Morgunblaðið - 03.12.1943, Page 7

Morgunblaðið - 03.12.1943, Page 7
Föstudagur 3. desember 1943. MORGUNBLAÐIÐ 7 THOR JENSEN ÁTTRÆÐUR - THOR JENSEN á áttræðis- afmæli í dag, mesti útgerðar- maður og stærsti bóndi sem starfað hefir hjer á landi, enn sem komið er. Ævisögu hans hefir að ýmsu leyti verið líkt við æfintýri. En hún er ekki aðeins æfin- týri einstaks manns, því hún er samfljettuð þjóðaræfintýri íslendinga, er fjelaus ófrjáls, úrræðalítil þjóð varpaði af sjer mókinu, reif sig fram úr kyrr- stöðunni, braut sjer leiðir, sem áður voru óþekktar, til þess að hagnýta sjer auðæfi lands og sjávar. Aðalatriðin í starfsemi hans eru almenningi kunn. En fáir hafa haft tækifæri til þess að gera sjer glögga grein fyrir því, hvaða rök liggja tíl þess, að honum tókst framar öðrum mönnum, sem tóku hjer upp atvinnurekstur fyrir 50—60 árum að afla lífsbjarga úr sjt>, og gera sjer arðsaman gróður- mátt íslenskrar jarðar. Thor Jensen. Enginn hefir veríð jafn mik- ilvirkur þátttakandi í umbót- um atvinnillífsins, eins og hann, enginn glöggskygnari á fram- faramöguleikana en hann. En eftir því sem menn kynnast hon um betur, baráttu hans og erfið leikum, velgengni hans og sigr um, eftir því kemur það greini- legar í ljós, að gifta hans í at- vinnrekstri og athafnalífi, er hvorki sprottin af tilviljun nje töfrum, hún er runnin frá skap gerð hans, stórhug, framsýni og óbilandi dugnaði. ~fc Thor Jensen er fæddur í Kaupmannahöfn 3. des. 1863. Foreldrar hans voru Jens Chr. Jensen múrarameistari og kona hans Andrea Louise Jensen. — Hann var næstyngstur 12 syst- kina. Um það leyti er hann fædd- ist braust út styrjöldin milli Þjóðverja og Dana, er endaði með ósigri dönsku þjóðarinnar, missi Suður-Jótlands og margs konar erfiðleika þar í landi. J. Chr. Jensen múrarameistari hafði allmörg hús í smíðum fyrir ýmsa menn, þegar styrj- öldin skall á. Sumir þessara viðskiptamanna hans fjellu á vígvöllum. Aðrir lentu í fjár- hagsvandræðum. Bygginga- meistarinn stóð uppi með hin hálfgerðu hús, tapaði stórfje og rjetti aldrei fjárhagslega við eftir þetta. Hann andaðist er Thor var 8 ára. Þó foreldrar Thor Jensen hefðu framan af æfinni verið allvel efnum búín, ólst hann upþ við kröpp kjör, er urðu enn þá krappari eftir fráfall föður hans, er var sívinnandi meðan heilsan entist.Er hann dó vorið 1872, stóð ekkjan ein uppi með barnahópinn, en börnin urðu að leita sjer atvinnu eins fljótt og unnt var, og þau höfðu aldur til. Haustið 1874, er Thor var 10 ára, sókti móðir hans, fyrir á- eggjan kennara hans um upp- töku fyrir hann í heimavistar- skólann „Det kgl. Opfostrings- hus“. Á hverju ári fengu 20 drengir inngöngu í þennan 4 ára skóla. Ríkisskóli þessi er á margan hátt einstakur í sinni röð. Hann er stofnaður 1753. Þangað kom- ast engir, nema þeir hafi ann- að hvort misst föður sinn eða móður, og hafi lokið inntöku- prófi. En umsóknirnar um þessa skólavist skiftu hundruð- um, þegar Thor Jensén fjekk þar inngöngu. Skólinn eða stjórn hans tekur drengina að miklu leyti i fóstur til ferming- araldurs, og sjer þeim, að skóla- vist og fermingu lokinni, fyrir námsvist, og eru þeir í umsjá skólastjórnarinnar, uns þeir hafa lokið námi í einhverri at- vinnugrein. 'Ár Af tilviljun atvikaðist það svo, að Thor Jensen rjeðst til Valdimars Bryde kaupmanns, að loknu námi í skólanum. Hafði Bryde haft fasta versl- un á Skagaströnd undanfarin ár, en ,,spekúlantskip“ á Borð- eyri. Sumarið 1878 færði hann út kvíarnar, og reisti verslunar hús á Borðeyrartanga. Þangað rjeðist Thor, og vann þar kauplaust, fyrir fæði og húsnæði í 5 ár, til vorsins 1883, en framlengdi dvöl sína þar, sem bókari verslunarinnar til 1. ágúst 1884. Það er saga fyrir sig, hvernig hann á fyrstu árum Islands- veru sinnar varð gagnkunnug- ur íslenskum verslunarháttum, búskap og lífskjörum íslenskra bænda, og öllum hugsunarhætti þjóðarinnar, hvernig hann festi hjer yndi, við erfið kjþr, og fann sjer útvegi til sjálfsbjargar, þótt í smáum stíl væri. Er hana skildi við Borðeyri í ágúst 1884, var hann óráðinn og atvinnulaus. Það kom til mála að hann settist að á Akranesi. Þar var þá unnusta hans, Mar- grjet Þorbjörg Kristjánsdóttir, með móður sinni, Steinunni Jónsdóttur frá Hraunhöfn. En það reyndist erfitt fyrir fje- lausan mann, að koma fyrir sig fótum. Af hendingu rjeðst hann í haustkauptíðinni að verslun Jóns Johnsen í Borgarnesi, en sigldi síðan með vöruskipi það- an til Bergen. Þá ætlaði hann að ufla sjer fjár til frekari verslunarnáms á Handelsaka- demíinu í Höfn. En er til Nor- egs kom brást honum lánsfje til þeirrar námsdvalar. Ef sú von hans hefði ræst er óvíst, hvort hann hefði nokkurntíma sest að hjér á landi upp frá því. Islandsverslun var orðin sjer grein hans. Þvi tók hann til- boði Johans Lange, um næstu áramót að gerast bókhaldari við Borgarnesverslun, en Johan Lange var umboðsmaður J. Johnsen í Bongarnesi. Út af misskilningi, senr reis milli Lange og Johnsens varð ekki af þessu, en Lange byrjaði sjálf ur að reka verslun í Borgarnesi og keypti verslun Johnsens næsta ár. En Thor Jensen rjeðst til Lange. Vorið 1886 settist Thor að í Borgarnesi sem verslunarstjóri við Langesverslunina, gifti sig og reisti þar bú. Þar bjuggu þau hjón sín fyrstu 8 búskapar- ár. Þar rak Thor Jensen bú- skap ásamt verslunarstjóra- starfinu, sem varð svo mikill, að hann varð fjárflesti bóndi landsins. Starfsár hans í Borg- arriesi voru hin ánægjulegustu. Hann átti þar miklum vinsæld um að fagna, sem síðar í lífinu. Hann varð hollvinur og ráð- gjafi margra hjeraðsbúa, en heimilið fyrirmynd að gestrisni og myndarskap í hvívetna. — Haustið 1894 seldi hann bústofn og jarðir, Einarsnes og Ánabrekku og keypti verslun- arhús Snæbjarnar Þorvaldsson ar á Akranesi, flutti þangað og byrjaði verslun þar. Nú hefst eitt erfiðasta tima- bil ævi hans. Frá búskap sínum í Borgarnesi hafðl hann, eftir þeirra tíma mælikvarða, dá- góð efni. Hann var á ljettasta skeiði. Starfsorka hans ótæm- andi. En skilyrði til verslunar takmörkuð á Akranesi og út- gerð rýr. Thor hafði mörg járn í eld- inum í þá daga. Hann rak þil- skipaútgerð, verslun ’við nær- sveitamenn, keypti fje til út- flutnings í stórum stíl. Iiann gerði út „spekúlantskip" til þess að auka verslunarveltu sína, í Hvalfjörð, Kollafjörð, Borgárfjörð, Straumfjörð, á Snæfellsneshafnir, og fór í langar verslunarferðir til Vest- fjarða. Hann var nútíðar- eða framtíðarmaður að stórhug og yerslunarháttum í landi, sem á margan hátt var á miðalda- stigi. Rekstursfje hafði hann of lít- ið, fyrir allt það, er hann“hafði með höndum. Erfiðleikar steðj- uðu að, sumpart af náttúr- unnar hendi, sumpart af manna völdum. Hann missti hvert þil- skip af öðru, þó eigi yrði sem betur fór, manntjón af. Umboðs menn hann erlendis reyndust Jionum þungir í skauti.Þó kast- aði fyrst tólíunum er hann, haust eitt sat með 3000 mark- aðsfjár, en var svikin um fjár- flutningaskip, uns komið var langt fram á vetur. Á þessum árum er hann á sí- feldum ferðalögum, ýmist er- lendis eða hjer innan lands. Þá fær hann tækifæri til þess að sinna málefnum kauptúnsins, svo eftirminnilegt varð Akur- nesingum. Hann var þar fulltrúi nýja tímans, framtaks og umbóta. Vorið 1899 fær hann skyndi- lega tilkynningu um það, frá aðalviðskiftamanni sínum í Englandi,. að hann segi upp við- skiftum við hann, og heimti að Thor framselji bú sitt til skifti- meðferðar. Nýlega hafði Thor Jensen* verið ytra og þá var ekkert slíkt nefnt. Hann varð að hlýða og loka verslun sinni sem gjaldþrota maður. Við reikningsskil kom það í ljós, að fyrirtæki hans hefði vel getað ’ staðist, þrátt fyrir margskonar óhöpp og tjón, ef hann hefði fengið hæfi- legt rekstursfje. Þá var í upp- siglingu togaraútgerðarfjelag, er með ensku fje átti að reka hjer mikla útgerð. Viðskifta- menn Thor Jensen vorú aðal frumkvöðlar þess fjnúrtækis. Þeir buðu honum stöðu við hið nýja ijelag. Hann tók því. Þetta var fiskveiðafjelagið „ísafold“, er eignaðist 6 togara og fór út um þúfur á næsta ári. Thor Jensen fekk aldrei komið fram ráðleggingum þeim, er hann vildi, um þann rekstur. Aðrir þóttust vita betur. Sem starfs- maður þess fjelags flutti hann til Hafnarfjarðar haustið 1899. Þetta urðu mikil viðbrigði, þáttaskifti í lífi hans. í 14 ár hafði hann unnið baki brotnu, brotist í mörgu, lært af marg- háttaðri reynslu. Tekið hafði verði fram fyrir hendur hon- um í miðju kafi. Og nú var hann starfsmaður hjá andvana fæddu fjelagi, við litil laun og misti þau brátt. Hann hugsaði til Ameríku- ferðar, en ekkert varð úr því. Kona hans vildi ekki yfirgefa landið. Hann ekki heldur, er til átti að taka. Útgerðarfjelagið „ísafold“ var úr sögunni í ársbyrjun 1900 og Thor Jensen þar með atvinnu- laus, með fjölment heimili í Hafnarfirði. Hann lagði leið sína sunnan yfir hálsana til Reykjavíkur, leigði sjer herbergi í Kirkju- stræti, og safnaði pöntunum á útgerðar- og bvggingarvöru, sigldi -með pantanirnar til út- landa og stofnaði upp'úr því verslunina . „Godthaab’. Oft hafði hann unnið nótt með degi, en aldrei eins og nú. Viðskiftin urðu brátt mikil. Árið eftii' keypti hann hús- eignina á gatnamótum Austur- strætis og Pósthússtrætis. Næsta ár gamla pósthúsið við Pósthússtræti til íbúðar. Sam- blástur var gerður gegn hinni nýju verslun. Selstöðu kaúp- mönnunum fanst verðið of lágt í Godthaab. Vildu verslun þá feiga. Þetta bar gagnstæðan árangur. Godhaabverslunin rann upp í hjarta Reykjavíkur, sem fífill í túni. Og það reynd- ist vonum fyrr auðvelt fyrir Thor að greiða allar skuldirnar frá Akranesárunum. Samhliða versluninni rak Thor Jensen á næstu árum mikla þilskipaútgerð. Og bú- skapnum gat hann ekki gleymt. Hann keypti Bráðræði, ræktaði þar stórt tún með ærnum kostn aði, og var þar vestur frá öll- um stundum, er hann gat við komið. Hann keypti Gerðaversl un og útgerðarstöð norður á Ströndum. Hann bygði íshús, setti upp lýsisstöð. Og hann bygði glæsilegasta íbúðarhús, er bygt hefir verið.hjer á landi fram til þess tíma, og flutti þangað 5. júní 1908, er hann hafði verið rjett 30 ár á íslandi. Hann gekk í fjelag við sex skipstjóra, og-' stofnaði með þeim útgerðarfjelagið Alliance, með 20 þús. krónum í stofnfje. Hann rjeði smíði fyrsta togar- ans, Jóns forseta, er smíðaður var handa íslendingum, og kost aði 153 þús. krónur hingað kom inn í höfn. En fjárútvegun til þess fyrirtækis varð honum erfið í ofanálag á alt það fje,' sem húnn þurfti til annara fram kvæm&a og viðskifta sinna. í ársbyrjun 1907 ljet hann til leiðast, fyrir eindregna á- eggjan erlendra viðskifta- manna sinna, að ganga með þeim í verslunar og útgerðar- fjelagið P. I. Thorsteinsson & Co„ og sameinaði verslun sína og flest önnur fyrirtæki sín því fjelagi, er átti að fá meira fjár- hagslegt bolmagn en áður hafði verið hjer, til útgerðar og verslunar, og hleypa nýju lífi í atvinnuvegi landsins. Thor Jensen var einn af fram- kvæmdastjórum þessa fjelags í 6-»7 ár, en hvarf úr stjórn þess 1913. Starfsemi þess, þótt mikil væri, var aldrei reist á það fjárhagslega tryggum grund- velli, sem til var ætlast í upp- hafi, stjórn þess dreifð á helst til margar hendur, og fjekk Thor Jensen aldrei notið þar hæfileika sinna sem skyldi. Eignir þær, er hann lagði fram sem hlutafje í fjelag þetta, og var m. a. blómleg verslun hans í miðri Reykjavík og húseignir þar, misti hann alveg, að heita má, er fjelagið leystist upp á næsta ári 1914. •— Næstu ár fjekkst Thor Jensen eingöngu við útgerð. Hann hafði nýlega stofnað h.f. Kveld úlf, reist útgerðarstöð á Hjalt- evri o. {'1. Vann hann nú ásámt sonum sínum að viðgangi þess fjelags, er víkkaði verkahring sinn og efldist með ári hverju, veiðiskipum fjelagsins fjölgaði Framhald á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.