Morgunblaðið - 05.01.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.01.1944, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. janúar 1944 Skrá yfir gjafir og áheit til Vinnuheimilis berklasjúklinga: Frá Magnúsi Ólafssyni, Eyjum í Kjós, í minningu um konu hans, Margrjeti Jónsdóttur kr. 1000.00. Frá Ragnhildi Sigurðard., áheit kr. 100.00. Frá Björgu Eiríksen (afh. af S. Vagnss.) kr. 25.00. Frá Kristjáni B. Sigurðssyni kr. 100.00. Frá starfsfólki Alþingis, í minningu Hlifar Þórðardóttur hjúkrunarnema kr. 500.00. Frá Einari Sæmundssyni og fjöl- skyldu, í minningu Hlífar Þórð- ardóttur hjúkrunarn. kr. 25.00. Frá Jens Hermannssyni skólastj. og frú Margrjeti Guðmundsdótt- ur konu hans, Bíldudal, í minn- ingu um Áslaugu Jensdóttur kr. 500.00. Frá Þóru Klemenz., í minningu um Hlíf Þórðardóttur hjúkrunarn. kr. 50.00. Samtals kr. 2300.00. — Munið, að gjöfum og áheitum til Vinnuheimilis- sjóðsins er veitt móttaka í skrif- stofu sambandsins, Lækjargötu 10 B uppi, kl. 2—4 e. h. Þar fást einnig minningarspjöld Vinnu- heimiissjóðsins. — Bestu þakkir til gefendanna. Miðstjórn S. í. B. S. UNGLINGA vantar til að bera blaðið Víðsvegar um bæinn Talið strax við afgreiðsluna, sírai 1600. Viðskiptaskráin 1944 kemur út innan skemms. Ný verzlunar- og iðní'yrirtæki cru beðin að gefa sfg í'ram sem fyrst. Ennfremur eldri fyrirtæki, er kynnu >að vilja breyta einhverju því, er um þau er birt í Við- skiptaskrá 1948. E£ breyting hefir orðið á félögimum eða stofnun- um, sem birt hafa verið í Félagsmálaskrá 1943, er ósk- að eftir leiðréttingu sem fyrst. Sömuleiðis óskast til- kynning um ný félög. Reglur um upptöku í Viðskiptaskrána: 1 Félagsmálaskrá er getið félaga og stofnana, sem ekki reka viðskipti, en eru almenns eðlis. Að jafnaði er getið stofnárs, stjórnar (eða form.), tilgangs o. fl., eftir ástæðum. Skráning í þennan flokk er ókeypis. (Eyðublöð, hentug til íitfyllingar, er að finna í Viðskiftaskránni, bls. 907). 1 Nafnaskrá og Varnings- og starfsskrá eru skrá<5 fyrirtæki, félög og einstaklingar, som reka viðskipti" í einhverri mynd. Geta skal helzt um stofn- ár, hlutafé, stjórn, franikvæmdastjórn, eiganda o. s. frv., eftir því sem við á, svo og aðalstarfs eða hvcrs konar rekstur fyrirtækið reki. 1 Varnings- og starfsskrá eru skráð sömu fyrirtæki sem í Nafnaski'á, en rað- að þar eftir varnings- eða starfsflokkum, eins og við á. Þar eru skráö símanúmer. Skráning í Nafnaskrá er ókeypis með grönnu letri. í Varnings- og starfs- skrá eru fyrirtækin einnig skráð ókeypis (með grönnu letri) á 2—4 stöðum. Óski menn sín gefið á i'leiri stöðum, eða með feitu ]etri, greiðist þókmm fyrir það. Eyðublöð, hentug til útfyllingar fyrir þossar skrár, er að finna í Viðskiptaskránni, bls. 905. Viðskiptaskráin er handbók viðskiptanna. Auglýsingar ná því hvergi betur tilgangi sín- um en þar. Látið yður ekki vanta í Viðskiptaskrána. Steindórsprent h.í. Utanáskrif t: Kirkjustræti 4. — Reykjavík. Öræfaganga 5 ára telpu 14 klukkustundir ein uppi á heiði Þetta er«sönn saga og gerðist norður á Sljettu í sumar. Söguhetjan er Guðný Frið- rika Steingrímsdóttir, fimm ára gömul og íá heima á Hóli á Sljettu, ca.: 6 kílómetrum fyrir sunnan Raufarhöfn — inn með sjónum. Fóreldrar rennar eru Steingrímur Guðnason bóndi á Hóli og kona hans Sigríður B. Þorsteinsdóttir. Guðný litla er fremur smá vexti, ljóshærð og litfríð og ljett í spori. Það var 2. september í sum- ar. Jeg var sóttur til sjúklings langt norður á Sljettu. Þoka var mikil, rigningarsúld og dimt af nóttu er jeg kom heim um miðnættið. Sá jeg þá að fólk var enn á ferli og óvanalega dauft yfir öllum sem jeg hafði tal af. Rjeði jeg það af fram- komu þeirra, að einhver son* grúfði yfir þorpinu. Ástæðan var sú, að fimm ára gamalt stúlkubarn hafði tapast frá Hóli og var fjöldi fólks að leita í þokunni og náttmyrkriru. Systir barnsins hafði komiö hlaupandi út í þorpið um ell- efu leytið og beðið um hjáip. Hafði 76 manns þegar brugðlð við og lagt af stað með nokkrar gasluktir og vasaljós. Rúmur helmingur af þessu liði voru setuliðsmenn, sem buðust til fararinnar, er þeir heyrðu hvernig á stóð. Barnið hafði farið út um fjögur leytið, en hún var vön að dunda eins og gengur og svo var tvíbýli á jörðinni —annað íbúðarhús í túninu og lagði hún oft leið sína þangað. En klukk- an að ganga átta um kvöldið kom í ljós, að Guðný litla var hvergi heima við og að hún mundi vera horfin út í þok- una og auðnina. Alt heimafólk- ið fór strax að leita, var nú hlaupið og hrópað og kallað og gekk á þessu fram í myrkur. Fólkið var í dauðans angist sem vonlegt var og sendi nú til Rauf arhafnar eftir hjálp, eins og áð- ur er frá skýrt. Síðan hafði náttúrlega ekkert frjettst. Mjer þótti þunglega horfa, því jeg mundi ekki eftir að svona saga hefði nokkurn tíma endað nema á einn veg, þannag, að árang- ur leitarinnar hefði orðið lítill, víðáttan mikil, myrkrið svart og nóttin löng, raunar ekki kalt í veðri, en rigningarúði með köflum. Jeg gat ekki annað gert, en að safna í töskuna mína öllu, er jeg gat hugsað mjer að gagni mætti koma, ef barnið fyndist slasað eða sjúkt og bíða svo átekta. Snemma um morguninn komu leitarmenn , aftur og höfðu þá gleðisögu að segja, að barnið hefði fundist og væri i sæmilegu ástandi. — Fólkinu sagðist svo frá, að þegaV kom- ið var yfir ána, sem var hjer um bil miðja vegu milli kaup- túnsins og Hóls, skiftu menn sjer í flokka og hófu leitina. Nokkrir af útlendingunum leit- uðu upp og niður með ánni, en allir hinir, mynduðu breiða fylkingu, svo gisna, að hver 'sá aðeins. Vel til þess hæsta og Eítir Ingólf Gíslason lækni &$>&$<$*ö>&$&fr$&frQ&&&&&Q><$^ ljosunum yar faðað' haganlega þannig, að svæðið, sem manna- röðin náði yfir, sást greinilega. Var nú haldið upp eftir hæða- drögunum. Brátt fanst slóð eft- t ir barnið í leirflagi upp með ánni og var nú lögð áhersla á, að skoða rækilega öll leirflög, sem til náðist, því á gfaslend- inu var ekkert að græða. Slóðin sást að öðru hvoru. Reynt var að kalla út í myrkrið, en ekk- ert heyrðist nema bergmálið. Af sporunum sem fundust mátti ráða að barnið hafði farið marga króka og sveiga. — Eftir fimm klukkutíma leit, eða um klukkan 4V2 um nóttina, kom loks einhver auga á litlu stúlk- una, þar sem hún stóð þegj- andi og hallaði sjer upp að stórum stein, stökk bróðir henn ar þá til hennar og tók hana í fang sjer og Breti einn fylgdi fast á eftir með súkkulaðiplötu í hendinni, til að gæða henni á. Varð þarna mikill fagnað- arfundur, sem vænta mátti. Guðný litla sagði nú sína sögu: ,,Jeg var að leita að lamb- inu mínu, heimalningnum, sem hafði vantað nokkra daga, svo fann jeg kindur og elti þær um stund, en sá brátt, að lambið var þar ekki, hjelt því áfram leitinni um hríð, en er jeg var búin að missa vonina um að finna lambið, ætlaði jeg að halda heim, en var þá orðin vilt og vissi ekki hvert halda skyldi, enda þá orðið dimt af nóttu. Settist jeg þá niður og ætlaði að sofna, en var þá orð- in svo svöng, að jeg fór að reyna að tína ber, en varð brátt að hætta því vegna myrkurs- ins ¦— sá ekki berin, hallaði mjer þá út af við þúfu og sofn- aði. En eftir stutta stund vakn- aði jeg aftur, var þá'orðið svo kalt, einkum á fótunum og lær- unum, var öll blaut vegna rign- ingarinnar og sokkarnir voru komnir niður í gúmmístígvjel- in svo lærin voru ber, eins hafði jeg enga vetlina nje húfu, káp- an var svo stutt að hún skýldi illa og svo var hún líka orðin blaut. Nú hjelt jeg af stað aft- ur til að ganga mjer til hita og eins til að reyna að komast heim til mömmu, en loks var jeg orðin dauðlúin, hallaði mjer þá upp að þessum steini oð ætlaði að bíða þangað til birti af degi og fara þá heim. Jeg grjet ekkert og var ekkert hrædd fyrr en jeg sá ljósin og mennina í þokunni, hefi máske verið orðin eitthvað rugluð, því jeg hjelt að þetta vær.u vondu karlarnir, sem tækju börnin, en þegar jeg þekti bróður minn og sá hann koma til mín, þá ætlaði jeg Sð hlaupa á móti honum, en var þá orðin svo máttlaus að jeg komst ekkert úr sporunum". Frásögn sína endaði hún með því að segja: „Jeg var bara að leita að lamb- inu mínu og svo ætlaði jeg h.eim", Þegar,heim kom, drákk Guðný ^tla eitt glas af mjólk, sofnaði svo. en svaf órótt og að eins í 4—5 tima, fór þá á fæt- ur, en var mjög þreytuleg. A öðrum degi hafði hún náð sjer að fullu og kendi sjer einskis meins. Álitið var að hún hefði geng- ið 14—15 kílómetra á þessum hálfa sölarhring, sem hún var að heiman. Sleggjur Jarðhakar Kúluhamrar Klaufhamrar Járnsagarblöð Rafmagns-blikkklippur No. 16 og 18 Brjóstborar Járnborar ,,High Speed" 9/16", 5/8", 11/16" - 3/4" Skrúflyklar Skrúfjárn Tommustokk-ar Málbönd Trjeblýantar Stálburstar Einangrunarbönd Grafit Hvítmálmur Lóðningartin Lóðfeiti Lóðboltar Steinbrýni Stálbrýni Sandpappír „Casco" kalt lím Perlulím Hurðarlamir Hrökklásar Trjeskrúfur, galv. og ógalv. Stiftasaumur galv. og ógalv. Þaksaumur Pappasaumur Skipasaumur galv. Blásaumur Eirsaumur VERSLUN 0. ELLINGSEN HF. Cf Loftur sretur það ekki ~ bá hver? 3totstt«l|jí$í$

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.