Morgunblaðið - 15.12.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.1943, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. des. 1943, MóSmæSi sjómanna: Nýbyggingursjóður togoro ciðeins 430 þúsund krónur Er rúmlega andvirði eins mótorbáts HJER birtast mótmæli þau, er sjómenn sendu Alþingi vegna aðgerða „vinstri'1 flokk- anna í skattamálum: FARMANNA- OG FISKI- MANNASAMBAND ÍSLANDS léyfir sjer hjer með að skora á háttvirt Alþingi að fella burt niðurlag 1. gr. þ. e. frá orð- unum ,,Nú er nýbyggingarsjóð- ur orðinn” o. s. frv. . . . í frv. til 1. um brt. á lögum nr. 6 9. jan. 1935 um tekju og eigna- skatt, á þsk. 634. Ennfremur beinir FFSI ein- dregnum mótmælum sínum til Alþingis gegn frv. til 1. um eignaaukaskatt er nú liggur fyr ir Alþingi, að því er snertir skattlagningu á varasjóðseign- ir útgerðarfyrirtækja. Greinargerð: Vjer teljum að reynt hafi ver ið með frv. á þsk. 634 um brt. á 1. um tekju og eignaskatt, að stíga spor í rjetta átt, þótt stutt sje stigið, um aukningu nýbygg ingasjóða. Hinsvegar dylst oss ekki, að niðurlag greinarinnar, ef óbreytt stendur, eyðileggur algjörlega viðleitnina. Milliþinganefnd í skattamál- um 1943 hefir upplýst að heild arupphæð nýbyggingasjóða skipastóls landsmanna nemi samanlagt aðeins unj 15 milj. kr., þar af rúmar 9 milj. kr. í Rvík. Nýbyggingarsjóðs eign annara úrgerðarfjelaga en tog- ara mun vera hverfandi lítil, en hjá togurunum um 430.000 að meðaltali á skip. Það er öllum heilvita mönn- um ljóst, að fyrir slíka upp- hæð fæst enginn togari endur- nýjaður, og ef háttvirt Alþingi her ekki gæfu til þess nú, þegar styrjöldin virðist vera að nálg- ast endalok, að sjá svo um, að margfalt meira fje fáist í ný- byggingarsjóði skipanna, er stórkostleg þjóðarhætta á ferð- um. Nýtísku togara kostaði fyrir styrjöldina 700.000 til 1.300.000 kr. En strangari kröfur munu verða gerðar um útbúnað slíkra skipa, stærð þeirra og hag- kvæmni til reksturs, eftir styrj- öldina, sem að sama skapi mun auka byggingarverð þeirra, svo að augljóst er, að þeir verði mun dýrari, þótt miðað væri við sama verðgildi peninganna og var fyrir stríð, hvað þá held ur við núverandi peningagildi. Til dæmis teljum vjer rjett að geta þess, að á síðastliðnu ári kostaði nýr 28 smál. mótorbát- ur með litlum togútbúnaði 320.000 kr. Sá kotungs-hugsunarháttur verður að hverfa, að ætla sjer að láta togara fæða af sjer 30 til 40 smál. mótorbát. En .ein- beita sjer heldur inn á þá heil- brigðari braut, að láta úreltan gamlan togara (meðan þess er kostur) fæða af sjer nýtísku togara og lítinn bát annan stærri. ★ Sjávarútvegurinn hefir um langt skeið borið mjög þungar byrðar skatta til ríkis og bæja. Hinsvegar hefir hverfandi lítið af því sem þjóðfjelaginu hefir hlotnast af getu þessa atvinnu- vegar, komið honum aftur til stuðnings eða umbóta af hálfu hins opinbera, en verið ráð- stafað í alveg óskyld efni. For- ráðamönnum þjóðarinnar hefir ekki enn tekist að sjá svo um, að þessum atvinnutækjum, sem svo ríkulegan arð hafa borið fyrir þjóðarheildina, væri sjeð fyrir endurnýjun og eru öllum augljósar staðreyndirnar, þó að eins tölurnar sjeu látnar tala. Af fiskiskipum eru 66% yfir 20 ára, 21% milli 10 og 20 ára og aðeins 13% undir 10 ára. Af flutningaskipum eru 30% yfir 30 ára gömul, 32% milli 20 og 30 ára, og aðeins 38% undir 20 ára. Enginn togaranna er undir 12 ára, en 80% yfir 20 ára, ekk ert línuveiðaskip undir 20 ára, en 70% yfir 30 ára. Af hinum smærri skipum eru allmörg á aldrinum 40 til 70 ára gömul, en sífelt gerðar meiri kröfur til afkastagetu þeirra. ★ En bak við þessar tölur ligg- ur önnur saga, sem snýr aðal- lega að sjómannastjettinni. Skipin, sem eru sjómannanna hálfa heimili, eru orðin svo úrelt, að ekki verður við unað öllu lengur. 20 til 30 mönnum er ætlað að hafast við í litlum þægindalausum klefum, ekki stærri en svo, að í flestum til- fellum yrði vart við unað sem herbergi fyrir einn mann í landi. í dagblaðinu Þjóðvilj’inn birtist fyrir skömmu verðlauna grein eftir sjómann, er lýsti rjettilega hinum auma aðbún- aði íslenskra sjómanna á hin- um smærri skipum, og svip- aða sögu er að segja af hinum stærri gömlu skipum. íslensku togararnir voru um 1927 hin glæsilegustu skip á fiskimiðunum hjér við land, samanborið við erlenda togara. 1937 og til upphafs styrjald- arinnar voru þeir orðnir með aumustu skipum þeiríar teg- undar á fiskimiðunum, og það var algengt að íslensku togar- arnir urðu að liggja inni á fjörð um undan verði, meðan hinir nýju togarar Breta og Þjóðverja gátu án nokkurs trafala fylt lestar sínar af dýrmætum afla á fiskimiðunum við strendur landsins. Síðan styrjöldin hófst, hafa þessi úreltu skip fært þjóðinni miljónaauð, sem ekki hefir þó náðst nema með miklum fórn- um. Til enn meiri afkasta hafa þessi skip verið „stækkuð á gerfimáta”. Þau hafa verið svo drekkhlaðin á miðunum, að stór kostleg lífshætta hefir verið fyr ir skipshöfnina og þagar slys^ hafa orðið, sem ekki var vissa fyrir, hvernig að bar, hefir vaknað sú spurning, hvort ekki hafi valdið ósjóhæfni skipsins. ★ Um flutningaskipin er sagan ekkert glæsilegri, þau eru svo ófullkomin sem verða má og má t. d. nefna eitt þeirra, sem flutti að landinu í einni ferð um 800 smál. af vörum, notaði til þess 800 smál. af kolum, svipað er um hin að segja. Slíkt ástand er dauðadómur yfir siglingum vorum eftir stríð. í öllu því auðflóði, sem svo mjög er gumað af, hafa smá- útvegsmenn og hlutarsjómenn borið mjög skarðan hlut frá borði m. a. vegna mjög óhag- stæðra viðskiftasamninga við útlönd, enda hefir þess verið vandlega gætt, að neita smá- útvegsmönnum og hlutarsjó- Frarúh á 6. síðu. Vegleg jólagjöf: Kvæði og stigur eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson. Þetta er ein af perlum íslenskra bókmenta, fög- ur, geðþekk og vinsæl bók, sem árum saman hefir verið gersamlega ó- fáanleg. Nýja útgáfan er for- kunnarvönduð. Fæst í vönduðu skinnbandi til jólagjafa. — Bókelskum vinum yðar getið ipjer ekki valið fegurri og veg- legri jólagjöf. Fæst hjá bóksölum. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar f A Jólagjöf unglinganna Vetraríþróttir, ferðalög og útivist er sívaxandi þáttur í íífi tápmikilla unglinga. þess vegna er ♦? IJtilif f ♦f í I ♦f ❖ f ♦f ♦f *f Ý A V í $ 1 * % sjálfkjörin jólagjöf handa unglingum, drengjum og stúlkum. Þessi þarfa og tímabæra bók fjallar um gönguferðir, vetraríþróttir, fjallgöngur, ferðalög o. fl- og gefur ákaflega mikið af hagnýtum upplýsingum og leiðbeiningum um þessi efni. Bókin er samin af tíu nafnkendum mönnum, $ sem eru sjerstaklega vel færir um að gefa æsku landsins bók sem þessa. Jón Oddgeir •*♦ Jónsson bjó bókina út. I 4 Þessa bók vill hver einasti tápmikill ungling- :*: ur eiga. Þess vegna er hún * Jólabókin þeirra í ár Fæst hjá bóksölum- Bókaútgáfa Guðjóns Ó. .Guðjónssonar X \ * •f ♦:• »> ♦> •? ♦> ♦:♦ * * v £ 4 4 f 4 4 T v ❖ t •> f I 4 4 t •*♦ 4 t ♦> «iMiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiimlliiiiiiiiiiiiiiiiiinÍ1iiiiiiii<iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiit Skóviðgerðir. Þjer fáið fljótast gert . við skóna hjá okkur. Sæltjum — Sendum Sími 5458. Sigmar & Sverrir, Grundarstíg 5. l"M"MIMniMMMMMMMIMMMnMMMIMMMMIinMIMMMMMMIMMMnilMMMHMMMMIMMnMIMMMMMMMMMMMM lllllil ♦:-:-x-a Amerísku Vetrarkúpurnar verða seldur í dag. I ryVVV, ♦.♦♦:♦ ♦:♦ ♦:♦♦:♦♦:♦♦:♦♦:♦♦.♦ ♦. lÖHdal AIJGLÝSING ER GULLS ÍGILDI ‘MMMMMMMMMIMMMMMMMM.MMMMMM.IMMMMMIIMMIMIMMIMMMMI.IMMMMMI.. I Matsölubúðin 1 s 3 \ Aðalstræti 16. Seljum út smurt brauð og ann- | \ an lagaðan mat til daglegs brúks. Sömuleiðis | § allan veislumat. Sími 2556. j ■M IMMMIMMMMMMII IIIMIIIIIIIMIIMIIIIIIMIIIIMIIMIIMIIMIIIIIIMIIIIIIMIIMMIIMMMIilMMMIIMIMIIIMMIIMIMMIMMIMMlj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.