Morgunblaðið - 05.01.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.01.1944, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 5. janúar 1944 MORGUNBLAÐÍB 11 VÍQ9JMini) á jarðarfarakrönsum. Vertu 'sæll, uns við hittumst aftur — 'er það ekki það, sem stendur á þeim?" Hún þagnaði, því að kökkur kom upp í hálsinn á henni. „Jeg hefði ekkert á móti einu glasi af vodka", sagði hún lágt við Frank. ,,Þjónn, glas af vodka", kall- aði hann, „og eitt til af whiský". Ruth hafði hlustað á hana, full undrunar og lotningar. Jeg vildi láta hægri höndina til að geta komist svona laglega að orði, hugsaði hún, gagntekin af lotningu. „Brúðkaupið á að fara fram i kyrþei", sagði hún. „Frú Scott, kona B. S. ætlar að halda veisluna í garðinum sínum — aðeins fáeinir vinir verða þar. Ef þjer verðið hjer ennþá á laugardaginn, og ef þjer hald- ið, að yður myndi ekki leiðast mjög mikið, eruð þjer hjartan- lega velkomnar". „Þakka yður fyrir. Jeg kann fyllilega að meta þennan vin- áttuvott", svaraði. Helen með kaldhæðni, sem snerti aðeins hana sjálfa. Madame Tissaud 'naut alls ^þessa af instu rót hjarta síns. Frank tók upp vasaklút sinn, neri fyrst á sjer lófana og síðan ennið. „Hvar er hr. Russell?" spurði Madame. „Hann er . að skrifa móður sinni, og það er altaf mjög há- tíðleg athöfn", sagði Helen. „En hann verður aldrei lengi úr þessu. Hann bregður skjótt við, þegar drykkjustofan verður opnuð". „Hann er í góðum kunnings- skap við píanóleikarann þar?" spurði Madame. Helen sperti brýmar og leit á hana, eins og hún 'segði: Veistu það líka? Frank þreifaði undir borðinu eftir hönd Ruth, því að hann vantaði eitthvað til að halda í. Ruth tók ekki eftir því. Hann langaði til að halda í hönd hennar, af því að hann' vorkendi henni; af því að hún var svo grunlaus og saklaus og sat þarna eins og barn, sem langar til að leika með, en kann ekki leikreglurnar. Ruth við hliðina á Helen var eins og vatnsglas saman borið við út- hafið, eða smáblóm, saman bor- ið við frumskóg. Það fanst Frank að minsta kosti, er hann leitaði eftir hendi hennar. Hel- en var töfrandi og eitthvað tryllandi í fari hennar. Ruth kann að fara með höfuðverkj- arpillur, og það er alt og sumt, hugsaði hann með beiskju manns, vegna konunnar, sem tilheyrir honum, þegar hann þráir einungis aðra, sem hann ekki getur fengið. Jeg get ekki kvænst Ruth, get það ekki, hugsaði hann. Jeg get ekki sagt skilið við Helen, mjer er það ómögulegt. Augu Helen hvíldu enn á honurn, í senn biðjandi, blíð og þunglyndisleg. Þau horfðust í augu yfir borðið fyr- ir framan Ruth, sem ekki tók eftir neinu. „Hjerna kemur hr. Murata", sagði Ruth af einskærri hjarta- gæsku og eðlishvöt, sem hún rjeði ekki við, veifaði hún til hins smávaxna, hvítklædda manns, þótt hún myndi — of seint að vísu — að Frank gat ekki þolað hann. Murata stóð hikandi í dyr- unum inn í þakgarðinn, hann horfði ringlaður í kring um sig gegnum þykk gleraugun. „Öll borð upptekin", sagði þjónninn um leið og hann geyst ist fram hjá honum. Murata brosti sínu blíðasta-japanska brosi. Það var einmitt á því augnabliki, sem Ruth veifaði til hans, og hann hraðaði sjer fullur þakklátssemi í áttina til' þeirra. Annar þjónn þau fram hjá honum og sletti jarðarberja ís á hvít föt hahs án þess að biðja afsökunar. Murata sýnd- ist aumkvunarlega lrtill og væskilslegur, þar sem hann hraðaði sjer að borðinu til þeirra á stuttum fótum sínum. Og enda þótt Ruth sæi eftír að hafa kallað á hann, gat hún ekki að því gert að vera fædd í heiminn með óviðráðanlega hneigð til að hjálpa öllum, sem j voru veikgeðja, sjúkir eða hjálparvana. „Þetta er hr. Murata. Komið þjer sælir, hr. Murata!" „Sælar ungfrú Anderson. Sælir, hr. Taylor", sagði Yoshio Murata. „Jeg vona, að jeg sje ekki til óþæginda", sagði hann, um leið og hann dró fram stól og settist. Enginn hafði boðið honum það. Ruth horfði biðj- andi á Frank og afsakandi á frú Russell. Það hvarflaði að henni —• en of seint — að Eng- lendingar væru gagnteknir þ j óðarmetnaði. Hr. Murata leit á þau á víxl. Hann brosti breiðu brosi, svo að skein í margar japanskar tennur, og augun hurfu. „Komdu sæl, Jelena", sagði hann. Helen Russell horfði kulda- lega á hann. Hann lagði svarta skjalatösku fyrir framan sig á borðið. „Hvar höfum við hitst áður?" spurði hún á japönsku. „í París", sagði hr. Murata. „Manstu ekki eftir Yoshio, Jelena?" „Það er mjög erfitt fyrir Ev- róubúa að þekkja eitt japanskt andlit frá öðru", sagði Helen, næstum ósvífnislega. „Máske eiga Japanar einnig bágt. með að þekkja okkur í sundur. Og jeg held, að yður hljóti að skjátlast, hr. Murata". „Það eru til andlit, sem ekki er hægt að gleyma, Jelena", sagði Yoshio vonleysislega. „Jeg er Yoshlo. , Við lásum Rimbaud saman, „Le Dormeur du val". Manstu ekki eftir því? Hamingjan góða, París — Rimbaud. „Les parfums ne font pas frissonner sa narine; il dort dans la soleil, la main sur sa poitrine tranquille". Þú getur ekkí hafa gleymt þessu, Jelena. Enda þótt mín óverð- uga persóna hafi horfið þjer úr minni". Hann spenti greipar yfif svörtu skjalatöskuna sína. Þau horfðu öll full undrunar á hann. Við hina skyndilegu þögn, sem ríkti við borðið, varð hljóðfæraslátturinn heyranleg- ur á ný. Það var Verið að leika valsinn úr Kátu ekkjunni. Frá strætinu, átján hæðum fyrir neðan þau bárust skrækróma og hávær köll kínverskra barna, sem voru að selja ensku kvöldblöðin. X. Yoshio Murata átti langan og erfiðan dag að baki sjer og var í mesta hugaræsingi, er hann kom í þakgarð Shanghai-hót- elsins. Hann var að eðlisfari hógvær og friðsöm sál, en dauði hins frækna Kitarós bróð ur hans var orsök þess, að hann átti nú erfitt starf fyrir hönd- um. Hann duldi vonleysi sitt og vanmáttarkend bak við gler augun, brosið og franskar ljóð- línur. Yoshio hafði komið til Shanghai samkvæmt "* skipun um að halda til Shanghai-hót- elsins, þar sem herbergi hafði verið fengið handa honum. Þar átti hann að bíða frekari skip- ana frá vissum hr. Noboru Endo í Pinghi-stræti í Yangtse Po. En alt hafði þetta gengið illa og fór síversnandi, er leið á daginn. Hann hafði komið til hótels- ins þá um morguninn með ferða tösku sína, en enginn virtist hafa tíma til að sinna honum, kínversku ljettadrengirnirþutu framhjá honum og stjöhuðu við aðra mikilvægari gesti. Loks bar hann sjálfur farangur sinn gegn um anddyrið og lagði hann frá sjer á steingólfið fyr- ir framan afgreiðsluborðið. Hann tók upp lindarpennann sinn til að skrifa sig í gesta- bókina, en afgreiðslumaðurinn, sem var lymskulegur Grikki, sagði hiklaust: „Afsakið, herra, við höfum ekkert laust her- bergi". Folarnir sjö Æfintýri eftir Jörgen Moe. 6. Öskubjörn tók þá fram oblátuna og vínflöskuna og sýndi konunginum. „Hjer sjerð þú mat þeirra og drykk", sagði haún. „Já", sagði konungur. „Vel og dyggilega hefir þú unn- ið. Þú skalt fá dóttur mína og hálft ríkið". Síðan var búið til brúðkaups, og það átti að vera svo mikil veitsla, að það skyldi sveimjer frjettast af henni, sagði konungur. En þegar menn sátu undir borðum í veitslunni, stóð brúðguminn á fætur og gekk út í hest- hús, því hann hafði gleymt einhverju, sagði hann, og varð að fara eftir því. Þegar hann svo kom niður í hest- húsið, brá hann sverði, eins og um hafði verið talað og hjó höfuðin af öllum folunum sjö, fyrst af þeim elsta og síðan hverjum af öðrum eftir aldri og gætti að fara alveg eins að því, og hann átti að gera, og þá urðu folarnir að konungssonum aftur. Þegar hann kom inn í veitslusalinn með hina sjö konungssyni, varð konungur svo glaður, að" hann bæði kysti Öskubjörn og klappaði honum, og brúð- urin hans varð enn hrifnari af honum en áður. „Hálft ríkíð hefirðu þegar fengið, og hinn helminginn færðu eftir minn dag, því synir mínir geta sjálfir sjeð sjer fyrir löndum og ríkjum, nú þegar þeir eru orðnir menn aftur". Varð nú mikill fögnuður í veitslunni, og synir konungs sögðust vera menn til þess að afla sj'er ríkja. Jeg var líka þarna í veitslunni, en enginn hafði tíma til þess að mun eftir mjer, og jeg f jekk ekkert annað en flat- köku með smjöri, hana lagði jeg á ofninn og kakan brann og smjörið rann, svo jeg fjekk ekki minsta grand. ENDIR. Sagan um skildinginn Æfintýri eftir Jörgen Moe. 1. ÞAÐ VAR EINU SINNI FÁTÆK KQNA, sem bjó í aumu hreysi, langt frá öðrum bæjum. Lítið hafði hún að bíta og ekkert að brenna, og þessvegna sendi hún lítinn dreng, sem hjá henni var, út í skóg, til þess að sækja við í eldinn. Hann hljóp og stökk og stökk og hljóp, til þess að halda á sjer hita, því þetta var gráan og kaldan haust- vlfhixT meushqxxmkcJ^ JjTUlL Thomas Hood bauð Charles Lamb eitt sinn að borða hjá sjer. „Við*höfum hjera", sagði hann. . „Og hvað marga gesti?" spurði Lamb. | * George Bernhard Shaw var al.veg sjerstök jurtaæta. Eitt sinn, er hann var í boði í Lond- on, var, eins og venja var til, borinn fyrir hann sjerstakur jurtarjettur, eitthvað grænt kálgums ásamt salatolíu og fleiru. Sir James Barrie, sem var sessunautur Shaw við borðið, beygði sig yfir hann og spurði hann í trúnaði: „Segið mjer eitt, Shaw, haf- ið þjer þegar borðað þetta, eða eigið þjer það eftir?" • Dwight Morrow var oft mjög annars hugar. Eitt sinn sat hann í járnbrautarvagni og las af miklum ákafa, er umsjónar- maðurinn kom til hans og bað um farmiða hans. Mr. Morrow komst í mjög æst skap og leit- aði árangurslaust að miðanum. „Verið1 ekkert að fást«»um það, Mr. Morrow", sagði um- sjónarmaðurinn, „þó þjer finn- ið ekki miðann núna. Jeg er viss um, að þjer hafið hann. Þjer sendið hann bara til járn- brautarfyrirtækisins, þegar þjer hafið 'fundið hann". „Jeg veit, að það er alt í lagi", svaraði Mr. Morrow, „en það, sem jeg vil fá að vita er, hvert jeg ætlaði að fara". * „Þessi prófessor Scmaltz, sem altaf er utan við sig, hefir gleymt regnhlífinni sinni einu sinni enn. Hann myndi skilja höfuðið eftir, ef það væri laust", sagði einn þjónninn. „Það er satt", svaraði gest- gjafinn, „jeg heyrði hann ein- mitt vera að"*tala um það, að hann þyrfti að fara til Sviss vegna lungnanna". • Á gamals aldri varð þýska skáldið Lassing mjög annars hugar. Kvöld eitt, er hann kom seint heim, varð hann þess var, að hann hafði gleymt að taka með sjer húslykilinn. Þegar hann bankaði, skaut vinnukon- an höfðinu út um glugga og kallaði niður til hans, en hún sá ekki, að þetta var húsbónd- inn: „Prófessorinn er ekki heima" „Alt í lagi", svaraði Lessing kurteislega og sneri á brott, „segið honum, að jeg komi ein- hverntíma seinna". J. David Stern, fyrv. útgef- andi „New York Post", var stundum mjög annars hugar. Eitt sinn, er hann var á gangi úti á götu, kom einn vinur hans til hans og sagði: „Komdu og borðaðu með mjer hádegisverð". „Alt í lagi", sagði Stern, „ef við förum á eitthvað hótel hjer rjett hjá. Jeg er nokkuð tíma- bundinn". Þeir fóru inn í næsta hótel, sem var rjett hjá, en þegar átti til matarins að taka, skilur Stern ekkert í, að hann er ekk- ert vitund svangur og segir: „Jeg er ekki vitund svang- ur". „Jeg bið afsökunar", sagði þá þjónninn, sem stóð rjett hjá, „en þjer lukuð við að borða há- degisverð hjer fyrir fimm mín- útum".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.