Morgunblaðið - 03.12.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1943, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Virðuleg fullveldishátiðahöðd Stúdentar vottuðu ^orðmönnum samúð HÁTÍÐARHÖLD stúdenta 1. des. síðastliðinn hófust klukk- an 1 e. h. Söfnuðust eldri og yngri stúdentar við Háskólann, en þaðan var gengið í skrúð- göngu að leiði Jóns Sigurðs- sonar. Þar mælti formaður Stú- dentaráðs Páll S. Pálsson nokk- ur orð og lagði blómsveig á leiðið. Þaðan hjelt skrúðgangan tii Austurvallar, en í farar- broddi gekk Lúðrasveit Reykja víkur og ljek göngulög. — Því íiæst hófst bænarstund stúdenta £ Dómkirkjunni og annaðist biskup landsins, Sigurgeir Sig- urðsson hana. Ræða ríkisstjóra. Þá hófst ræða rikisstjóra af svröl.um Alþingishússins. Ríkisstjóri hóf mál sitt með f>ví að minnast hins hörmulega sjóslyss, er varð. þegar vjelbát- urinn ,,Hilmir’’ fórst. Okkar fámenna þjóðfjelag hefir enn orðið fyrir stóru slysi á sjó. Mjer koma í hug orðin ,,mig kennir til þín vegna bróð- ir Jónatan”, Drjúpum höfði augnablik í minningu, lotningu Og með samúð. Sigurfáninn 1918. Þennan dag fyrir rjettum 25 árum, 1. desember 1918, fór fram hjá stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg óbreytt athöfn, sem þó mun vera flestum þeim. sem viðstaddir voru, ógleyman legur viðburður í lífi þeirra. Fáni hins frjálsa og fullvalda ríkis, íslands, var dreginn par hátíðlega að hún í fyi’sta skifti. Þessi athöfn var eitt af ytri táknum þess, að frá þeirri fitundu hafði ísland sest á bekk ineð öðrum frjálsum og full- valda ríkjum. Hann markaði lokaþáttinn í langri frelsisbar- áttu við Dani. Og fáninn, sem þarna var dreginn að hún, var fiigurfáni íslendinga í þeirri bar áttu, svo að segja látlaus bar- átta margra okkar bestu inanna, einbeitt, staðföst og ó- cigingjörn, hafði fært okkur sig ur í frelsismáli okkar. — Það samband milli landanna, sem- ráðgert var að stæði um skeið, breytti ekki þessari mikilvægu staðreynd. Það ætti að vera auð skilið mál, að þótt fullveðja maður feli öðrum umboð sitt til einhvers, þá heldur hann áfram að vera fullveðja.Ef umboðið er afturkallanlegt eða timabundið, fellur það niður er timinn er á enda. Og umbjóðandinn ráð- stafar þessu þá einn, án þess að það varði umboðsmanninn. Skilnaðurinn fór fram 1918. ísland, sem áður hafði verið talið, af Dönum og öðrum, hluti úr Danmörku eða hluti úr veldi^ Danakonungs, var nú af Dönum viðurkent sjálfstætt ríki, kon- ungsríki, að alþjóðalögum al- veg jafnsett Danmörku, hinu konungsríkinu með sama kon- ungi. Samkvæmt efni og orðum sambandslaganna var það ótvi- rætt að hjer eftir bar að skoða ísland skilið frá Danmörku sem sjálfstætt ríki.Skilnaður Islands og Danmerkur fór því raun- verultega fram 1, desember 1918 þótt sumir hafi ekki þá, og jafn vel ekki síðan, gert sjer það fyllilega ljóst. Þetta er ekki einhliða íslensk ur skilningur og heldur ekki sjerstaklega persónulegur skiln ingur minn. Margir danskir á- hrifamenn hafa í mín eyru við- urkent þetta rjettan skilning. Og íslensku stjórninni hefir ber ist fyrir rúmu ári síðan, vitn- eskja um að þessi skilpingur er enn ráðandi meðal danskra stjórnmálamanna. — I skýrslu frá sendifulltrúa íslands í Höfn til íslensku stjórnarinnar um viðtal við þáverandi utanríkis- ráðherra Dana, sem raunar var sami maðurinn sem var í þeirri stöðu 1918, segir m. a. um skoð- un þessa manns orðrjett: „Að sá raunverulegi skilnaður hefði átt sjer stað árið 1918, og að sambandslögin hefðu verið til- raun í þá átt, hvort bæði löndin sæju sjer í sambúðinni; ef þetta reyndist ekki svo að vera þegar tímabilið væri á enda, hefði Danmörk enga ástæðu, hvorki til að hafa á móti nje kvarta undan endanlcgum sambands- slitum.” Og sendifulltrúinn bæt ir við þessum orðum: „Þelta var líka álit Staunings og allra ráðandi stjórnmálamanna, og núverandi forsætisráðherra er á sama máli.” Meðal annars af því, sem jeg hefi sagt, ætti það að vera lýð- um ljóst, að 1. desember 1918 er einn af allra merkustu dög- um í sögu íslensku þjóðarinnar. Mjer finst það bæði sjálfsagt minnast einnig samtímis kon- ungs og dönsku þjóðarinnar. — Við minnumst þeirra í dag með enn meiri hlýju og virðingu vegna rauna þeirra síðustu ár- in. Ekki síst síðustu þrjá mán- uðina. Það er og ástæða til að samgleðjast þeim. Þeir hafa sýnt í verki, að þeir hafa ekki hikað við að færa dýrustu fórn- ir í baráttunni fyrir frelsi sínu. Óvæntir atburðir gripu í taumana. Eftir rúmlega 21 ár hættu konungur og dönsk stjórnarvöld að geta fram- kvæmt það, sem við fólum þeim að framkvæma okkar vegna um minst 25 ár frá 1918 að telja. Við tókum það alt, án undan- tekningar, í okkar eigin hend- ur 10. apríl 1940, og höfum haldið því síðan. Slíkt hefði ekki getað orðið á jafn eðli- legan, rjettan og traustan hátt, ef ekki hefði farið fram raun- verulegur skilnaður 1. desem- ber 1918. Sjálfstætt og full- valda ríki gat tekið þessa á- kvörðun, vegna þess, að það hafði vald yfír öllum málum sínum, án undantekningar. Enda stóð ekki á viðurkenningu konungs og dönsku stjómarinn- ar á rjettmæti þessara ráðstaf- ana Alþingis, eins og á stóð. Að tilhlutn dönsku stjórnarinn- ar var þessi viðurkenning birt opinberlega 13. apríl 1940 sam- dægurs, sem frjettir bárust til Danmerkur um Alþingisálykt- anirnar 10. apríl. Jeg leyni því ekki, að jeg er í hópi þeirra manna, sem ekki geta hugsað sjer, að við afhend- um þessi mál aftur af frjálsum vilja í hendur Dana eða ann- ara. Og þótt jeg geti auðvitað ekkert fullyrt um það efni, er mjer nær að halda, að ábyrgir menn meðal Dana, eða annara þjóða, ætlist ekki til þess. Rökrjett afleiðing af þ^í, sem jeg hefi sagt, er sú, að það geti verið villandi að tala nú um „frelsisbaráttu við Dani” eða „skilnað”, þótt slíkt orð skifti og eðlilegt, að við minnumst ímáske ekki miklu máli. Jeg tel dag allra þeirra Islendinga, er fórnuðu starfi sínu í sjálfstæð- isbaráttunni, þar á meðal þeirra sem unnu sjerstaklega að loka- sigrinum fyrir 25 árum. Við minnumst þeirra með þakklát- um hug og með lotningu við minningu þeirra af þeim, sem horfnir eru hjeðan. Minnumst Dana. En mjer finst eiga við að c c c Mikið úrval af P* Ullar kvenfrökkum ! sem snúa má við og nota sem rykfrakka. j. Ingólfsbúð Hafnarstræti 21- Sími 2662. að þetta hvorttveggja hafi í rauninni verið útkljáð 1. des. 1918. En við verðum bráðlega að ganga frá málinu formlega og taka ákvörðun um framtíðar- stjórnskipun ríkisins. Úrslitavaldið hjá þjóðinni-. í sambandi við þetta hefir komið upp ágreiningur, bæði um aðferð og skipulag. Þessi ágreiningur er sjerstaklega ó- heppilegur, vegna þess að þjóð- in er sennilega öll á einu máli um að standa framvegis alveg á eigin fótum — og um rjett okkar til þess. Það virðist nauð syn, ekki síst vegna viðhorfs- ins út á við, að ekki verði á- stæða til neins vafa um ein- ingu íslendinga í þessu máli. Það verður að leysa þennan vanda á einhvern hátt. Allir munu sammála um, að æðsta úrskurðarvaldið í málinu er hjá þjóðinni sjálfri. Hlutverk Alþingis er að búa málið sem best og á sem heppilegastan og virðulegastan hátt í hendur þjóðarinnar til úrláusnar, Það er kost-ur lýðræðisskipulagsins (demokratis), og gefur því ör yggi, að þjóðin sjálf hefir æðsta úrskurðarvaldið í slík- um málum. Við hljótum öll að óska þess að þjóðin gangi hjer sameinuð að verki. Hver og einn Islend- ingur verður að láta sig mál- ið skifta. Ekki með því einu, að skila atkvæði sínu á kjör-*' stað einhvern tiltekinn dag. — Heldur með hug og hjarta, svo hann eða hún sje einnig reiðu- búin að taka á sig óþægindi eða byrðar ef með þarf. Sum- um kann máske þykja það ó- þarfa harðneskja, en í sögu mannkynsins má lesa það, að engin þjóð hefir getað trygt og varðveitt frelsi sitt og sjálf- stæði, án þess að einstakling- arnir hafi viljað leggja eitt- hvað — oft mikið —• í sölurn- ar; hvort sem það eru þægindi líðandi stundar, fjárhagsleg verðmæti, íastheldni við fyrri afstöðu eða venjur — eða lífið sjálft. Dæmin eru nærtæk á þessum tímum. Frændþjóðir okkar í Danmörku og Noregi, auk fjölda annara þjóða, færa daglega dýrar fórnir á altari frelsisins einmitt nú. Erum við þess albúnir að færa fómir á þessu sama alt- ari, þótt ekki þurfi máske að fórna öðru en einhverju af lífs þægindum fallvöltum ver aldarauði? Hver svari fyrir sig. Jeg lýk máli mínu með þeirri ósk, að íslenska þjóðin megi sýna visku, fórnfýsi, djörfung og drengskap, er hún tekur þær ákvarðanir, er eiga að tryggja sem best framtið- arsjálfstæði og frelsi íslands. Norskum stúdentum sýnd samúð. Að lokinni ræðu ríkisstjóra var íslenski þjóðsöngurinn leik inn. Gengu þá stúdentar ásamt öllum mannfjöldanum, er var saman kominn við Austurvöll, að bústað sendiherra Norð- menna. Skúli Skúlason ritstjóri flutti sendiherranum ávarp og tjáði honum, norskum stúdentum og allri norsku þjóðinni samúð ís- lenskra stúdenta vegna hinna hörmulegu tíðinda, er nú hefðu enn á ný borist frá Noregi, þar sem æðstu mentastofnun norsku þjóðarinnar, háskólan- um í Osló, hefði verið lokað og prófessorar hans ásamt 1200 stúdentum handteknir. Að lokinni ræðu Sk. Sk. þakk aði sendiherrann íslendingum hina miklu samúð, er þjóð hans hafi notið hjer í raunum sínum. Ávarpaði þá Lúðvig Guð- mundsson ^skólastjóri sendi- herrann í nafni stúdenta háskól ans og las honum eftirfarandi ávarp frá stúdentaráðinu: ,,í umboði íslenskra háskóla stúdenta vottar Stúdentaráð Háskóla Islands norskum stú- dentum innilegustu samúð vegna þess gjörræðis, sem þeir hafa verið beittir. Óskum vjer þess af alhug, að eigi líði á löngu, þar til þeir og Framhald á bls. 12 Föstudagur 3. desember 1943. immiiiiiiiiuufumtiiiiiiiimiiinimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ | Ungar stúlkur ( §j eru vandlátar á bækur og % = lestrarfúsar, en þær, sem j= §§ hafa lesið Lajlu, segja: M s „Hún er alveg draumur" M s eða: „Þetta er jólabókin = = okkar í>ir“. jniiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiimitiiiiiiiiTÐ FALLEGIiR mmm\ er góð jólagjöf. Afar fjölbreytt úrval. Versl. RÍN Njálsgötu 23. „Ægir” með póst og farþega til Vest- fjarða kl. 7 síðdegis í kvöld. Þór tekur á móti flutningi til Vest- mannaeyja árdegis í dag. J Málaflutninffs- skrifstofa Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Austurstræti 7. Símar 3602, 3202, 2002. Sbrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. JÓH. KARLSSON & CO. Sími 1707 — 2 línur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.