjarnt, að silki-
sokkar kosti 12—15 shillinga; og
þess ber að gæta, að vörurnar
eru fluttar inn fyrir íbúa lands-
ins, en ekki til þæginda fyrir er-
lenda ferðamenn.
Það væri gott ef við mintumst
þess, að við berjumst í þessu
stríði fyrir frelsi og að góð sam-
vinna og skilningur á högum
annara þjóða og vandamálum
myndu gera meira gott heldur
en harðorð gagnrýni. Hver með-
al íslendingur, sem eitthvað hugs
marki. Jeg get aðeins sagt, að jeg
varð ekki var við neitt slíkt.
Þann dag gengum við um aðal-
torg bæjarins og mættum þar
skrúðgöngu íþróttamanna. Jeg
komst að því, að þeir, sem fram
hjá gengú, sýndu mjer þá vel-
vild að þýða fyrir mig dagskrána
sem jeg hafði keypt. Kallað var
á fólk, sem kunni mál mitt og
það leið ekki á löngu áður en
við vorum umkringdir af ljós-
hærðum Islendingum, sem af
miklum áhuga skýrðu okkur frá
þessum hátíðisdegi og írá Jóni
Sigurðssyni og öðrum merkum
mönnum, sem myndir eru af á
íslenskum peningaseðlum.
Það komu líka skemtileg atvik
fyrir, er við fórum í búðirnar til
að versla. Stúlkur, sem kunnu
nokkur orð í ensku, voru afar
hjálpsamar. Jeg minnist lítillar
sæglgætisbúðar, þar sem brjóst-
sykur var seldur, 20 stykki kost-
uðu eina krónu — að vísu dýrt,
en góðgæti, sem var gaman að
koma með heim.
Jeg keypti 100 stykki og voru
þau talin fram af búðarstúlk-
unni. Kunningi minn keypti
aðra hundrað, en alt í einu sá
stúlkan hina gamansömu hlið
málsins. Er hún hafði talið 50
stykki, fór hún að hlæja og helti
af handahófi í pokann og gisk-
aði á, þegar hundraðinu var náð.
Brjefritarinn segir að lokum:
„Sumir einkennisklæddir menn
éru ljelegir fulítrúar síns lands“.
★
Þetta voru svargreinarnar, sem
birtust í „Edinburgh Evening
News“ við hinni miður velvilj-
uðu og harðorðu gagnrýni, sem
birtist í sama blaði nokkrum dög
um áður. Það er sannarlega virð-
ingarvert af þeim mönnum, sem
ekki gátu sjeð illa ritað um ís-
land, án þess að mótmæla og þeir
eiga okkar þakkir skyldar fyrir.
En hjer er enn eitt dæmi þess,
að frjettaþjónusta okkar erlend-
is er í miklu ólagi. Engu blaði
myndi detta í hug að birta grein
um vinveitta þjóð, eins og fyrstu
greinina, sem birtist í hinu
skoska blaði, ef ritstjórar blaðs-
ins hefðu haft aðgang að rjettum
ar, ber meiri virðingu fyrirupplýsingum um landið.