Morgunblaðið - 10.12.1943, Side 1

Morgunblaðið - 10.12.1943, Side 1
30. árgangur 280. tbl. Föstudagur 10. desember 1943. lsafoldarprentsmiðja h.f. Þjéðverjar sækja hart á fyrir vestan Kiev Segjast hafa rekið Rússa í sjóinn hjá Kerch London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. Stórorustur geysa nú um 70 km. fyrir vestan Kiev og beita Þjóðverjar þar um 1000 skriðdrekum að sögn frjetta- ritara í Moskva, og mun von Mannstein hershöfðingi vera fyrir þessu liði. Hafa Rússar orðið að láta nokkuð undan síga á þessum slóðum, en vörn þeirra er afar hörð, að sögn Þjóðverja. Þjóðverjar hafa þá fregn að flytja, að rúmenskar her- aveitir, studdar þýskum flugher, sjeu nú að hreinsa til á landgöngusvæði Rússa fyrir sunnan Kerchborg á Krím- skaga, en Rússar hafa ekki talað um bardaga þarna lengi. í herstjórnartilkynningu Rússa segir frá því, að þeir hafi getað náð nokkrum stöðvum á sitt vald fyrir vestan og suðvestan Kremenchug. _________________________» Á Kievvígstöðvunum hef- ir nú brugðið til snjókomu og.frosta og gerir það allan hernað auðveldari, einkum skriðdrekahernað og loft- hernað, þar sem flugvellir eru nú frosnir orðnir, en áð- ur var þarna regnbleyta mik il. Sókn Þjóðverja þarna er líka sögð studd af meiri flug her en verið hefir að undan- förnu. Segjast Rússar hafa skotið niður 33 flugvjelar þýskar í gær, en Þjóðverjar 33 rússneskar. Rússar segja í herstjórnartilkynningu sinni, að áhlaup Þjóðverja sjeu feikna hörð. í Dnieperbugðunni eru Rússar framvegis í sókn og hafa náð nokkrum virkjum suðvestan Kremenchug. Fregnritarar hermdu að þeir hefðu tekið þorp eitt up 32 km. fyrir sunnan járnbraut- arstöðina Snamenka, sem nú hefir lengi verið barist um. Krímskaginn. Þjóðverjar hafa tvo daga í röð gefið út aukatilkynn- ingar um bardagana fvrir sunnan Kerch, þar sem Rúss ar hafa alllengi haft brúar- sporð. í fyrri tilkynningunni var sagt, að Rúmenar og Þjóðverjar hefðu að mestu levti getað hrundið rúss- neska liðinu fyrir sunnan Kerch í sjóinn og unnið því Tilkynnt hefir veri.ð í Vichy, mikið tjón. í síðari tilkynn- að fram fari nú í Frakklandi ingunni segir svo, að Rúm- miklar handtökur manna, sem enar sjeu nú að hreinsa til nefndir eru spellvirkjar og ó- á ströndinni og hafi í gær aldarlýður. Hafa margir menn tekið þar 2300 fanga. Enn- verið handteknir víðsvegar um fremur var svo skýrt frá, að landið, t. d. í Lille, Nantes, Rússar hefðu gert hörð á- Lyons og fleiri borgum. Voru hlaup norðan Kerch, þar allir þessir menn dæmdir í sem þeir einnig hafa brúar- margra ára þrælkunarvinnu. — Framhald á bls. 12 Reuter. „Blindralávarður- inn" heiðraður London í gærkveldi. Normansby lávarður, sem er einn af þeim brésku stríðsföng- um, er nýlega eru komnir heim til Englands frá fangavist í Þýskalandi, hefir verið sæmdur háu heiðursmerki, fyrir starf það, sem hann vann fyrir blinda fanga, meðan hann var í Þýska- landi. Hann var tekinn höndum í Frakklandi, særðist þar illa og greri sárið seint. Að lokum var hann lagður í sjúkrahús í Þýskalandi og gerður skurður á fæti hans. Maðan hann lá í sjúkrahúsinu, kynntist hann nokkrum blindum breskum her föngum, og helgaði þeim síðan allt starf sitt, lærði blindralet- ur og fjekk meira að segja Þjóðverja til þess að fá hinum blindu Bretum kennara í ýms- um hentugum iðngreinum. — Hefir Normansby verið kallað- ur „blindra lávarðurinn“, síðan um þessa starfsemi hans frjett ist. — Reuter. Handlökur í Frakk- landi Endalok flugvirids Myndin hjer að ofan sýnir heim- komu eins af flugvirkjum þeim, ■ sem rjeðust á Schweinfurt í 1 Þýskalandi fyrir nokkru síðán. ! Flug vjelin var skcmd og gat l ekki lent. Efsta myndin sýnir er | hún steyptist til jarðar, en hin- ar þrjár, er kviknaði í henni. Sjest á næstefstu myndinni glamp . inn, er bensínið springur, en á Ihinum eldur og reykur. Öll á- liöfnin fórst. Norskir stúdentar fluttir lil Þýskalands London í gærkveldi. Fregnir frá Stokkhólmi herma, að 150 norskir stúdentar hafi þegar verið sendir af stað til þýskalands, en þeim sem eft ir eru hafi verið sjeð fyrir far- arbúnaði og sagt að vera við- búnum til ferðar. Ennfremur var þeim hótað því, að þeir yrðu skotnir, ef þeir reyndu að kom- ast undan. Þá er búist við því, að einhverjir af háskólakenn- urunum verði einnig fluttir til Þýskalands. —- Reuter. Kínverjar endur- heimla Chung le London í gærkveldi. Kínverskar hersveitir hafa aftur náð ,,Hrísgrjónaborginni“ Chung te, úr höndum Japana, sem tóku hana á dögunum. — Hafa bardagarnir um borgina verið feikna harðir og mann- tjón beggja aðila mikið. Borgin er sögð vera að mestu leyti í rústum nú, enda var bæði varp að á hana sprengjum og skot- ið af fallbyssum. Þá voru og háðir grimmilegir götubardag- ar í borginni um alllangan tíma. Reuter. Fáum skipum sökl í nóv, London í gærkveldi. IIIN venjulega tilkynning Churehills og Roosevelts nm skipatjón af völdum kafbáta, var gefin út í kvöld. Segir þar, „að baráttan gegn kaf- bátunum hafi gengið mjög vel í síðastliðnum mánuði, og hafi tala skipa, sem þýskir kaf bátar hafa sökt í þessum mánuði verið minni en í nokkr um öðrum nánuði síðan í maí 1940. Yegna þess að flugvjel- ar hafa nú bækistöðvar á Azoreyjum, hefir hættusvæðið minkað að miklum mun. Þ.jóð-* verjar hafa að vísu beitt lang- fleygum flugvjelum til aðstoð- ar kafbátum sínum, en þrátt fyrir það hafa varnirnar reynst traustar. Kafbátarnir eru farnir að fara mjög var- lega og hafa tækifærin til þess að ráðast á þá minkað! vegna þessa. Samt hefir fleiri, kafbátum verið sökt í nóvem- ber, en kaupskipum“. Pólverjar leggja tundurduflum. LONDON í gærkveldi: —• Pólsk sprengjuflugsveit, sem hefir þann starfa með höndum að leggja tundurduflum á sigl- ingaleiðum Þjóðverja, var í dag heiðruð af yfirmanni breska sprengjuflugvjelaflotans. Hef- ir flugsveitin samtals lagt 2000 duflum. — Reuter. Stúdentagarðurinn tekur ekki við fleiri herbergjagjöfum Thor Thors gefur herbergi NYI STUDENTAGARÐURINN hefir þegar fengið svo mörg gjafaherbergi, að ekki er hægt að taka á móti fleirum her- bergjagjöfum. Hafa Garðinum nú alls borist 58 herbergi, eða upphæð, er nemur 580,000 krónum. —- Thor Thors, sendiherra, gaf síðasta herbergið, og er það Ameríku. Blaðinu hefir borist eftirfar- andi tilkynning frá byggingar- |nefnd Garðsins um það her- bergi: Thor Thors, sendiherra, hef- jir gefið herbergi í Stúdenta- i garðinum, sem er tileinkað Bandaríkjum Norður-Ameríku. Segir hann, í brjefi til for- manns byggingarnefndar, dag- Isettu 22. okt.: tileinkað Bandaríkjum Norður- „Jeg kem nú á síðustu stundu og bið um að mega ráðstafa einu herbergi á þessu mentasetri. Vildi jeg að það yrði tileinkað Bandaríkjum Norður-Ameríku og stúdent þaðan hafi forgangs rjett að því. Undanfarin 3 ár hefi jeg dvalið með þessari miklu þjóð og hvarvetna notið góðvildar og fyrirgreiðslu. Hefi Framh. á 12. síðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.