Morgunblaðið - 10.02.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.02.1944, Blaðsíða 7
Fimtudagur 10. febrúar 1944 MORGUNBLAfiiÐ 7 JÓL A CORREGIDOR Eftir Manuel L. Quezon Eftirfarandi grein er eftir forseta Fjjippseyja, sem nú dvelur landflótta í Bandaríkjunum. Flest- ir munu hafa heyrt getið um eyvirkið Corregidor, þar sem setulið Bandaríkjanna varðist innrásarher Japana af miklu harðfylgi. Manuel Queson og fjölskylda hans. í NÆSTUM fjórar aldir hafa jólin verið aðalhátíð ársins á Filipseyjum—bæði trúar- og fjölskylduhátíð. Hátíðin hefst níu dögum fyrir jól. Messa er flutt kiukkan fjögur að morgni, og eru þá sungnir sjerstak- ir gleðisöngvar vegna hinn- ar væntu fæðingar frelsar- ans. Á aðfangadagsskvöld er svo flutt hámessa um mið nættið. Eftir messuna safn- ast fjölskyldan saman, hvort sem ríkir eða snauðir eiga í hlut, og neytir sameig inlega smákvöldverðar. A jóladag kemur svo öll fjöl- skyldan — afi og amma, for eldrar, börn og barnabörn — saman á heímili elsta meðlims fjölskyldunnar. — Þótt erjur kimni að vera innan fjölskyldunnar, og sumir talist ekki við allan ársins hring, þá sameinast öll fjölskyldan á jólunum. Jóladaginn ganga síðan börnin hús úr húsi, og er venja að gefa þeim smápen- ing á hverjum stað. JcJin eru stórfeldasti tími ársins. En árið 1941 varð hörmu- leg breyting. Hvem einasta dag þessarar níu daga hátíð ar ljetu Japanir sprengjum rigna yfir Manila. Allt fyrir þetta ástand reyndum við að halda jól. Elsta dóttir mín, Maria Áu- roia, myndaði samtök me-ð vinkonum sínum í því skyni að safna gjöfum handa her- mönnunum á vígstöðvunun um, og bjugfm þær um gjaf ir þessar í forsetahöllinni. Var þar á degi hverjum fvr- ir jólin hópur stúlkna frá tólf til tuttugu og fjögurra ára aldurs. Þegar sprengi- flugvjelar Japana komu — um hádegisbilið daglega — hjeldu stúlkur þessar þarna kvrru íyrir, og hinar yngri beygðu knje sín í bæn, en hávær/m raddir þeirra hljómuðu um herbergin. Hörfað til Corregidor. Á AÐFANGADAGS- MORGUN sendi Mac Art- hur hershöfðingi, aðstoðar- foringja sinn, með þau skila boð til mín, þar sem jeg dvaldi í Mariquina, heimili mínu í útjaðri borgarinnar, að tími væri nú kominn fyr ir okkur að flytja yfir til Corregidor. Höfðum við Mac Arthur áður rætt þetta mál. Eftir áð Manila var lýst óvíggirt borg, vildi jeg leita upp til fjallanna og reka þaðan smáskæru- hernað með lögreglu minni °g borgurunum. En Mac Arthur taldi að í baráttunni yrði að beita her gegn her, og áleit að ríkisstjórnin ætti að hafa aðsetur þar sem hernaðarbækistöð hans væri. Ráðuneyti mitt var sömu skoðunar. Jeg varð því ekkert undrandi, þegar aðstoðarforinginn sagði mjer að vera ferðbúinn klukkan þrjú síðdegis. Jeg var að ná mjer eftir alvar- leg veikindi, en var þó enn sjúkur maður. Jeg hjelt þó þegar í stað til hallarinnar til þess að vera reiðubúinn, er farartími kæmi. Þar sá jeg stúlkurnar vera að búa um jólagjafirnar. Eins og venjulega gerðu Japanir loftárás um hádegi og klukkan þrjú voru fjug- vjelar þeirra enn yfir borg- inni. Þegar jeg kom að bátn um, sem einnig átti að flytja Sayre, stjórnarumboðs- mann, til Corregidor, höfðu Japanir rjett í því varpað sprengjum umhverfis fló- ann. Er við komum til Corre gidör, beið Moore, hershöfð ingi, er stjórnaði eyvirkinu, okkar á hafnargarðinum. — „Hamingjunni sje lof, herra forseti“, sagði hann. — ,,Ef þjér hefðuð komið hálfri klukkustund fvr, hefðu þessir Japanir sökt bát yð- ar. Fyrir örskammri stundu söktu þeir hjer frönsku skipi“. Omurleg jól. AÐFAN GADAGSKVÖLD rann upp þarna í jarðgöng- unum. Karlmönnunum í fylgdarliði okkar var ætluð ein hliðarálma og kvenfólk- inu önnur. í hverri álmu var eitt steypibað, eitt bað- ker og eirin búningsklefi. Kona mín komst að því, að áformað var að flytja mið- nættismessu, og vorum við þar viðstödd ásamt amer- ískum liðsforingjum, hjúkr unarkonum og hermönnum. Þetta var raunalegt að- fangadagskvöld fyrir okkur öll. Ósjálfrátt reikaði hug- urinn til jólanna, eins og þau venjulega voru hátíð- leg haldin á Filippsevjum. En nú vorum við hjer sam- an komin neíanjarðar í ó- hreinum jarðgöngum, og margir menn voru þegar fallnir í valinn. Jeg hugsaði með sjálfum mjer: „Tvö þúsund árum eftir fæð- ingu Krists, sem var í heim inn borinn til þess að kenna mönnunum að elska hver annan, þá drepa menn á. sjálfum fæðingardegi hans hver annan með þeim haturshug, er stjórnast af dýrslegustu ástríðum frum- mannsins“. En eftir mess- una var þó enn ríkjandi með okkur nægilega mikið af hinum venjulega hugs- unarhætti til þess að geta sagt í fjölskylduhópi, „gleði leg jól“. Um nóttina kom Mac Arthur hershöfðingi, ásamt fjölskyldu sinni og herfor- ingjaráði, og er jeg hitti hann morguninn eftir, var hann í ágæta skapi. — Kom hann að rúmi mínu til þess að óska mjer gleðilegra jóla. Með honum kom einnig Arthur, sonur hans, en jeg var guðfaðir hans. Reynd- um við öll að safna saman jólagjöfum handa litla drengnum. Allir reyndu að vera hressir í bragði. Lögðu allir sig einlæglega fram til að gera jól úr engu. Ur her- mannabúðinni náðum við í dálítið sælgæti handa börn- um okkar, og þau sendu aft ur sumum hjúkrunarkonun um sælgætisgjafir. Við hin í neðanjarðarhvelfingunni skiftumst á lítilfjörlegum gjöfum, en hugurinn var sá sami. Við borðuðum jafnvel jólamat. Þetta var hreystileg til- raun, en jeg er ekki viss um, að hún hafi hepnast. Jeg held jeg hafi vitað hvað efst var í hug og hjarta hvers eins, en eng- inn talaði um það. Það var augljóst, að allir höfðu skilið aðstöðuna og voru staðráðnir í að horfast í augu við raunveruleikann, þar til yfir lyki. Á þessari sömu stundu börðust her- roenn vorir hindurnrabar- áttu þeirri, þar sem Mac Arthur í raun og veru sýndi sig Japönum fremri. Niðri í jarðhvelfingunni neyttum við jólamáltíðar, en hermennirnir í varnar- virkjunum bjuggu ekki við svo góðan kost. Þeir höfðu enga kalkúna, og oft höfðu þeir ekki nokkurn tíma til þess að matreiða handa sjer. Frá þeirri stundu, er herir voru hófu undanhald- ið til Bataan, voru þeir hungraðir og þreyttir, því að þeir urðu að berjast hvíldarlaust til þess að verjast tortímingu Japana. Hvað gerðist í Manila? ÞETTA voru jólin, en heima í Manila var engin hámessa. Allt var myrkvað og fólk varð að halda kyrru fyrir í heimilum sínum. Ef til vill var það stærsta á- fallið fyrir Filipseyinga að verða að lifa messulaus jól og án þess að fjölskyldurn- ar gætu komið saman. — Fólkið var enn daprara af því, að það eerði sjer ljóst, að Sayre, stjórnarumboðs- maður og Mac Arthur hers- höfðingi, hefðu ekki farið úr borginni, ef koma Jap- ana hefði ekki verið yfir- vofandi. En það versta var eftir. Annan jóladag til- kynti Mac Arthur, að Man- ila hefði verið lýst óvíggirt borg. Ljósin voru nú aftur kveikt, en vonin var alger- lega slokknuð, því að fólk vissi nú, að við höfðum hætt öllum tilraunum til þess að verja Manila. Eina huggunin fvrir þetta yfir- gefna fólk var sú, að loft- árásunum myndi að minsta kosti ljetta. En tveimur dögum síðar hrundu þær skýjaborgir á ömurlegan hátt. — Japanir komu og gerðu miskunnar- lausa loftárás á borgina og vörpuðu sprengjum á marga staði, sem enga hernaðar- lega þýðingu höfðu. — Nú vissu Filipseyingar hvers- konar óvin þeir áttu við að berjast. Þetta voru jólin þeirra árið 1941. Jólin 1942 voru enn verri. Með hinni djöfullegu und- irförli sinni leyfðu Japanir Filipseyingum að fara í kirkju. — Synir himinsins komu jafnvel með ka- þólska presta til eyjanna. — En jeg hefi áreiðanlegar heimildir fyrir því, að fæst- ir Filipseyingar ljetu ánetj- ast. Þeim var kunnugt um það, að þrátt fyrir alla þessa yfirborðsvirðingu fyr ir trúarbrögðum þeirra, höfðu Japanir myrt nokkra presta og einn biskup. Fólkið þjáðist af hungri. Þeim var þungt um hjarta- rætur. Þjóðin hafði mist yf- ir 20.000 menn á Bataan og Corregidor, og skæruviður eignir víðsvegar um eyjarn- ar bættu stöðugt í hóp hinna föllnu. í mörgum hjeruðum Filipseyja er varla til það heimili. sem ekki á bak einhverjum heimilismanni að sjá, eða egnum sínum. Rányrkja Japana. FJÁRMÁLALÍFIÐ var í fvlsta öngþveiti. — Japan- ir höfðu prentað verðlausa seðla handa hermönnunum — tólf miljónir dollara á mánuði, eftir þeim upplýs- ingum að dæma, sem mjer hafa borist — og neyða þéir Filipseyinga til þess að taka þessa peninga góða og gilda. Þetta hefir haft í för með sjer mikla verðbólgu, því að fólkið eyðir þessum peningum jafnskjótt og það fær þá, þar sem það veit. að þeir verða verðlausir strax og Japanir verðá hraktir á brott. Smápeningar þeir, er litlu börnin á Filipseyjum voru vön að fá á jólunum, voru engir til á jólunum 1942, því Japanir höfðu safn að þeim öllum saman. Jafnframt ljetu Japanir greipar sópa um birgðir Filipseyja af olíu, korni, hampi, köðlum, vindlingum, svkri, áfengi, — og greiddu allt með hinum verðlausu peningum sínum. — Þeir rændu öllum lyfjabirgðum landsins. Jólin 1942 urðu Filipseyingar að bera þján- ingar hins algera stríðs. — Hermenn þeir, sem ekki ljetu lífið á Bataanskaga voru herfangar, og borgur- um, sem Japanar höfðu grun á, hafði verið varpað í fangelsi. Þessi jól 1943 eru engu betri. Án efa leyfa Japanir messur og fjölskyldumót í Manila, en Filipseyingar .vita, að það er kænsku- bragð Tojos. Á yfirborðinu hafa Japanir látið sem þeir væru ekki að berjast gegn Filipsevingum, heldur að- eins Bandaríkjunum. — I fvrstu loftárásum sínum vörpuðu þeir niður flug- miðum, sem á var letrað: „Við erum komnir til að frelsa ykkur“. Stofnun lýð- veldis á Filipseæjum var liður í hernaðaráætlun þeirra. En meðan japanska yfirherstjórnin prjedikaði þessa stefnu, meðhöndluðu japnösku hermennirnir og eir>]:um þó japanska herlög reglan Filipsevinga með grimmúðlegri villimensku. Filipseyingar, sem ekki hneigðu sig eða tóku ofan fvrir þeim, voru barðir með kylfum eða slegnir ut- an undir. Sumir voru jafn- vel bundnir við ljóskers- staura. Jeg held að þessar aðgerðir hafi orðið til þess að varðveita betur einingu Filipseyinga gegn innrásar- mönnunum en eyðilegging eigna þeirra eða jafn vel dauði sona þeirra. Þegar jeg rita um þessi jól, þarf jeg ekki að beita ímyndunarafli mínu. Jeg sá hvað gerðist árið 1941, og jeg hefi öruggar upplýs- ingar um það, sem gerðist 1942 og 1943 — brjef, sem jeg hefi fengið beint frá Filipsevjum, þótt einkenni- legt megi virðast, og aðrar upplýsingar, er mjer er ekki heimilt að skýra frá. Af öllu þessu er mjer ljóst, h\rersu miklar hörrfiungar Filipsevingar eiga nú við að stríða, og hversu allar þeirra þrár beinast að einu marki: Komu amerísku her sveitanna, sem munu leysa Framh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.