Morgunblaðið - 10.02.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.02.1944, Blaðsíða 12
12 Sumarbúslaður fyrir fimm krónur Víkingur efnir lil happdræltis KNATTSPYRNUFJELAGIÐ VÍXINGUR efnir um þessar mundir til happdrættis, þar sem vinningurinn er vandaður sumarbústaður. Verður ekki annað sagt, en slíkur vinning- ur sje vel til fundinn, þegar sól fer að hækka á lofti og menn að renna huganum til hins komandi sumars. Happdrætti þetta er auðvit- að stofnað með það fyrir aug- um að styrkja fjárhagslega íþróttastarfsemi fjelagsins, en fjelagið hefir lagt mikið í kostnað að undanförnu og fje- íagsmenn einnig, ekki sist við byggingu hins nýja og vand- aða skiðaskála fjeiagsins. Sumarbústaður sá, sem mönnum gefst kostur á að vinna, stendur nokkru fyrir áustan hraunið við Silungapoll r' landi Lækjarbotna. Hann er 7x5 metrar að stærð og hinn vandaðasti að frágangi. I hon- um eru tvö herbergi, eldhús og svefnloft, en með fylgir 2000 fermetra leigulóð. Er bústaður inn á mjög kyrlátum stað, en þó nærri strætisvagnaleið til Reykjavíkur. Mun sumarbú- staðurinn vart vera minna vdrði en rúml. 20.000 kr., og hver vill ekki leggja góðu mál- efni lið, til þess að eiga von á slíku verðmæti? Happdrætti eru að vísu al- geng orðin nú á dögum, en fólk hefir gaman af að freista gæt- unnar um leið og það legg tr þörfum málum lið. Víkingur befir og ekki gert mikið að bví að leita til aimennings um fje, og loks er það er gert, er ekk- ert smávægi í boði, heilt hús, til þess að dvelja í við sól og sumar, í ró og næði. Ekki er því að efa, að þetta verður vinsælt happdrætti, og að fielagsmenn Víkings munu gera sitt til þess að árangurinn værði sem bestur og undirtekt- ir almennings verða áreiðan- íega góðar, — því hjer er góð- ur málstaður styrktur. Irúnaðarmanna- ráð Dagsbrúnar Eftirfarandi hefir blaðinu borist frá Dagsbrún: Á FUNDI sínum 9. febrúar 1944 kaus trúnaðarráð Dags- brúnar þessa menn 1 trúnað- armannaráð: Aðalmenn: Páll Þóroddsson, Garðastræti 19, Eggert Þor- bjarnarson, Bergstaðastræti 30, Björn Guðmundsson, Einholti 11, Helgi Guðmundsson, Hofs- vallagötu 20. Varamenn: Ari Finnsson, Ásvallagötu 16, Ein- ar Guðbjartsson, Höfðaborg 33, Sveinbjörn Hannesson, Ás- vallagötu 65, Valgeir Magnús- son, Nönnugötu 1 B. Eins og kunnugt er hefir trúnaðarmannaráð vald sam- kvæmt vinnulöggjöfinni til þess að lýsa yfir vinnustöðvun íyrir lrönd viðkomandi verk- lýðsfjelags. Auk ofangreindra manna á iJjórn Ðagsbrúnar sæti í trún- aðarmannaráði Frá árásinni á Bari EINS OG getið var í fregaum fyrir nokkru, gerðu þýskar flugvjelar skyndiárás á höfn- ina í Bari, er verið var að skipa þar á land hergögnum og birgðum úr heilli skipalest. Sprengj- ur komu á tvö skotfaeraskip, með þeim árangri, að þau sprungu í loft upp, en alls eyðilögðust 10 skip og 1000 hermenn fórust. Myndin hjer að ofan er tekin n okkru eftir að árásin var gerð og má glögt sjá vegsummerki. Rússur sækja fram frá Nikopol Tangarsókn að • Krivoi-rog Ms. Esja laskast í höfninni í Bíldudal. M.S. ESJA varð fyrir skemd um í gærmorgun í höfninni á Bíldudal. Skipið var að leggja frá bryggju, er stýri þess rakst í mararbakkann, og skemdist stýrið svo mikið, að það er ill- nothæft. Forstjóri skipaútgerðarinnar hefir skýrt blaðinu frá því, að skip muni verða sent vestur til að fylgja Esju hingað. Rafveilan annasl innheimtu fyrir Hitayeituna ÞAÐ HEFIR verið ákveðið, að Rafmagnsveita Reykjavík- ur annist innheimtu á gjöldum fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Verða reikningar fyrir Hita- veitugjöld innheimtir hjá hús- eigendum. Enn hafa ekki verið sendir út neinir reikningar frá Hita- veitunni. Hefir verið unnið að því að undanförnu af miklu jkappi að reikna út fastagjald |húsa, en það er gert eftir ;ier- stökum reglum. Mun útreikningi nú senn lok ,ið og verður byrjað að inn- heimta reikninga á næstunni. Flugferðir í 25 ár. London í gærkveldi. — Þýska frjettastofan segir í dag, að haldið hafi verið hátiðlegt 25 ára afmæli fyrstu reglubundnu flugferða innan Þýskalands, en i dag fyrir 25 árum byrjuðu flugferðir milli Berlín og Weimar. — Reuter. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RCSSAR halda ái:rani sókn sinni fyrir vestan Nikopol, og, hafa Þjóðverjar viðurkent, að jieir hafi þurft að hörfa jiarna af svæði því, se.in þeir höfðu austan Dnieperfljótsins, en ekki hafa jieir hinsvegar enn viðurkennt fall borgarinnar Nikopol sjálfrar ennjiá. Rússar eru nú að reyna að nmkringja hinn niikilvæga nániabæ Krivoirog, seni nijög var barist um í haust og hafa sótt fram alllangt sunnan við liæinn. Tóku jieir á þessuni slóðum bæiuii Apostolovb, sem er járnbrautcirstöð ein all-þýð- ingarniikil. Enn jirengja Rtisar liringinn um liitiar innikróitðu þýsku hersveitir milli Kirovograd og iJíyelaya Tserkov, og segja ifrjet.tir fregnritai-a, að hann s.je nú um 23 kiii. mjórri, en |hann var fyrst eftir að honum var lokað. Verjast |)ó Þjóðverj ar enn þarna af mikilli hörku, en að vestan heldur Mann- |Stein enn ujipi áhlaupum til jiess að koma hinum innikró- aða her til hjálpar, <mi Rússar segja, að skriðdrekasveitum hans'hafi ekkert orðið ágengt enn sem komið er. Þjóðverjar skýra í dag. frá, erfiðri varnarbaráttu á mörg- jiini vígstöðvum, allt frá Niko- |])ol og norður til Peipusvatns. Segja jieir, að á svæði jiví, er .Maimstein muu gena áhlaup 'sín, liafi 58 rússneskir skrið- drekar verið eyðilagðir í gær. Við Vitebsk segja Þjóðverjar, að dregið hafi nokkuð úr á- rásum Rússa, vegna tjóns, sem þeir hafi beðið undan- farna daga. Einnig greina Þjóðverjar frá áhlaupum Rússa milli áuma Pripet og Beresina. Rússar kveðast halda á- fram sókn sinni í áttina til Lugíi, en segjast mæta gagn- áhlaupum Þjóðverja fyrir aust an borgina. Þeir segjast vera. um 30 kin. frá borginni að norðaustan, en þar eiga þeir skemst ófarið til liennar. —: Níutíu skriðdreka kveðast. Rússa-r hafa eyðilagt í gær og' og- skotið niður alls 1!) jiýskar fltigvjela r . yfir vígstöðvunuin. Mikið mannljón í Helsinki Stokkhólmi í gærkveldi. FREGNIR FRÁ Helsinki herma, að mikið manntjón og eigna hafi orðið þar í borg í síðustu loftárásum Rússa á bæ- inn. Samkvæmt þeim skýrsl- um, sem þegar eru fyrir hendi, fórust alls 822 menn, en 262 særðust svo, að flytja varð þá í sjúkrahús. Margir meiddust minna. Fjöldi húsa hrundi í rústir og cru fjölmargar fjöl- skyidur heimilislausar. Óstaðfestar fregnir herma, að byrjað sje að flytja fólk úr borginni. — Reuter. — Reuter. Fimtudagur 10. febrúar 1944 Eitt lilandsmel á sundmóli Ægis SUNDMÓT ÆGIS var hácS í gærkveldi. Á mótinu setti sveit Ægis nýtt Islandsmet í 8x50 in. skiðsundi karla, synti á 3 mín. 58,2 sek. Úrslit urðu annars sem h.jer segir: 50 m. bringusund karla: l. R'afn Sigurvinsson (K.R.) 28,7 sek., 2. Tlörður Sigur- jónsson (Æ) 28,9 sek. og 3, Óskar Jensen (Á) 29.1 sek. 100 m. skriðsund drengja: 3. Ilalldór Bacmapn (Æ) 1 m. 15,5 sek., 2. Hreiðar Ilólm. (Á) 1 m. 20,5 sek. og 3. Garð- r Halldórsson (Æ) 1 mín. 22,7 sek. 200 m. skriðsund karla: 3. Sigurgeir Guðjónsson (T\R.) 2 mín. 40,3 sck.. 2. Guðniund- ur Guðjónsson (Á) 2 niín. 47,7 sek. og 3. Guðmundur .Tónsson (Æ) 2 min. 48,5 sek. Almennt höfðu menn gert ráð fyrir að Gugmundarnir berðust um 1. sætið, cn Sig- urgeir kom alveg á óvart. ITafði hann forystuna mestau hlúta leiðarinnar. Islandsmet er 2 : 26,7, sctt af Jónasi Jlall- dórssyni (Æ) 1938. 100 m. biingusnnd, konur: 3. Unnur Ágústsdóttir (KR.): 3 mín. 40,5 sek., 2. Ivristín Eiríksdóttir (Æ) 3 mín. 42,8 sek. og 3. Halldóra Einars- dóttir (Æ) 1 mín. 42,9 sek. Unnur og Halldóra syntu í sama riðli og vann Unnur ljett. Sömuleiðis vaitn Kristín sinn riðil auðveldlega. íslandsmetið er 1 mín. 33.8 sek., sett af Þor- björgu Guðjónsdóttur (Æ) 1940. 400 m. bringusund karla: -t- 1. Sigurður Jónsson (KR) 6 mín. 43.2 sek. 2. Einar Davíðs- son (Á) 6 mín. 59.2 sek.. og 3. Hörður Jóhannesson (Æ) 6 min. 59.2 sek. Eins og sjá má á tímanum var Sigurður langfyrstur. Tími hans var samt ekki eins góð- ur og búist hafði verið við. Stafar það af sjálfsögðu mikið af þvi, hve litla kepni hann hafði Einar og Hörður syntu á sama tíma. Einar aðeins á und- an. Annars má geta þess, að Hörður er aðeins 16 ára. I íslandsmet er 6:23.7, sett af Inga Sveinssyni 1938. | 50 m. baksund drengja: 1. Guðmundur Ingólfsson (ÍR) 36.4 sek. 2. Halldór Bachmann | (Æ) 36.5 sek., og 3. Leifur Ei- ríksson (KR) 41.5 sek. Tími Guðmundar er ágætur af dreng. 50 m. bringusund, drengir: 1. Hannes Sigurðsson (Æ) 40.1 sek. 2. Valur Júlíusson (Á) 41.9 sek., og 3. Jón F. Björnsson (ÍR) 42.3 sek. 8x50 m. skriðsund karla: 1, sveit Ægis 3 mín. 58.2 sek. 2. sveit Ármanns 4 mín. 02.1 sek. og 3. sveit KR 4 mín. 06.0 sek. Ægir leiddi sundið altaf og er tími sveitarinnar, eins og áður er getið, nýtt íslandsmet. Gamla metið 3:59.2 átti Ægir og Ármann saman. Þessir menn eru í sveit Ægis: Edwald Fær- seth, Ásg. Magnússon, Guðjón Ingimundarson, Hjörtur Sig- urðsson, Halldór Baldvinsson, Jónas Halldórsson, Logi Einars son og Hörður Sigurjónsson. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.