Morgunblaðið - 08.12.1943, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.12.1943, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. d'eS. 1941 MORGl/NBLABIÐ GLEFSUR UM SJÁLFSTÆÐISMÁLIÐ HINN norski prófessor og ís- landsvinur, Nikolaus Gjelsvik, ritaði í byrjun heimsstyrjaldar- innar kenslubók í þjóðrjettar- fræði. Hún var í tveim bindum og kom fyrra bindið út 1915. — Þar segir hann í formálsorðum: „Daa Europakrigen tok til siste sumaren, tenkte eg fyrst det var best aa vente med utgjevingje so lengje, for mange nye spurs- maal og tilfelle kjem no upp. . .. So fær det siste heftet vente til seinare. Det er serlig i det siste heftet, som m. a. skal inne halda læra um det millom folke lige tvistemaali og noytralitet, at dei nye spursmaali vil faa mesl aa segja”. Skilnaður vor við Dani mun vera eitt af þessum „nye til- felle”, sem koma upp á styrj- aldartímum. Þó að rjettur vor sje ótvíræður, mun ekki verða farið eftir nákvæmri forskrift kenslubóka, en hún gæti kom- ið í næstu útgáfu af bók Gjels- viks. Ekki verður heldur unt að fara eftir öllum atriðum í 18. gr. sambandslaganna af ó- viðráðanlegum orsökum. Danir gátu ekki framkvæmt það, sem þeir áttu að gera af sömu or- sökum; vjer ámælum þeim ekki fyrir það og þurfum ekki að nota oss það, því að jafnámæl- islausir erum vjer, þótt vjer enn af sömu orsökum, gætum ekki á áætluðum tíma borið frgm formlega kröfp um end- urskoðun. Hún hefir þó verið borin svo fram, að Dönum er ekki ókunnugt um ásetning vorn. Og eftir stendur óhagg- aður sá aðalkjarni greinarinn- ar, sem óviðráðanlegar orsakir ekki hindra og trúlega verður ekki gleymt í nýrri útgáfu af þjóðrjettarfræði, að ef nýr samningur hefir ekki verið gerður (ótiltekið af hvaða á- stæðum) innan ákveðins tíma, þá gætum vjer með fullu og bróðurlegu samþykki Dana ver ið lausir allra mála. Þetta er eðlilegt, því að hvorirtveggja vissu undir niðri frá upphafi, að aldrei yrði gerður nýr samn- ingur og það fljótt látið upp- skátt. Sambúðarvenjur. Þær koma í úrslitum þessa máls ekki til greina, heldur sambandsslitavenjur, en það er sitt hvað og ekki hvað öðru háð. Sambandsslit eða -stofn- un, hafa jafnan orðið að und- angengnum vopnaviðskiftum, valdboði á svo kölluðu friðar- þingi, öðrum ófrjálsum ráðstöf- unum eða þá blátt áfram ein- hliða uppsögn og sjálfstæðisyf- írlýsing í óþökk hins aðilans. Hjer á ekkert af þessu sjer stað, heldur frjálst og vinsamlegt samkomulag beggja þjóða mörg um árum fyrir fram um ákveð- ið árabil, og mun það vera eins dærrli. Reynslan er sú oftast, ef ekki ávalt, að sambúðar- venjur verða betri eftir en fyrir slitin, hjer verður það áreiðan- lega af íslendinga hálfu og get- sök ein, að það verði ekki einn- ig af Dana hálfu. Þeir hafa ef til vill stundum tafið oss í fram sókn vorri —* það skal vera gleymt — en þeir munu ekki óska, að sú endurminning fylgi Eftir síra Kristinn Daníelsson út á ystu nöf með formsatriða töfum. Danir vita, að vjer er- um staðráðnir í að endurnýja ekki sáttmálann, um það er ekki ágreiningur meðal íslend- inga. Og vjer vitum, að Danir hafa ekki í hyggju að leggja neina hindrun á leið vora. Að- gerðir vorar i þessu efni verða sjálfsagt kunngerðar þeim svo fljótt, sem unt er, á virðuleg- an hátt, með orðfæri og í anda, sem hæfir drengilegustu og vin samlegustu sambúðarvenjum. Vjer „förum þá ekki án þess að kveðja”. Áherslan liggur ekki á að segja upp, heldur að vjer höfum kalalaust komið á h]á oss stjórnarfari, sem vjer höf- um kosið oss, að fyrir fram legustu orðum og svar Dana vitum vjer, að þeir ætla ekki að vera oss þröskuldur í vegi. Fyrir þetta, sem getur verið oss nauðsyn og er oss fagnaðar og tilhlökkunarei'ni er óhugs- andi, að aðrar Norðurlantía- þjóðir ætli sjer að typta oss. Hafi einhver blöð þeirra tjáð sig svo af ókunnugleika, munu þeir, er þeir skilja allan mál- stað vorn, brátt hverfa af þvi sjónasviði með hönd á húfu og „afsakið” á vörum. Vjer mun- um halda áfram að lesa bók- mentir þeirra og auðgast á þv:, og þeir munu halda áfram að lesa vorar bækur gamlar og nýjar og segjast sjálfir hafa grætt á því og mega þá enn Ágreiningur og málstaður. Þegar ágreimngur hefir orðið fengnu samþykki þeirra og sam I gera. Sjerstaklega er það frá- kvæmt tilgangi sáttmálans, en 'það hefir þær afleiðingar, sem málaefni standa til, en ekki þær, að vinsamleg viðskifti bræðraþjóðanna haldist ekki. Viðskila við Norðurlönd. Jeg veit ekki hvernig það er hugsað, að vjer eigum að verða viðskila við Norðurlönd og Norðurlandamenning. Menning vor — og vjer teljum hana sjálfir ekki vera svo litla •— er Norðurlandamenning. Vjer getum ekki losað oss við það, þótt vjer vildum, en svo vilj- um vjer það ekki og enginn hefir stungið upp á því. En þótt vjer hagnýtum oss éitthvað úr vestrænni menning, þá er það í viðbót, en ekki í staðinn fyrir. Það munu allar þjóðir gera, að nota ýmislegt úr menning ann- ara þjóða, en verða ekki fyrir það viðskila við sína eigin menning. En svo er jeg undr- andi að lesa langar og skáld- lega útmálaðar lýsingar frá Hafn%rstúdentum og hjer heimagerðar á því, hvernig Norðurlandaþjóðir muni fá á oss ýmigust og sýna oss á ó- komnum öldum ónot og andúð og jafnvel meinfýsi. Og fyrir hvað? Fyrir það, að vjer gerð- um samning við Dani árið 1918 um að vera enn í sambandi við þá 25 ár og göngum nú að unir sömdum rjetti vprum til þess að vera það ekki lengur. Þetta er umbúðalaust kjarni málsins, sem ekki á að kosta oss mir.na en virðing og vináttu bræðia- þjóða vorra. En löngu lýsing- arnar segja, að það sje ekk; þessi kjarni sem veldur, held- ur hýðið, að vjer höfum ekki átt viðtal við Dani, þó að það viðtal væri, eins og alt iá fyrir, yita þýýðingarlaust. Þvi að þótt slíkt viðtal hafi ekki vegna ríkjandi ófrelsis, getað faiið fram á þeim tíma eða á þann hátt, sem 18. grein sáttmálans gerir ráð fyrir, þá hafa þó stjómarleið borist orðsending- ar á milli, svp að vjer vitum fyrir víst, að innihald viðtalsins mundi eða muni í stystu rnáli verða það, að vjer tjáum Dön- urn ásetning vom og athafnir og konungi vorum þakkir fyrir konunglega vináttu í vorn garð fyr og síðar, og Dönum fyrir bróðurlega sambúð þessi 25 ár, leitt, að „danska þjóðin snúi við okkur. bakinu og vilji engjn samskifti eiga við okkur fram- ar”. Við hefðumst þá ólíkt að. Við staðráðnir í að erfa ekkert frá liðnum öldum, en þeir leggja á oss f?eð um ókomnar aldir. Vjer erum íslendingar ekki það betri menn en Danir, að orðum þurfi að þessu að eyða. Orðið „griðrof” sýnir að eins hve ólíklega djúpt er lagst og langt gengið í þessum áróðri. Önnur mál. Vjer fáum stundum að heyra að önnur mál sjeu meira áríð- andi en sjálfstæðismálið, t. d. sjálfstæður fjárhagur, örugg- ar atvinnugreinir o. fl, Það sjeu hin eiginlegu sjálfstæðis- mál og sjálfstæðið án þeirra lít- ilseðaeinskis virði.Vjer megum bíða lengi ef það á að vera þang áð til þau eru í besta lagi. En sjálfstæðismálið er ekki nema eitt með ákveðnum ákveðna greini, eitt sem ber að gera, þó að sjálfsagt sje ekki annað ó- gert látið. Jeg hugsa mjer að það sje fremst í lest allra hinna málanna og hafi þau öll í taumi eða meira og minna taumhald á þeim. En þá er oss sagt, að vjer ráðum nú þegar yfir öll- um málum vorum og það skifti því ekki máli hvort gengið er formlega fiá málinu einu eða tVeim árum fyr eða seinna, ’Sem enginn gefur þó enn tiltekið, en allir sammála um encjanlega niðurstöðu. En hver getur sann að, að störf Alþingis nú, sem hafa. ekki þótt vegna sundrung- ar takast sepi best í stórmál- um, hefðu ekki orðið önnur, ef gengið hefði verið frá sjálf- stæðismálinu í fyrra? Því að sjálfstæðinu fylgir ekki ein- ungis sælutilfinningin, að mega ráða öllu sjálfur, heldur fylg- ir því einhig sú ábyrgð og á- byrgðartilfinning, að eiga ekki aðeins að ráða, heldur ráða fram úr öllum vandamálum. — Ekki síst vegna þessarar hliðar væri rangt að tefja málið. Vjer ætlumst til, að þing- menn vorir sitji með ríkari á- birgðartilfinningu næsta þing c^jir sambandsslitin en næsta þing á undan. Eigum vjer að gera ráð fyrir, að sú franiför sje óhugsgndi og er þá áhættu- laust að slá henni á frest? Veit nokkur alt, sem {yrir getur um viðskifti vor við sambands þjóð vora, hefir jafnaðarlega verið greint á milli, hvað væri íslenski málstaðurinn. Og nú er ekki um að villast, hvað er íslenski málstaðurinn. Enginn var viltur 10. apríl 1940, eða 17. maí 1941, eða meðan stjórn- arskrárneíndin starfaði 1942 og var öll sammála, og engum virtist koma á óvart niðurstað- an, nema ef vera skyldi, að nefndin ákvað 17. júní 1944, en ekki fyr á árinu, en þó mun flestum hafa þótt dagurinn vel valinn. Enginn áróður var hafð ur nje þurfti að vera og enginn flokkur nje foringi gat eignað sjer frumkvæði nje framgang; það var víst að eins íslensk þjóðarsál að verki, því að „Is- lendingar viljum vjer allir vera”. Hjer á eftir — jeg hef ekki skjalfest hve löngu — kom syo upp frumkvæðið að ágrein- ingnum pg varð til hinn mál- staðurinn, ágreiningsmálstaður við það, sem allir höfðu áður, svo vitað væri, verið samdóma um. Og hann verður ekki ís- lenskur við það, að hafa þann svip gð vilja forða íslending- um frá manmiðarieysi og sam- búðarávirðingum, sem hvorugu er til að dreifa. Enginn sá ís- lendingur mun vera til, sem ekki ber í brjósti innilega sam- úð og hrygð yfir hörmungum bróðurþjóðarinnar. Hefði þeim orðið sveipað burt við frgm- lengda sambúð eða sjerstaka að ferð vora í skilnaðurmálinu, þá var síst fjarri að tala um fórn af vorri hálfu, en nú er þar vit- anlega ekkert samband á milli eða um mýkjandi áhrif að ræða. Á sambúðaratriðið hefi jeg áð- ur minst Jeg held því, að ekki væri fjarri að nefna hinn mál- staðinn gervimálstað og mann- úðarhliðin, þótt fögur sje, hrökkvi honum ekki til þess að vera glæsilegur. slitunum, að þeir hafi elt oss alt með virðulegvistu og vinsam komið? örara, og hver getur ábyrgst, hvenær örlagarikustít ártölin koma. Þ.að má leiða getum að því, en hin veltandi rás við- burðanna ein getur gefið raun- ina. „Allur er varinn góður”, hefir alment og þýðingarmikið gildi og epgin sjerstök undan- tekning óhættulaus. í sambandi við sjálfstæðis- sókn vora er skylt og ljúft að geta þess, að sambandsþjóð vor Danir hafa, er fram liðu stund- ir, orðið æ viðskiftisbetri og þá sjerstaklega á sambandstíma- bilinu síðan 1918 er segja mætti að þeir unnu með oss a,ð þvi, að vjer fengum viðurkendan fullveldisrjett vorn, þótt ekki væri annmarkalaust. Nú hygg jeg, að hin síðasta ganga þeirra muni verða best og þeir gleðj- ast með oss, er annmárkarnir eiga að hverfa og lagður mæn- isteinninn í sigurbogann, sem þeir hafa með sanngirni sinni átt sinn þátt í að reisa. Jeg trúi ekki, að þeir varpi skugga á þá gleði með því, af nokkurs kon- ar fordild, að bera fyrir forms- atriði, sem ill örlög fyrirmun- uðu bæði þeim og oss að fylgja en væntanleg niðurstaða ein og ákveðin á þeím tíma, er í sátt- málanum felst. Því nú er horfið frá að nota vanefnda- eða ekkiuppfylling- arregluna, þó að það væri gert 10. apríl 1940. Þá var konung- urinn settur af um stundarsak- ir með þvj að flytja vald hans til ríkisstjórnarinnar, aðeins vegna væntanlegra vanefnda, því að aðfaranótt þess dags hafði hann enn ekkert til unniS og ekkert var í sáttmálanum um það, að fyrir gæti komið, að það yrði heimilt. Hann hefði getað tekið það óstint upP, þótt hann brygðist drengilega við, sem oftar í vorum málum. Hið sama mun þjóð hans gera að fyrirmynd hans. í bæklingnum „Ástandið í sjálfstæðismálinu” stendur, að þetta hafi verið hyggilega og viturlega og virðulega gert. Það var sjálfsagt hýggilegt og nauð- synlegt, en neitt sjerstaklega virðulegt sýnist það ekki vera, að setja konunginp af, þótt tvent hið fyrnefnda yrði að af- saka það, sem á skorti virðu- leikann. Jeg lýk þá þessu máli, þótt margt fleira sje til andsvara. Jeg sje, að enn er allhvast alið á frestuninni, svo jeg læt þetta fara. Dixi et liberavi animam, meam, hef talað og ljett á sam- visku minni. Kristinn Baníelsson.. KöpuryrSin. Talsvert hefir verið af þeim og jafnvel ókvæðisorðum í þessum umræðum, en þau rjett læta engan málstað. Jeg man þau ekki öll nje ætla að rifja upp, en mjer eru þó í huga orðin hraðskilnaður og skyndi- skilnaður (niðrandi merking), og óðagat, af því að þau koma svo hjákátlega við. íslendingav hafa frá upphafi með einhverj- um tilburðum verið að reyna að losa um og hagræða höft- upum, sem þeir lögðu á sig og niðja sína fyrir nærri sjö öldum, til þess þau særðu minna. Og síðan endurreisn- arnienn vorir á öndyerðri 19. öld hófu baráttuna til fulls sjálfstæðis eru rúmlega 100 ár. Þessir tilburðir og barátta væru þá 7 alda óðagot eða 100 ára hraðskilnaður. En það á ekki að muna jum 1 eða 2 ár. Flestir örlagarík- ustu atburðir þjóðanna gerast! bætt við með bláum blýanti: Hann elskaði rifskoðandann New York í gærkveldi. KONA ein í New York fjekk brjef frá manni sínum, sem var í hernum eiphversstaðar fyrir handan höfin. Kvað hann sjer líða vel og endaði brjefifS með þessum orðum: „Jeg elska þig, barnið okkar og ritskoð- andann". Ritskoðandinn hafði á einhverju einu ártali og nú eru þeir tímar, að sjaldan munu óvæntir og örlagaríkir at burðir hafa rekið hver annan „Fyrst hann eiskar mig líka, þá skal jég segja yður, hvar hann er. Hann er í Indlandi". ■— Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.