Morgunblaðið - 25.02.1944, Page 6

Morgunblaðið - 25.02.1944, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. febrúar 1044 « Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv^tj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanianda, kr. 10.00 utaniands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Ánægjulegur dagur ÞAÐ VAR ÁNÆGJULEGT að hlýða á umræðurnar, sem fram fóru í sameinuðu Alþingi í gær, þar sem rætt var um þingsályktunartillögu um niðurfelling dansk- íslenska sambandslagasamningsins frá 1918. Mál þetta hafði fengið rækilega athugun í tólf manna þingnefnd, sem skipuð var fulltrúum allra flokka. Tveir ráðherrar störfuðu með nefndinni, sem fulltrúar ríkis- stjórnarinnar. Nefndin var á einu máli um afgreiðslu málsins. Öll meðferð málsins í gær var hin virðulegasta og Al- þingi til sóma. Framsögumaður skilnaðarnefndar, Bjarni Benediktsson flutti ítarlega framsöguræðu og gat eng- um dulist, sem hlýddi á þá ræðu, að þar var vel haldið á hinum íslenska málstað. Síðan talaði dómsmálaráð- herra af hálfu ríkisstjórnarinnar, rökfast og skilmerki- lega, eins og hans var von og vísa. Var enginn ágrein- ingur milli ríkisstjórnarinnar og skilnaðarnefndar. Að síðustu kom þingheimur allur og samþykti einróma þings- ályktunartillöguna. Eftir er ein umræða um tillöguna. ★ Dagurinn í gær var ánægjulegur. Hann sýndi, að Al- þingi getur staðið saman, þegar mikið liggur við. Von- andi verður dagurinn í gær fyrirboði enn stærri tíðinda, þ. e. fullkominnar einingar um afgreiðslu lýðveldisstjórn- arskrárinnar. Hjer skal ekki farið að rifja upp þann ágreining, sem risið hefir í sambandi við afgreiðslu lýðveldisstjómar- skrárinnar. Hvorki þann ágreining, sem menn í Alþýðu- flokknum stóðu að, nje heldur hinn, sem reis í þinginu, eftir að tveir stærstu flokkar þingsins gerðu samkomu- lagið við Alþýðuflokkinn. Það var og er skoðun Morgun- blaðsins, að ágreiningur nokkurra þingmanna Alþýðu- flokksins hafi verið ástæðulaus. En þar sem tekist hefir að jafna þann ágreining, án þess í nokkru að hvika frá þeim grundvelli. sem lagður var af þrem þingflokkum, sem mörkuðu stefnuna í málinu og kunngerð var alþjóð 1. desember síðastliðinn, ætti málinu að vera vel borgið. Er þess því að vænta, að þeir alþingismenn, sem óánægðir voru yfir málamiðlun þeirri, sem gero var við Alþýðu- flokkinn, láti ekki málefnið sjálft gjalda þess. ★ Það, sem höfuðmáli skiftir nú í lokaátökunum í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar er þjóðareining. Geti íslenska þjóðin sýnt öllum heimi það, að hún standi sem einn mað- ur um sjálfstæðiskröfur sínar, mun erfitt reynast að standa gegn rjetti þjóðarinnar. Þetta er svo veigamikið atriði, að enginn alþingismaður má verða til þess að rjúfa eininguna. Við skulum því gleyma fortíðinni og horfa aðeins á framtíðina. Látum því engan ágreining komast að í þessu stóra máli. Síst má ágreiningur um aukaatriði valda óein- ingu og sundrung. Og þar sem þeir flokkar, sem bundust samtökum í haust um lausn málsins, hafa málið í hendi sjer og geta ráðið allri meðferð þess, mega þeir ekki rjúfa fylkinguna nú, þar sem svo giftusamlega hefir til tekist, að fullkomin eining getur ríkt um málið á Alþingi. Sjerstök lög verða sett um þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem verður í tvennu lagi, þ. e. um niðurfelling sambands- lagasamningsins og um lýðveldisstjórnarskráná. -— Hefir dómsmálaráðherra samið frumvarp að þessum lögum, sem verður lagt fyrir þingið. Verður á allan hátt stuðlað að því, að þátttakan í atkvæðagreiðslunni geti orðið al- menn. Engum manni, sem atkvæðisrjett hefir, verður meinað að láta í ljós skoðun sína í þessu máli. ★ Dagurinn í gær varpaði ljóma á Alþingi. Ríki sama eining í þinginu í meðferð lýðveldisstjórnarskrárinnar, þarf engu að kvíða. Þjóðin mun ekki láta standa á sjer, er til hennar kasta kemur. Einhuga þing og samstilt þjóð! Þá er sigurinn vís. í Morgunblaðinu fyrir 25 árum Loftskeytastöð á Seyðisfirði. 7. febr. „Seyðisfirði í gær: — Loft- skeytastöð hefir nýlega verið reist hjer í árhólmanum. Er hún 79 feta há og' verður nú farið að reyna, hvort hægt er að taka þar á móti loftskeytum“. Eftir styrjöldina 1914——’18 varð borgarastyrjöld í Þýska- landi. Ýmsum borgum landsins var lýst í ófriðarástand. M. a. segir: 14. febr. „Frá Kaupmannahöfn er símað, að Hamborg hefir verið lýst í hernaðarástand. Um kvöldið þann 11. febr. fóru her- sveitir stjórnarinnar um göt- ur borgarinnar í vígbúnum bif- reiðum og afvopnuðu verka- menn og tóku allar skotfæra- birgðir Spartakista.. . Hersveitir stjórnarinnar hafa einnig tekið Erfurt í nánd við Weimar“. ★ „Islenski fáninn dreginn við hún“. 15. febr. „íslenski fáninn í Noregi. „Willemoes“ var fyrsta skipið, sem dró upp íslenska fánann í Noregi. Skipið fór hjeðan seint í nóvembermánuði og sigldi því undir dönskum fána yfir hafið og með dönsku hlut- leysismerkin á hliðinni. En er skipið kom til Noregs og fjekk þar staðfestingu á því, að Island væri orðið fullvalda ríki, var málað yfir dönsku hlutleys- ismerkin, „Dannebrog" dreginn niður og íslenski fáninn í þess stað dreginn við hún“. ★ K. R. var þá alveg konulaust fjelag. 15. febr. „20 ára afmæli á „Knatt- spyrnufjelag Reykjavíkur“ í dag. Mun það vera elsta knatt- spyrnufjelag landsins. I tilefni dagsins hefir fjelagið mann- fagnað mikinn í Iðnó, verður þar jetið og drukkið og ýmsar skemtanir hafðar um hönd •—• en dans verður þar enginn, því að þar verða eintómir karlar, um 100 talsins“. 'k Vöruhúsið auglýsir verð á vörum sínum. Verður hjer tek- ið örlítið sýnishorn. 15. febr. „Karlm.-hattar kr. 5,00, Sjálfblekungar kr. 1,50, alfatn- aður kr. 46,50, regnfrakkar kr. 29,00, kvenhattar kr. 7,25, kvensokkar kr. 1,50, regnhlífar kr. 6,75 og kvenregnkápur kr. 22,00“. ★ Stjórnin átti að sjá um allar giftingar i Rússlandi. 15. febr. „Stjórn Maximalista í Petro- grad hefir skipað svo fyrir, að þegnar ríkisins skuli eftirleiðis eigi látnir sjálfráðir um að velja sjer einkamaka. Allar konur, 18—45 ára, eru skyldar að taka þeim manni, er henni er fenginn af stjórninni. Börn eiga framvegis ekki að vera undir eftirliti foreldranna, held ur hjeraðsstjórnanna“. uerji, slrifíar: tlcicj lt * % y *? v •z* Þeir „útvölclu" fá ávexti. ÁVEXTIR hafa ekki sjest hjer í verslunum síðan fyrir jól. En þessa dagana hafa vegfarendur fundið ávaxtailm leggja út frá sölubúðum Kron í bænum. Marg ir hafa orðið harla glaðir, eink- um barnafólk, og hugsað sjer að gleðja börn sín á hinu heilsubæt- andi lostæti. Flestir hafa hins- vegar orðið fyrir vonbrigðum, því þó ávextirnir sjeu fyrir hendi fá þá ekki nema fáeinir útvaldir. Ávaxtailmurinn, sem lagt hefir frá sölubúðum Kron þessa dag- ana er af nýjum eplum, sem það verslunarfyrirtæki hefir fengið til landsins, en eplin eru ekki ætluð almenningi. Þeir, sem falað hafa ávexti í verslunum Kron fá þau svör, að ekki fái aðrir en þeir, sem geti sýnt pappíra upp á að þeir sjeu meðlimir í Kron. Það er erfitt að skilja hvers- vegna fjelagar í þessu verslunar- fyrirtæki eru verðlaunaðir með ávöxtum þegar öðrum borgurum er neitað um þá vöru. En þó full orðið fólk, sem orðið er vant ýmsu frá hinum „útvöldu" fyrir- tækjum í þessu landi, látist skilja hvað á ferðinni er, þá er ekki jafn auðvelt að skýra þessi fyr- irbrigði fyrir blessuðum börnun- um. Þau sjá jafnaldra sína borða epli og biðja foreldra sína um ávexti. Það er ekki auðvelt að skýra fyrir þeim, að þau geti ekki fengið ávexti eins og leik- systkini þeirra, sem hafa „skír- teini í Kron“. Ætli kaupmenn fengju ekki að heyra það, ef þeir tækju uppá því næst þegar þeir fá ávaxta- sendingu, að neita að selja mönn um ávexti sem væru meðlimir í Kron? • Hcilbrigt líf. Á ÖSKUDAGINN kom út hefti af hinu ágæta riti Rauða Krossins, „Heilbrigt líf“. Rit- stjóri þess er dr. Gunnlaugur Claessen hinn ötuli talsmaður þess, að þjóðin semji sig að heil- brigðari lifnaðarháttum. Eins og fyrri hefti Heilbrigðs lífs, er þetta nýútkomna hefti heil náma af góðum ráðleggingum og fróð- legum greinum um heilbrigðis- mál. En ritstjórinn tekur ýmis- legt fleira til meðferðar, en, sem stranglega getur talist heilbrigð- ismálefni. í ritinu má finna greinar um vitamínsúpu, hljóðvilta fyrirles- ara í útvarpi o. s. frv. Þetta rit á erindi til allra og er leitt til þess að vita, hve tiltölulega litla útbreiðslu það hefir, 1600 kaup- endur, að sögn ritstjórans. Jeg ætla nú að taka mjer bessaleyfi og minnast lítillega á nokkur sannkölluð þjóðþrifamál, sem dr. Claessen mintist á í riti sínu. Þurr mjólk. — Athyglisverð tillaga. RITSTJÓRI Heilbrigðs lífs minnist á þurrmjólkina, sem mikið hefir rutt sjer til rúms í heiminum á undanförnum árum og einkum þó síðustu stríðsárin. Hann segir m. a.: „Þurr mjólk kemur algjörlega í stað óunninn- ar mjólkur við alskonár matar- gerð og er líka notuð handa sjúklingum og ungbörnum. Fún er jafn vel talin auðmeltari en venjuleg mjólk vegna þess, að ystingur þurrmjólkurinnar, þeg- ar í magann kemur, er sjerlega smágerður. Mjólkin missir eltki gildi sitt að öðru leyti en þvi, að C-fjörfi er ekki teljandi í duft- inu, og má búast við, að það fari cicýiecýci Ííjinu li**«H**^*4«*******<iMW*4«'M’*H*H!**JM ► að mestu forgörðum við vinsl- una“. Þá er skýrt frá því, að einfalt sje að búa til rnjólk úr mjólkurduftinu til drykkjar og annarar notkunar. Eftir að ritstjóri Heilbrigðs lifs hefir lýst þurrmjólkinni betur, en hjer er skýrt frá kem- ur hann með mjög athyglisverða tillögu. Hann spyr hvort ekki myndi tiltækilegt fyrir bændur á Suðurlandsundirlendinu að framleiða þurrmjólk. Því skyldu bændur austan fjalls vera að aka mjólk sinni með miklum tilkostn aði til Reykjavíkur — 87% af henni er vatn, (og stundum vel það, vildí víst margur bæta við) — og koma henni þó ekki ógall- aðri á markaðinn. • 6Yí miljón litrar vatns. ÞAÐ er hreint ekki svo lítið af vatni, sem mjólkurbílarnir brjótast með yfir fjallvegina til Reykjavíkur, eftir því, sem dr. Claessen segir í umræddri grein sinni. Þar segir: .„Samkvæmt opinberri skýrslu forstjóra mjólkursamsölunnar fyrir s. 1. ár (1942), tók mjólkur- stöðin í Reykjavík á móti 7.663.064% litra af mjólk ,og má gera ráð fyrir, að af öllu þessu magni sje ca. 6. 666.866 litrar vatn. Þessu vatni er ekið til Reykjavíkur og geta kunnáttu- menn um flutningskostnað gert sjer grein fyrir honum. (I þurr- mjólk eru ekki nema um 2% vatn). Vitanlega er ekki öll mjólkin — og alt vatnið — flutt austan um Fjall. En sundurliðun á því sjest ekki í skýrslum sani- sölunnar". Vissulega er það rjett, að ef landbúnaður Suðurlandsundir- lendisins á framtíð fyrir sjer, þarf hann að leita að markaðs- möguleikum víðar en í Reykja- vík. Víða hjer á landi er hörgull á mjólk mikinn hluta árs. Væri ekki ónýtt, ef hægt væri með þurrmjólkurframleiðslu, að tryggja öllum landsmönnum góða mjólk alt árið. — Loftsóknin Framh. af 1. síðu. um eru. Kom til ógurlegra loftbardaga í heiðskíru veðri og börðust þar fleiri hundr- uð flugvjela í margra kíló- metra hæð. Er talið að þetta hafi verið einhverjar hörð- ustu loftorustur allrar stvrj aldarinnar. Skýrslur um tjón aðila eru enn ekki fyrir hendi. Holland og Frakkland. Auk hinna tveggja fyr- nefndu stórárása, gerði fjöldi meðalstórra breskra og amerískra flugvjela, varð ar orustuflugvjelum, árásir á flugvelli í Hollandi og her stöðvar í Norður Frakk- landi. I Flugmenn telja . árahgur mikinn af þeim árásum. — Þjóðverjar beittu ekki or- ustuflugvjelum þar. Stokkhólmi: — Þrír sænskir nasistar voru nýlega handtekn- ir fyrir það í Stokkhólmi, að ganga í einkennisbúningum, en pólitískir búningar eru bannaðir í Svíþjóð. Verður höfðað mál á hendur mönnurn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.