Morgunblaðið - 19.12.1943, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.12.1943, Blaðsíða 16
16 Málverkasýning Jóns Engilberts Á ÞESSARI SÝNINGU eru 30 olíumálverk og 170 teikningar og vatnslitamyndir. Er þetta með stærstu sýningum, sem Jón hefir haldið. Vinnustofan i húsi Jóns, þar sem hann heldur sýninguna er björt og rúmgóð, og húsið hið vistlegasta. Hefir húsið verið í smíðum tvö síðustú árin, og hefir Jón unnið við að koma því, upp, jafnframt. þvi, sem hann hefir málað og teiknað. Er það því þegar öllu er á taotninn hvolft, ekki smáræðis verk, sem . eftir hann liggur á ekki lengri tíma. Jón Engilberts er ágætur teiknari, sem raunar var vitað áður. En á þessari sýningu er fjölbreyttara safn slikra verka, en jeg hefi áður sjeð eftir hann. Hann virðist vera síteiknandi, svo fjölbreytt eru viðfangsefnin. I þessu starfi er hann heill og óskiftur. Teikningar hans eru trúverðugar myndir, einskonar Ijóð sem mælt eru af munni fram. Margar eru þær einbeitt- ar og markvissar, t. d. ýmsar teikningar af nöktu fólki, gerðar með einföldum línum samyæmis- fögrum, um leið og myndin fær á sig „plastiska ró“. Vatnslita- rriyndir úr Fljótshlíð eru mál- aöar i sumar sem leið. Þetta evu fallega bygðar myndir og ákveðnar í litum. Olíumyndirnar 30 eru margar allstórar, ólíkar hver annari, og nokkuð sundurleitar.. Þar gætir þó einkum tveggja stefna. Er önnur óhlutkend ,,Ab- strakt“ t. d. í tveimur Hafnar- myndum með miklu af beinum, lóðrjettum linum og hún er landslags „rómantik'1 t. . d. í myndinni frá Kópavogi, með mishæðóttu landslagi og strjál- ingi húsa hjer og hvar, en mann- verur skjögrandí eftir vegum eru skygnandi til himins og tungl vaðandi í skýjum. •Mjer kom í hug, þegar jeg sá þessar myndir danski málar- inn Söndergaard. Er þá einhver andlegur skyldleiki milli Reyk- víkingsins og Sjálendingsins! Svo eru aðrar myndir, sem eru til beggja stefna, svo sem ýmsar blómamyndirnar. Af einstökum verkum mætti auk þess benda sjerstaklega á ,.Þingvallahraun“ með grænum og brúnum litum. Er þetta skemtileg landslagsmynd. — „Sunnudagur í Kópavogi" er björt og hrein í litum, samfara því að vera ágætlega teiknuð. „Frá höfninni" nr. 26, er sjer- lega heilsteypt verk að mynd- byggingu. Svo er einnig málverk sem nefnist „Úr sveit“. Sýning þessi mun standa til jóla. Orri. Barnaheimilið við Eiríksgötu Styrkurinn til barnanna best kominn hjá Sumargjöf Norsku æfintýrin frægu, eftir Asbjörnsen og Moe eru nú kom- in- í bókaverslanir. — Æfintýri þessi hafa lengi verið vinsælasti skemtilestur norsku þjóðarinnar. ' Islendingar hafa kynst þeim hjer í blaðinu í sumar. Þau verða áreiðanlega jafn vinsæl hjer og í Noregi, enda svipar mörgum J.eirra til bestu íslensku æfin- týranna, sem lifað hafa á vör- um þjóðarinnar öld eftir öld og Jón Árnason varðveitti frá gleymsku með söfnun sinni. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sina, frk. Erna Helgadóttir, Laugarnesveg 56 og Kjartann Ólafsson, bifreiðastj., Laugarnesveg 58. Styrkið og stýðjið Vetrar- bjáipina. Skrifstofan er í Banka- stræti 7. Sími 4966. SUÐURBORG, hið nýja barna heimili Barnavinafjelagsins Sumargjöf, var opnað 17. þ. m. Var sú athöfn öll mjög virðu- leg og hátíðleg eins og vera bar. Viðstaddir voru auk stjórn enda fjelagsins ýmsir velunn- arar þess og gestir, þar á með- al borgarstjórinn, Bjarni Bene- diktsson. Formaður Sumargjafar, Isak Jónsson, bað menn að byrja með því að rísa úr sætum sín- um og syngja „Þín miskunn, ó, guð". Formaðurinn bauð þá gesti velkomna og minti á, hve alvarleg og söguleg stund þetta væri, ekki einungis fyrir Sum- argjöf, heldur fyrir bæjarfje- lagið í heild, þó sjerstaklega yngstu þegnana. Þá tók til máls borgarstjóri, Bjarni Bcncdiktsson. Benti hann m. a. á, hve þörfin væri mikil fyrir slíkt heiniili sem þetta og þó sjerstaklega á þess- | um tímum, vegna erfiðra heim- | ilisástæðna, og að nauðsyn bæri ! til að bæta það upp, sem heim- ilin geta ekki gert fyrir börn- in. Fjelagið Sumargjöf hefir haft forgönguna í að bæta úr þeirri þörf, sem í þessum efn- um væri. Árið 1935 byrjaði bærinn fyrst að veita Sumar- gjöf fjárhagslegan styrk. Það ár var veitt til dagheimilis 1200 krónur. Árið 1937 til tveggja dagheimila 2400 krónur, 1938 —’40 4500 krónur á ári, 1941 6000 krónur, 1942 35,000 krón- ur og 1943 er gert ráð fyrir 135,000 krónum. Þá keypti bær inn húsið, sem hið nýja barna- heimili er starfrækt í fyrir 400,000 krónur. Borgarstjóri skýrði og frá að í bæjarstjóm hefði altaf verið fullkomið sam komulag um styrk til Sumar- gjafar og að fje, sem hafi ver- ið veitt til þessarar menningar- starfsemi sje hvergi betur kom ið en hjá fjelaginu Sumargjöf. — Loks afhenti borgarstjóri Sumargjöf húsið, sem er nr. 37 við Eiríksgötu og 78 við Hring- braut, til ráðstöfunar. Isak Jónsson þakkaði borg- arstjóra og bað hann að færa bæjarstjórn þakkir Sumargjaf- ar. Þá skýrði hann frá að for- stöðukona vistarheimilisins og vöggustofunnar hefði verið ráð in ungfrú ísafold Sveinsdóttir í stað ungfrú Guðrúnar Briem, sem ekki komst heim frá Sví- þjóð, og forstöðukona dagheim- ilisins og leikskólans ungfrú Guðrún Stephensen. — Fyrst var gert ráð fyrir, að heimilið gæti tekið til starfa í október, en miklar breytingar þurfti að gera á húsinu, sem töfðu að svo gæti orðið. Vöggu- stofan tók fyrst til starfa um miðjan september, 12. nóv tók svo leikskólinn til starfa og dagheimilið 30. nóv. Vistarheimilið tekur svo til starfa í dag. — Vöggustofan tekur yfir tvær stofur og dvelja þar nú 16 munaðarlaus börn sem ekki ciga annað heimili. —Leikskolinn er í einni stofu og dvelja þar 45 börn. Þau börn borða og sofa heima hjá sjer, en e'ru þess á milli í skól- anum. Dagheimilið tekur yfir 4 stofur og eru þar skráð 50 börn. Dvelja þau þar allan dag- inn. Þá ér það vistarheimilið, sem eru 4 stofur og eru þar skráð 50 börn. Aðsókn að heim ilinu er svo mikil, að ekki er hægt að sinna fjölda umsókna. í Suðurborg dvelja því á veg um fjelagsins 130 börn, eða ná- kvæmlega jafnmörg og á hin- um heimilum fjelagsins til sam ans. Þannig eru 260 börn al- veg á vegum fjelagsins, en und ir þaki þess — ef svo má að orði komast — dvelja 530 börn, þar sem í Grænuborg er starf- ræktur skóli með 270 börnum, sem að vísu eru ekki á vegum fjelagsins. Breytingar á Suðurborg hafa þegar kostað fjelagið 40 þús. krónur og er þeim ekki lokið ennþá. Nýbygging og viðbót á Vesturborg hefir kostað 41 þús. krqnur, nýbygging og viðbót á Grænuborg 45 þús. krónur og breytingar og viðbót á Tjarn- arborg 28 þús. krónur. Áhöld og innbú hefir verið keypt fyr- ir um 50 þús. krónur og hefir að sjálfsögðu mest af því farið til hins nýja heimilis. Frá þessu skýrði ísak Jóns- son í ræðu sem hann hjelt. — Honum fórust þannig orð að lokum, að Suðurborg væri tal- andi vottur á áberandi stað, hvað ætti að gera fyrir börnin. Þó tók til máls Arngrimur Kristjánsson form. Barnavernd arnefndar íslands, og mintist hann sjerstaklega fyrsta form. Sumargjafar, Steingríms Ara- sonar kennara, sem nú dvelur erlendis og starfsfólks Sumar- gjafar. Sr. Árni Sigurðsson tók þá til máls. Skýrði hann m. a. frá gjöf, er fjelaginu hefði borist frá ísak Jónssyni, kennara, og konu hans frú Sigrúnu Sigur- jónsdóttur.Gjöfinni fylgdi brjef dagsett 12. þ. m. Var þar skýrt frá að í tilefni af opnun Suð- urborgar hafi þau hjón stofnað sjóð að upphæð 5 þús. kr. til minningar um húsíírú Ragn- heiði Sigurbjörgu ísaksdóttur, frá Seljamýri í Loðmundarfirði, en þar dvaldi hún sem ljósmóð ir í 33 ár. Skal sjóðurinn nefn- ast Vöggustofusjóður Ragnheið ar Sigurbjargar ísaksdóttur. Styrkur úr honum skal veittur börnum, er dvelja í vöggu- stofu heimilisins, eftir reglum, sem síðar verða settar. Tekið er fram að mönnum sje heimilt að gefa í sjóðinn til minningar um frú Ragnheiði Sigurbjörgu eða vegna málefn- isins. Minti sr. Árni á, hve víðtæk áhrif slíkur sjóður gæti haft á starfsemi heimilisins. Þá var sunginn sálmurinn „Á hendur fel þú honum”. Loks var gestum sýnt heim- ilið. Húsin, sem Suðurborg er í eru — eins og áður var getið — húsið nr. 37 við Eiríksgötu og 78 við Hringbraut og er það sambygging. Húsið við Eiríksgötu er tvær hæðir og kjallari, en húsið við Hringbrautina 4 hæðir utan kjallara. Af þessu má ráða, að hjer er mjög rausnarlega að unnið og hefir Sumargjöf ekki sparað nei^t til þess að gera heimilið sem best úr garði. Á Sumargjöf mjög miklar þakkir skilið fyrir þá ómetanlegu starf semi, sem fjelagið rekur. Að sjálfsögðu horfist það í augu við mikla verðbólgu og fjár- hagsörðugleika, en forstöðu- menn fjelagsins hafa ekki látið það á sig fá. En bæjarbúar hafa altaf látið sjer ant um starfsemi fjelagsins, þareð hjer ræðir um velferð þeirra þegna þjóðfje- lagsins sem helst þurfa hjálpar við. Friðþjófur Nansen. NANSEN. Nýlega er kom- in lit í íslenskri þýðingu æfi- saga Friðþjófs Nansens, eins hins mesta og' besta raanns, sem Norourlönd hafa átt fyrr og síðar, Hins og öllum ís- lendingum er kunnugt varFrið, þjófur Nansen hinn mesti og þektasti íþróttamaður, hann var heimskautafari, hann tók mikinn virkan þátt í frelsis- baráttu þjóðar simiar, og hann varð að lokum einn af mestu velgerðarmönnum mannkyns- ins, er hann að lokinni fyrri' heimsstyrjöld tókst að bjarga mönnum svo miljónum skifti af öllum þjóðflokkum, sem flæktust viltir og vegalausir um alla Norðurálfu og víðar. Bókin er að miklu leyti bygð á dagbókum Nansens s.jálfs. Ilann segir sjálfur frá. æfintýrum sínum, er hann á æskuárunum lá úti á fjöllum og skógum, er hann barðist á ísauðnunum við myrkur, hung ur og kulda, og þegar hann sat fundi með stórmennum álfunnar að ófriðarlokum. Æfisaga Nansens sýnir, hversu góðui' maður með sterkan vilja getur míldu til vegar komið. Sunnudagur 19. des. 1943. Hafnarfjarðarbíó í nýjum húsa- kynnum Hafnarfjarðarbíó hefir nú tekið til starfa í hinum nýju húsakynnum sínum við Strand götu. Eigandi þess, Árni Þor- steinsson, bauð frjettariturum blaða og útvarps, ennfremur bæjarstjóm og öðrum gestum, er kvikmyndahúsið tók til starfa í hinum nýju húsakynn- um til hátíðarsýningar. Áður en sýning hófst, ávarp- aði Árni gesti, og bauð þá vel- komna, því næst tók til máls sóknarprestur sr. Garðar Þor- steinsson, en hann lýsti Vígslu hússins. Að því loknu hófst sýning myndarinnar „Liljur vallarins”, en að sýningu lok- inni bauð Árni og kona haris Helga Níelsdóttir, gestum til kaffidrykkju. Húsakynni eru öll hin veg- legustu, en stærð hússins er 25 x 11 Vá m. Teikningu af húsinu gerði Einar Erlendsson, Rv. —• Yfirsmiðir voru húsameistararn ir Guðjón Arngrímsson og Bjarni Erlendsson, en múrar Diðrik Helgason, Þórir Jakobs- son og Albert Kristinsson, múr- húsun og flísalögn annaðist Vil berg Hannesson múrarameist- ari. Raflagnir til ljósa og vjela framkvæmi h.f. Ekkó, Hafnarf. Vatns- og hitalagnir Jón Ás- mundsson. Málningu, Emil Randrup og skreytingar Axel Einarsson, Rv. Stóla smíðuðu G. Bjarnason og Kjarval, Rv., og hafði Sveinn Kjarval hús- gagnabólstrari gert teikningu af þeim. Talmyndavjelar eru af nýjustu gerð „Western Elec- tric”. Húsið rúmar í sæti rösk- lega 300 manns. Á vesturhlið þess, en hún snýr að sjó, liggja svalir meðfram allri hlið þess og geta kvikmyndahússgestir notið þaðan hins fegursta út- sýnis í sýningarhljeum. Harðir bardagar í Júgóslafíu London í gærkveldi. Miklir bardagar eru enn háð- ir víðsvegar um Jugóslafiu, þar sem Þjóðverjar reyna að þjai'ma að her Titos hershöfð- ingja. Hafa þeir tekið nokkur þorp, en sumsstaðar hafa menn Titos unnið á, og þar hafa Þjóð- verjar eyðilagt alt sem þeir máttu, á undanhaldin. 2000 króna gjöf til Nemendasambands Kvennaskólans MINNINGARGJÖF um, Ingibjörgu Bjarnason. Gamall nemandi Kvenna- skólans í Reykjavík, sem ekki vill láta nafn síns getið, hefir afhent stjórn nemendasam- gjöf, til minningar um hina látnu forstöðukonu skólans, Ingibjörgu II. Bjarnason. —J Gjöfin var afhent þann 14. þ. m., á 75 ára fæðingardegi for- stöðukonunnar og mælt svo bands skólans kr, 2000,00 að fyrir, að npphæðin skyldi; renna í byggingarsjóð leik- fimishúss skólans, en nemenda, asmhandið gcngst fyrir hygg- ingu þess. Var það kunnugt, að forstöðukonan hafði mikinn áhuga fyrir því máli. Stjórn nemendasamhands- ins færir gefandanum sínar bestu þakkir Hjúskapur. í Kaupmannahöfn voru gefin saman í hjónaband þann 16. okt, Birte Sörensen, dóttir Frode Sörensen, lector, við við landbúnaðarháskólann og Jóhann Kr. Jönsson (Jóhannsson ar, skipstjóra) garðyrkjunemi við sama skóla. •' I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.