Morgunblaðið - 05.01.1944, Blaðsíða 12
12
Miðviku&ag'ur 5. janúar 1944
Tónleikar
á Akureyri
Frá frjettaritara vorum
á Akureyri.
Ungfrú Kathryn Qverstreet
hjelt píanóhljómleika í fyrra-
kvöld, á vegum Tónlistarfje-
lags Akureyrar, í samkomusal
bæjarins.
Voru þeir eingöngu fyrir
styrktarmeðlimi fjelagsins og
gesti þeirra.
Efnisskráin var helguð þess-
úm höfundum: Bach, Coopin,
Brams, Eriquel, Grandos, Em-
il Sauer, Pick Mangllagalli,
Claude Debussy og Fi’anz Lizt.
Hljómleikarnir vöktu stór-
mikla hrifningu tilheyrenda.
Var hin frábæra listakona köll
uð fram með miklu og einlægu
lófataki, og varð hún að leika
aukalög.
Húsið var þjettskipað, er
sýndi að áhugi fyrir góðri tón-
list fer vaxandi hjá bæjarbú-
um. í kvöld heldur ungfrú Kat
hryn Overstreet hljómleika
^fyrin skólafólk bæjarins.
Islensk stúika ferð-
ar sjóliða undan
lögreglunni
FYRIR NOKKRU skeði sá
atburður á veitingastofu hjer
í bæ, að íslensk stúlka hjálp-
aði erlendum sjóliða til þess
að komast undan lögreglunni.
Nánari atvik eru þau, að kl.
21,15 þá um kvöldið var hringt
á lögreglustöðina frá veitinga-
stofu þessari og tilkynt um
ryskingar milli íslendings og
erlends sjóliða. Þegar lögregl-
an kom á staðinn, var íslend-
ingurinn þar fyrir og óskaði
afgreiðslustúlka að hann yrði
fjarlægður. — Sjóliðinn var
hvergi sjáanlegur og var lög-
beglunni sagt, að hann hefði
sloppið út um bakdyr.
Islendingurinn skýrði frá
því, er á lögreglustöðina kom,
að sjóliðinn hefði ráðist á sig
og urðu með þeim nokkur á-
tök. Þá segir hann frá því, að
þegar búið var að hringja á
lögregluna, hefði stúlku, sem
vinnur í veitingastofunni kom
ið útlendingnum út um bak-
dyr og falið hann bak við hús-
ið til þess að lögreglan næði
ekki í hann. Lögreglan fór þá
» aftur til veitingastofunnar og
staðfestu stúlkur, sem þar voru
að ein stúlkan, sem vinnur þar,
hafi forðað sjóliðánum bak við
húsið, en rjett eftir að lög-
reglan var farin, náði hún í
hann aftur, og fóru þau út
saman.
JAPANAR HÖRFA
Á NÝJU-GUINEU.
London í gærkveldi. — Ástr-
alíumenn reki nú hratt flótta
Japana, sem hörfa fyrir vest-
an Finshafen á Nýju-Guineu.
Hafa þeir því nær hætt öllum
vörnum á þessum slóðum. —
Þá nálgast nú Ástralíuher Ma-
dang, mestu bækistöð, sem
Japanar hafa enn á Nýju-
Ouineu, og eru framsveitir um
50 km. frá þeim stað. — Reuter.
Emanuel hsiðrar presl
Viktor Emanúel Ítalíukonungur sjest hjer vera að hcngja orðu
á prest nokkurn, sem sagt er að bjargað hafi allmörgum flótta-
mönnum úr greipum Þjóðverja.
Tvær nefndir
fara með
skaðabótamdl
Blaðamönnum var fyrir
skemstu boðið að kynna sjer
störf íslensk-amerísku mats-
nefndarihnar, og var þeim þar
skýrt frá verkefnum hennar,
og ennfremur hefir íslenska-
ameríska skaðabótanefndin
skýrt blaðamönnum frá starfi
sínu, en hún fjallar einkum
um skaðabætur vegna biðreifa
árekstra.
Matsnefndin var stofnuð
snemma á árinu 1942, og óskaði
ameríska herstjórnin eftir því.
Þessir menn eru í nefndinni:
Gunnar Guðjónsson, skipamiðl-
ari form., Olafur Jóhannsson
lögfr., og Árni Jónsson frá
Múla, en af hálfu hersins eiga
þar sæti þeir V<*tkowski höf-
uðsmaður og Weeks liðsforingi.
Gunnar Guðjónsson kom í stað
Theódórs Jakobssonar skipa-
miðlara, sem skipaður var 1
nefndina er hún var stofnuð,
en er látinn.
Nefnd þessi er samninga-
nefnd, sem athugar aðallega
mál, sem ekki hefir náðst sam-
þykki í milli aðila, um kröfur
á hendur hernum vegna lands-
spjalla, leigur og fjeira þvílíkt,
en aðallega hefir nefndin þó;
fjallað um landspjöll, og hefir
nefndin haft fjölda^ mála til
meðferðar, og álíta nefndar-
menn, að vel hafi yfirleitt ver-
ið unað við tillögur hennar.
Skaðabótanefndin gerir til-
lögur um bætur vegna slysa,
en starfað hefir hún síðan
seint á ári 1941. Gerir nefndin
tillögur um skaðabætur. í þess-
ari nefnd eiga sæti af hálfu
slendinga þeir Ragnar Jónsson
fulltr. sakadómara og Þórður
Eyjólfsson hæstarjettardómari,
en af hálfu hersins Roberts liðs
foringi.
Nefndin styðst í málum við
rannsóknir bæði íslensku lög-
reglunnar og h'ðrlögreglunnar,
en allar tillögur um bótagreiðsl
ur fara eftir íslenskum rjettar-
reglum. Annars hefir oft verið
erfitt að upplýsa þessi mál, og
ljet nefndin í ljós þá ósk, að í
málum þessum öfluðu aðilar,
t. d. bifreiðastjórar, sjer allra
sannanagagna, sem mögulegt
væri, ásamt vitnum.
Islensku nefndarmennirnir í
báðum nefndum kváðu sam-
starf hafa verið ákjósanlegt
við fulltrúa hersins.
Farmgjöld
lækka
VIÐSKIFTARÁÐ hefir á-
kveðið að farmgjöld frá Am-
eríku skuli lækkuð um 20%, á
þeim vörutegundum, sem leyfð
var 50% hækkun á í maí f. á.
Ennfr. hefir viðskiftaráð ákveð
ið, að afnema 20% viðbótar-
flutningsgjald á timbri, sem
flutt er til hafna úti um land.
Minningarafhöfn
í dag
MINNINGARGUÐÞJÓNUSTA
fer fram kl. 2 í dag í dóm-
kirkjunni um þá Anton B.
Björnsson og Hreiðar Þ. Jóns-
son, sem fórust með v.b. Hilm-
ir. Sjera Bjarni Jónsson vígslu
biskup flytur minningarræð-
una.
Guðsþjónustan fer fram að
tilhlutun íþróttasambands ís-
lands, Knattspyrnufjel. Reykja
víkur og Knattspyrnufjelags-
ins Víkingur.
Skákkepni milli Kjós
verja og KeHvíkinga
Hin árlega skáksamkepni
milli taflfjelaga í Kjós og
Keflavík, fór fram þann 16.
des. s. 1. Kept var á tólf borð-
um og fóru leikar þannig, að
„Kjósverjar” unnu með 6!4
vinning, á móti 5!^. Kept var
um fagran silfurbikar, er einn
af velunnurum fjelaganna
hafði gefið.
Að því loknu fór fram kepni
milli fjelaganna, í hraðskák.
Þar sigruðu Keflvíkingar,
fengu 77% vinning. Af ein-
stökum keppendum hlaut Matt
hías Helgason flesta vinninga,
10%.
Kjósverjar hafa beðið blaðið
að færa Keflvíkingum þakkir
fyrir góðar viðtökur.
Finnar hrynda
áhlaupum
London í gærkveldi. Finska
herstjórnin segist í gær hafa
hrundið allhörðum áhlaupum
Rússa sumstaðar á Kyrjálaeiði,
og upprætt eina áhlaupasveit-
ina algjörlega. Annarsstaðar
um vígstöðvarnar var tiltölu-
lega kyrt. — Reuter.
Sprengjur á
England.
Nokkrar þýskar flugvjelar
gerðu árásir á Suðvestur-Eng-
land í nótt sem leið, og komust
einhverjar þeirra inn yfir
London. Var sprengjum varpað
á ýmsum stöðum. —“Fjórar af
flugvjelum þessum voruskotn-
ar niður. —Reuter.
INNBROT
í fyrrinótt var brotist inn í
Verslun Sigríðar Helgadóttur í
Lækjargötu 2.
Þjófurinn hefir farið inn um
glugga á bakhlið hússins og
hafði á brott með sjer 1400
krónur i peningum.
Noregssöfnuninni
lýkur l.lebr.
Frá framkvæmdanefnd
Noregssöf nunarinnar:
Allir þeir, sem fengið hafa
söfnunarlista Noregssöfnunar-
innar og ekki skilað þeim enn-
þá, eru vinsamlega beðnir að
senda þá ásamt þeim gjöfum,
er kunna að hafa safnast. Söfn
uninni er lokið þann 1. febr.
n. k. og er því nú síðasta tæki-
færi til þess að gefa í söfnun-
ina. Noregssöfnunin er nú kom
in upp í kr. 813.929.45. En auk
þess hefir mikið borist af á-
gæum fatnaði, sem kvenfje-
lögin víðsvegar um landið hafa
safnað og gefið. Fjeð og fatn-
aðurinn verður síðan affhent
Norðmönnum við fyrsta tæki-
færi, sem veitist til þess að
koma til hjálpar því fólki, sem
þess hefir mest þörf í Noregi.
Síðustu gjafirnar, sem borist
hafa, eru þessar:
Kvenfjel. Keldhverfinga kr.
400.00. Eiríkyr Hjartarson,
Rvk., kr. 200.00. Söfnun úr
Skriðdalshreppi kr. 1.095.00.
Frá Húsmæðraskólanum á
Laugum kr. 270.00. Kvenfjel.
Bergþórg, ÖlfuBi, kr. 200.00.
R. J. kr. 100.00. Kristjana Jóns
dóttir, Rvk., kr. 25.00. Kven-
fjel. Snót, Hellu, Strandas., kr.
617.15. Kvenfjel. Döggin, Eski-
firði, kr. 578.00. Kvenfjel. Hlín,
Grenivík, kr. 550.00. Kvenfjel.
Glæður, Hólmavík, kr. 287.35.
Margrjet Ingimundardóttir,
Vestmannaeyjum, kr. 18.00.
Kr. 4.340.50
Áður tilk. 809.588.95
Samtals kr. 813.929.45
Auk þessa hefir borist mikið
af fatnaði, sem enn er ekki bú-
ið að meta eða flokka.
Skálafjelag slofnað
í Grindavík
10. okt. s.l. var fyrir for-
göngu Kjartans Þorgilssonar,
kennara stofnað skátafjelag
í Grindavík. Fjelagið hefir
þegar hafíst handa nm ýms
hugðarefni unglinga, svo.sem;
smíða- og liandavinnunáms.
Þá hefir fjelagið í fjáröflun-
arskyni haldið basar og hiuta
veltu. „Þorbúningar* ‘, sem er
nafn fjelagsins — hjeldu 30.
des. s.l. almenna skemtisam-
komu. Var hún ein fjölmenn-
asta og fór hið besta fram.
ITelgi Jónsson frá Iveflavík
mætti á skemtuninni með á-
litlegan hóp Heiðabúa sinna
Sýndu þeir ýmsa skátaleiki,;
m. a. kj-nt.u þeir varðelda,
Var áhorfendum óblandin á-
nægja að ]iví. Á skemtuninni
fluttu smcllnar ræður, Iv.jart-
an Þorgilsson og Ilelgi Jóns-
son. Stjórn Þorbúninga skipa:
Kjartan Þorgilsson, fjelags-
foringi, (ýuðmundui' Ivarsson
ritari, Jóh. Benediktsson g.jald
keri.
Fjelagið hefir gengið í
Bandalag ísl. skáta.
Heimdellingar, munið mál-
fundinn í kvöld í húsi Sjálf-
Stæðisflokksins kl. 8,30 e. h.
stundvíslega.