Morgunblaðið - 10.12.1943, Síða 12

Morgunblaðið - 10.12.1943, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 10. des. 1943. Vandað hús : 1 Kleppsholti til sölu. Söluverð 67 þús- kr, f útborgun 35 þús. Nánari uppl. gefur ! Guðlaugur Þorlákssosi Austurstræti 7. — Sími 2002. v Verslunarstaða Afgreiðslumaður óskast nú þegar í versl- un í Keflavík. Eigin handar umsókn ásamt upplýsingum um aldur og fyrra starf, send- ist blaðinu fyrir kl. 12 n- k, mánudag merkt ,7Verslunarstaða“. v Hlutverk kvenna Á þessum annríkis tímum hefir konan sitt hlutverk að vinna hjer, þar og alstaðar. En það er sama hvar hún er, hendur hennar þurfa að vera fagrar. Og þá er um að gera að nota Cutex, sem er best, fljótlegast og öruggast. Cutex Liquid Polish er: • Auðveldast að notá. • Endist best. • Fæst í nýtísku litbrigðum. • Er ódýrast. • Hvorki flagnar nje fölnar. ' CLTEX LIQUID POLISH. Nr. 2—4. Verðlaun úr Gjafar- sjóði Jóns Sigurðs- sonar VERÐLAUNAN EFND Gjafar Jóns Sigurðssonar hefir sent A1 þingi skýrslu um úthlutun fjár úr sjóðnum tvö árin, 1940 og 1941. Segir þar svo: „Hinn 20. janúar 1940 gaf nefndin út auglýsingu um, að þeir, er til verðlauna hygðu, skyldu hafa sent nefndinni rit- gerðir sínar fyrir lok ársins. Nefndin móttók ritgerð um „átrúnað þriggja höfuðskálda”, Bjarna Thorarensens, Jónasar Hallgrímssonar og Gríms Thom sens, og veitti höfundi hennar í viðurkenningarskyni 400.00 kr. Það kom í Ijós, að hann er sjera Gunnar Árnason á Æsu- stöðum. Nefndin móttók einnig ný- prentað rit um Sturlungaöld eft ir dr. Einar Ól. Sveinsson og samþykti að veita honum fyrir það 700.00 kr. Ennfremur móttók nefndin umsókn frá fjelaginu „Ingólfi” um styrk til útgáfu Suðurnesja- annáls sjera Sigurðar Br. Sí- vertsens á Utskálum, og sam- þykti nefndin að veita fjelag- inu það, sem nú yrði úthlutað af vöxtum sjóðsins fram yfir of angreindar 1100.00 kr. Hefir þessi ákvörðun verið tilkynt stjórnarráðinu, og er Alþingi skýrt frá henni hjer með”. Ennfremur segir svo: „Hinn 30. des. 1941 gaf nefnd in út auglýsing um, að þeir’ er til verðlauna hygðu, skyldu hafa sent nefndinni ritgerðir sínar fyrir lok ársins 1942. Nefndin móttók á árinu ein- ungis eitt rit, og var það efnis- skrá um dómasafn landsyfir- rjettar 1875—1919, tekið saman af herra hæstarjettarmálaflutn ingsmanni Gústafi A. Sveins- syni Samþykti nefndin í einu hljóði að veita honum 1500.00 kr. að verðlaunum fyrir þetta verk hans. Var stjórnarráðinu tilkynt það með brjefi, dags. 23. júní þ. á., og Alþingi skýrt frá því hjer með“. í verðlauna nefndinni eiga sæti þeir Matthías Þórðarson þjóðminjavörður, dr. Þorkell Jóhannesson landsbókavörður og dr. Þórður Eyjólfsson hæsta rjettardómari. — Dýrfíðarmálin Frainhald af bls. 6. dýrtíðina, rætist með óbreytt- um tölum. Nauðsynjavörurnar, bæði innlendu og útlendu, geta bæði hækkað og lækkað í verði, af ósjeðum ástæðum. Og þá að sjálfsögðu breytt nokk- uð vísitölunni, upp eða niður um fáein stig. Þegar stríðinu verður lokið, eru líkur til þess, að útlendar þungavörur lækki í verði, vegna lækkandi flutn- ingsgjalda og hverfandi stríðs- vátryggingar. En slíkar verð- breytingar eru ekkert höfuð- atriði. Aðalatriðið er: Akvörðuð sje og örugglega grundvölluð lækkun dýrtíðar- innar, ár frá ári, og ljettir hennar af ríkissjóði. Ármann vann Sundknaftleiksmófið glæsilega SUNDKNATTLEIKSMÓTI Reykjavíkur lauk í fyrrakvöld. Leikar fóru þannig að í úrslita- leiknum milli Ármanns og K. R. sigraði Ármann með 8:1. — Er þetta í 4 skipti í röð, sem Ármenningar verða sundknatt- leiksmeistarar Reykjavíkur. Ennfremur fór fram leikur milli B-sveitar Ármanns og sveitar Ægis. Sigraði B-sveit Ármanns með 5 : 0. — STÚDENTAGARÐ- URINN Framh. af bls. 1. jeg allsstaðar orðið var mik- illar velvildar í garð íslands og íslendinga, og hafa stjórnar- völd Bandaríkjanna ætíð sýnt mikinn skilning á íslenskum hágsmunum og einlæga vel- vild. í þessu landi eru nú fleiri íslenskir stúdentar við nám en nokkursstaðar annarsstaðar ut- an íslands. Hefir þeim verið al- úðlega og vingjarnlega tekið af stjórnendum Háskólanna og al- menningi hjer í landi. Víða hafa þeim verið veittir námsstyrkir og önnur hlunnindi. Af öllum þeim ástæðum, finnst mjer eink ar tilhlíðilegt, að einhver þakk lætisvottur sje sýndur, og er mjer, vegna stöðu minnar og viðkynningar við þjóðina, eink- ar ljúft að mega leggja minn litla skerf til þess“. — Rússland Framh. af bls. 1. sporð, til þess að ljetta undir með liðinu að sunnan, en án árangurs. Á öðrum hluta Rússlands- vígstöðvanna greina báðir aðilar aðeins frá framvarða- skærum og stórskotahríð, en Rússar segjast hafa grandað 78 þýskum skriðdrekum. oooooooooooooooooooooooooooooooo ITin og blý | getum við útvegað frá Bandaríkjunum nú $ þegar. $ Heildv. Jóh. Karlssonar & Co. I Sími 1707. — P. 0. Box 434- 0 0 oooooooooooooooooooooooooooooooo BORÐLAMPAR. LESLAMPAR. SKERMAR. Margar gerðir fyrirliggjandi* Slcermabúðin LAUGAYEG 15. JOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO ~r ~S~ + X - 9 \ooooooooooooooooooooooooooo jg Eftir Robert Storm oooooooooooooooooooooooooooX l í> j ÍN VESVSATINS ; A SUSPECTED ' PRISQN &REAK, ! THE WARDEN i FIND& THE j CONDEMNED CRIMINAL, j ''ALEXANDER, THE (SREAT,* SPRAWLED OUT IN HJS CEL.L.,, ALEXANDER WHAT’S THE MATTER w/TH you ? X’VE SOT H/M COVEREO, WARDEN • Fangavörðúrinn, sem hefir fengið aðvörun um að fangi ætli að reyna að brjótast út úr fangelsinu, kemur í klefann til Alexanders mikla og sjer að hann liggur á gólfinu í klefa sínum. Jim varðmaður: — Jeg hefi byssuna tilbúna. — Fangavörðurinn: Mjer virðist hann vera meðvit- undarlaus! Alexander, hvað gengur að þjer maður? Fangavörðurinn kallar: — Jim, hann er með byssu!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.