Morgunblaðið - 09.02.1944, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudag’iir 9. febrúar 1944
í '&$
rs
Hörð oy skemti-
leg sundkepni
SUNDMÓT ÆGIS fer fram í
kvöld í Sundhöllinni. Alls verð
ur kept í 8 sundgreinum og eru
* keppendur í þeim 61 frá 4 fje-
logum: Ægi, Armanni, KR og
ÍR. Yfirleitt má búast við
harðri og skemtilegri kepni.
1 50 m. skriðsundi karla eru
7 keppendur: Stefán Jónsson
(Á), sem varð hlutskarpastur
í fyrra, er ekki með að þessu
sinni, en af þeim, sem keppa,
má m. a. nefna methafann Rafn
Sigurvinsson (KR) og Hörð
Sigurjönsson (Æ).
I 100 m. skriðsundi drengja
eru keppendur einnig 7, þar á
meðal Halidór Bachmann (Æ),
sem mun einna líklegastur til
sigurs, og Hreiðar Hólm (Á),
sem sagður er í góðri sefingu.
4 keppendur eru i 200 m.
skriðsundi karla. Þar má bú-
ast við sjerstaklega harðri
kepni milli Guðmundar Guð-
jónssonar (Á) og Guðmundar
Jónssonar (Æ) og verður engu
um úrslit spáð.
Keppendur eru 7 í 100 in.
bringusundi kvenna. Þar má
gera ráð fyrir að bítist um sig-
urinn Unnur Ágústsdóttir
(KR), Halldóra Einarsdóttir
(Æ) og Guðrún Tryggvadóttir
(ÍR).
í 400 m. bringusundi karla
eru keppendur aðeins 3: Sig-
urður Jónsson (KR), sem mun
líklegastur til sigurs, Einar
Ðavíðsson (Á) og Hörður Jó-
hannesson (Æ).
Keppendur eru 8 í 50 m. bak
sundi drengja. Ekki skal spáð
rieinu um úrslit þar, en nefna
má meðal keppenda Guðmund
Ingólfsson (ÍR) og Halldór
Bachmann (Æ).
I 50 m. bringusundi drengja
eru keppendur 8. Má þar nefna
Val Júlíusson (Á) og Hannes
Sigurðsson (Æ).
Síðast skal svo talin rúsínan
í' kepninni, en það er 8x50 m.
skriðsund karla. Þar keppa
þrjár sveitir, ein frá Ægi, ein
frá Ármanni og ein frá KR. í
fyrra voru sveitir Ægis og
Ármanns jafnar og settu nýtt
met. Nú er vitað, að bæði fje-
lögin skipa sveitir sínar sínum
sterkustu mönnum. Má gera
ráð fyrir afar harðri kepni og
umfram alt nýju meti. En hver
veit, nema KR-sveitin komi á
óvart. -—
Mótið hefst kl. 8.30.
Áheit á Útskálakirkju.
Frá N. N., kr. 30,00. Frá N. N.
kr. 20,00, (sent í brjefi). Frá M.
B., kr. 50,00. Frá ónefndum kr.
20,00. Frá ónefndum, kr. 10,00.
Frá konu í Garðinum, kr. 20,00.
Frá Geirþrúði, kr. 20,00. Frá
N. N., kr. 20,00. Frá ónefndum,
kr. 50,00. Frá N. N., kr. 20,00.
Frá ónefndum, kr. 100,00. —
Bestu þakkir.
Sóknarnefndin.
Samgöngumál Borgarfjarðar
Best að
auglýsa í
Morguflblaðinu
UNDANFARIÐ hafa birst
nokkrar greinar um þessi mál,
sem þó aðallega hafa fjallað
um hina svokölluðu Hvalfjarð-
arleið. Hafa þeir Haraldur
Böðvarsson á Akranesi og J. P.
(Jón Pálmason) ritað um
þetta í Mbl. og ísafold og Vig-
fús Guðmundsson gestgjafi í
Tímann.
Eftir að hafa lesið allar þess
ar ritsmíðar fanst mjer nauð-
synlegt að bæta nokkru við,
sem fremur en þær gerðu túlk
uðu nokkuð þá skoðun, sem al-
ment mun vera ríkjandi hjer
um Borgarfjörð og Mýrar, þ. e.
hjá því fólki, sem á afkomu
sína undir því, að vel takist
um lausn þessara mála úr því
óefni, sem þau nú eru komin í.
Það hafa að vonum vaknað
ýmsar spurningar viðvíkjandi
þessum málum eftir að m.s.
Laxfoss strandaði, en meðan
þess góða skips naut við þurfti
almenningur litlar áhyggjur
af þessu að hafa. Ferðir skips-
ins voru í föstum skorðum ár-
ið um kring. Áætlun var gefin
út, sem hver maður gat feng-
ið, og mun pað vera einasta
skipafjelagið hjer á landi, sem
það gerði nú um undanfarin
ár. Þannig hafði öll viðleitni
þeirra manna, er stóðu að út-
gerð m.s. Laxfoss, miðast við
það, að skapa reglubundnar og
öruggar ferðir á þessari leið og
jeg fullyrði, að það hafi tekist
jafnvel eða betur, en annars-
staðar þekkist hjer við land og
orðið undirstaða að regluleg-
um bifreiðaferðum um alt
Vestur- og Norðurland, sem
bifreiðum er fært.
★
MJER ER það fullljóst, að
þróun samgöngumálanna inn-
anlands miðar að því, að ferða
lög á landi stóraukist og vegir
lengist og batni, og á það ber
líka að leggja mikla áherslu.
En hitt er og jafnvíst, að þörf-
in fyrir heppileg skip til flóa-
og strandferða verður síst
minni en hún hefir áður ver-
ið, því jafnvel þótt þessar tvær
miljónir, sem J. P. telur að nýtt
skip, sem gengi milli Reykja-
víkur og Borgarness, mundi
kosta, væru lagðar í endurbæt-
ur á veginum innan Hvalfjarð-
ar og framan Hafnarfjalls,
mundi það lítt hrökkva til að
gera leiðina svo örugga á öll-
um árstímum, sem skipaferðir
væru á milli þessara staða, og
er þá slept þeirri staðreynd, að
útgerð bifreiða á þessari flutn-
ingaleið mundi verða stórmik-
ið dýrari fyrir þjóðfjelagið
miðað við flutningamagn, sem
þarf að afkasta heldur en hent-
ugt skip á borð við Laxfoss.
Ekki vil jeg letja þess, að
ríflegar fjárfúlgur verði veitt-
ar til að gera Hvalfjarðarleið-
ina góða, en vil hinsvegar vara
við, að ekki sje mist sjónar á
þeirri nauðsyn, að heppilegt
skip sje einnig í förum og haldi
uppi reglubundnum ferðum
milli Reykjavíkur, Akraness
og Borgarness, en mjer finst,
að sumir þessara vísu manna,
sem um þessi mál skrifa nú,
gleymi því, að aðrir hafi ferð-
ast eða þurfi að ferðast milli
Reykjavíkur og Borgarness en
fólk að „norðan“ og „vestan“.
Sannleikurinn er þó sá, að mik
ill meiri hluti af því fólki, sem
farið hefir sjóleið þessa, sem á
s 1. ári mun hafa verið tvöfalt
fleiri en ferðuðust á vegum
Skipaútgerðar ríkisins á sama
tíma, er aðeins að fara í Borg-
arfjörðinn og út á Mýrar, og
væri því alveg eftir að sjá
öllu þessu fólki fyrir farkosti,
því langferðabílarnir hefðu al-
veg nóg með að halda áfram
til Reykjavíkur með sitt fólk
að „norðan“ og „vestan".
Eins og nú stendur um inn-
flutning bifreiða, veit jeg ekki
I hvernig J. P. og Haraldur
j Böðvarsson hugsa sjer að leysa
þetta og það því fremur, sem
gera má ráð fyrir, að sumar-
.ferðalög stóraukist frá>því sem
| verið hefir, þegar orlof verka-
^fólks samkv. hinum nýju or-
lofslögum kemur til fram-
■i kvæmda á næsta sumri. Jafn-
J framt má benda á það, að bessi
^mikli og sívaxandi fólksstraum
,ur frá Reykjavík hingað upp
Jeftir kemur mikið niður á
(laugardaga og sunnudaga. Folk
ið fer úr bænum um helgar og
beinist þá oft hugur þess til
hins nærliggjandi og fagra
hjeraðs og þá ekki síst vegna
þess, að þangað hafa verið
fljótar og öruggar ferðir með
flóabátnum.
★
ANNAR höfuðþáttur þess,
að góðar samgöngur sjeu á sjó
á milli Borgarness og Reykja-
.víkur er nauðsyn hjeraðsbúa
að koma framleiðsluvöru sinnt
á markaðinn og þörf Reykja-
víkur að fá þær helst daglega.
Mjólkurframleiðendum á þessu
svæði mundi verða það stórum
óþægilegra og kostnaðarsam-
ara að flytja mjólk og mjólk-
urafurðir hjeðan úr Borgar-
nesi á bílum heldur að láta
hana í skip hjer, því ekki get
jeg búist við að bændur óski
eftir að flytja mjólkina beint
til Reykjavíkur og fram hjá
mjólkursamlagi sínu hjer, enda
mundi það ekki frapakvæman-
legt nema í vissum tilfellum.
En þrátt fyrir það, þótt kostn-
aðarhliðin á þessu væri lítils-
virði eða landleiðin samkepn-
isfær í því efni, þá yrði þó
aldrei með henni einni samán
skapað það öryggi í þessum
málum, sem bæði framleiðend-
um og neytendum er svo nauð-
synlegt, því undanfarnar vik-
ur hafa sýnt og sannað, að
beinn voði getur verið fyrir
dyrum í Reykjavík, ef þangað
berst ekki nægileg mjólk dág-
lega, en það er algengt, að dög-
um saman er ófært „austur yf-
ir fjall“ vegna snjóa, þótt veg-
ir um Borgarfjörð og Mýrar
sjeu fullfærir, en hinsvegar er
það hrein undantekning, að ó-
fær sjór sje milli Reykjavíkur
og Borgarness, ef heppilegt
skip er til staðar.
Við megum ekki gleyma því,
að við búum við óblíð kjör
hvað veðurfar snertir og að
ekki þarf að bera nema lítið út
af svo að samgöngur á landi
torveldist eða verði ófærar með
öllu um lengri eða skemri
tíma. En þar sem hafnarskil-
yrði eru sæmileg, verður sjó-
leiðin svo að segja aldrei ófær,
ef góð skip eru til staðar, og
hægara er að halda tiltölulega
stuttum flutningaleiðum inn-
anhjeraðs opnum í snjóavetr-
um en langleiðum milli hjer-
aða, sem eins og t. d. Hval-
fjarðarvegur liggur um lands-
lag, sem er mjög snjóþungt og
auk þess stórhættulegt vegna
skriðuhlaupa og jafnvel snjó-
flóða (Þyrilshlíð og Múlafjallþ
★
HJERAÐSBÚAR verða nú
sem fyr að taka djarflega á
þessum málum. Við höfum orð
ið fyrir þungu áfalli að missa
Laxfoss og ekkert nema öflug
samtök geta bætt okkur það
tjón. Um þessi samgöngumál
hcfir æíinlega verið friður og
samkomulag og eru þau ef til
vill einustu samtökin, sem
nokkuð hefir kveðið að, sem
ekki hafa verið lituð „pólitík“
eða hagsmunastreitu vissra
stjetta. Fyrverandi ríkisstjórn
og Alþingi hafa sýnt þeim full-
an skilning og metið gildi
þeirra fyrir samgöngurnar í
þessum landshlutum og'styrkt
þau myndarlega með því að
gerast hluthafi þegar fyrirtæki
þetta var stofnsett, og væntum
•;ið, að sú vinsamlega afstaða
sje óbreytt ennþá þrátt fyrir
það, þótt afskifti núverandi
fjármálaráðherra af þessum
málum á s.l, hausti væru ekki
á þann veg, að auka samhug
eða samstarf og enda þótt sjálf
óhöppin verði ef til vill ekki
beint til þeirra afskifta rakin,
þá kann það að verða öllum ó-
höppum afdrifaríkara, ef sam-
stilling kraftanna innanhjeraðs
bilar.
Takmark hjeraðsbúa er að
fá aftur skip, sem hentar í þess
ar ferðir og undirbyggja fjár-
hagslegan grundvöll þess þann
ig, að það skapi hvorki ríki nje
hjeraði byrðar umfram nota-
gildi. En enginn má skilja okk-
ur Borgfirðinga eða Mýramenn
svo, að við sjeum á móti bætt-
um vegum úr hjeraðinu til
Reykjavíkur, þvert á móti tel j
um við það mikla nauðsyn, því
við höfum þá skoðun, að sjálf-
sagt sje, að fólk hafi sem frjáls
ast val um tilhögun ferða sinna
og höfum trú á, að- framtíðin
beri í skauti sínu þá atvinnu-
og framleiðslumöguleika í hjer
aðinu, að greiðar samgöngur á
sjó og landi sjeu jafn nauðsyn-
legar og því betri sem þær eru,
því meiri lyftistöng fyrir alt
athafnalíf.
Borgarnesi 2. febr. 1944
Friðrik Þórðarson.
iiiiiiiiiimiiiiiiiiiiniiiiiiiiiniiiiiiimiiiiiiiiniiiiiiifiiiw
I þúsundir
I mnnnn
= lesa Morgunblaðið á hverj- =
3 um degi. Slík útbreiðsla er S
3 langsamlega met hjer á|
3 landi, og líklega alheims- s
3 met, miðað við fólksfjölda
5 í landinu. — Það, sem birt- =
s ist í Morgunblaðinu nær s
= til helmingi fleiri manna =
| ení nokkurri annari útgáfu =
5 hjer á landi.
áiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiinnniiminiiiiniiiinniiu
Fiskiþingið
í GÆR var vöruvöndun
fyrst á dagskrá Fiskiþingsins.
Hafði forseti framsögu 1 mál-
inu. Urðu allmiklar umræður
um málið, en síðan var því
vísað til sjávarútvegsnefndar.
Næst á dagskrá voru orlofs-
lögin. Var í því máli samþykt
svohljóðandi tillaga frá fjár-
hagsnefnd:
„Fiskiþingið samþykkir, að
fara þess á leit við Alþingi, að
orlofslögunum verði breytt
þannig, að orlofsfje verði ekki
greitt af aflahlutum sjómanna
við fisk- og síldveiðar, og
lækkað til^annara í 2% úr 4%,
sem nú er. Ennfremur að ekki
verði greitt orlofsfje til þeirra
manna, sem hafa haft 20 þús,
króna tekjur eða meira næsta
ár á undan. Einnig telur Fiski-
þingið sanngjarnt og eðlilegt,
að alt orlofsfje sje skattfrjálst1'
Mikil skriffinska og mis-
skilningur hefir orðið út af
lagasetningu þessari. — Vilja
margir, jafnvel líka margir or-
lofsþiggjendur, að lögin yrðu
afnumin nú þegar. En rjett
þykir, að fara ekki lengra en
gert var í undanfarinni álykt-
un, þangað til full reynsla er,
fengin um þessa nýsettu lög-
gjöf.
Meðferð veiðarfæra, fram-
sögumaður Óskar Halldórsson.
í því máli samþykt svohljóð-
andi tillaga frá fjárhagsnefnd:
„Fjárhagsnefnd er því ein-
huga samþykk, að veitt verði1
fje, þegar á þessu ári til þess
að halda námskeið í Reykjavík
næsta haust um meðferð veið-
arfæra, og hefja nú þegar und-
irbúning um útvegun húsnæð-
is og páðningu kunnáttu-
manna í tilbúning, viðgerð og
hagnýting þorsk- og síldveið-
arfæra.
Jafnframt skorar Fiskiþing-
ið á stjórn fjelagsins að láta
ráðunauta þess halda áfram
með og auka tilraunir með lit-
un, endingu og þol veiðarfæra,
þannig, að sem mestur fróð-
leikur og upplýsingar í þess-
um málum liggi fyrir næsta
haust, þegar væntanlegt veið-
arfæranámskeið byrjar.
Þar sem síldarverksmiðjuir
ríkisins hafa ákveðið að koma
í sumar upp stöð á Siglufirði
til aðgerðar á síldveiðarfærum
samþykkir Fiskiþingið, að
leggja fyrir stjórn Fiskifjelags
ins og útvega kunnáttumanrt
um meðferð og aðgerð síld-
veiðifæra, er dveldi í Siglu-
firði yfir mestan hluta síld-
veiðitímans, til leiðbeiningap
fyrir útgerðarmenn.“
Meðmæli með hafnarnefnd á
Skagaströnd. Svohljóðandi til-
laga frá fjárhagsnefnd sam-
þykt:
„Fiskiþingið mælir með því,
að haldið verði áfram hafnar-
gerð á Skagaströnd, þar sem
lögákveðið hefir verið að reisa
þar síldarverksmiðju, og höfn
á þessum stað, getur haft mikla
þýðingu fyrir síld- og fisk-
veiðar í Húnaflóa“.
Næsti fundur Fiskiþingsing
verður kl. 2% í dag.
AUGLÝSING ER
GULLS ÍGILDI J