Morgunblaðið - 09.02.1944, Síða 6

Morgunblaðið - 09.02.1944, Síða 6
6 MOEÖUNBLADIÐ Miðvikudagur 9. febrúar 1944 tntMftfrife Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Vilji verkamannsins TVÖ VERKLÝÐSFJELÖG í næsta nágrenni höfuð- staðarins fóru að hætti Verkamannafjelagsins Dags- brúnar og ljetu fara fram atkvæðagreiðslu meðal fje- laga sinna um það, hvort segja skyldi upp gildandi kaup- samningi við atvinnurekendur. Þessi verklýðsfjelög eru Hlíf í Hafnarfirði og verklýðsfjelagið á Akranesi. Atkvæðagreiðslan hjá Hlíf í Hafnarfirði fór þannig, að af 490 fjelögum, sem atkvæðisrjett höfðu, greiddu 326 atkvæði og verður það að teljast góð þátttaka. Úrslitin urðu þau, að 168 vildu ekki segja upp samningnum, en 156 greiddu atkvæði með uppsögn. Samþyktu þannig fje- .lagsmenn í Hlíf, að segja ekki upp gildandi kaupsamn- ingi. Á Akranesi varð þátttakan í atkvæðagreiðslunni hins- vegar svo lítil, að stjórn fjelagsins sá sjer ekki fært, að byggja á henni og ákvað, að segja ekki upp samningnum. Þessar atkvæðagreiðslur eru merkilegar fyrir þá sök, að þær sýna áreiðanlega hinn rjetta hug verkamanna, þegar þeir láta í ljós álit sitt, án þess að verða fyrir áhrif- um pólitískra áróðursmanna. Ekki er vafi á því, að út- koman hefði verið hin sama hjer í Réykjavík, ef pólitískir áróðursmenn hefðu látið atkvæðagreiðsluna afskiftalausa. Eins og menn eflaust muna, ákvað stjórn Dagsbrúnar upp á eigin spýtur á s. 1. sumri, að segja ekki upp samn- ingnum. Benti stjórn fjelagsins þá rjettilega á, að var- hugavert væri að segja upp samningnum, þar eð atvinnu- horfur væru á ýmsan hátt ískyggilegar. En jafnframt beindi stjórn Dagsbrúnar þeirri eindregnu áskorun til ríkisstjórnarinnar, að hafist yrði handa um endurskoðun á grundvelli vísitölunnar, sem margsinnis var búið að gefa vilyrði um, án þess nokkuð yrði úr framkvæmdum. Þessi afstaða, sem stjórn Dagsbrúnar tók til þessara mála s. 1. sumar, var án efa hyggileg, eins og viðhorfið var. En það undarlega skeður, að Alþýðublaðið ræðst heiftarlega á stjórn fjelagsins fyrir þessa ákvörðun og bar henni á brýn svik við verkalýðinn. Augljóst var, að þessi framkoma Alþýðublaðsins miðaðist ekki við velferð verkalýðsins, heldur átti með þessum hætti að ná sjer niðri á stjórn Dagsbrúnar, sem skipuð var stjórnmála- andstæðingum blaðsins, Sósíalistum. ★ Þessi furðulega framkoma Alþýðublaðsins hefir án efa orðið til þess, að stjórn Dagsbrúnar treysti sjer ekki að taka sömu afstöðu til málsins við næstu samninga tíma- mót. Stjórn fjelagsins ákvað því, að láta fram fara alls- herjaratkvæðagreiðslu meðal fjelagsmanna um það, hvort samningnum skyldi sagt upp eða ekki. En stjórn Dagsbrúnar ljet ekki fjelagsmenn eina um að afgera málið. Hún leyfði pólitískum áróðursmönnum að róa að því öllum árum, bæði fyrir atkvæðagreiðsluna og einnig meðan hún stóð yfir, að samningnum yrði sagt upp. Svo langt var gengið í þessum einhliða áróðri, að því var beinlínis yfirlýst, að þeir verkamenn, sem sætu heima og tækju ekki þátt í atkvæðagreiðslunni, yrðu taldir á móti uppsögn. Samt varð niðurstaðan sú, að ekki fjekst helmingur fjelagsmanna með uppsögninni. ★ Alþýðublaðið hefir 'komið fram sínum vilja. Samn- ingnum hefir verið sagt upp á grundvelli atkvæðagreiðsl- unnar. Hitt er svo alt í fullkominni óvissu, hvað verka- menn vinna við það skref, sem stigið var. Við getum fúslega tekið undir þá kröfu verkamanna, að atvinnuleysi megi aldrei koma aftur í okkar þjóðfje- lagi. Það væri glæpur. Sú skylda hvílir á þjóðfjelaginu, að sjerhver borgari þess geti fengið vinnu við sitt hæfi. En þetta vandamál verður ekki leyst með kaupkröfum, sem beinlínis eru miðaðar við stopula atvinnu, eins og Dagsbrún gerir nú. Með því er verið að bjóða atvinnu- leysinu heim. Vinnuhæli berklasjúklinga Ein íniljón króna þarf að safn ast til þess að vinnuheimilið rísi af grunni nú þegar og á þann veg, sem þörf krefur. Fáar stærri gjafir, líkt og áð- ur hefir verið getið, hafa vinnu heimilissjóði borist síðustu dag ana. Sælgætis- og Efnagerðin Freyja hefir þó gefið mjög myndarlega gjöf, að upphæð 5 þús. krónur. En fjölmargar gjafir berast samt, þótt smærri sjeu og eru miklar horfur á, að álitleg upphæð safnist áður en lýkur. Enda er ekki þess að dyljast, áð þörf verður á miklu fje til þess að vinnuheimilið rísi af grunni, jafndýr og öll húsagerð er nú á tímum. Er það ékki ofmælt, að erfitt verður að hefjast handa um framkvæmd- ir, ef söfnunarupphæðin nær ekki einni miljón króna. Er nú verið að vinna að því að festa kaup á hentugu landi handa vinnuheimilinu, og má gera róð lyrir, að það verði nokkuð dýrt. Að landinu fengnu, yrði svo gert útboð á teikningum að hælinu,.því að í öllum veruleg- um atriðum hefir verið ákveðið um fyrirkomulag þess og her- bergjaskipan. í sambandi við söfnun síð- ustu daga er sjerstaklega vert að minnast gjafa frá starfsfólki frá nokkrum skrifstofum. Má þar til nefna á 1855 króna gjöf frá starfsfólki í skrifstofum Sjó vátryggingarfjelags Islands og 1000 þús. króna gjöf frá starfs fólki í bæjarskrifstofunum. Gefa slíkar undirtektir góðar vonir um söfnunina, því að söfnunarlistar Irafa verið send- ir til margra vinnustöðva, skrif stofa og verslana. Verði undirtektir yfirleitt líkar hlutfallslega og framan- greindar gjafir benda til, má vænta þess, að þessi þáttur söfnunarinnar skili miklu fje. Og auk þeirra upphæða, sem nú hafa verið nefndar, hafa safnast rúmar 5000 krónur frá ýmsum gefendum og þó að hver upphæð hafi ekki verið stór, safnast þó er saman kemur Þá hafa söfnunarlistar verið sendir skipverjum á stærri fiskiskipunum. Einn slíkur listi hefir skrifstofunni borist aftur og fylgdi honum 'nin rausnar- legasta gjöf, 1850 krónur. Voru það skipverjar á togaranum Haukanes, er gjöfina sendu. Auk söfnunar hjer í Reykja- vík og Hafnarfirði, hefir trún- aðarmönnum sambandsins og mörgum fleirum út um land verið skrifað og sendir söfnun- arlistar. Fyrsta gjöfin utan af landi hefir nú þegar borist hing að, hin höfðinglegasta gjöf, að upphæð 3180 krónur. Er það Kvennafjelag Arneshrepps í Ingólfsfirði, er sendi gjöíina. Allar þessar gjafir og allar hinar vinsamlegu undirtekt;r, sem söfnunin í vinnuheimilis- sjóð hefir hlotið, eru af alhug þakkaðar. Enda þarf hjer mik- ils við, ef framkvæmdir eiga að verða um vihnuhrinúJis- málið, eins og nú stefnir. Frá skrifstofu Sambandi ic-1. berklasjúklinga, Lækjargötu 10 B. — Sími 5535. \Jiiuerji óLri^ar: Ijjr clcKjíe^ct Íí^inu Óðurinn til ársins 1944 ÞAÐ ER KOMIÐ ÚT skemti- legt kver í fallegum umbúðum, sem heitir „Óðurinn til ársins 1944“. Er þetta útvarpserindi, sem Eggert Stefánsson söngvari flutti í útvarpið á nýársdag s. s. Vakti erindi listamannsins mikla athygli hlustenda. Það var ekkert vatnsbragð að því. Það var þrung ið af sannleika og fögrum hugs- unum listamannsins, sem elskar land sitt og þjóð og býður það ár velkomið, sem hann sjer að verður merkasta og heillaríkasta ár í sögu þjóðar hans. Það hafa allir gott af að lesa þessa litlu bók og eiga hana. Ung ir og gamlir íslendingar eiga að þakka söngvaranum fyrir þenna óð, sem er svo fagur og hreinn. • Ást — ekki hatur. HLUSTIÐ Á þetta litla stef úr óðnum: „Frelsisþrá og frelsis- barátta ísiands byggist ekki á hatri heldur ást. Ást á landinu, þjóðinni, lifnaðarháttum okkar, okkar eigin lífi, bundnu okkar landi — íslandi. „Strax börnin í skólunum vekj ast til þessarar aðdáunar og ást- ar á landi sínu. Ljóðin, sem þau lesa, leiða huga þeirra til þeirrar skoðunar, að landið þeirra sje fegurst og best, unaðslegast og yndislegast, dularfylsta og tor- veldasta af öllum löndum heims, alt blandað saman „frosti og funa“. En um leið er þeim kent, að þau eigi að þola það alt — því að „fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði. — Það lærðu þau líka. Þannig myndast lund- in, sem skapar lyndiseinkun frelsisins strax í börnunum“. Þannig er óður Eggerts Stef- ánssonar, þrungin af ást til als hins besta er í okkur býr. Húsmóðir skrifar um kaffibæti. HÚSFRÚ S. M. Ó„ sem stund- um hefir sent okkur línu um Iandsins gagn og nauðsynjar, skrifað á dögunum nokkur orð um kaffibæti. Er brjef þetta skrifað að gefnu tilefni. Mat- reiðslukennari hafði farið niðr- andi orðum rfrn kaffibæti og „sojur“ í einu dagblaði bæjarins. Frú S. M. Ó. segir m. a.: „... . Hún segir um exportið, að það sje óþverri, er við megum telja okkur sæl að hafa ekki, því kaffið sje bragðverra og óholl- ara að mun, ef því sje blandað með. Fleiri eru þessi ýkjufullu orð hennar í sambandi við kaffið, eins og það, að „sojan“ sje einnig óþverri. En þar sem matreiðslu- kennaranum hefir alveg láðst að geta þess í rótarhjali sínu, hver þau skaðlegu efni eru, sem ex- portið og sojan er búin til úr. væri æskilegt að hún vildi gera því betri skil. „Hvað bragðinu viðvíkur er smekkur manna þar svo mismun- andi, að betra er að taka ekki munninn of fullan um það. Ekki eru þeir fær'fi, sem vilja hafa töluverðan lit á kaffinu og hressi legt bragð, en hinir, sem drekka kaffið þunt. Það þarf helmingi meira á könnuna af hreinu bauna kaffi, en ella, ef það er drýgt. Enda mun það nú svo, að kaffi- skamturinn hrekkur hvergi nærri á þeim heimilum, þar sem kaffi er drukkið daglega, að ekki sje nú talað um einstæðingsfólk, er helst hefir látið það eftir sjer, að fá sjer kaffisopa og hann nokkuð sterkan. Er þeim það síst of gott.“ Hvað á að koma í staðinn? HUSFREYJAN heldur áfram: Þá þykir mjer skorta á þennan rótarfróðleik matreiðslukennar- ans, að benda ekki á neitt, er í ! stað þessa „óþverra", er hún nefn I ir svo, mætti koma, svo okkur , endist betur kaffiskamturinn. , Því það eru lítil heilræði að segja okkur að drekka eingöngu bauna j kaffi, þegar sá skamtur er þrotin fyrr en varir af exportleysi ( Hvort hollara er baunakaUi, ! eða með rót, læt jeg ósagt, þó I held jeg fari eftir því, hvað hvérjum kemur vel. Stór orð og , gífuryrði léiða þar engan sann- , leika í ljós, heldur sannsýnileg rök, og væri gaman að sjá þau. Jeg hefi ekki talið mig til hinna róttæku, og vil og ætla mjer að vera rótgróin íslending- ur, en jeg segi eins og er, að rótarlaust kaffi lætur mjer ekki vel. Því vona jeg, sjálfra min vegna og annarra, að exort komi sem fyrst á markaðinn, svo eitt- hvað megi rætast úr með kaffi- skamtinn okkar!“ Hirðulfeysi. X—10 SKRIFAR: „Þjer hafið ef til vill tekið eftir Hringbraut- inni vestan kirkjugarðsins, að Kaplaskjólsveg, þar sem áður voru grasblettir milli tveggja ak- brauta, og merkjum komið fyrir, sem á var letrað „Gangið ekki á grasinu“, en núna er þetta alt eitt svað, sem bifreiðar ak„ eft- ir án minstu virðingar fyrir „grasblettinum", sem auðvitað eru engir grasblettir í sliku hirðuleysi. En ef til vill er æ'dunin að breyta þessu öllu í eina akbrant; en ef svo er ekki, því er þá ei k- ert hirt um þetta? I það rm.'st.a ætti að kom í veg fyrir að bif- reiðar aki yfir blettina, og hlúa betur að þeim, svo þar eigi eftir að spretta gras. Rústirnar. í GÆRMORGUN var byrjað að hreinsa til í rústum Hótel Islands. Unnu að því nokkrir menn. Er það virðingarvert, að svo fljótt skyldi orðið við tilmælum borg- aranna í þessa átt. Það vakti þó athygli vegfar- enda, að verkamenn, sem að ruðningsstarfinu unnu virtust að- eins hugsa um það eitt, að hreinsa götuna og fleygja brak- inu inn í sjálfar rústirnar. Von- andi hefir aðeins verið um und- irbúningsstarf að ræða, því ekki getur verið ætlan þeirra, sem þessu verki stjórna, að hreinsa einungis götuna. Rústirnar verðá að hverfa og það á að jafna yfir grunninn. Eins og er, eru rústirnar bók- staflega hættulegar, ef véður spillist. Strax í fyrradag, þegar örlítið kulaði í miðbænum, var farið að fjúka úr rústunum ým- islegt lauslegt, brunnið bárujárn, sem orðið fisljett en þó hættu- legt næstu húsum, t. d. rúðum, ef það fýkur til, var farið að fjúka um nærliggjandi götur. Kartöflulaus bær. NÚ ER bærinn orðinn kart- öflulaus einu sinni ennþá. Fást ekki kartöflur í neinni verslun. Einhver von hefir þó kaupmönn- um verið gefin lim, að von sje á kartöflum 1 náinni framtíð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.