Morgunblaðið - 15.12.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.1943, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 15. des. 1943. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Abyrgðarleysi FRAMKOMA Ríkisútvarpsins í lýðveldismálinu hefir verið með þeim hætti undanfarið, að gersamlega er óvið- unandi. Tveim dögum eftir að þrír stærstu flokkar þingsins sendu út tilkynningu til alþjóðar um það, að þeir væru sammála um að lýðveldi skyldi stofnað á íslandi eigi síð- ar en 17. júní 1944, og að Alþingi myndi koma saman eigi síðar en 10. janúar næstkomandi til þess að ganga frá lýðveldisstjórnarskránni, ríkur útvarpið til og lætur lesa brjef 14-menninganna, þar sem farið er meiðandi og móðgandi orðum um þessa ákvörðun þings og stjórnar. Dómsmálaráðherra, sem er yfirmaður útvarpsins fann ástæðu til að gefa útvarpsstjóra áminningu fyrir þetta tiltæki og hann lofaði bót og betrun. __ ★ En um síðustu helgi heldur útvarpið uppteknum hætti. Byrjað er með að lesa hátíðlega úrslit „vísindalegrar“ skoðanakönnunar meðal fólks út á landsbygðinni, varð- andi lýðveldismálið. Niðurstaðan átti að vera sú, að þriðj- ungur fólksins utan Reykjavíkur átti að vera á móti stofn- un lýðveldis á íslandi á næsta ári! Engin skýring er gefin á því, hvenær þessi skoðanakönnun • fór fram, hvaða spurningar voru lagðar fyrir fólkið, eða til hverra var leit- að. Ekkert var á þetta minst, sem þó vissulega skiftir miklu máli. Rjett um sama mund og útvarpið tilkynti úrslit skoð- anakönnunarinnar, er lesin í frjettatímum útvarpsins á- lyktun, er gerð hafði verið á leynifundi, sem 14-menn- ingarnir boðuðu til, þar sem lýst var andstöðu gegn á- kvörðun Alþ. í lýðveldismálinu.Ályktunin var þannig orð- uð, að þeir sem á hana hlýddu og ókunnugir voru mála- vöxtum, hlutu að líta svo á, sem hjer hefði verið um að ræða almennan borgarafund. En þetta var leynifund- ur, sem hvergi var auglýstur, en boðaður aðeins þeim mönnum, sem vitað var um, að fylgdu 14-menningunum að málum. En Ríkisútvarpið gat ekki um neitt af þessu — gat einu sinni ekki heimildarmanns fregnarinnar, sem þó alltaf er venja að gera, þegar um samskonar birtingar hefir verið að ræða. í blaðinu „íslandi“ hefir verið skýrt nokkuð nánar frá þessu. Þar segir meðal annars: „Af ýmsum ástæðum var ekki hægt að boða nema takmarkaðan fjölda manna á þennan fund.“ Hverjar þær ástæður voru, getur blaðið hinsvegar ekki, en þess þarf heldur ekki. Allir vita, að ástæðan var sú, -— og sú ein, — að ekki var vitað um aðra eða fleiri menn, er voru á móti lýðveldinu, en þá, sem boðaðir voru á fundinn. „ísland“ skýrir einnig frá því, að á þessum fundi hafi verið kosin nefnd til að „hafa forgöngu um framkvæmdir til þess að kynna íslensku þjóðinni málavöxtu í skilnað- armálinu“. Þetta ber vafalaust að skilja þannig, að á leynifundinum hafi verið tekin sú ákvörðun, að taka upp baráttu gegn lýðveldisstofnuninni. ★ Ekki er vafi á því, að yfirmaður Ríkisútvarpsins hefir vitað um alt, sem fram fór á þessum leynifundi. En samt lætur hann útvarpið birta svo blekkjandi frásögn af þess- um fundi, að um beina fölsun staðreynda er að ræða gagn- vart ökunnugum hlustendum. Hver er tilgangur ráðamanna Ríkisútvarpsins með þessu framferði? Er tilgangurinn sá, að nota útvarpið eftir því sem unt er í þágu þeirra manna, sem eru ráðnir í að taka upp baráttu gegn stofnun lýðveldisins á næsta ári? Forstjóri Ríkisútvarpsins verður að gera sjer ljóst, að hjer er um að ræða mál, sem meir varðar framtíð þjóð- arinnar en nokkurt annað, sem nú er uppi. Hann veit, að barátta þessara fáu manna hefir engin áhrif á úrslit máls- ins hjer heima. En hann veit einnig, að gagnvart erlend- um ríkjum getur það haft varanleg áhrif og afleiðingar, ef þjóðin verður tvístruð í þessu máli. - Mótmæli sjó- manna Framh. af bls. 2. mönnum um allar uppbætur úr ríkissjóði, á sama tíma sem tug um miljóna hefir verið ausið úr ríkissjóði í aðra framleið- endur. Enda hefir smáútvegur- inn ekki verið þess megnugur að safna nokkru í nýbygging- arsjóði. Það er pg viðurkend staðreynd, að þau nýju skip, sem honum hafa bæst í styrj- öldinni, hafa kostað útvegs- menn slíkt stórfje, að ekki er nein hemja á, enda ennþá ó- leyst úrlausnarefni fyrir hátt- virt Alþingi, að ráða fram úr að koma þessum skipum í eðli- legt verð, svo ekki kosti þjóð- fjelagið stórkostlegan hnekkir. Jafnframt sem vjer viljum að nýju benda á ályktun þá, sem 7. þing F. F. S. í., er hald- ið var fyrir skömmu hjer í borg inni, sendi háttvirtu Alþingi um þessi efni, leyfum vjer oss að vekja athygli á, að á nýafstað- inni sjómannaráðstefnu Alþýðu sambands íslands var einnig samþykt skorinorð ályktun um hið sama ástand íslenska skipa- flotans og nauðsyn á aukinni. baráttu til úrbóta í þessu efni. Vjer leyfum oss að fullyrða Við háttvirt Alþingi, að samþyktir þessar eru ekkert orðagjálfur, heldur alvöruþrunginn vilji allrar sjómannastjettarinnar, án tillits til allra pólitískra flokkssj ónarmiða. ★ Vjer viljum endurtaka þá eindregnu áskorun vora til hátt virts Alþingis, að það felli burt fyrgreint niðurlag 1. gr. frv. til brt. á lögum um tekju- og eignaskatt, en teldum hinsveg- ar nauðsynlegt að frv. yrði breytt í það horf, að útvegnum yrði gert að skyldu að leggja a. m. 50% af hreinum tekj- um í nýbyggingarsjóð, áður en skattur og útsvar er greitt hef- ir verið á árinu, hefir verið dreg ið frá tekjunum, þannig að sú upphæð er lögð hefir verið í nýbyggingarsjóð, komi til frá- dráttar við ákvörðun skatt- skyldra tekna, án nokkurar há markstakmarkana, að minsta kosti á meðan háttvirt Alþingi finnur ekki betri eða hagkvæm ari úrlausn til tryggingar end- urnýjunar skipastólsins. Vjer teljum ekki rjett að eignaaukaskattur verði tekinn af varasjóðum útgerðarinnar í fyrsta lagi vegna þess, hve út- gerð er áhættusamur atvinnu- vegur, og þeim mun meiri sem ásigkomulag atvinnutækjanna er verra og varla verður lengra komist í hrörnun, en á sjer stað um atvinnutæki sjávarútvegs- ins íslenska. í öðru lagi teljum vjer eignaaukningu þessa at- vinnuvegar síðustu ár ekki rjettan mælikvarða á raunveru legan grundvöll fyrir afkomu hans. Reykjavík, 13. des. 1943. Virðingarfylst, Stjórn Farmanna- og fiski- mannasambands íslands. ÁRÁSIR Á BORNEO. London í gærkveldi. —- Flug- vjelar bandamanna hafa gert árásir á ýmsar stöðvar Japana, m. a. olíustöðvar í Borneo. — Reuter. Ræktun grænmetis og ávaxta á Islandi. VIÐ OG VIÐ birtast greinar í erlendum blöðum, sem ekki eru skrifaðar til að níða allt niður, sem íslenskt er. Ofast eru þessar greinar skr'ifaðar eftir viðtal við íslendinga, en þó kemur það fyr- ir, að útlendingar sem hjer hafa dvalið hafa lagt sig eftir að kynna sjer sannleikann og bera honum vitni í frásögnum sínum. Nýlega hefir mjer borist úr- klippa úr ameríska blaðinu, „Journal", sem er gefið út í Mil- waukee í Wisconsin. Þar er birt viðtal við Halldór Jónsson, 24 ára garðyrkjumann, sem stundar garðyrkjunám vestra og hefir getið sjer gott orð. Halldór ræðir um þá miklu möguleika, sem fyr ir hendi eru hjer á landi til rækt unar á grænmeti og ávöxtum með hjálp hveravatnsins. Þessi ungi maður er meira að segja svo bjartsýnn, að hann talar um Is- land, sem mikið gróðurhús til framleiðslu á matvælum fyrir nágrannanna. Þetta hafa fleiri sagt, en því miður er ekki útlit fyrir það eins og er, af þeirri ein- földu ástæðu, að með núverandi verðlagi á grænmeti, ávöxtum og blómum, sem ræktað .er í islensk um gróðurhúsum, getum við aldrei keppt við aðrar þjóðir í þessum efnum. Halldór segir hinurri ameríska blaðamanni rjettilega, að með hinum ótakmörku möguleikum til upphitunar gróðurhúsa með hveravatninu höfum við Islend- ingar ódýrasta hita til ræktun- ar í öllum heiminum. En því mið ur sjer það ekki á, þegar á að fara að kaupa framleiðsluna í búð um hjer í Reykjavík. Islensk vínber eru t. d. lúxus, sem fáir hafa efni á að veita sjer á því verði, sem þau eru seld hjer í verslunum. En kannske hafa forráðamenn þjóðarinnar einhverjar ráða- gerðir í huganum um nýtingu þeirra miklu möguleika, sem ó- neitanlega eru hjer fyrir heodi til margskonar ræktunar? • Loftvarna ráðstafanir. REYKVÍKINGAR hafa átt því láni að fagna, að aldrei hefir komið til, að þurft hefir að nota loftvarnabyrgi þau, er bygð voru hjer í bænum fyrir ærið fje. Von- andi kemur heldur aldrei til að það þurfi að nota þau. Hinsvegar verður því ekki mótmælt, að nauðsynlegt var að koma þessum loftvarnabyrgjum upp og yfir- leitt gera þær ráðstafanir, sem gerðar voru af öryggisástæðum vegna möguleika á loftárásum á bæinn. Mjer er ekki kunnugt um hvernig þeim málum er nú hátt- að. Menn hafa mikla ástæðu til að halda, að loftárásahættan hjer á landi sje að mestu liðin hjá. En hinsvegar er ekki hægt að vera öruggur á meðan Þjóðverj- ar eru ósigraðir og einkum á með an þeir hafa bækistöðvar fyrir flugvjelar sínar í Noregi, sem vonandi verður þó ekki lengi úr ’þessu. Það er því ekki for- svaranlegt annað, en að vera á verði og hafa allan viðbúnað fyr- ir hendi, ef illa skyldi fara. Nýlega las jeg í amerísku blaði, að Þjóðverjar væru aftur á ný farnir að senda stórar langferða- flugvjelar út á Atlantshaf. Að vísu eru þetta aðeins njósnaferð- ir, sagði blaðið, og Þjóðverjum þætti ekki svara kostnaði, að senda þessar flugvjelar til árása. Einnig er það vitað, að Þjóðverjf ar hafa orðið að draga úr smíði stórra sprengjuflugvjela vegna nauðsynjarinnar á orustuflug- vjelasmíði vegna síaukinna loft- árása bandamanna á þýskar borg ir. Fúl loftvarnabyrgi. EN ÞÓ ÞÖRFIN fyrir loftvarna öryggi hjer í bæ sje við- urkend, þá er langt frá því, að það leiðrjetti þann fádæma sóða- skap, sem á sjer stað í og kring- um loftvarnabyrgin, sem reist hafa verið í bænum. Sumsstaðar hafa sandpokabyrgin verið not- uð sem opinber salerni. Þar að auki eru pokarnir víða farnir að rotna og fúna. Veldur þetta ó- þef miklum sem leggur frá loft- varnabyrgjunum, og er alls ekki .sæmilegt nje þolandi fyrir bæjar búa. Það er ekki gott að segja hvað hægt er að gera til að bæta úr þessu. Vitanlega er það sjálfsagt, að lögregluþjónar1 líti vel eftir byrgjunum og taki hart á ef menn verða uppvisir að sóðaskap í þeim, Mun það vera gert eftir föngum.. Eru ekki ein- , hver ráð til að koma i veg fyr- ir fúan, sem komið hefir í _pok- ana? Eru ekki til einhver efni, sem verja þá fúa og þeim leiða óþef, sem af honum stafar? Þetta er fyrirspurn, sem jeg vildi leyfa mjer að beina til þeirra manna, sem eiga að sjá um þessi byrgi. Það myndu margir bæjarbúar verða fegnir, ef hægt væri að koma í veg fyrir fýluna, sem leggur af sumum loftvarnabyrgj unum. „Ástand“ í margmenni og fámenni. ÞAÐ HAFA MARGIR tekið eftir því síðan, að landið var her numið, að töluverður munur er á sambúðinni milli Islendinga í stærri bæjum, einkum Reykja- vík og í smærri bæjum eða þorp um úti á landi. Jeg hefi tekið eftir því, að hermenn, sem dval- ið hafa úti á landi og koma síðan hingað til Reykjavíkur hafa tal- ið sjer það ilt hlutskifti. Þeinv hafi liðið miklu betur á fámenn- um stöðum heldur en í Reykja- vík. Hafa sumir skýrt þetta út á þann veg, að í Reykjavík væru íbúarnir á móti setuliðinu, vildu ekkert með það hafa. Sumir hafa sagt, að Reykjavík væri „nasista bæli“. Nú vita það allir, að svo- kallaðir nasistar eru ekki lengur- til hjer á landi. Ameríkumað- ur, sem jeg hitti á dögunum gaf mjer alveg nýja skýringu á þessu sem fæstir munu hafa athugað. Hann sagði eitthvað á þessa leið: —■ í þorpum úti á landi, þar sem hermenn eru, eru þeir venju' lega fámennir. Það er aðeins um- nokkra útverði að ræða. Það mun- ar ekkert um þá í þorpinu. Þeir. eru fljótir að kynnast fólkinu og það kemst að raun um, að þeir eru eins og hverjir aðrir menn. Það er engin hætta á, að þessar fáu hræður flæði yfir þorpsbúa með yfirgangi. Þeir eru svo fáir, að það er aðeins tilbreyting að fá þá í þorpið. Enda hefir reynsl- an verið sú, að hermönnum hef ir allsstaðar verið mjög vel tek- ið. Þorpsbúar fylgjast með, ef Bill eða Jim fara í frí og bíða jafnvel með eftirvæntingu eftir að þeir komi aftur. Jeg hefi heyrt þorpsbúa úti á landi tala um „hermannaskálana okkar“ og „piltana okkar". 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.