Morgunblaðið - 10.02.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.1944, Blaðsíða 4
4 M ORÖUNBL A Ð I Ð Fimtudagnr 10. febrúar 1944 - ÖRYGGIÐ Á SJÓNUM - (Hallfieður Guðmundsson, stýrimaður á Akranesi, hefir sent blaðinu eftirfarandi grein. Hefir hann stundað sjómensku á íslenskum og enskum skipum um 33 ára skeið og verið stýri- maður nær helming þess tíma). Útaf þeim hörmunga atburð um, er skeð hafa á sjónum und- anfarið, hefir mörgum orðið tífj rætt um öryggið á sjónum. Margt af því, er þar kemur í ljós, er löngu tímabært að vera rætt á opinberum vett- vangi, og má merkilegt heita að það skuli ekki hafa verið tekið til athugunar fyr, enda þótt ýmsir hafi löngu bent á, í hvaða óefni stefndi í þessum málum. Það kemur fram í skrif um manna, að sumum finst vanta ný og strangari lagaá- kvæði, öðrum þykir slælega fylgt þeim lagaákvæðum, sem fyrir hendi eru í þessum efn- um. Sjálfsagt hefir hvorutveggja við rök að styðjast, en í þessum málum sem öðrum mun fara best á því, að það eitt sje sett í lög, sem framkvæmanlegt er, og því framfylgt án nokkurar tindanþágu. Hitt, að setja lög og reglur, sem eru ótímabærar og lítt framkvæmanlegar, er til þess eins að vekja virðingarleysi manna fyrir að halda þau, og af slíku finst mjer komið nóg í íslenskri löggjöf. Stækkun fiskilesta í togurum. Það er mikið rætt um stækk- un þá, er fram hefir farið á fiskilestum togarana. Að mínu áliti munu flescii Togaranna vera jafn sjófærir eftir sem áður og nokkrir þeirra jafnvel betri, en auðvitað mcð því skilyrði að þeir sjeu rklti fyltir að framan, enda þótt áð í þá sje látinn meiri fiskur en áður. Auðvitað er það algjörlega á valdi skipstjóra í þessu tilfelli sem öðru, hvernig hann hleður skip sitt á meðan hann er að veiðum, enda ætti hann sem • slíkur að þekkja best hvað við á, en það mun vera eins breyti- legt og skipin eru mörg. I þessu samabndi vildi jeg benda þessum mönnum á, að hafa hugfast orð eins aflasæl- asta og merkasta skipstjórg fiskiflotans, sem sagði: „Jeg vil ekki hlaða skip mitt. svo mikið, að jeg ekki geti kom ist á því með ströndum fram, en ætla svo öðrum að sigla því á milli landa.“- Hvað, sem segja má ura stækkun fiskilestana og þá hleðslu, sem kann að skapast af .því, þá er jeg alveg fullviss þess að annað er hættulegra öryggi þeirra og það eru öll þau ósköp sem búið er að hlaða ofaná þau. Það þarf ekki að telja það upp hjer, en við vit- um að það nemur fleiri tonn- um, umfram þa'ð sem gert hef- ir verið ráð fyrir við smíði skipsins. Hjer er um að ræða þá hluti, sem nauðsynlegast allra hluta er að athuga. Ekki síst þar sem það glap- ræði hefir verið framið að kjöl festa skipsins hefir verið mink- [ftir Hailfred Guðmundsson stýrimann uð um jafn mörg tonn og yfir- byggingin hefir verið aukin. Slíkri tilhögun við breytingar á skipum þarf ekki að lýsa, enda þegar sýnt sig árangur þess. Um þessi atriði þarf að setja Iög og þeim lögum þarf að framfylgja. Jeg veit að afsökun þeirra, er þessu hafa ráðið er sú, að margar af þeim breytingum, er gerðar hafa verið á seinni tím- um á yfirbyggingu skipanna, sjeu beint kröfur almennings til öryggis skipshöfnum undir þeim kringumstæðum sem við nú erum í. En hörmung er til þess að vita, að ráðamenn okkar í þess um málum, skuli ekki hafa verið framsýnni en það, að það sem þeir hafa meint aukið ör- yggi, hafi orðið að fullkomnu öryggisleysi. Sje bygging skipsins í rjett- um hlutföllum upphaflega, til þess að það geti talist gott sjó- skip, þá fer ekki hjá því að stóraukin yfirbygging á því út heimtir aukna kjölfestu (eða öfugt við það, sem sumsstaðar hefir verið gert). En það myndi aftur á móti þýða það, að ekki mætti láta jafn mikin þunga í skipið, og gert var áður. Og komum við þá að einum an- markánum ennþá. Það vita það allir, sem vilja vita, að nauð- synlegt er að koma sem mest- um afla á markaðin í einu, til þess að allir aðilar geti haft viðunanléga lífsafkomu. Hjer á ekki við að tala um neitt gullæði. Jeg sje ekki að íslenska ríkið hafi hlaðið neina gullhauga og mun það þó hafa fengið ríílega af verðmæti als þessa mikla afla. Það mun fara best á því að stilla í hófi bæði athöfnum og orðum um þessi mál sem önn- ur. Hjer duga engin stór orð, skilningur og vilji allra aðíla, og fullkomin sameining um að gera það sem rjettast er og best, mun verða besta lausnin. Brynvarnir skipanna. Brynvarnir þær, er settar hafa verið á yfirbyggingu skip ana, munu að nokkru leyti hafa náð tilætluðum tilgangi, þar sem vel og haganlega er frá þeim gengið. En hæpið öryggi tel jeg, að 5 millimetra þykku járni þótt úrgangsló úr ullarvinsluvjelum sje sett á milli, ekki síst ef hún er illa troðin og frágangur ekki betri en svo, að stoppið drekk- ur í sig alt vatn er til fellur og eykur þar með þyngsli á yfir- byggingunni. Steypa sú, er sett hefir verið' á brúartoppinn, er einnig til töluverðs öryggis, en reynslan hefir sannað, að fæst af skipum þola hana án annara breytinga (eins og áður er á minst). _ Björgunarflekar. Það er í reglugerð um öryggi skips í utanlandssiglingar, að það hafi björgunarfleka á renni brautum og tel jeg það til mik- ils öryggis í sambandi við notk un þeirra. En sjálfsagt gera fæstir sjer í hugarlund, sem ekki hafa reynt, hversu feikna breytingu þeir gera á velflestum skipum til hins verra með sjóhæfni þeirra. Jeg álít, að ef það telst nauð- synlegt að hafa nefndan útbún iað á yfirbyggingu skipanna, verði þau að fá aukna kjölfestu Björgunarfleka tel jeg að mætti hafa minni en fleiri og væri þá auðveldara að koma þeim fyrir víðar á skipinu. Meðferð fisksins. Þá hefir verið skrifað um slæman fisk, lítinn ís, fáar hill ur og óvöndun yfirleitt á fisk- inum, samanborið við það, sem áður var. Þetta er rjett. „Islendingar fylgja lýðræðis- þjóðunum að málum“ Ur ræðu Thor Thors sendiherra í Sögufjelagi New York-borgar THOR THORS, SENDI- HERRA í Washington flutti í fyrradag ræðu á fundi í einni af virðulegustu stofn- unum Bandaríkjanna, •— Sögufjelagi New York — (New York Historical So- ciety ). Fara hjer á eftir úr- drættir úr ræðu sendiherr- ans, samkvæmt heimildum frá Upplýsingaskrifstofu Bandaríkjanna: „Vjer íslendingar óttumst ekki um framtíð lands vors. Vjer efumst ekki um, hver verða úrslitin í þessari styrj- öld, og vjer þráum þann dag, er vjer getum hafið samvinnu við aðrar þjóðir í heimi, þar sem lýðræði ríkir. Okkur er ljóst, hvílikar fórnir Bandaríkin hafa fært til þess að tryggja núlifandi og komandi kynslóðum viðunandi lífsskilyrði, og vjer fylgjum málstað þeirra af heilum hug. I heimi, þar sem friður ríkir, munu Islendingar ávalt vera frjálsir og óháðir. í heimi, þar sem allskonar átroðningur er látinn viðgangast, getur engin þjóð eða einstaklingur verið frjáls, því átroðningur byggist á þrælkun innanlands og utan. Kynni Islendinga og Bandaríkjamanna. Thor Thors hóf ræðu sína með þessum orðum: „Eitt af því fáa, sem ófriður þessi hefir leitt af sjer til góðs, er sú staðreynd, að Bandaríkja ' menn og íslendingar eru nú orðnir mikið kunnari hvor öðr um en áður. AmerLskir her- menn hafa nú bækistöðvar svo að segja um allán heim. í brjef um sínum til ástvina sinna heima fyrir lýsa þeir löndum þeim, er þeir dveljast í. Jeg er þess fullviss, að þetta hefir treyst samband íslendinga og Bandaríkjamanna og dregið upp sannari mynd af íslandi fyrir mörgum Bandaríkja- þegni. Til þess að fá gott yfirlit yf- ir líðandi stund og reyna að skygnast inn í framtíðina. er nauðsynlegt að rifja upp liðna tíma. Landnámsmenn Islands voru norskir höfðingjar, er flýðu undan kúgun konungs og stefndu skipum sínum í vest- urátt í leit að frelsi. I dag er hið íslenska Alþingi elsta þing í heimi. 1930 voru þúsund ár liðin frá stofnun Alþingis. V'ið það tækifæri afhenti Bandárikja- þing fyrir hönd Bandaríkja- manna Islendingum stórfeng- legt likneski af Leifi Eiríkssyni Hervernd Bandaríkjanna. „Mikilvægasti viðburður síð ari tíma sögu Islendinga var landganga amerískra her- manna á íslenska grund 7. júlí 1941. Þá tóku Bandaríkjamenn við landvörnum á íslandi af Bretum, samkvæmt samkomu- lagi milli forseta Bandaríkj- anna og forsætisráðherra ís- lands. Samkomulag þetta var síðar samþykt af Bandaríkja- þingi og Alþingi Islendinga. Þannig var það orðið milliríkja samningur. Samkvæmt þessum samningi hafa báðar hlutað- eigandi þjóðir skuldbindingar og rjettindi hvor gagnvart annari. Vjer Islendingar þurfum að- eins að athuga aðstöðu frænd- þjóða vorra, Dana og Norð- manna, til þess að vera þakk- látir fyrir aðstöðu vora í þess- ari styrjöld. Um leið viðurkenn um vjer, að ríkisstjórn Banda- ríkjanna hefir sýnt sig verð- uga trausti Íslendinga og að sambandið, á milli þessara tveggja þjóða hefir verið bygt á skilningi og vinsemd. Þótt Islendingar sjeu fár Framh á 6. sí*u. En íslendingar hafa énga for- ustu í því að framleiða verri vöru á stríðstímum en endra nær, í því sem öðru verðum við að fylgjasf með. Það er síður en svo að jeg sje mótfallin vöruvöndun, þvert á móti hefi jeg og sjómenn yfir leitt gert alt sem í okkar valdi stendur til úrvöndunar, frá því sem áður hefir verið. Jeg vil aðeins benda mönn- um á, að ef við ættum að fara að hafa sömu aðferð og fyrir stríð, um meðferð fískjarins, þá væru öll smærri skipin úti- lokuð frá að sigla, þar eð þau rúmuðu svo lítið, að slíkt gæti ekki borið sig. Gagnvart skrifum enskra blaða, um óvöndun á íslenskum fiski, er það að segja, að það- an hefir áður andað kalt í okk- ar garð, og ættu íslensk blöð síst að taka undir þau ummæli. Það tel jeg ekki þjóðlegt. Jeg hefi siglt bæði á ensk- um og íslenskum togurum á ísfiskveiðum, og er velkunnugt um það, að íslenskir sjómenn standa ekki öðrum þjóðum að baki í kunnáttu um meðferð fisksins. Við vitum líka að brevting frá því sem nú er um verkun fiskins, verður að koma með breyttum timum. Lýsisgeynisla. A allmörgum togurum hefir verið komið fyrir tönkum með öldustokknum til að geyma lýsi í. Tel jeg þetta til stórbóta frá því sem áður var, er skip- ið var fult með tunnum að aft- ap og jafnvel upp á bátadekki, en auðvitað væri æskilegt að hægt væri að koma fyrir lýsis- geymslu neðandekks, helst í botni skipsins. Ætti það að vera vel vinnandi verk að endurbæta í öllurn stærri fiskiskipum. Ekki þarf að taka það fram að þessi breyting væri til stórbóta fyrir skipið, ekki síst þegar það er orðið fult að framan. Endurbygging skipa. Mjer er ekki kunnugt um að neinar reglur sjeu til um það, hvaða breytingar hæfiíegt sje að gera á gömlum skipum: en sje svo, virðast þær harla etii- kennilegar, ef eftir þeim er far- ið. Því í augum flestra sjómanna eru sumar af þessum breyting- um hreinasta vitfirring, nóg er til ábendingar, þessu til sonn- unar, ef tilefni gefst til frek- ari umræðna um þessi mál síð- ar. Um orðna hluti þýðir ekki að fást. En trúlegt er að þessi hættubrunnur verði birgður áður en fleiri detta ofan í, en orðið er. Nýbygging skipa. Um styrkleika á nýbyggðum skipum, eru til reglugerðir, sem farið er eftir og víðast hvar langt fram yfir það, sem ákveð- ið er, enda þarf engin að efast um traustleika þeirra skipa, er bygð hafa verið hjer á síð- ari árum. Aftur á móti eru yf- irbyggingar þessara skipa ískyggilegar, og má mikið vera, ef nokkurt skynsamlegt sam- ræmi er í þeim við stærð sumrj. þessara skipa.... H. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.