Morgunblaðið - 05.01.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.1944, Blaðsíða 1
Miklar loft- London í gærkveldi. SÆNSKAR FREGNIR herma í kvöld, að miklar loftárásir hafi verið gerðar á Danmörku í dag. Var ráð- •ist á Kaupmannahöfn og mikla hluta Sjálands, Fjóns -og Suður-Jótlands, að því er fregnir þessar herma. Ekki vor'ii fregnirnar þann veg, að neitt væri hægt af þetm að ráða um tjón. — Reuter. Ifalía Indverjar faka hæð London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter/ Veður hefir heldur skánað á Vesturhluta Ítalíuvígstöðvanna, ög hefir slegið þar í bardaga milli indverskra hersveita og Þjóðverja. Var barist um hæð eina, all-mikilvæga, fyrir norð an Ortoha og náðu indverskir hermenn henni eftir miklar við ureignir. Á strandveginum eru Kanadamenn nú skamt frá Tyrstu ánni af þeim, sem eru á veginum til Pescara. Einnig bru nú allmiklar orustur háðar lengra inni í landi, eða við þorpið San Tomasso. Veðrið hefir hinsvegar ekk- ert batnað á vígstöðvum fimta hersins, og er þar ekkert um áð vera, nema framvarðaskær- úr, en framsveitir og njósrlar- sveitir voru mikið á ferli. Vegna hinna bættu veður- *skilyrða gátu flugvjelar banda manna hafst meira að en að - undanförnu, og voru gerðar árásir á ýmsa staði. Hin mesta á kúlulegusmiðjur og járnbraut arstöð í Torino. Voru þar flug- virki að verki, en orustuflug- vjelar gerðu atlögur að sam- göngumiðstöðvum Þjóðverja að baki vígstöðvanna. Þýskir sjóliðar kyrrseffir í Eire London í gærkveldi. Álitið er, að Irar muni kyrr- setja hina 167 þýsku sjóliða, sem írskst kaupskip þjargaði á Biskayaflóa eftir sjóorustuna þar, og flutti til Queenstown. Vitað er þó, að þýski sendiherr ann í Dublin hefir farið fram á það við írsku stjórnina, að hún slepti mönnum þessum, og veitti þeim heimfararleyfi til Þýskalands. — Reuter. iyelayo Tserkov Roosevelishjónin gefa sumarsefur sttt Roosevelt og frú hans hafa gefið sumarsetur sitt, Hyde Park, stjórn Bandaríkjanna, og á að nota það sem þjóðminja- safn. Sjálf halda þau um 70 ekrum lands, milli sveitaset- ursins og Hudson-fljótsins. — Þýskt lið til Albaníu Cairo í gærkveldi. — Fregn- irhe'rma, að Þjóðverjar hafi sent tvö herfylki til Albaníu, til þess 3ð gæta innrásarvarna þar, og halda vörð um 3 mik- ilvæga vegi, er liggja þar til strandar. — Reuter. Herir Vatutins beina sókninni suður á bóginn London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. Vatutin hershöfðingi hefir síðasta sólarhringinn beint sókn herja sinna suðvestur á bóginn frá Kievsvæðinu, og gaf Stalin út dagskipan síðdegis í dag, þar sem hann til- kynnir töku járnbrautarbæjarins Byelaya Tserkov, en sá bær er um 60 km. fyrir suðvestan Kiev og hefir lengi verið mikið virki Þjóðverja. Var borgin tekin með áhlaupi eftir fjögurra daga bardaga, og ennfremur hafa allmörg þorp verið tekin á þessum slóðum. Fregnir höfðu borist um það, að Rússar væru komnir yfir hin fyrri landamæri Póllands, en það er ekki stað- fest í herstjórnartilkynningu Rússa í kvöld, en er síðast frjettist, voru þeir aðeins fáeina kílómetra frá þeim. á SeS lii Þýskalands Langfleygar orustuflugvjelar Bandaríkjamanna fylgja nú sprengjuflugvjelum til Þýskalands, til þess að vernda sprengju- flugvjelarnar fyrir árásum orustuflugvjela Þjóðverja. Á mynd‘ inni sjást amerískar ,,Thunderbolt”-orustuflugvjelar á leið til Þýskalands. Eru þetta frekar stórar og mjög hraðfleygar vjelar. Bardagarnir um „Hríshjeraðið" Ameríska tímaritið ,,News- week“ segir frá baráttunni um mesta hríshjerað Kína og ,.Hrís borgina” Chungte, sem fyrir skömmu var getið hjer í frjett- um, að þessi barátta sje háð á hverjum uppskerutíma. Far- ast blaðinu orð á þessa leið: ,,Við og við tilkynna Kínverj- ar, áð Japanar hafi verið rekn- ir út úr ,,Hríshjeraðinu” við Tunkingvatnið í Miðkína. En með uppskerunni, sem venju- lega fer fram í ágúst og októ- ber, koma Japanar aftur, ræna og eyða uppskerunni, en draga sig siðan i hlje,‘og Kínverjar tilkynna nýjan „sigur”. í Burma London í gærkveldi. Álitið er, að Bretar muni bráðlega hefja sókn á hendur Japönum í Burma, þar sem staðvindatímanum er nú að verða lokið. En hinsvegar er ekki gert lítið úr þeim erfið- leikum, sem slíkri sókn eru samfara, þar eð mestur hluti vígstöðvanna er annaðhvort í frumskógum eða fjalllendi, en alls er víglínan um 800 km. löng, frá Bengalflóa og norður að landamærum Kína. Víglín- an er að vísu ekki samfeld, því sumstaðar eru landsvæði, sem gjörsamlega eru ófær mönnum. Þjóðverjar gerðu allmörg gagnáhlaup við Býelaya Tserkov, en bærinn hafði verið meira en hálft þriðja ár á þeirra valdi. Voru bar- dagar lengi harðir um borg- ina, uns Rússum tókst að ná henni á sitt vald. Síðan hafa þeir sótt fram til suðurs og suðvesturs frá borginni. Nevelvígstöðvarnar eru hinar einu, sem nefnd ar eru í tilkynningu Rússa, fyrir utan Bielaya Tserkov- svæðið, og segir, að þar hafi Rússar sótt nokkuð fram og hafi nú alla járnbrautina milli Nevel og Velikie Luki á sínu valdi. Ennfremur segjast Rússar hafa tekið þarna allmörg þorp og bæi. Yfirlit Dietmars. Dietmar hershöfðingi, sem talar aðallega um hermál fyr- ir þýska útvarpið, flutti í kvöld yfirlit yfir gang ófriðarins 1943, og sagði að við byrjun ársins hefði þýskir herir stað- ið við Volga, í Tripolis og Eg- yptalandi. Hahn sagði, að miss ir þeirra landa, sem síðan hefði gengið Þjóðverjum úr greip- um, væri ekki nærri eins mik- ið áfall og manntjón það, sem her þeirra hefði orðið fyrir, en þó væri tjón bandamanna við að ná þessum löndum svo miklu meira, að eftir væri að sjá,- hvort taka þeirra hefði borgað sig. Að lokum sagði Dietmar, að muna bæri, að spyrja skyldi að leikslokum, en ekki vopnaviðskiftum. Sig. Skagiield í Oslo I útvarpi á íslensku frá Ber- lín í gær var sagt, að Sigurður Skagfield söngvari væri nú staddur í Oslo, en hann hefir að undanförnu starfað við ó- peruna í Regensburg í Þýska- landi. Ekki var þess getið, hvort Skagfield myndi syngja í Oslo. Árásir é N.-V. i Þýskaland og ; N.Frikkland : London í gærkveldi. Amerískar sprengjuflugvjel- ar frá Bretlandi, flugvirki og Liberatorflugvjelar, er orustu flugvjelar fylgdu, gerðu í dag árásir á ónefnda staði í Norð- vestur-Þýskalandi. Fáar þýsk- ar orustuflugvjelar sáust, en loftvarnaskothríð var hin ákaf- asta. Átján hinna stóru sprengjuflugvjela og tvær or- ustuflugvjelar komu ekki aft- ur. Sprengjuflugvjelar af meðal stærð, og fjöldi orustuflugvjela flaug í ágætu veðri yfirum Ermarsund í dag og rjeðust á staði á Calais-svæðinu. Voru margar ferðir farnar, og árás- irnar harðar. Ekki voru skot- mörkin nákvæmlega tilkynt, frekar en að undanfömu. Fjór- ar sprengjuflugvjelar og eina orustuflugvjel vantar. Reuter. Deilt ian bánn í Bandaríkjunutn Fregnir hafa borist um það í gær, að áskorun, undirrituð af 300.000 kjósendum, hafi bor ist Bandaríkjaþingi. Er skorað á stjórnarvöldin, að setja aft- ur á sölubann á drykkjum, sem innihaldi meira áfengismagn en %%. William Mc Dermott, forseti fulltrúadeildarinnar hef ir í þessu tilefni sagt, að þing- inu hafi borist önnur áskorun, undirrituð af enn fleiri mönn- um, og sje hún þess efnis, að I skora á stjórnina að setja ekki bann á neinskonar áfengi. Kafbátur ræðst á skipalest London í gærkveldi. — Hol- lenskur kafbátur rjeðist fyrfr nokkru á þýska skipalest við Noregsstrendur og hitti þrjú skip með tundurskeytum. Ekki gátu kafbátsmenn sjeð hvort nokkurt skipið sökk, vegna harðra aðgerða varðskipa og flugvjela. — Reuter. 40» Innrás á Marshall- eyjar í vændum Washington í gærkveldi. Knox flotamálaráðherra Bandaríkjsmna gaf það í skyn í dag, að hinar tíðu loftárásir á Marshalleyjar væru undan- fari innrásar á eyjarnar, en árásirnar hafa nú verið gerðar stöðugt um alllangan tíma. Knox sagði einnig, að Japanar væru nú í algerði varnarstöðu á Kyrrahafssvæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.