Morgunblaðið - 15.12.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.12.1943, Blaðsíða 7
I Miðvikudagur 15. des. 1943. MORíiUNBLAÐIÐ VERÐUR BYLTING í ÞÝSKALANDI? Verður bylting í Þýskalandi? Ef svo verður, hvenær brýst sú bylting út og hvernig? Veitir leynistarfsemin henni forystu? Rísa þýskir verkamenn gegn Hitler? Allir kannast við þessar spurningar, sem heyrast sífelt oftar, eftir því sem striðið nálg- -ast hámarkið. En þegar menn krefjast skjóts svars sjest mörg um yfir þá staðreynd, að nú a dögum er ekki auðíð að steypa ríkisstjórninni af stóli, nema herinn snúist gegn henni. Þeir tímar eru liðnir, þegar bylt- ingamenn og hermenn borðust í götuvirkjum og stóðu næstum jafnt að vígi um vopnabúnað. En nú hafa ríkisstjórnirnar til umráða margvísleg hertæki, sem engin byltingarstarfsemi hefir bolmagn gegn. Hvorki allsherjarverkföll nje hin ó- virka andstaða fylgismanna Gandhis hafa telft í nokkra verulega hættu völdum hlutað- eigandi ríkisstjóma. Þær bylt- ingar, er á síðari tímum hafa hepnast, hafa ailar orðið til vegna hernaðarsigra og upp- lausnar í hemum. Stofnun franska lýðveldisins 1870 var yfirlýst eftir ófarir Napoleons, keisara, og herja hans. Keis- aradæminu rússneska var ekki steypt fyr en rússnesku her- imir höfðu beðið feikilega ó- sigra í fjölmörgum orustum. Sama er að segja um þýska og austurríska keisarann árið 1918. Byltingarnar í Mið- Evrópu um sama ieyti vcni bein afleiðing af sigri Banda- manna yfir herjum Þýskalands og Austurríkis-Ungverjalands. Söm hygg jeg að reyndin ve 'ð . nú. Er líklegt að atburðirnir frá 1918 endurtaki sig? Nú er „1918“ það einkunnar- orð andnasista í Þýskalandi, sem að næturþeli er málað á húsveggi og gangstígi. Það er augljóst, hvað undir býr — hernaðarlegur ósigur er fram- undan, og sem afleiðing hans dauðadómur nasismans og upp- reisn þýsku þjóðarinnar til þess að endurheimta frelsi sitt; Fyrir tuttugu og fimm árum var jeg svo heppinn að hafa tækifæri til þess að fylgjast ná- kvæmlega með gangi byltingar innar, því að jeg var í hópi forystumannanna í baráttunni gegn keisaranum og fyrir stefn un þýska lýðveldisins. í heims- styrjöldinni fyrri gaf jeg út blað, sem var víðfrægt fyrir gagnrýni á gerðum stjórnar- valdanna — Rheinisehe Zeitung í Köln. Saga þessa blaðs er tákn rænt dæmi um hinn ódauðlega anda lýðræðisbaráttunnar inn- an Þýskalands. Blað þetta var stofnað árið 1842 af Karli Marx og nokkrum auðugum iðnjöfr- um, vinum hans, sem stóðu á öndverðum meiði við hina aft- urhaldssömu keisarastjórn í Berlín. Útkoma blaðsins var stöðvuð nokkrum sínnum, og útkoma þess hefir verið bönn- uð síðan morgunirtn eftir þing- hússbrunann, því að þá rjeðist það á hina nýju ríkisstjórn Hit- lers fyrir glæpi hennar. Auð- vitað er blaðið enn í dag bann- að, og nasistar hafa hús þess til sinna nota. Eftlr Wdliam Fyrri grein F. Soltmann Grein þessi er eftir þýskan blaðamann, sem gaf út blaðið Rheinische Zeitung í Köln árin 1911—1933. Eftir stríð var hann þingmaður Weimarlýðveldistímabilið og innanríkisráðherra, þegar Gustav Stresemann var kansl- ari. Er Hitler komst í valdastól árið 1933, fór Sollmann úr landi, en hjelt áfram andróðri gegn nasistum utan Þýskalands. Síðan árið 1937 hefir hann dvalist í Banda- ríkjunum. I grein þessari lýsir hann því, sem gerðist í Þýskalandi 1918. Þegar alt var að hrynja. A stríðsárunum var útkoma blaðs míns tólf sinnum stöðvuð. En dag nokkurn í ágústmánuði 1918 kvaddi hjeraðsstjórinn, sem hafði fullkomið einræðis- vald, mig á sinn fund og beidd- ist aðstoðar minnar. Herfor- ingjar hans sögðu við mig: — „Bandaríkin beita nú öllum styrk sínum gegn oss. Yfirburð- ir þeirra í framleiðslunni reyna mjög á siðfreðisþrek hermanra vorra. Á nokkrum stöðum heí- ir komist upp um samsæn. Sumar árásir vorar hafa með öllu farið út um þúfur, af þvi að hinir soltnu hermenn blátt áfram neituðu að hlýða herag- anum, er þeir fundu eitthvað matarkyns í herteknum skot- gröfum óvinanna. Þeir neituöu að halda lengra, fyrr en þeir hefðu satt hungur sitt. Lið- hlaupum fer sífjölgandi”. Jeg minti hina niðurbeigðu herramenn á það, að fyrir ein- ungis ári síðan hefði einn ráð- herranna í prússneska ráðu- neytinu gert gys að Bandaríkja hvorki flogið nje synt, og því mönnum. „Ameríkumenn geta munu þeir ekki koma”. Hers- höfðinginn svaraði: „Það var ’hin skakka ályktun hins ó- breytta borgara. Ameríku- menn koma nú í stríðum straumum”. Foringjarnir spurðu mig um álit mitt sem stjórnmálaleið- toga á því, hvernig ætti að efla siðferðisþrek fólksins heima. Jeg svaraði: „Fyrst er hjer um að ræða feiti og kartöflur, en í öðru lagi koma til greina stjórnmálarjettindi og sannleik ur. Alt frá Marneorustunni 1914 hefir herstaðan verið al- varleg. Herleiðtogarnir hafa ekki þorað að segja þýsku þjóð inni sannleikann. Nú verða þeir að standa andspænis þjóð, sem andlega er ekki undir ósigur búin. Almenningsálitið er að snúast gegn yður. Jafnvel leik- menn sjá nú straumhvörfin í stríðinu. Sú skoðun breiðist nú hratt út, að vjer höfum verið blektir og sviknir. Þjer hafið komið fram sem einvaldar, og einvaldur er ekki lengur sterk- ur, þegar hann verður að viður- kenna ófarir í stað sigra”. Foringjarnir voru óánægðir með afstöðu mína. Af dagiegri umgengni ihð fólk úr öllum stjettum og víðtækum brjefa- skiftum við hermenn á vígstöðv unum, komst jeg að raun um það, hversu skjótt þjóð — að minsta kosti þýska þjóðin - glatar baráttukjarkinum, eftir að hún hefir mist trúna á sig- urinn. I hernum tók sú skoðun að ryðja sjer til rúms, að það væri barnaskapur að hætta lífi sínu fyrir glataðan málstað, einkum þar sem stríðinu væri nú næst- um lokið. Stundum var ráðist á foringjana í myrkri. hermenn í leyfi reyndu að komast undan því að fara aftur til vígstöðv- anna, særðir menn reyndu að koma í veg fyrir að sár þeirra grjeru oð ýmsir brutu eitthvað af sjer, svo að þeim yrði varp- að í fangelsi. Jeg sje ke>sarann í síðasta sinn. Seint í október 1918 sá jeg keisarann í síðasta sinn. Hann kom frá Berlín og heimsótti herinn á vígstöðvunum. Grun- ur hafði þegar vaknað um það, að hann væri ekki lengur ör- uggur í Berlín, þar sem íbú- arnir höfðu verið lýðræðissinn- ar árum saman. Hann baðst fyr ir í dómkirkjunni, og hjelt síð- an til járnbrautarstöðvarinnar hinum megin götunnar. Áhorf- endurnir sintu honum ekkert. Enginn hrópaði fyrir honum. Hermenn í mannþyrpingunni kölluðu með keskni í röddinni: „Þarna fer Lehmann”. (Þetta var alment viðurnefni prúss- nesku konunganna frá því í byltingunni 1848, er Vilhjálm- ur, prins af Prússlandi, síðar Vilhjálmur I, hafði flúið frá Berlín undir dulnefninu „Herr Lehmann”.) Tveimur vikum síðár var Vilhjálmur II. land- flótta í Hollandi. Á sama hátt og nú, væntu margir, bæði innan og utan Þýskalands, þess árið 1918, að byltingin myndi hefjast í verk- smiðjunum. Strax árið 1916, skýrðu margir landvarnaverka menn mjer frá árangurslaus- um tilraunum kommúnista og fylgismanna þeirra til þess að skipuleggja allsherjarverkföll sem upphaf vopnaðrar uppreisn ar. Þetta var vonlaust fyrir- tæki. Það var þá jafn fjarstætt og nú að vænta þess, að bylt- ing verkamanna gegn þjálfuð- um her gæti hepnast. Einu al- varlegu verkföllin á stríðstím- anum voru verkföll i Berlín, Leipzig og fáeinum öðrum iðn- aðarmiðstöðvum snemma á ár- inu 1918. Ef til vill hafa nokk- ur þúsund verkamanna tekið þátt í verkföllum þessum, en verkföllin komu einungis þeim ■í koll, sem stjórnuðu þeim( en hvorki stjórninni nje hernum. Þau voru frá upphafi dauða- dæmd, enda stóðu þau ekki yf- ir nema nokkra daga. Kröfum verkamannanna — lýðræðisleg ar kosningar í Prússlandi, frið- ur án sigurvinninga og rjettlát fæðuúthlutun — var mjög í hóf stilt. Alt fyrir það var ekki minsti möguleiki til þess að knýja ríkisstjórnina til þess að verða við þessum kröfum, því að snemma á árinu 1918 hafði ríkisstjórnin enn ósigraðan her að styðjast við, og mikill hluti þjóðarinnar stóð að baki henni. Hernaðarósigurinn var undirrót byltingarinnar. Byltingin í Þýskalandi árið 1918 átti rætúr sínar að rekja til ósigursins á vígvöllunum, en ekki samtaka hinna stjettvísu öreiga. Þetta kom skýrt í ljós í Köln, þar sem úði og grúði af her- mönnum, og nokkur hundruð þúsund landvarnarverkamanna manna bjó í útborgunum. — Hvernig snjerust hermenn þess ir og verkamenn gegn hinum komandi. átökum? Á hverjum degi bárust frjettir af ósigrum herjanna. Keisarinn neyddist til þess að setja á laggirnar þing ræðisstjórn með jafnaðarmanna leiðtogum sem ráðherrum. Wil- son, Bandaríkjaforseti, hvatti í sífellu þýsku þjóðina til þess að varpa keisaranum fyrir borð og taka upp lýðræðisstjórn.Stöð ugt var á kreiki orðrómur um það, að Ludendorff og Hinden- burg hefðu heimtað vopnahlje þegar í stað. Ludendorff var þá sviftur stöðu sinni og augljóst var, að ríkið rambaði á barmi glötunarinnar. Alt þetta vakti mikinn óróa, en hvergi i land- inu kom þó til verkfalla eða kröfugangna. Upphaf bjdtingarinnar. Sjómenn úr flotánum hófu uppreisnina í Kiel, hinni miklu herskipahöfn, en • það var alls ekki ætlun þeirra að stofna til allherjar byltingar. Þeir neit- uðu einungis að fórna lífi sínu í árangurslausri flotaárás á England. Frá Kiel fóru svo upp reisnarmennirnir víðsvegar um landið til þess að leita stuðn- ings við þetta óundirbúna æf- intýri. Hernaðarbyltingin náði til Köln þann 7. nóvember. Ber lín fylgdi í fótsporin 9. nóvem- ber. Hin mikla iðnaðarmiðstöð, sterkasta virki verkamanna- hreyfingarinnar í Þýskalandi, var einna siðust stórborganna til þess að taka þátt í upp- reisninni. Hvorki forystumenn jafnaðarmanna nje miðstjórn verkamannasambandanna höfðu undirbúið nokkra bylt- ingu. Hvað kommúnista og fylgismenn þeirra snerti, þá kom hernaðarbylting þessi þeim alveg á óvart. Hina öflaga ríku nótt í Köln, urðum við að vekja suma þeirra, annars hefðu þeir -sofið meðan bylt- ingin hófst. Þessir nóvemberdagar árið 1918 sýna það, að hollusta við konung og keisara, þpgpholl- ustu- og heragaeiðar, gufa - skjótt upp, eftir að hermenn og foringjar hafa mist trúna á varanleik ríkjandi stjórniar. Morguninn 7. nóvember ræddu hjeraðsstjórinn í Köln og her- foringjar hans við mig með valdsmannsrödd, en nokkrum klukkustundum síðar játuðu þeir, að þeir befðu ekki nægi- legt bolmagn til þess að hand- taka 2—300 uppreisnargjarna sjómenn, sem æddu um göt- urnar, enda þótt þeir hefðu á að skipa 60.000 hermanna. — Margir uppreisnarmanna þess- ara voru ekki einu sinni sæmi- lega vopnaðir. Er jeg ræddi við sjómennina, komst jeg að raun um, að þeir vissu ekki, hvað þeir ættu helst að gera. Þeir höfðu engar áætlanir til við- bótar lönguninni til þess að frelsa fjelaga sína úr fangels- um í Köln. Auðvitað vildu þeir þó allir tafarlaust vapnahlje og frið. Við jafnaðarmennirnir sáum, að hvorki sjómenn þessir, með kommúnista að baki sjer, nje herforingjarnir, gátu haft tök á rás viðburðanna. Ekki var auðið að ná sambandi við Ber- lín, því að hernaðaryfirvöldin ein höfð uaðgang að símanum. Vjer ákváðum þ'ví, án nokkurs stuðnings utan virkisborgar- innar, að freista þess að ein- angra herforingjana og ríkis- lögregluna. Jafnhliða tókst oss að stofna verkamanna- og her- mannaráð undir forystu jafn- aðarmanna, og bægja þannig burtu áhrifum kommúnista. Ráð þetta forðaðist alt ofstæki. Á almennum fundi hepnaðist mjer síðan að fá samþykta á- lyktun, þar sem þess var kraf- ist, að Hohenzollernættin færi frá völdum og kallað yrði sam an stjórnlagaþing til þess að stófna hið þýska lýðveldi. Þetta var fyrsta lýðveldisyfirlýsing- in, sem út var gefin í Þýska- landi. íiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiimiimimimmmimiiiiiiiniiiim í jóla- | [baksturinnl E =i Hveiti, 1. fl. | Flórsykur Púðursykur Strásykur | Dropar Gerduft Eggjarauður | Súkkat Vanillesykur 1 Hjartasalt Ávaxtalitur | Möndlur Smjörlíki Sýrop, dökt og Ijóst |§ 1 Rúsínur = Hindberjasulta = Jarðaberjasulta | Versl. | IHalla Þórarins) miiimimiimmmmmmmmmmmimiiiimimiiiim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.